Morgunblaðið - 31.07.1993, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.07.1993, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1993 Menningarlíf í mörgum löndum Mikið er um dýrðir í Tívolí í Kaupmannahöfn á 150 ára Áhugafólk um óperu í Stokkhólmi heimsækir afmælinu. Drottningholm. Óperuhúsið í Bayreuth þar sem hetjur Wagners syngja. Orsay impressjónista safnið i París er meðal fjölmargra viðkomustaða myndlistarunnenda þar. OAHMORK MENNINGIN í Danmörku fer ekki í neitt sumarfrf og á næstunni er að ýmsu að huga. í Tívolí eru reglulega haldnir tónleikar og sérlega mikið haft við í ár á 150 ára afmæli garðs- ins. Konunglega leikhúsið hefur tekið upp þann sið að hafa sýningar í ág- úst, þó að starfsárið byiji ekki form- lega fyrr en í september. Louisiana er fastur liður í menningarlífinu og þannig má lengi telja. Og það er gaman að heimsækja Kaupmanna- höfn í fylgd bama. Tívolí er opið til 19. september. Á hveijum degi í ágúst eru tónleikar í garðinum, sumir ókeypis, aðrir ekki. Af ýmsu góðu má nefna ljóðakvöld Bo Boje Skovhus 3. ágúst, hann er ungur danskur söngvari sem hefur getið sér gott orð í ýmsum Mozart- hlutverkum í Vínaróperunni og víðar. Requem Verdis verður flutt 5. og 7. ágúst með Sharon Sweet og fleiri góðum söngvurum undir sljóm Garys Bertinis. Píanóleikarinn Murray Perahia er kærkominn gestur hér eins og víðar og 12. ágúst spilar hann verk eftir 'Schumann, Brahms og Chopin. Þann 25. ágúst verður Ótelló Verdis flutt á tónleikum með Renato Bruson og fleiri söngvumm undir stjóm Marcello Viotti. Heim- sókn New York City ballettsins 7.-12. september er mikill viðburður í þessari ballettelsku borg. Heimsókn í Konunglega leikhúsið er kapítuli útaf fyrir sig, því húsið er eitt af fallegustu leikhúsum í heimi. Frá 6.-18. ágúst verða nokkrar sýn- ingar á glæsiballettinum um dönsku drottninguna Caroline Mathilde og ópera Rossinis um rakarann í Sevilla 10.-24. ágúst. Ballett hússins er þekktur fyrir að ávaxta arf Boumon- villes og ballett hans, Napólí, verður sýndur 11. og 17. ágúst. Ópera Biz- ets, Carmen, verður sýnd 20. og 25. ágúst. Ein best heppnaða uppfærsla hússins frá síðasta ári, ballettinn Rómeó og Júlía eftir bailettmeistar- ann í Hamburg, John Neumeier, verð- ur sýnd 26.-31. ágúst. Áhrifamikil uppsetning á Sorg klæðir Elektru eftir Eugene O’Neill er á dagskrá 28.-31. ágúst, með ijómanum af dönskum leikumm. I september byijar starfsárið. Af óperam verða þá sýndar Töfraflauta Mozarts, Ariadne á Naxos eftir Strauss og Drot og Marsk eftir danska þjóðartónskáldið Peter Heise. Af leikritum má nefna Melampe eftir Ludvig Holberg, en verk eftir hann er unun að sjá hér, þegar vel tekst til. Afmælisboðið eftir Harold Pinter, er líka á dagskrá. í september verða ballettkvöld með stuttum þáttum og ballettinn Vitnið eftir Alvin Alley, við ameríska negrasálma. Árósa-óperan hefur undanfarin ár getið sér svo gott orð fyrir Wagner- uppfærslur að borgin hefur verið kölluð Bayreuth norðursins. í ár verða þijár sýningar á Valkyijunum, 27. og 29. ágúst og 2. september. Sýningamar era nokkurs konar inn- gangur að árlegri listahátíð í borg- inni 4.-12. september. Framúr- stefnuleikhópar era áberandi á dag- skránni, meðal annars Wooster hóp- urinn, sem er einn af þekktustu leik- flokkum sinnar tegundar í Bandaríkj- unum. Vísnasöngvarinn og ljóðskáld- ið Leonard Cohen hélt tónleika í Danmörku við góðar undirtektir í vetur og kemur nú aftur á Árósahá- tíðina. Auk þess er boðið upp á klass- íska tónlist, nútímadans og jazz, svo eitthvað sé nefnt. Sumaróperan í Árósum sýnir Falstaff eftir Verdi á tímabilinu 1.