Morgunblaðið - 31.07.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.07.1993, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1993 HÝ 06 GÖMUL VERK EFTIR HAFLIOA HALLGRÍMSSOH Á TÓHLEIKUMISKÁLHOLTI AÐ FINNA GERSEMAR HAFLIÐI Hallgrímsson tónskáld segir að mikil regla verði að vera. Hið stórkostlega heilli hann í list og umhverfi, önnur form sköpunar en tónlist freisti og svali en hljóti að víkja. „Tónsmíðar eru eins og hver önnur vinna sem krefst skynsemi og ástundunar. Þannig er um svo margt. Það er ekkert merkilegt að vera tónskáld. Maður leitar, ekki að einhverju nýju því að allt er þegar til, grefur í jörð niður að einhverju sem var þar alltaf eða rótar á háalofti eftir hlut sem maður hefur not fyrir.“ Hafliði leitaði að músík fyrir tónleika í Skálholti nú um helgina og segist hafa reynt að nálgast kirkjuna meira en áður. Hann samdi þrjú verk sem frumflutt verða í dag, fyrir orgel og selló og handa kór. HAFLIÐI Hallgrímsson tónskáld: Höfundur nýrra og eldri verka sem flutt verða í Skálholti í dag og á morgun. MENNING/LISTIR í NÆSTU VIKU MYNDLIST Kjarvalsstaðir Norræni textílþríæringnrinn til 15. ágúst. Verk Jóhannesar Kjarvals til hausts. Listasafn íslands Verk úr eigu safnsins og Markúsar H. ívars- sonar fram í sept. Norræna húsið Hönnun Alvar Aalto til 31. ágúst. Nýlistasafnið Gunnar M. Andrésson og Victor G. Cilia sýna til 1. ágúst. Listasafn Siguijóns Ólafssonar Myndir í fi'alli; listaverk við Búrfellsvirkjun. Hafnarborg Werner Möller og Craig Stevens til 2. ágúst. Önnur hæð Ludwig Gosewitz sýnir fram f september. Gallerí Úmbra Ljósmyndir Torleif Svensson til 8. ágúst. Asmundarsafn Náttúran í list Ásmundar Sveinssonar. Safn Ásgríms Jónssonar Sumarsýning Mokka-kaffi Bjami H. Þórarinsson sýnir til 5. ágúst. Listhús í Laugardal Samsýning fram yfir miðjan ágúst. Hulduhólar Sumarsýning til 22. ágúst. Gallerí 11 Wenni Wellsandt sýnir til 3. ágúst. Sólon fslandus Róska sýnir fram í miðjan ágúst. „Á næstu grösum" Sveinbjöm Ölafsson sýnir til 13. ágúst. Gallerí Borg Kjarvalssýning. Hótel Örk Sýning 22 myndhöggvara til 12. september. Laugardagur 31. júlí Skálholtstónleikar kl. 15 og 17. Verk Haf- liða Hallgrimssonar. Bjöm Andor Drage, orgelleikari, í Ólafsfjarðarkirkju kl. 16. Sunnudagur 1. ágúst Skálholtstónleikar með verkum Hafliða kl. 15. Friðrik Walker, orgelleikari, í Hallgríms- kirkju kl. 20.30. Bjöm Andor Drage, orgel- leikari, í Akureyrarkirkju kl. 17. Þríðjudagur 3. ágúst Kristín Guðmundsdóttir, flautuleikari, Tristan Cardew, flautuleikari og Elfn Anna fsaksdóttir, pfanóleikari, f Listasafni Sigur- jóns kl. 20.30. LEIKLIST Light Nights Sýningar Ferðaleikhússins Light Nights kl. 21 frá fim. til sun. Umsjónarmenn listastofnana og sýning- arsala! Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega fyrir kl. 16 á mið- vikudögum. Merkt; Morgunblaðið, menn- ing/listir, Kringlan 1, 103 Rvík. Myndsend- ir: 91-691222. Hafliði leikur á selló og Steinar Sólbergsson á orgel í Predikun á vatni sem frumflutt verður í Skálholtskirkju klukkan 15. Síðan flytur sönghóp- urinn Hljómeyki Myrtuskóg og Níundu stund, við miðaldatexta á latínu og ljóð eftir Baldur Óskars- son. Og Guðný Guðmundsdóttir leikur á fiðlu Offerto sem Hafliði samdi fyrir tveim árum í minningu Karls Kvaran listmálara. Á seinni tónleikunum í Skálholti í dag leika Kolbeinn Bjarnason, Sigurður Halldórsson og Pétur Jónasson tvö verk eftir Hafliða; Tristiu fyrir gítar og selló og Flug íkarusar fyrir flautu. Að auki eru á efnisskrá tónleikanna sem heij- ast klukkan 17 verk eftir Finnann Aulis Sallinen og Þjóðveijann Konrad Lechner. Á morgun, sunnudag, klukkan 15 verða end- urteknir fyrri tónleikar dagsins í dag. Ábyrgð að rjúfa þögnina „Það er heillandi fyrir tónskáld að starfa í Skálholti,“ segir Hafl- iði. „Á sögustað, með góðu tón- listarfólki, í fallegri náttúru, þar sem kirkjan blasir við og minnir bæði á liðna tíð og framtíð. Þetta er í fjórða sinn sem ég tek þátt í sumartónleikum hér og nú hef ég reynt að nálgast kirkjuna meira en áður. Styðst við biblíutexta í fyrsta verkinu og í öðru kórverkinu hef ég ljóð eftir Baldur Óskarsson úr bók sem út kom fyrir allmörgum árum og heitir Trúarleg ljóð ungra skálda. Mér finnst sjálfsagt að tón- listin þjóni kirkjunni ekki síður en önnur list hennar. Gerður Helga- dóttir og Nína Tryggvadóttir hafa lagt sig allar fram um að nálgast göfgi staðarins í myndum sínum í kirkjunni, hvers vegna skyldu tón- skáldin ekki gera það líka.