Morgunblaðið - 31.07.1993, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 31.07.1993, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1993 B 7 Á Holmenkollen í Osló verður nornaslagur í næstu viku. Buckingham-höll verður opnuð almenningi eftir viku. í Madríd er dansaður flamenco. uð í ágúst og september en úr því fer að lifna yfir, látbragðshópar heim- sækja borgina og alls kyns uppákom- ur bjóðast. Vert er að minnast á kvik- myndahús sem sýnir góðar myndir á frummálinu, það heitir Alphaville og er við Plaza de Espagna. Ragnar Bragason FINNLAND í SUMARBLÍÐUNNI verða Finnar allt í einu mikil menningarþjóð sem streymir um landið þvert og endi- langt til þess að taka þátt í alls kyns listahátíðum. Þekktastar eru án efa óperuhátíðin í Savonlinna (Nyslott) og menningarhátíðin í Helsinki. En auk þeirra eru margar minni hátíðir og menningarvökur svo tugum ef ekki hundruðum skiptir. Þar sinna menn ýmsu: Þjóðlegri tónlist, kam- mertónlist, óperum, lúðrasveitum, leiklist, gömlum seglskútum og bjór svo nokkuð sé nefnt. Óperuhátíðinni í Savonlinna lauk síðastliðinn þriðjudag. Þá voru að baki 26 óperusýningar í miðaldark- astalanum Olavinlinna (Olofsborg) auk nokkurra tónleika á öðrum stöð- um í nágrenninu. Það er áberandi hversu langt frá höfuðborgarsvæðinu „menningin" þrífst yfir sumarið. Menn keyra og fljúga hundruð kílómetra út í sveit og búa í tjöldum eða á rándýrum hótelum til þess að flytja eða hlusta á tónlist. Og þetta gildir jafnt um finnskan almenning sem um heims- fræga listamenn. Dagana 10. til 15. ágúst er mikil leiklistarhátíð í Tampere (Tammer- fors) 200 km norður af Helsinki. Leikhús frá ýmsum þjóðlöndum í Afríku, Ameríku og Evrópu senda þangað sýningar. Endapunktur finnska menningar- sumarsins verður 25. menningarhá- tíðin í Helsinki sem hefst 24. ágúst. Megnið af því sem verður á boðstólum er klassísk tónlist en einnig verða myndlistarsýningar, dans og kvik- myndasýningar á dagskrá. Einkum má nefna að verðandi aðalstjómandi Sinfóníuhljómsveitar íslands, Osmo Vánska stjórnar núverandi hljómsveit sinni, borgarsinfoníunni frá Lahti mánudaginn 6. september í „Kletta- kirkjunni" svokölluðu. Tónleikagestir hafa vanist því að heyra toppsöngvara utan úr heimi á menningarhátiðinni. í ár eru það söngkonurnar Jessye Norman sópran og Cecilia Bartoli mezzosópran sem eiga að gegna því hlutverki. Það mun vera í fyrsta skipti sem Cecilia Bar- toli kemur fram í Skandinavíu og hafa miðar selst vel, meðal annars í Svíþjóð. Sannkölluð menningarnótt verður í miðborg Helsinki fimmtudaginn 26. ágúst. Þá verða alls konar uppákom- ur á götum úti, í búðargluggum, og öðmm opinberum stöðum. Dagskrá- in, sem öll er ókeypis, hefst síðdegis og endar næsta morgun. Á torginu fyrir framan járnbrautastöðina fá næsturgestirnir sér að borða á 100 metra löngu matarborði. í fyrra tók um 100.000 manns þátt í margvísleg- um uppákomum menningarnæturinn- ar. Lars Lundsten FRAKKLAND PARÍS er menningarborg og veldur þeirri einkunn jafnvel í ágúst þegar taktur listalífs er hægur og íbúamir halda unnvörpum burt