—11. september. í mörgum söfnum era reglulega tónleikar. I Louisiana í Humlebæk (lest frá Hovedbanegárden) era sum- artónleikar á miðvikudögum allan ágúst. Dagana 20.-22. og 27.-29. verða tónleikar helgaðir nútímatón- list, meðal annars með hópi frá IRC- AM í París, auk þess sem gestum gefst tækifæri til að ræða við tónlist- arfólkið og skoða þau tæki og tól sem það notar. Sýning á verkum þýska myndlistarmannsins Georg Baselitz stendur út ágúst og í ágúst verður einnig kvikmyndahátíð í safninu með myndum Morries Louies og Wims Wenders. Fram til 13. ágúst er sumartón- leikahátíð í hátíðarsal Charlotten- borgar við Nýhöfnina, þar sem ýmsir listamenn flytja kammertónlist á síð- degistónleikum. í ágúst og september verða ókeypis tónleikar á sunnudags- morgnum í Thorvaldsens-safninu og á Glyptotekinu era sjö kammertón- leikar á þriðjudagskvöldum í ágúst og september, svo eitthvað sé nefnt af þeim ijöldamörgu safntónleikum sem gefast. í garði Kunstindustrimuseet við Breiðgötu hafa undanfarin ár verið leikin leikrit Holbergs. Nú er röðin komin að öðram og í ár er Sigur ástarinnar eftir franska átjándu aldar rithöfundinn Pierre Marivaux á dag- skrá. Búningamir era eftir danska tískuhönnuðinn Erik Mortensen, sem annars teiknar hátískufatnað í París. Garðurinn opnar tveim tímum fyrir sýningu og kjörið að fá sér hressingu þar. Fram í ágústlok starfar brúðuleik- hús í Kongens Have við Rosenborg- arhöll, sem færir upp leikrit bæði fyrir böm og fullorðna. Fram til 21. ágúst er leikin á kvöldin sagan um Hamlet prins eins og hún var sögð af Saxa hinum gamla. Tvisvar á dag er svo bamaleikrit. Aðgangur að brúðuleikhúsinu er ókeypis. Við innganginn að Fælledparken við Trianglen á Austurbrú hefur ver- ið komið upp heljarmiklu listaverki, sem gestir bæði kanna og verða hluti af. Maurice Agis heitir listamaðurinn, sem hefur hannað þessi 900 fermetra marglitu silkigöng, sem þátttakendur ramba um í silkiskikkjum í lit að eig- in vali við undarlega tónlist. Að lokum er rétt að minna á bíóin í Kaupmannahöfn, sem sýna ekki aðeins > nýjustu myndirnar, heldur einnig bíó sem sýna eldri myndir. Af góðum bíóum með blandaða dag- skrá má nefna Vester Vov Vov á Vesturbrú, Grand í hliðargötu við Strikið og Ráðhústorgið og Park Bio við Austurbrú, ofan við Trianglen. SVfÞJÓD TÓNLISTARLÍFIÐ í Svíþjóð er auð- ugt og þjóðleg hefð birtist víða í döns- um og tónlist yfir sumar- og haust- mánuðina. Þegar athyglin beinist að Stokkhólmi muna margir eftir bar- okkleikhúsinu á Drottningholm, sem nánast fannst aftur eftir að hafa verið ónotað um árabil. Bæði í Stokk- hólmi, Gautaborg og Málmey eru auk þess listahátíðir, sem draga að sér athyglina. Drottningholm hefur sérhæft sig í barokkóperam, bæði þekktum og óþekktum, og getur státað af mörg- um eftirminnilegum uppfærslum á Mozart-óperum. Sem stendur era á dagskrá þijár lítt þekktar barokkó- perar, sem gerir staðinn forvitnilegan til heimsóknar, auk þess sem húsið og umhverfi þess er einstakt. Fram í septemberbyijun stendur yfir kast- alahátíð í Stokkhólmskastala, þar sem bæði er boðið upp á hljómsveit- ar- og kammerverk með þekktum og óþekktum listamönnum. Svokölluð Vatnshátíð í Stokkhólmi stendur í tíu daga frá 6. til 15. ág- úst með fjölbreyttum uppákomum á tólf stöðum í miðborginni. Rokktón- leikar verða, flugeldasýningar og brúðuleikhús, ópera og almennur dans og götuleikhús. Ágóða af hátíð- inni á að veija til umhverfisverð- launa, sem nema tæpum 10 milljón- um ÍSK, og hún er helguð verndun vatnsins. Dagana 6.