“ Hafliða þykir mikil ábyrgð að rjúfa þögnina í Skálholti. „Hljóm- burður kirkjunnar er næmur og fíngerður og kallar á hreina og stóra tóna. Ég byija afar veikt í fyrsta verkinu og síðan siglir orgel- ið með inn í Predikunina og sellóið sveimar yfir. Verkið er hugleiðing um ritningartexta, fyrsta hugleið- ing vil ég kalla það, vegna þess að ég held að ég komi aftur að honum. Það geri ég oft og þetta gera prestar, þeir velta fyrir sér sama textanum aftur og aftur.“ Oró í tónlist „Tónlistin ræður oft ein í vinnu tónskálda,“ segir Hafliði, „og texti aðeins hafður líkt og grind til stuðnings. Ég reyni að sýna orðun- um meiri virðingu, vind þeim sam- an við nótumar og kem gjarna ít- rekað að þeim frá ýmsum hliðum. Oft er talað um hreina tónlist, þótt hún sé alltaf ákveðin skýrslu- gerð um hugarstarf höfundarins. Eða hermitónlist, þótt engin tónlist geti verið annað en hún sjálf. Orð eru mér oft efniviður með einhveijum hætti og í Myrtuskógi fer hópur söngvara með miðalda- texta eftir Ausinius sem fæddist um árið 310 eftir Krist. í efnisskrá tónleikanna er prentuð íslensk þýð- ing Þorsteins Gylfasonar á ljóðinu, sem ég þekkti lengi undir nafninu NÝ MÓSAÍK í SIGILDUM RAMMA Nafn Aldos Clementi er ekki þjált í munni íslenskra tón- listaráhugamanna, að minnsta kosti enn um sinn. Þessi tæplega sjötugi Itali er eitt athyglisverðasta núlifandi tónskáld í heimalandi sínu og er sagður syngja í hinum óopinbera en ört vaxandi samkór tónsmiða sem boðar nýjan einfaldleika í nútímatónlist. Stefna sem verður kannski hinsta og árangursríkasta prófraun á nútímatón- list, því enn hefur hún ekki unnið nægilega margar sálir til að vera trúverðugur arftaki sígildra stefna í tónlist, þótt næstu hundruð ár leiði endanlega í Ijós hver afdrif hennar verða. En allt um það. Caput-hópurinn er í óðaönn að knýta tónlistartaug milli Ítalíu og íslands með upp- tökusamningi við Riccordi og Suvini Zerboni hljóm- plötuútgáfumar ítölsku. Aldo Cle- menti er elst og virtast þeirra þriggja tónskálda sem hlut eiga að máli og var staddur hérlendis í síðustu viku til að hafa taumhald á upptökum verka sinna sem fram fóru í Víðistaðarkirkju í Hafnar- firði. En hveijar voru væntingar hans fyrir komuna? „Ég hafði heyrt í Caput-hópnum á tónleikum í Mílanó og líkaði vel, sem gaf fyrirheit um hvað biði mín,“ segir Clementi, „og sam- starfið gekk vel í alla staði, var fagurt eins og sagt er á Ítalíu. Hópurinn er mjög fijór og opinn fyrir hugmyndum að utan, auk þess að fylgja fyrirmælum eða leið- sögn án þvermóðsku, sem ér meira en hægt er að segja um alla tónlist- armenn. Þau hlusta vel, eru afar vinnusöm sem skilaði sér á upptök- unum og umfram allt — og það kann ég að meta — þolinmóð." Meðfram tökum glósaði hann hjá sér minnispunkta, en Clementi vinnur nú að slípun óperu fyrir Scala í Mílanó. Hann hefur áður samið fýrir Scala og átti að frum- sýna í vor en vegna tafa verða tjöldin dregin frá nýja verkinu í október á næsta ári. Clementi verð- ur orðvar þegar talið berst að ófluttum verkum og vill sem minnst segja um efniviðinn og framsetninguna, en læðir því þó út úr sér að „þemað er mitt eigið, en textinn byggist á textum eftir austurríska skáldið og leikritahöf- undinn Hugo von Hofmannsthal, sem vann mikið með Richard Strauss. Óperan verður að tala sínu máli sjálf en ég get þó sagt að verkið fjalli um mekanisma tónlist- ar.“ Það gegnir sama máli um óper- una og tónlistina á væntanlegri geislaplötu; hann vill sem minnst hætta sér út í skilgreiningar á tón- sköpun sinni; „Ég er höfundurinn og tel þess vegna að það sé ekki í mínum verkahring að lýsa henni, get það jafnvel ekki. Þeir sem eru áhugasamir verða að spyija tón- listarmennina sem spila verkin, áheyrendur sem hafa heyrt þau Morgunblaðið/Kristinn ALDO Clementi: Orðvar þegar kemur að eigin verkum. „Mér finnst erfitt að túlka tiad sem eg fæst við eða festa henúur á ti ví eftir langan starfsaldur og stöðugt ertiðara þvf leng- ur sem ég skrifa tóilisr eða hlusta sjálfir. Þetta fólk hefur annað sjónarhorn en ég sem stend í tónlistinni miðri.“ Clementi er fæddur á Sikiley 1925 en býr nú í Róm eftir að hafa starfað á árum áður m.a. í Mílanó og Bologna við kennslu og tónsmíðar. Hann hefur lengi verið eitt leiðandi tónskálda á Ítalíu og þykir hafa sérstæða hugmynda- auðgi og nýstárleika til að bera. Öfugt við þorra tónskálda af sömu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.