í frí. Mörgum fínnst borgin líka listaverk í sjálfu sér og ekki amalegt að ganga þar um með viðeigandi hléum í galleríum eða á kaffihúsum sem teygja sig út á gangstétt. Jafnvel í nýrri neðanjarð- argeymslu fyrir 850 bíla undir Champs-Elysées breiðgötunni blasa vegglistaverk við þeim sem þar geyma farartæki. En hvað ljúfmeti í listum varðar er einfaldast að fá sér í næsta blaðsöluvagni vikurit um það sem býðst, Pariscope eða annað við- líka, þar sem taldar eru upp leiksýn- ingar, tónleikar og bíó, myndlist- arsýningar og söfn. Á þessum árs- tíma blómstra minni borgirnar í Frakklandi, sérstaklega sunnan til, með listahátíðum sem helgaðar eru kvikmyndum, tónlist, leiklist og bók- menntum. Þótt helstu leikhús Parísar séu lok- uð fram í september og gamla Garni- er-óperan duni ekki af ballettdansi þær vikur sem eftir eru af sumrinu er sitthvað að hafa fyrir áhugafólk um leiklist og dans. í Palais de Chail- lot getur gefur að líta uppfærslur þekktra danshöfunda þessa dagana auk þess sem alltaf er eitthvað um sýningar dansara frá fjarlægum lönd- um í Beaubourg-listamiðstöðinni og minni danshópa víðar í borginni. Tjöld Bastilluóperunnar lyftast aftur í sept- ember og um svipað leyti gefst færi á að heyra tenórinn Pavarotti á útitónleikum á Marsvöllum (Champs de Mars, 2. september). Stóru söfnin draga alltaf að sér manngrúa; Louvre með glerpýramíd- ann yfir aðalinnganginum, Orsay í gamalli lestarstöð og Beaubourg eða Pompidou með pípur og stiga utan á sem leiða upp þak þar sem sér yfír borgina. í sýningarhöllinni Grand Palais nærri Champs Elyseés er nú mikil hönnunarsýning og einhveijir munu kannast við listakonuna Niki de Saint Phalle sem sýnir í Musée d’Art Moderne. Þetta er einungis nefnt í dæmaskyni og bent á fyrr- nefnd vikurit til upplýsingar um söfn og sýningar. Annars eru gallerí eða litlir sýningarsalir næstum í hverri götu í ýmsum hverfum sem gaman er að ganga um; Marais og Saint Germain til dæmis. Þessa dagana stendur yfir sumar- gleðin „Paris Quartier d’Eté“ og henni tilheyra kvikmyndasýningar undir berum himni í La Villette, sirk- ús, músík og myndlistarsýningar. Djasshátíðin „Halle that Jazz“ fer fram í La Villette í suðausturjaðri borgarinnar (19. hverfi) og þar er líka Lear fílasirkúsinn og fleira skrít- ið. Festival Estival heitir svo hátíð nú í ágúst með fjölmörgum tónleik- um, til dæmis í mörgum kirkjum borgarinnar. Af öðru tagi og miklu minni umfangs eru grínkvöld út ág- úst á leikhúskaffínu Point Virgule í Marais. Þekktir háðfuglar láta gamminn geysa en vissara er að kunna eitthvað fýrir sér frönsku til að hafa gaman af. Varla er í Evrópu nokkur bær með bæjum nema þar sé haldin að minnsta kosti ein menningarhátíð á sumri. Meinfýsnir segja að þetta sé nútíma- aðferð til að næla í ferðamenn og aurana þeirra, en víst er að fleira býr að baki. í Suður-Frakklandi eru vel þekktar menningarhátíðir að sumar- lagi, nú síðast í Aix-en-Province, Avignon og Arles. Samdráttur í efnahag hefur komið við þessar hátíðir, harðar við þær í Aix og Avignon sem eiga mikið und- ir stuðningi