Morgunblaðið - 06.08.1993, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 06.08.1993, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1993 B 9 Vera Cirwa fyrir handtöku og nú nokkru eftir að hún var látin laus eftir kosningarnar þar sem Banda beið ósigur. Andólskonu sleppt í Malaví NÝLEGA var Vera Cirwa, dómari og einn þekktasti andófsmaður í Malaví, látin laus éftir tólf ára veru í fangelsi. Hún sætti pyndingum og harðræði í fangelsinu. Hún var illa á sig komin og ræddi ekki við blaðamenn í nokkra mánuði. Nú hefur hún notið aðhlynningar fjöl- skyldu sinnar og er orðin hin pattaralegasta. Hún sagði blaðamönnum að hún Banda vini sínum. Ekki voru . liðin bæri ekki kala til Hastings Banda, lífstíðarforseta sem lét handtaka hana og mann hennar í Zambíu og flytja þau heim þar sem þau voru dæmd í ævilangt fangelsi. Maður hennar lést í okt’óber. Vera og Orton Cirwa voru stuðn- ingsmenn Hastings Banda áður en Malaví fékk sjálfstæði frá Bretum. Ýmsir bjuggust við að Orton Cirwa tæki við forsetastarfí þegar landið varð sjálfstætt en hann vék fyrir Shangrí-La í Singapore besta hótel heims? nema fáein ár þegar í odda skarst, hjónin voru rekin úr störfum og flýðu loks land. Þau gagnrýndu Banda mjög opinskátt á alþjóðavettvangi og þar sem bæði nutu álits á Vestur- löndum og á þau var hlustað lét Banda til skarar skríða. Ýmis mann- réttindasamtök börðust fyrir því að þau yrðu látin laus en það bar ekki árangur fyrr en nú um þær mundir sem Banda hefur glatað völdum. LESENDUR breska ferðaritsins Executive Travel völdu fyrir nokkru bestu hótelin í aðskiljanlegum heims- hornum. Hótel Shangri-La í Singap- ore var kosið besta hótel í öllum heiminum. Þar á eftir kom Conrad í Hong Kong og Sheraton í Singapore. Athygli vakti að Orinetal hótelið í Bangkok sem hefur verið ofarlega á listum í flestum slíkum skoðanakönn- unum ferðablaða sást hvergi á blaði nú. Besta hótel í Evrópu var Le Grand í París og síðan Stanhope og Holiday Inn bæði í Brussel. Besta hótel Bretlands var valið Copthorne Tara i London. Besta hótel í Banda- ríkjunum Marriott Marquis í New York og besta hótel í Miðausturlönd- um Sheraton í Abu Dhabi. Besta flug- vallarhótel var valið Sheraton Skyline á He- athrow. Þá voru gestir beðnir að velja hótel þar sem þeir hefðu fengið hlýjastar móttökur. Þar var Oriental í Singapore efst á blaði og síðan Regent og Royal Orchid Sheraton í Bankok, Coptorne Tara í London og Shangri La í Kuala Lumpur. Lokað vaðí Núpsá virt að vettugi HVERJA verslunarmannahelgi strengir Björgunarsveitin Kynd- ill á Kirkjubæjarklaustri band yfir vað á Núpsá til að hindra bíla í að fara yfir ána innst í Núpsstaðaskógi. Er þetta gert vegna slysahættu, því áin getur verið mjög varasöm. En einstaka menn virða merkingár um lokun að vettugi og fara yfir vaðið, eins og meðfylgjandi myndir sýna, en þær voru teknar um síðustu helgi. Bílarnir keyra inn eftir dalnum og inn í botn þar sem Núpsá og Hvítá mætast, og tveir fossar steypast í ána. Flestir ferðalangar skilja bíla sína eftir nálægt vaðinu og ganga í gegnum skóginn inn í botn, en slóði er alla leið. Benedikt Lárusson hjá Björg- unarsveitinni