Morgunblaðið - 31.07.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.07.1993, Blaðsíða 1
 MIKIL UMFJÖLLUN um sýningu errós í kaupmannahofn Skrásetjarí samtímaóreióunnar SÝNING á verkum Errós á Charlottenborg við Kóngsins nýja torg í Kaupmannahöfn hefur hlotið mikla umfjöllun í dönskum fjölmiðlum. Bæði hefur sýningin víða verið kynnt í blöðum, tímaritum, útvarpi og sjónvarpi með frá- sögnum og viðtölum við listamanninn og eins hafa öll helstu blöðin birt umsagnir listgagnrýnenda um hana. Megininntak umsagnanna er, að eins og Erró segi sjálfur sé hann nokkurs konar skrásetjari samtímans, án þess að hann þröngvi neinum boðskap upp á áhorfandann, sem sé í sjálfsvald sett að draga eigin ályktanir. Einnig er talað um að verkin höfði mjög til ungs fólks, um kraft þeirra og sterk áhrif og að þau taki sig einstaklega vel út í salarkynnum hallarinnar gömlu. Undir fyrirsögninni „Heimur séður úr hring- ekju“ skrifar Peter M. Homung, að Erró hafi einu sinni líkt litskrúð- ugum risaklippimynd- um sínum við það sem gerist þegar skipt sé frá einni útvarpsstöð á aðra. Líkt og allra handa útvarpsstöðvar velti allt inn á myndflötinn, pólitík, vís- indi, fréttir og fleira. Öreiða í risa- stórri útgáfu, vitnisburður um að heimurinn sé stærri og einkum háv- aðasamari og margþættari en skyn- færin fái greint. „Einu sinni hét Erró Guðmundur Guðmundsson og var íslendingur með útþrá til Parísar. í dag má segja að hann sé heimsborgari, heimsborg- aralegur myndfíkill, sem alltaf er á ferðalagi, alltaf að safna efni“ sem síðan er flokkað og klippt og safnað í landslag, sem er að lokum málað á stóran flöt. „Erró er opinskár um vinnuaðferðir sínar. Hann er almennt mjög opinn. Allt streymir í gegnum hann meira eða minna melt, en það kemur alltaf út á þann hátt að áhrif- in eru yfirþyrmandi og örvandi." Hornung talar ennfremur um að stærð myndanna eigi erindi í heims- metabók Guinness. „Og þar eiga vinnuafköstin einnig heim. Annað- hvort er Erró iðinn og afkastamikill svo jaðrar við hið óskiljanlega — eða að hann hefur góða aðstoðarmenn. En hver sem gerir hvað, þá kunna þeir til verka. Myndirnar eru svo faglegar að það er sársaukafullt, alla vega fyrir þá sem álíta að list sé eitthvað kyrrt og djúpt, innlifun og nánd. List Errós er jafn kyrrlát og náin og Piccadilly Circus á há- annatímanum. En hún er glæsileg, frámunalega glæsileg." Enginn málari getur lokað augun- um fyrir að það eru til óteljandi málverk og Erró er meðvitaður um það, segir Homung. Ástæðulaust sé að skapa fleiri og svar hans er að klippa myndir alls staðar að og mála eftir þeim á sinn sérstaka hátt. Það er einmitt háttur Errós að vitna í eða taka dæmi, sem hefur list hans yfir meðalmennsku afþreyingarlist- ar. Tilvisun hans liggur ekki í stíln- um, heldur er hún stíllinn. Áhorfand- inn dáist ekki að einstökum atriðum i myndunum, heldur felst sérstaða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.