menningaryfírvalda í París. í Aix hefur dýrum óperuupp- færslum fækkað úr 20 1991 í 16 ári síðar og 13 nú í sumar. Avignon er vettvangur alveg nýrra leikrita ólíkt annarri stórri leiklistarhátíð evr- ópskri, þeirri sem haldin er í Berlín með uppfærslum „gamalla slagara". Til Avignon kemur mikið af ungu áhugafólki um leikhús en Aix höfðar frekar til eldri kynslóðar óperuunn- enda. Þessum hátíðum er nú að ljúka, 46. og 47. sumarið í röð. En í Arles snýst allt um ljósmynd- ir og þar er fjöldi sýninga fram til 15. ágúst. Mest hefur borið á mynd- um Richards Avedon og Cecils Bea- ton, þótt þar komi vitanlega minnst á óvart, en sýning á myndum Harry Callahan er ef til vill meira í anda Arles eins og nöfn sem færri þekkja; Larry Fink til dæmis og Japanarnir Koji Inone og Eiichiro Sakata. N0RE6UR í NOREGI setja menningarrisar alda- mótanna ennþá svip sinn á listalífið. Munch-safnið er í endurbyggingu, þjóðleikhúsið bíður virðulegt milli kóngshallar og þinghúss eftir næstu uppfærslu verks eftir Ibsen þegar vetrarstarfið hefst og í sumar hefur verið haldin Grieg hátíð í tilefni þess að 150 ár eru liðin frá fæðingu tón- skáldsins. En síðan bregður svo við að rokkóperan Which Witch eða Nornaslagur hefur slegið í gegn. í ágúst verður djasshátíð og kammer- músíkhátíð. Yfímornimar Benedikte Adrian og Ingrid Björnov em ásamt Johnny Logan Eurovision-kappa að setja nýtt Noregsmet með rokkóperunni Which Witch sem flutt er á ensku. 100 þús- und manns hafa séð Nornaslaginn á 40 sýningum víðs vegar um Noreg í sumar, en alls 250 þúsund frá því þær hófust fyrst fyrir sex áram. Ætlað er að þessar vinsældir minnki um helming þann 13 milljóna halla (26 millj. ISK) sem hlaust af uppfærslum sýningarinnar ! London um áramótin. Þar var hún púuð niður en í Noregi syngja nornirnar sitt síð- asta næsta föstudag í miðnætursýn- ingu á Holmenkollen. Önnur þeirra fer þar að dæmi skíðagarpa og þeys- ist fram af 120 metra háum pallinum og niður á leiksviðið á Bessrad-tjörn lar sem hin grimmu örlög norna bíða hennar og elskhugans. í næstu viku hefst í Osló fjögurra daga djasshátíð með mörgum þekkt- um nöfnum, norrænum og alþjóðleg- um (4.-8. ág.). Rokkarinn Prince heldur tónleika á Osló Spektram næsta laugardag, 7. ág. Kammer- músíkhátíð verður haldin í borginni 6. til 14. ágúst. Jan Gunnar Furuly DRETLAND ÞÓ AÐ nokkur doði færist yfír suma þætti þjóðlífsins á Bretlandseyjum í ágústmánuði, meðan sumarleyfin standa sem hæst, þá leggst menning- in ekki í dvala nema síður sé. Þannig hefst til dæmis í Edinborg um miðjan ágúst ein umfangsmesta og þekkt- asta listahátíð í heimi, „Edinburgh Festival Fringe“ og er höfuðborg Skotlands öll undirlögð meðan á henni stendur. Ef litið er lengra suð- ur á bóginn, ætlar Elísabet drottning að opna hlið Buckinghamhallar, sem er aðalbústaður Bretadrottningar, í fyrsta sinn í sögunni. Heiti Edinborgarhátíðarinnar mætti útleggja sem „utangarðshátíð" og oftast er áherslan á nýsköpun og tilraunastarfsemi í leikhúsi, kómedíu, kabarett, söngleiki, dansi, látbragðs- leik og tónlist. í ár taka