-15. september verður önnur listahátíð í borginni: Tónlist, leikrit og íþróttaviðburðir. Þann 27.-29. ágúst og 3.-5. septem- ber verður óperan Orfeus og Evridís færð upp á sænska þjóðminjasafninu. Frá 7. september og fram til ára- móta verða sýningar í brúðuleikhús- inu, Marionetteatern, eftir smásögu Tove Jansons, sem er höfundur Múm- ínálfanna. Sýningin höfðar jafnt til bama og fullorðinna og er undir stjóm Michaels Meschkes. Jazzhátíð í Gautaborg verður hald- in 13.-15. ágúst og yfir þijátíu hóp- ar koma fram. Af gestum má nefna Sammy Rimington, Scott Hamilton, Monty Sunshine, Doc Cheatham og Ulf Wakenius. Níunda bókastefnan Bok och bibliotek verður í borginni 9.-12. september og að þessu sinni er aðallega lögð áhersla á norrænar bókmenntir. Málmey er höfuðborg Skánar og hefur undanfarin ár spreytt sig á að halda listahátíð við góðar undirtektir almennings og gagnrýnenda. í ár verður hátíðin haldin 13.-28. ágúst. Venjulega liggur dagskráin frammi í afgreiðslu flugbátanna í Nýhöfn- inni, fyrir þá sem era á ferðinni í Kaupmannahöfn. Auk hefðbundinna atriða eins og tónleika og leiksýninga er ýmislegt í boði fyrir böm. Þar sem Skánveijar eru stoltir af matarhefð sinni þá er hún kynnt sérstaklega og ýmislegt gott á boðstólum. ÍTALfA MENNINGARLÍFIÐ á Ítalíu er eins og annað í því landi, yfírþyrmandi og ekki sérlega skipulagt. Þó að fram- boðið sé mikið era gæðin upp og ofan, en vegna þess að tónleikar og aðrar uppákomur era oft haldnar í görðum, höllum, kirkjum eða á öðram falleg- um stöðum, þá verður ferðin ánægju- leg, þótt tilefnið sé ekki alltaf til að hrópa húrra fyrir. Tvíæringurinn í Feneyjum stendur fram í vetrarbyijun og aðeins tryllt- ustu myndlistaráhugamenn skoða allt, því það tekur nokkra daga. Aðr- ir láta sér nægja valda hluta sýning- arinnar sem dregur líka ýmislegt annað að sér, svo það er mikið um að vera í Feneyjum þessar vikur. Flestum Islendingum er vegna Kristjáns Jóhannssonar söngvara kunnugt um stórfenglegar óperasýn- ingar í rómverska hringleikahúsinu í Veróna. í ágúst verða fímm óperar á dagskrá, Cavalleria rasticana, I Pagliacci, Carmen, La Traviata og Aida. Fomar rústir era líka notaðar í Róm sem rammi um óperar, í Carac- alla-böðunum, Terme di Caracalla, þar sem tenóraþríeykið Pavarotti, Domingo og Carreras hélt tónleika sína forðum. Á dagskránni era meðal annars Aida og einnig ballett eftir Fellinimyndinni La strada, sem sýnd- ur hefur verið á móti Cavalleria rasticana. Ein af mörgum tónlistarhátíðum á Ítalíu er haldin í Tórínó í september. Þar er klassísk tónlist og samtíma- tónlist spiluð jöfnum höndum og að þessu sinni hefst hátfðin með tónleik- um Scala-fílharmóníunnar 1. septem- ber undir stjórn Riccardo Mutis. Þann 4. heldur Madrigala-hópurinn frá Prag tónleika og 6. september er Pinchas Zukerman bæði stjómandi og einleikari á tónleikum með Ensku kammersveitinni. Rússneska tón- skáldið Alfred Schnittke er sérlegur gestur á hátíðinni. Sex tónleikar verða með verkum hans, meðal ann- ars í flutningi InterContemporrain- hópsins undir sijóm Pierre Boulez, sem sjálfur er þekkt tónskáld. Kron- os-kvartettinn kemur fram á tónleik- um 17. september og flytur samtíma- tónlist. Sigrún Daviðsdóttir BANDARÍKIN NEW YORK verður fulltrúi Banda- ríkjanna hér. Á sumrin færist stór hluti af listalífí borgarinnar úr hátim- bruðum sölum út undir bert loft í Central Park, sem er ábyggilega hluti af skýringunni á því að óeirðir era ekki algengari en raun ber vitni í hitamollunni^ sem iðulega angrar borgarbúa. I garðinum er eitthvað um að vera flesta daga