Morgunblaðið - 31.07.1993, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 31.07.1993, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1993 Akrar sorgarinnar. Það er átakan- legt og afar fallegt og efalaust kemur hugmyndaríkum hlustanda ýmislegt í hug um hvemig mann- kynið hagar sér á jörðinni og hvað verður.“ Augu og eyru Á eftir Offerto úr fiólu Guðnýj- ar Guðmundsdóttur á söngfólkið aftur leik. „Eins og í altaristöflu er þungi þessa verks í því miðju,“ segir Hafliði, „Ljóðið Níunda stund kemur á eftir Englinum og á und- an Nóttinni. Þá deyja tónarnir út. Mér finnst ekki fara illa á að koma hægt inn í kirkjuna og hverfa það- an hljóðlega, það er eðlilegt þeim sem finna helgi staðarins og yfir henni ber að vaka.“ Hafliði kveðst ekki vera trúaður í venjulegum skilningi orðsins, hann sé maður efasemda og raun- sæis. „En við erum öll leitandi. Til hvert vegna annars og hvert fyrir annað." Raunsæi og vitund um aðra speglast ef til vill í því við- horfi að ekkert sé nýtt, aðeins nýlega fundið, hvort heldur í vís- indum eða listum. „Það er engin sköpun í eiginlegri merkingu, allt hefur verið gert áður,“ segir Hafl- iði, sem semur tónlist og teiknar myndir og skrifar stundum líka, þótt hann vilji minnst um það tala. Hann segir að myndlistin hafi orð- ið sér til blessunar og forðað frá mörgu illu. Hún sé hvild og uppörv- un. I Skálholti eru til sýnis grafík- myndir sem hann vann í vetur. „Ég hef augu og eyru og valdi mér það starf að semja tónlist. Það reynir á hið innra eyra og mér finnst oft gott að loknum vinnu- degi að láta myndlistina að fanga mig. í seinni tíð hef leyft mér þetta frekar en áður þegar ég fann að tónlistin krafðist svo mikillar ein- beitingar og reglu. Myndlistarmenn nota pensil og bursta til að stijúka yfír flöt verks- ins þannig að myndin undir efstu lögunum komi í ljós. Ég sit við að skrifa nótur og nota strokleðrið mikið, til að komast 'að því sem mig langar að segja. Að leita, það er að skapa.“ b b 5 EFLA ÞARF DREIFINGU A EVRÓPSKUM MYNDUM INGRID Dahlberg, dagskrárstjóri Ka- nal 1 hjá sænska sjónvarpinu, er stödd hér á landi til vióræðna við unga, ís- lenska leikstjóra um hugsanlegt sam- starf við sænska sjónvarið. Sem yfir- maður hjá stofnuninni hefur hún m.a. staðið að framleióslu „Den goda vilj- an“ eftir Billy August og Ingmar Berg- man og bauð Hrafni Gunnlaugssyni að leikstýra Böðlinum og skækjunni fyrir sænska sjónvarpið eftir velgengni myndarinnar Hrafninn flýgur. Kanal 1 er meðframleiðandi að mynd Hrafns, Hin helgu vé, sem frumsýnd verð- ur í haust og kveðst Ingrid ánægð með vinnueintak af myndinni sem hún sá nýlega. Nú tekur hún þátt í undirbúningi á framleiðslu á mynd Hrafns sem gerð verður í Víetnam og kallast Butterflies. „Fjármagnið í kvikmyndina mun að öllum líkindum koma frá evrópskum og amerískum framleiðendum," segir Ingrid í samtali við Morgunblaðið. „Frakkar hafa gert nokkrar myndir í Víetnam eftir lok stríðsins, en Hrafn verður eflaust fýrsti leikstjór- inn frá Norðurlöndum sem gerir þar mynd. Þetta er að mörgu leyti margbrotið og mjög áhuga- vert verkefni og ekki fulljóst hvenær myndin verður tekin, en undirbúningurinn er kominn á fullt skrið.“ Einn megintilgangur komu Ingrid til landsins er að kynna sér verk íslenskra leikstjóra. „Ég mun meðal annars kanna möguleika á sam- starfi við Lárus Ými Óskarsson og hitta nokkra unga leikstjóra sem gætu verið áhugaverðir fyr- ir okkur í náinni framtíð. Ég hef áhuga á því hæfileikafólki sem hér er að fínna og hugsan- legri samvinnu við Kanal 1. í Svíþjóð þjálfum við leikstjóra á ákveðinn hátt, þeir stýra sápu- óperum í fyrstu og ef þeir standa sig vel fá þeir stærri og stærri tækifæri, sem reynsla og hæfileikar renna stoðum undir. Við erum að svipast um eftir þessum eiginleikum og höfum unnið mikið með dönskum leikstjórum og nú nýlega einnig norskum. Það má segja að við Ingrid Dahlberg Morgunblaðið/Þorkell Ingrid Dahlberg dagskrá- stjóri hjá Kanal 1 í Svíþjóð er stödd hér á landi til viáræána viá íslenska leikstjóra sækjum markvisst eftir leikstjórum frá hinum Norðurlöndunum, bæði til að hleypa öðru blóði inn í iðnaðinn og hvetja til samstarfs manna og þjóða á milli.