hátt í sex hundrað listahópar og einstaklingar þátt í hátíðinni. Elísabet drottning tók ákvörðun um opna Buckingham eftir að ljóst varð að almenningur myndi ekki sér- lega sáttur við að bera allan kostnað af viðgerðum á Windsor-kastala eftir branann þar í fyrra. Búist er við sjö þúsund gestum á dag, þannig að bið- raðirnar verða langar, en þar verður til einhvers að vinna, því höllin geym- ir ómetanlegt safn listaverka sem aldrei fyrr hafa komið fýrir augu al- mennings. Hún opnar fýrst eftir viku, þann 7. ágúst. Rétt sunnan við ána Thames er síðan að fínna South Bank listamið- stöðina, sem er ein stærsta í heimi og hýsir meðal annars þjóðleikhús Breta. Sem stendur er stór hluti So- uth Bank helgaður frumbyggjum Ástralíu og gleymdri menningu þeirra; tónlist, dansi, sagnahefð og myndlist. Frumbyggjamyndir gefur að líta í aðalsýningarsalnum, Hayw- orth Gallery, til 10. október. Breska kvikmyndastofnunin hefur einnig aðsetur í South Bank og þar stendur nú yfír, í National Film Thea- tre, kynning á því nýjasta í kín- verskri kvikmyndagerð, sem lýkur um miðjan ágúst. Áhugafólk um kvikmyndir gæti líka bragðið sér í kvikmyndasafnið MOMI í South Bank að líta á gömul þýsk auglýsingaspjöld og skemmti- lega fastasýningu um sögu lifandi mynda, sem böm kunna að meta ekki síður en fullorðnir. í Barbican listamiðstöðinni, þar sem skosk myndlist tekur nú mikið rými, stend- ur einnig yfír kynning á breskum gamanmyndum, sem gerðar vora á áranum 1938 til 1959 og eru kennd- ar við Ealing kvikmyndaverið. Marg- ir þekktustu kvikmyndaleikarar Breta, t.d. Sir Alec Guinness, áttu sínar bestu stundir í Ealing gaman- myndunum, auk þess sem þær þykja ómetanleg heimild um lífsviðhorf þjóðarinnar á þessum árum. British Museum er alltaf einnar messu virði og þessa dagana fær sýning á japönskum teiknimyndum að fornu og nýju afar góða dóma. Hún er þó ef til vill ekki tilvalin fyr- ir viðkvæmar sálir, þar sem Japanir era ófeimnir við að fást við kynlíf og ofbeldi í þessari vinsælu listgrein, þó að handbragðið sé afar vandað. í Tate Gallery er síðan að fínna þá sýningu, sem virðist hvað efst á blaði hjá gagnrýnendum blaðanna hér sem stendur. Hún ber yfirskriftina „París eftirstríðsáranna; List og til- vistarstefna 1945-55“. Tate hefur raunar breytt úr sér til Liverpool og suður til Cornwall, í smábænum fallega St.Ives, þar sem aðaláhersla er lögð á nútímalist. Þeir sem bregða sér út fyrir höfuðborgina í Englandsheimsókn hljóta að hafa gaman af að heimsækja Stratford, fæðingarborg Williams Shakespe- ares. Þar era verk þjóðskáldsins leik- in baki brotnu og nú í ágúst verður lað Fellibylurinn, „The Tempest" sem laðar til sín ferðalanga. í leikhúsum Lundúnaborgar er síð- an þó nokkuð um ný og áhugaverð verk eftir helstu leikritahöfunda sam- tímans á þessu síðsumri. Harold Pint- er, Arthur MiIIer, Tom Stoppard og David Hare era allir með ný verk á fjölunum, þó að heimsfrumsýning á leikriti Pinters, Tunglskini, verði reyndar ekki fyrr en 2. september. Splunkunýr söngleikur Sir Andrews Lloyds Webbers, „Sunset . Bouleward“ fær nokkuð misjafna dóma, en íburður sýningarinnar og grípandi laglínur Webbers ættu þó að tryggja nokkuð góða kvöldstund í félagsskap Normu Desmond, kvik- myndastjömunnar föllnu sem sagan fjallar um. Flest stóra óperahúsin eru lokuð í ágúst, en í Holland Park er hins veg- ar hægt að njóta óperannar Carmen eftir Bizet. Á veitingastaðnum Terrazza Est, við gömlu blaðagötuna Fleet Street, geta óperavinir með góða matarlist síðan sameinað sín hjartans mál, með því að hlýða á söngvara flytja vinsæl- ar aríur meðan setið er undir borðum. Þetta ágæta fyrirkomulag er kallað „Spaghetti Opera“ og nýtur mikilla vinsælda. Hildur Helga Sigurðardóttir ÞÝSKALAND í ÞÝSKALANDI beinist athyglin þessar vikurnar að Wagner-hátíðinni í Bayreuth sem lýkur 15. ágúst. Á dagskrá haustsins er Tónlistarhátíð Evrópu í Munchen, sem hefst 1. októ- ber og stendur þann mánuð allan. Sinfóníuhljómsveit íslands leikur þar 14. október. Richard Wagner bjó í Bayreuth, miðja vegu milli Miinchen og Leipzig, um 11 ára skeið og á þeim tíma var að hans fýrirsögn byggt óperahús, sem lokið var við 1876. Tónlistarhá- tíð hefur verið haldin í borginni með stuttum hléum alla tíð síðan, á hveiju sumri nú um langt skeið. Hún hófst að þessu sinni 25. júlí og stendur fram í miðjan ágúst. Fyrst var Trist- an og ísold á sviðinu og svo kemur röðin að Tannháuser, Hollendingnum fljúgandi, Lohengrin og Parsifal. Af- komandi tónskáldsins, Wolfgang Wagner, er leikstjóri í Tannháuser og Parisfal og James Levine sveiflar sprotanum á sýningum á síðarnefnda verkinu. Fleiri tónlistarhátíðir standa nú yfír: í Kiel og Hamborg hefur síðan í júní verið Tónlistarhátíð Slésvíkur og Holtsetalands og lýkur ekki fyrr en 22. ágúst. í Munchen er óperuhá- tíð til 7. ágúst og í Bochum svonefnd píanóhátíð Ruhr-héraðsins allt til 15. ágúst. Þá er alhliða listahátíð í Weim- ar til 29. ágúst. Athyglisverðar mundlistarsýning- ar þessar vikurnar era m.a. í Köln (Wallraf-Richartz safnið, barokklist), Dresden (Albertinum safnið, egypsk list), Essen (Folkwang-safnið, verk frá Moskvu og Pétursborg, frá Monet til Picassos) og Hamborg (Kunst- halle, Picasso eftir Guernica). Lesendur sem leið eiga til Þýsk- lands síðar á árinu gætu fundið ýmis- ’ legt athyglisvert. Nefna má Tónlist- arhátíð Evrópu í Munchen 1.-31. október. Þar leika 33 sinfóníuhljóm- sveitir frá 31 landi og á lokatónleik- unum kemur fram Æskuhljómsveit Evrópubandalagslandanna. Í upphafi íslensku tónleikanna flytur Vigdís Finnbogadóttir forseti ávarp, stjórn- andi verður Osmo Várnská en einleik- ari Sigrún Eðvaldsdóttir. Jafnframt er vert að geta Berlínar- hátíðarinnar 31. ágúst til 30. sept- ember. Æskulýðshljómsveitir leika á eins konar fortónleikum 12. og 27. ágúst. Daniel Barenboim stjómar ríkishljómsveitinni í Berlín á upphafs- tónleikunum 31. ágúst og Claudio Abbado Fílharmóníu borgarinnar 6. september. Tónlistarhátíð verður í Stuttgart 3.-19. september og barna- kvikmyndir sýndar í Frankfurt 21. september til 3. október. SAMANTEKT ÞÓRUNN ÞÓRSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.