Morgunblaðið - 27.07.1993, Page 5

Morgunblaðið - 27.07.1993, Page 5
4 D MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 27 JÚLÍ 1993 + MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 1993 D 5 HJOLREIÐAR / TOUR DE FRANCE Indurain sigraði með yfirburdum Abdoujaparov sigraði á síðasta leggnum ÞAÐ fór eins og allir bjuggust við; Spánverjinn og vélmennið Miguel Indurain, eins og hann er stundum kallaður, sigraði í Tour de France hjólreiðakeppninni á sunnudaginn, og vann þar með í keppninni þriðja árið í röð. Hann er aðeins fjórði maðurinn í 90 ára sögu keppninnar til að vinna þrisvar í röð, og gerði það nú með miklum yfirburðum; það vantaði aðeins ejna sekúndu upp á að hann væri með fimm mínútna betri tfma en næsti maður, sem varTony Romingerfrá Sviss. Rominger sigraði í fjallastigakeppninni og Úsbekistinn Djamolidine Abdoujaparov i stigakeppninni. Abdujaparov sigraði líka á síðasta legg keppninn- ar, þegar hjólaðir voru rúmlega 196 km um götur Parísarborgar. etta var erfið keppni, en ekk- ert erfiðari en tvö síðustu ár,“ sagði Miguel Indurain eftir sigurinn í gær, augsýnilega mjög þreyttur. „Eg geri mér grein fyrir að þnr sigrar í röð er góður árangur. Ég ætla að reyna að vinna aftur á næsta ári, en það er farið fram á of mikið að biðja mig um að ná fimm í röð,“ sagði Indurain. Hann sigraði á tveimur leggjum í keppn- inni, í báðum tilfellum þar sem keppt var við klukkuna. Flestir bjuggust við að hann myndi sigra á 19. leggnum, sem var képpni við klukkuna, en Tony Rominger kom á óvart og sigraði örugglega. Ekki síður sigur Banesto liðsins Þrátt fyrir að Indurain hafi náð góðu forskoti í hraðakeppninni á 9. legg, var það frábær frammi- staða hans í Ölpunum og Pýrenea- fjöllunum sem tryggði honum sig- urinn. Hann átti svar við öllum árásum andstæðinga sinna og hélt sér alltaf í efstu sætunum. Hann á hins vegar sigurinn ekki alveg einn, án félaga sinna í Banesto liðinu hefði hann ekki náð að sigra. Þeir hafa séð um að kljúfa fyrir hann vindinn til að byrja með á hverjum legg, svo hann eigi nóga orku eftir þegar kemur að lokasprettunum. Mikilvægur sigur Sigur Abdoujaparovs á síðasta leggnum var honum mjög kær, en í keppninni fyrir tveimur árum datt hann af hjólinu einmitt á síðasta keppnisdeginum í París, og við- beinsbrotnaði. Abdoujaparov kom aðeins framgjörðinni á undan næstu mönnum í mark, Frakkanum Frederic Moncassin og ítalanum Stefano Colage, og náði þar með í þriðja sigur sinn á legg í keppn- inni. Allir hafa þeir verið eftir æsi- legan endasprett, en hann virðist nær ósigranlegur í snöggum sprett- um. „Ekkert færir mér jafn mikla hamingju og sigra á Champs Elyse- es, sérstaklega eftir það sem gerð- ist fyrir tveimur árum. Ég er ánægður með sigurinn á leggjunum þremur og grænu treyjuna, en jafn- vel enn ánægðari með að hafa klár- að keppnina. Hún var mjög erfíð,“ sagði Abdoujaparov. ■ Úrslit / D6 Þeir bestu á ferð í París MIGUEL Indurain, í gulu treyjunni, hlær þegar Djamilidine Abdoujaparov, sá í grænu treyjunni, segir honum brandara á síðasta leggnum á