“ Samstarf nauðsynlegt Kanal 1 hefur verið starfrækt í u.þ.b. 6 ár og veltir um 220 milljónum sænskra króna á ári. Þeim fjármunum er m.a. veitt í upptökur á óperum, ballettum, heimildarmyndum og leiknu efni. „Það er misjafnt frá ári til árs hversu mik- ið af þessu fé fer til samstarfsverkefna innan Norðurlandanna og utan,“ segir Ingrid, „en ef eitthvert Norðurlandanna stendur að framleiðslu myndaflokks sem við teljum áhugaverðan leggj- um við yfirleitt fé í viðkomandi verkefni. Norður- löndin eru einnig meðframleiðendur að ýmsu efni okkar og umsvifin og veltan eru því mikil. Ég tel samvinnu á borð við þessa mjög mikil- væga og að efnið sem Norðurlöndin framleiða í sameiningu eigi að höfða til áhorfenda, jafnvel þær myndir sem dregnar eru í dilka sem listræn- ar. Kvikmyndir eiga lítið skylt við málverk sem hengd eru á vegg og bíða eftir áhorfendum, þær verða að laða til sín fólk og hættir til að eldast mjög hratt.“ Gæðin mikil Aðspurð um norrænt myndefni, segir hún það almennt samkeppnishæft við aðra framleiðslu í Evrópu hvað gæði varðar. „Við sópum að okkur verðlaunum og viðurkenningum á helstu hátíðum í Evrópu, sem sýnir glöggt að við erum sam- keppnishæf. Það er þó ekki samasemmerki milli viðurkenninga og sölu og þannig sýna t.a.m. Englendingar sáralítið af textuðu efni. Það er hægara að komast inn á markaði í Þýkalandi og Frakklandi en þó aldrei auðvelt. Bandarískir framleiðendur eru byrjaðir að leita hófanna, en þeir sækjast eingöngu eftir fjármun- um evrópskra fyrirtækja og leyfi til að endur- gera evrópskar myndir sem þeir telja geta geng- ið í Bandaríkjamenn. Þessar myndir selja þeir síðan aftur til Evrópu og þéna vel, enda er sala á sjónvarps- og kvikmyndefni meðal arðvænleg- ustu útflutningsgreina í Bandaríkjunum. Fyrir- tækin eru rekin af ágengum fésýslumönnum og selja efni fyrir fleiri milljarða til Evrópu, en neita með öllu að kaupa eitthvað í staðinn. Um 85% af því efni sem framleitt er löndum Evrópu fær aldrei dreifingu utan eigin landamæra eða málsvæðis. A sama tíma streymir bandarískt efni inn, sem kallar á aukið samstarf á milli evrópskra framleiðenda kvikmynda og sjón- varpsefnis og dreifingaraðila. Það þarf að efla dreifíngu á efni þeirra til að ójafnvægið verði ekki jafn algert og það er nú.“ SFr KAMMERKLUBBUR OPERUSMIÐJUNNAR í ÁGÚST Morgunblaðið/Einar Falur Ingibjörg Marteinsdóttir, Ingveldur G. Ólafsdóttir og Þórunn Guð- mundsdóttir TÓNLEIKARÖÐ kynslóð var hann ósnortinn af árásum á hefðina og and-tónlistar- legum forsendum, sem margir grundvölluðu tónsmíðar sínar á; andóf andófsins vegna. Hann lagði þvert á móti hagsýna áherslu á handverkið og þykir skara fram úr samtíðarmönnum sínum í því tilliti. Síðustu áratugi hefur verið reynt að bendla hann við endur- vakningu einfaldleika í tónsmíðum, en hann forðast að játa slíkt án fyrirvara. „Nútímatónlist þarfnast vissulega einfaldleika, en ekki nýs einfaldleika því hann er einfaldlega ekki til. Áheyrendur hafa alla tíð þarfnast einfaldleika og þetta er því að verða einhvers konar eilífð- arspurning sem brennur á mönnum með misjöfnu millibili. Hins vegar er einfaldleikinn í tísku um þessar mundir og um hann hafa verið smíðuð hugtök sem tónskáld og tónlistarmenn hafa á takteinum þegar þeim hentar. Það er svo sem ekkert nýtt, því þessar kenningar sem aðrar keimlíkar þeim, tilheyra hringrás sem glefsar í skottið á sér öðru hvoru. Við könnumst við þetta úr sögunni. Hvað sjálfan mig varðar finnst mér erfitt að túlka það sem ég fæst við eða festa hendur á því eftir langan starfsaldur og stöðugt erfíðara því lengur sem ég skrifa tónlist. Eg hef alltaf notað um- gjörð sígildrar tónlistar mér til stuðnings og álít verkin mín vera nk. mósaík innan þessa ramma, sem skírskotar til þeirrar virðingar sem ég ber fyrir Bach og sambæri- legum meisturum. Hvar verkin eiga heima innan kenningarkerfa miðað við þessar forsendur, er mál annarra að ákvarða.