vikunnar í júlí og ágúst og ekki spillir það ánægjunni að obbinn af því ókeypis. Nú um mánaðamótin, svo dæmi séu tekin af viðburðum í Central Park, gefst óperaunnendum tækifæri að sjá La Traviata eftir Verdi, en þeir sem vilja nútímalegri tónlist geta hlýtt á Thomas Mapfumo, helsta poppgoð Zimbabwe-búa, eða á They Might be Giants, innfædda New York-búa. Uppfærslur á leikritum Shakespeares era líka fastur liður á sumarkvöldum. Kínversk ópera, sem er veisla fyrir augað þó að tónlistin kunni að vera framandi, verður sett á svið í Lincoln Center, steinsnar frá Central Park, hinn 8. ágúst. Þær sýningar era líka utandyra og ókeypis. Hafí fólk hug á að njóta tón- eða leiklistar í garðinum síðar í sumar, era upplýsingar um dagskrá helst að finna hjá upplýsingaskrifstofum borgarinnar fyrir ferðamenn, eða í vikublaðinu The Village Voice. „Heitustu" miðamir á Broadway í sumar era á söngleikinn Tommy og leikritið Englar í Ameríku. Englarnir fengu Pulitzer-verðlaun- in fyrir besta leikrit ársins og dóm í New York Times þar sem þeir voru sagðir besta leikrit síðari ára í Banda- ríkjunum. Leikritið getur vart talist léttmeti; það er þriggja og hálfrar stundar hugleiðing um stjórnmál, kynlíf og dauðann frá sjónarhóli fólks sem í fljótu bragði virðist ekki eiga margt sameiginlegt: Homma, Morm- ónahjóna og hægrisinnaðs lögfræð- ings. Þar að auki er það aðeins fyrri hluti verks með yfírskriftina Við lok árþúsundsins, en hinn hlutinn, sem nefnist Perestroika, verður frum- sýndur í haust. Tommy er ný uppfærsla á söngleik The Who frá árinu 1969 og hefur fengið mjög góða dóma, er jafnvel sagður besti rokksöngleikur á Broad- way í tvo áratugi. Sumir gagnrýnend- ur segja þó að mesti broddurinn sé farinn úr verkinu, en það sama má líklega segja um áhorfendur, sem flestir eru gamlir hippar. Hugi Ólafsson SPÁNN NAUTAAT, flamenco og mannlíf á götunum eru einkennisorð höfuð- borgar Spánar að sumri til. Fólk flykkist út á kvöldin og sest niður á vertshúsum til að svala þorstanum og virða aðra fyrir sér. Þeir sem vilja geta vitanlega fundið söfn og sýning- ar að skoða á daginn, myndlistin blómstrar best lista í Madrid. Madríd er upp á sitt besta yfír sumarmánuðina þegar útibarimir era opnir langt fram á nótt. í ár hefur nýr staður í Retiro-garðinum notið vinsælda og margir skemmtilegir era við Paseo de la Castellana, aðalum- ferðaræð borgarinnar, en vertshúsin á Plaza Mayor bjóða upp á rólegra andrúmsloft. Nautaöt eru haldin í Las Ventas nautahringnum, mekka nautaats- íþróttarinnar, alla laugardaga kl. 22.30 og alla sunnudaga kl. 19.30, út september. Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér flamenco tónlist og dans býðst upplagt tækifæri í Patio de Conde Duque (við Calle Conde Duque). Fram til 11. september troða þar upp fyrsta flokks skemmtikraftar á hveiju fímmtudags-, föstudag- og laugardagskvöldi frá kl. 22.30 til miðnættis. Miðaverðið er 1.500 peset- ar eða 750 krónur. Fyrir listáhugamenn er hið nýopn- aða Thyssen-Bornemisza safn ómiss- andi. Einkasafn Thyssens baróns inniheldur verk úr allri listasögunni og flesta af frægustu málurum heims. Spænska ríkið hefur nú fest kaup á safninu og sett það í stórkostleg húsakynni í Paseo del Prado, beint á móti einu merkilegasta listasafni Evrópu, Prado. Geta má mikillar ljósmyndasýning- ar Magnum-samsteypunnar í Nation- al Centro de Arte Reina Sofia, sem er í Atocha hverfínu í suðurhluta borgarinnar. Sýningin spannar hálfa öld í ljósmyndasögunni. Helstu leikhús borgarinnar era lok-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.