sunnudaginn. Indurain sigraði í keppninni, Abdoujaparov sigraði á síðasta leggnum og í stigakeppninni, og Tony Rominger sem er til vinstri í rauðdoppóttu treyjunni, sigraði í fjallastigakeppninni og varð annar í heiidarkeppninni. Tour de France1993 Helstu atriðin í Tour de France hjólreiðakeppninni 1993: Sigurvegari: Miguel Indurain (Spáni) Annar: Tony Rominger (Sviss) Þriðji: Zenon Jaskula (Póllandi) Flest stig (græna treyjan): Djamolidine Abdoujaparov (Úsbekistan) Konungur fjallanna (rauðdoppótta treyjan): Rominger Besti nýliðinn: Antonio Martin (Spáni) Besta liðið: Carrera (Ítalíu) Sigurvegarar á leggjunum 20: Forkeppni (Le Puy-du-Fou) - Indurain (keppni við klukkuna) 1. leggur (Les Sables d’Olonne) - Mario Cipollini (Italíu) 2. leggur (Vannes) - Wilfried Neiissen (Belgíu) 3. leggur (Dinard) - Abdoujaparov 4. leggur (Avranches) - GB MG (Ítalíu) (keppni liða við klukkuna) 5. leggur (Evreux) - Jesper Skibby (Danmörku) 6. leggur (Amiens) - Johan Bruyneei (Beigíu) 7. leggur (Chaions-sur-Mame) - Bjame Riis (Danmörku) 8. leggur (Verdun) - Lance Armstrong (Bandar.) 9. leggur (Lac de Madine) - Indurain (keppni við klukkuna) 10. ieggur (Serre Chevalier) - Rominger 11. leggur (Isola) - Rominger 12. leggur (Mareeilie) - Fabio Roscioli (Ítalíu) 13. leggur (Montpellier) - Olaf Ludwig (Þýskalandi) 14. leggur (Perpignan) - Pascal Lino (Frakklandi) 15. leggur (Andorra) - Oliveiro Rincon (Kólumbíu) 16. leggur (St Lary Soulan) - Jaskula 17. ieggur (Pau) - Claudio Chiappucci (Ítalíu) 18. leggur (Bordeaux) - Abdoujaparov 19. leggur (Montlhery) - Rominger (keppni við klukkuna) 20. ieggur (Paris) - Abdoujaparov Hveijir hjóluðu í gulu treyjunni: Indurain - forkeppni og 1. legg Nelissen - 2. og 3. legg Cipollini - 4. legg Nelissen - 5. legg Cipollini - 6. iegg Johan Museeuw (Belgíu) - 7. og 8. legg Indurain - 9. til og með 20. legg Fjöldi kílómetra: 3.714 Meðalhraði sigurvegarans: 38,7 km/klst. 180 hjólreiðamenn hófu keppnina, 136 tókst að ljúka henni. GOLF / EINHERJAR Formaðurinn bestur Kjartan L. Pálsson, formaður Einheijaklúbbsins, þeirra sem hafa náð þeim áfanga að fara holu í höggi, varð sigurvegari á meistaramóti klúbbsins, sem fór fram í Leiru á laugardaginn. Kjartan L. lék á 78 högg- um, sem gaf honum 39 punkta. Halldór Sigurðsson, GR, var annar með 38 punkta og Eyjólfur Bergþórsson, GR, var þriðji með 37 punkta. Kjartan L. fékk hinn fagra Röðuls-bikar, sem hefur verið keppt um frá 1967 og er þetta í þriðja skipti sem hann er handhafi bikarsins. Eng- inn fór holu í höggi í mótinu, en Ólafur Skúlason var næstur því — kúla hans hafnaði einum metri frá holu á sextándu braut. KNATTSPYRNA lan Rush fyrir- liði Liverpool Ian Rush verður fyrirliði Liverpool næsta keppnis- tímabil og er hann sjöundi leikmaður félagsins sem gegnir því starfi á síðustu tveimur árum — frá því að Graeme Souness tók við stjórninni í apríl 1991. Þeir sem hafa verið fyrirliðar undir stjórn Souness, eru John Bames, Ronnie Whelan, Steve McMahon, Jan Mölby, Mark Wright og Steve Nicol. lan Rush. Þeir fara til Færeyja Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir í drengjalandslið Islands sem keppir á Norðurlandamótinu í Færeyjum 4.