“ SFr Óperusmiðjan verður með ferna tónleika í ógúst, nónar tiltekið ó fimmtudagskvöldum. Tónleikar þessir verða í FIH- salnum, Rauðagerði 27, og eru hugsaðir sem styrktartónleikar fyrir stærri verkefni smiðjunnar í vetur, en þó er í bígerð að setja upp óperu með fulltingi Sinfóníuhljómsveitar æskunnar og eina brúðuóperu í samvinnu við Brúðuland Helgu Arnalds. Fyrstu tónleikar Kammerklúbbs Óperusmiðjunnar verða klukk- an 20.30, 5. ágúst, þar sem flutt verður „Gospel" og „Swing“ tónlist auk laga úr söng- leikjum. Kór Flensborgarskóla tekur þátt í flutningnum undir stjórn Mar- grétar Pálmadóttur og einsöngvarar verða Þórunn Guðmundsdóttir, Ing- veldur G. Ólafsdóttir, Ingibjörg Mar- teinsdóttir og Margrét Eir Hjartar- dóttir. Fjögurra manna hljómsveit annast undirleik, skipuð þeim Þórði Högna, bassaleikara, Guðmundi Steingrímssyni, sem leikur á tromm- ur, og píanóleikurunum Karli Möller og Guðna Guðmundssyni. Á tónleikunum 12. ágúst verða flutt íslensk sumarlög. Flytjendur þá verða Erna Guðmundsdóttir, Erla G. Garðarsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Jóhanna Linnet, Ragnar Davíðsson og Þórunn Guðmundsdóttir, sem syngja lög eftir ýmsa íslenska höf- unda. Erlend sönglög verða á efnisskrá tónleikanna 19. ágúst. Þá koma fram Björk Jónsdóttir, sem syngur fínnsk lög, Ingunn Ósk Sturludóttir syngur þýsk lög, Ingibjörg Guðjónsdóttir syngur spænsk lög, Jóhanna V. Þór- hallsdóttir ensk lög, Magnús Torfa- son ítölsk sönglög og Sigríður Grön- dal verður með franska efnisskrá. Píanóleikari verður Vilhelmína Ólafs- dóttir. Lokatónleikar ágústmánaðar verða 26. ágúst, verða sungnar aríur úr ýmsum óperum. Meðal þeirra sem koma fram þá, eru Björn Björnsson, Erna Guðmundsdóttir, Guðrún Jóns- dóttir, Höm Hrafnsdóttir, Ingibjörg Marteinsdóttir, Ragnar Davíðsson, Sigríður Elliðadóttir og Stefán Arn- grímsson. Píanóleikari verður Vil- helmína Ólafsdóttir. Að sögn Ingveldar G. Ólafsdóttur, einnar af forsvarskonum Óperu- smiðjunnar er tónleikaröðin og stofn- un kammerklúbbs nýbreytni hjá Óperusmiðjunni, sem þó hefur jafnt og þétt verið að færa út kvfarnar frá' því hún var stofnuð í lok árs 1989. En eru markmiðin enn þau sömu? „Já, markmiðin em þau sömu, það er að skapa tækifæri fyrir unga söngvara til að koma fram. Það sem hefur kannski breyst, er að við gerum okkur stöðugt betur grein fyrir þeim mörgu leiðum sem hægt er að fara,“ segir Ingveldur. Við skipuleggjum vetrarstarfíð nú mun betur en hingað til, því við höfum verið leitandi og höfum stundum hrint í framkvæmd góðum hugmyndum um leið og þær koma. Fyrir utan flutning á óperu í fullri lengd og brúðuóperuna, Hans og Grétu, höfum við skipulagt sex tónleika í vetur. Við skipum svokall- aðan framkvædastjóra fyrir hveija tónleika, þannig að við dreifum ábyrgðinni á hann og þá söngvara sem koma fram. Hver söngvari veit þá að hverju hann gengur og hefur tíma til að æfa sitt prógram. Félagar Óperusmiðjunnar greiða árgjald, þannig að við vitum hveijir ætla að vera með í vetur og reynum að virkja hvern og einn söngvara í starfseminni - en ekki að vera með fullt af nöfnum á skrá. Umboósskrifstofa Við ætlum líka að reyna að reka einhvers konar umboðsskrifstofu fyr- ir söngvara. Þangað geta einstakl- ingar, fyrirtæki og félagasamtök hringt og fengið þann söngvara eða þá efnisskrá sem það óskar eftir, hvort heldur er fyrir afmælisveislur, árshátíðir, trúarlegar athafnir eða annað. Þannig vonumst við til að geta aukið möguleika félaganna." ssv

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.