Morgunblaðið - 31.07.1993, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.07.1993, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JULI 1993 B 3 Riddarinn á hestinum (1939). árum síðar sagði hann um verkið: „Hin spennta tjáning í Riddaranum á hestinum er glaðleg ... stríðinu var nýlega lokið, samt fannst mér eins og maðurinn á hestinum gæti grátið eins og barn." Frægð Marino Marini óx til muna árið 1948 þegar hann var gerður aðnokkurs konar þjóðlista- manni á ítalíu. Honum hlotnaðist sá mikli heiður, að heill salur var helgaður verkum hans á Feneyjar Biennalnum. Um þetta leyti kynnt- ist hann breska myndhöggvaran- um Henry Moore og með þeim tókst mikil vinátta. Á sama tíma kynntist Marini Marino einnig bandarískum áhrifa- manni, Curt Valentin, sem bauð honum til Bandaríkjanna og skipu- lagði stóra sýningu á verkum hans í New York. Þetta auðveldaði hon- um að verða frægur á alþjóðlegan mælikvarða. í Bandaríkjunum kynntist hann einnig mestu áhrifa- mönnum í listahieminum eins og Stravinski, Arp, Beckmann, Fein- inger, Calder, Tanguy og Dalí. Árið 1952 var hann sæmdur Inter- national Grand Prix-verðlaunum á Feneyja-Biennalnum. Á næstu árum voru verk hans sýnd í helstu borgum Evrópu. Árið 1968 var hann gerður að félaga í þýsku regl- unni um vísindi og listir, sem er einn mesti heiður sem listamanni getur hlotnast í Þýskalandi. Þrátt fyrir frægð sína sem myndhöggv- ari hélt hann áfram að mála. Hann sagði löngu síðar: „Ég hef alltaf haft mikla þörf fyrir að rhála og byija aldrei á höggmynd öðru vísi en að sjá hana fyrir mér mynd- rænt ... formið og litirnir eru svo samtengdir. Litirnir geta verið svo ljóðrænir." Árið 1973 var safn Marino Mar- ini opnað í Mílanó, en það geymir mörg af helstu verkum listamanns- ins eins og höggmyndir, málverk og teikningar. Höggmyndin Pom- ona er úr bronsi og var sett í Uffizi-safnið í Flórenz árið 1974. Tveim árum síðar var opnaður sal- ur í Nýja listasafninu í Munchen, sem er tileinkaður verkum hans. San Pancrazio-kirkjan er talin vera frá 10. öld og var notuð í nokkrar aldir sem klaustur. Hún varð fyrir miklum skemmdum árið 1808 en var síðan fljótlega endur- byggð en hefur eins og áður segir verið breytt í glæsilegt listasafn Marino Marini. Höfundur er fulltrúi Sotheby's á IaJaadi. „Och dessa tinger hanger" eftir Gunnel Pettersson frá Svíþjóð. „Statement VII" eftir Vibeke Riisberg frá Dan- mörku. VEFIR SJÖTTI norræni textílþríær- ingurinn stendur sem hæst á Kjarvalsstöðum um þessar mundir og fram í miðjan ágústmánuð. Þrjátíu og sex listamehn frá fimm Norður- löndum, þar af einn frá ís- landi, sýna 52 verk af ýms- um toga, sem vitna í senn um skyldleika og mismun- andi afstöðu til efnis og aðferða. Hugtakið „vefnað- ur", sem ætla mætti að væri eðlilegt heiti ó listgreininni, þykir nú of takmarkað og hefur hopað á hæli fyrir hinu alþjóðlega „textíl", sem rúmar fleiri þætti innan sinna vébanda. Þannig má líta á Kjarvalsstöð- um vefhönnun, nytjalist og jafnvel eindregnar tilraunir til að færa formið að „fagur- listum", en nokkuð hefur borið á að fulltrúar annarra listgreina líti niður á textíl sem „mottugerð". Kannski vegna þess að eins og Guðrún Gunnarsdóttir, fulltrúi ís- lands á sýningunni, sagði í viðtali við Morgunblaðið í mars síðastliðn- um, að „það sem ofið er þarf að vera vel gert og bilið milli myndlist- ar og handavinnu er afskaplega viðkvæmt". Eins ogeðlilegt þykir megna ekki allir að brúa þetta bil. Textíllist á Norðurlöndum - eft- ir að hún öðlaðist viðurkenning sem slík - dúsaði um langt skeið innan mæra hvers lands, en 1974 varð breyting á. Það ár rufu textíl- 36 listamenn f rá fimm Norö- urlöndum sýna um þess- ar mundir verk á Kjarv- alsstödum sem vitna i senn um skyldleika og mismund- andi affstöou til ef nis og aö- fferoa,en heyra öll undir textillistina. listamenn einangrun landa sinna og hófu samstarf um sýningarhald. Norræni textílþríæringurinn á ætt- ir að rekja ti! sýningar það ár sem síðar varð fyrirmynd annarra textílsýninga á Norðurlöndum. Listamennirnir sjálfir lögðu grunn- inn að, skipulögðu og ráku fyrstu fjórar sýningarnar. Eins og gefur að skilja krafðist þetta fyrirkomu- lag fórnarlundar og glímu við ýmis óyfirstíganleg vandamál, s.s. fjármögnun. En lyktir urðu farsæl- ar: Framhald á sýningarhaldi var óvænt tryggt þegar Norðurlanda- ráð lagði til árið 1984 að Norræna ráðherranefndin úthlutaði styrkj- um til að styðja samnorrænar sýn- ingar á borð við norræna textílþrí- æringinn. Fimmti norræni textflþríæring- inn naut þessa fyrirkomulags. Var hann sá fysti sem Norræna lista- miðstöðin skipulagði, en miðstöðin stendur einnig að baki sjöttu sýn- ingunni nú, með fulltingi aðila frá hverju aðildarlandi. Saman skipa þeir valnefnd sem ræður uppbygg- ingu sýningarinnar. Um 700 verk komu til álita að þessu sinni, en éins og kom fram hér að ofan hlaut innan við tíundi hluti þeirra náð fyrir augum nefndarinnar. Halldór Björn Runólfsson, listfræðingur, segir í aðfararorðum sýningarinnar að við skoðun innsendra verka „uhdrast maður sannarlega hversu auðug norræn textílhefð er. Eins og er með aðrar listgreinar, ber sérhvert Norðurlandanna sterkt eigið svipmót og hefur sérstakar áherslur, sem er mikilsvert á sama tíma og einstaklingsbundin tjáning sætir árásum æ bragðlausari hlýðni við ríkjandi stefnur." Textílþríæringurinn hóf ferð sína í Gautaborg, en verk sænskra listamanna eru í meirihluta á sýn- ingunni, og þokaðist á milli Þránd- heims í Noregi, Kaupmannahafn- ar, Jyváskyla í Finnlandi og Stokk- hólms. Sýningin lagði lykkju á leið sína eftir höfuðborg Svíþjóðar og hélt til Tallinn í Eistlandi. Þetta hliðarspor Norræna textílþríær- ingsins er skýrt með kollsteypum sem orðið hafa í landafræði og stjórnmálum í Evrópu á síðustu árum. Því var einnig staldrað við í Vilnius og Riga og Tallinn en hin nýfrjálsu Eystrasaltsríki reyna ákaft að styrkja sambönd sín við Vesturlönd og ekki síst Norðurlönd í krafti landfræðilegrar nálægðar. Reykjavík er næst síðasti við- komustaðurinn á hringferð þríær- ingsins. SFr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.