- 8. ágúst: Gunnar Magnússon, Fram, Tómas Ingason, Val, Amar Viðarsson, FH, Rúnar Ágústsson, Fram, Sigurður Elí Haraldsson, Fram, Sigurður Guðmundsson, Stjörnunni, ívar Ingimarsson, KBS, Ásgeir Ásgeirsson, Fylki, Valur F. Gísla- son, Fram, Eiður Guðjohnsen, Val, Jón F. Magnússon, Grindavík, Lárus Long, FH, ívar Benediktsson, ÍA Jón Þór Hauksson, ÍA, Þorbjöm Sveinsson, Fram og Arngrímur Amarsson, Völsungi. Á mótinu leika átta þjóðir í tveimur riðlum. í A-riðli leika fsland, Finn- land, Færeyjar og Wales og f B-riðli Danmörk, Noregur, Svíþjóð og England. KAPPAKSTUR m Koutpr Oheppnm ettir Hill ALAIN Prost sigraði í þýska kappakstrinum á sunnudaginn. Félagi hans í Williams-liðinu, Damon Hill, hafði örugga forystu þar til á næst síðasta hring og virtist stefna á fyrsta grand prix sigur sinn, er annað afturdekkið sprakk eins og sést á myndinni. Þetta er í annað sinn í röð sem Hill verður af sigri vegna óhapps, en hann varð að hætta képpni í breska kappakstrinum fyrir skömmu vegna vélarbilunar. Prost kom í mark rúmum sextán sekúndum á undan næsta manni, heimamanninum Michael Schumacher. Prost hefur nú 27 stiga forystu í stigakeppninni um heimsmeistaratitilinn. Lynsendi ÍAbréf Félagið vili fá Ólaf Þórðarson í haust JOHN Fiskavik, framkvæmdastjóri norska úr- valsdeildarliðsins Lyn, sendi í gær bréf til knatt- spyrnudeildar ÍA, þar sem hann lýsir yfir áhuga á að fá Ólaf Þórðarson aftur til félagsins. í bréfinu kemur fram að óskað er eftir að Ólafur komi út 1. nóvember nk. og leiki með félaginu næstu tvö keppnistfmabil. John Fiskavik sagði að mikill áhugi væri á því að fá Ólaf aftur til Lyn, og þess vegna hefði hann sent þetta bréf til ÍA. Lyn á sölurétt á Ólafi út næsta ár, en hann er þó ekki skuldbundinn Eriingur til að leika með félaginu á sama tíma. Jóhannsson Fiskavik sagði að Olafur hefði sýnt skrifarfrá þessu áhuga. Noregi Þegar norska úrvalsdeildin er rúm- lega hálfnuð eru nýliðar Bodö/Glimt frá norður Nor- egi efstir með 24 stig. Lyn er í fimmta neðsta sæti með þrettán stig. Tromsö og Molde eru neðst með tíu stig. Lyn hefur átt erfítt uppdráttar í deildinni í sum- ar og augljóslega saknað sterkra miðjumanna. Southall hættur að leika með Wales Allt bendir til að Neville Southall, markvörður Everton, sé búinn að leika sinn síðasta leik fyr- ir Wales, en hann þarf aðeins fimm landsleiki til að setja nýtt landsleikjamet, sem er 68 leikir. Ástæðan fyrir þessu er að Southall vill ekki kljúfa fjölskyldu sína, en honum fínnst of mikill tími fara í knattspyrn- una. „Ég hef gaman að leika og vil vera með áfram, en ég hugsa um hagsmuni fjölskyldunnar," sagði Southall. Landslið Wales hefur góða möguleika á að komast í heimsmeistarakeppnina í Bandaríkjunum næsta sum- ar. „Ef við komumst til Bandaríkjanna kostar það að ég verð minnst sex vikur frá fjölskyldu minni,“ sagði Southall, sem er 35 ára. MÉUMFERÐAR ÁFENGISVARNARÁÐ ÉP RÁÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.