Kyndli sagði að sveit- in hefði lokað vaðinu fyrst um verslunarmannahelgi fyrir 3 árum. Þá helgi árið áður voru tvær 7 og 8 ára stúlkur hætt komnar er bíll sem þær voru í fór á kaf í ánni. Hann sagði að reynslan sýndi að sveitin yrði einnig að vakta svæðið, því eitthvað væri um að fólk virti lokunina að vettugi. Sagði hann að í sumar hefði þegar einum bíl verið bjargað upp úr ánni. Kyndill vaktar svæðið um hveija verslunarmannahelgi og er allt gert í sjálfboðavinnu og borgar sveitin allan kostnað. Bjarni Matthíasson, sveitarstjóri á Kirkjubæjarklaustri sagði að vað- inu væri lokað til að forða fólki úr ógöngum. „Við ætlumst til þess að menn virði þetta,“ sagði hann. Bjarni sagði að Núpsstaðaskógar væru einkajörð og væri vaðinu lok- að í samráði við landeigendur. ■ Ljósmynd/Áslaug Ásgéirsdóttir ÞESSIR bílar eru komnir alveg innst í dalinn. Arið 1989 voru tvær litlar stúlkur hætt komnar á svipuðum stað í ánni og bíllinn er á myndinni þegar jeppi þær voru farþegar í fór á kaf í ánni. Svæðið í baksýn er allt lokað fyrir umferð og er vaðið fyrir miðju yst á myndinni. HÉR FER einn jepp- inn yfir ána þar sem stendur skýrum stöf- um lokað á gula skilt- inu. Var band strengt yfir vaðið og á það hengt gult skilti, en bandið var bara losað og brunað í gegn. Ljósmynd/Áslaug Ásgeirsdóttir LJp Borg °C Abidjan WKWtW 27 Anchorage 18 Ankara 30 Auckland 15 Aþena 33 Bagdad 44 Bangkok 32! Bilbao 25 Bogota SH 19 Buenos Aires 16 Damaskus 37 Dublin 19 Dusseldorf 23 Havana 32 Honolulu 28 Jakaría 31 Kairó 'WÉHM 35 Kampala 25 Lusaka WWKRM 26 Manilla 31 Maputo 26 Nairobi 22 Oklahoma 34 Prag 24 Quito 22 San Salvador 26 Seychelleseyjar 27 Taipei 32 Tangier 27 Tel Aviv 31 Vínarborg 24 Ferðamálaráðstefnan 1993 Ferðamálaráðstefnan 1993 verður haldin dagana 16. og 17. september nk. í Mývatnssveit. Aðalumræðuefni ráðstefnunnar í ár eru gæðamál í íslenskri ferðaþjónustu. Allar nánari upplýsingar og skráning á skrifstofu Ferðamálaráðs íslands, sími 27488. Ráðstefnugjald er kr. 4.500. Ferðamálaráð ísiands. sem gista á Hótel KEA (greiðist á hótel- inu sjálfu). **1.200 kr. aukagjald bætist við fyrir þá, sem gista á Hótel KEA (greiðist á hótelinu sjálfu). Aðildarhótel: Hótel Lind, Rvík., s. 91-623350. Hótel Borgarnes, s. 93-71119. Hótel Stykkishólmur, s. 93-81330. Hótel ísafjörður, s. 94-4111. Hótel KEA, Akureyri, s. 96-22200. Hótel Keflavík, s. 92-14377. Hótel Reynihlíð, Mývatni, s. 96-44170. Hótel Valaskjálf, Egilsst., s. 97-11500. Hótel Bláfell, Breiðdalsvik, s. 97-56770. Hótel Höfn, Homafirði, s. 97-81240. Hótel Selfoss, s. 98-22500. Greiðslumiða fyrir sértilboð er hægt að kaupa á aðildarhótelum. Regnbogahótelin, sími 91-620160. m REGNBOGA HÓTEL FÖRUNAUTUR Sértilboð Regnbogahótelanna sumarið 1993 Eins manns herbergi með baði og morg- unverði kr. 5.100.* Tveggja manna herbergi með baði og morgunverði kr. 6.600.** Tilboðið gildir fyrir minnst fjórar nætur og felur í sér að gesturinn getur einung- is bókað eina nótt í einu, en nýtur á móti afsláttar. Hægt er að gista allar næturnar á sama hóteli eða ferðast á milli hótelanna. Börn undir sextán ára aldri, sem deila herbergi með foreldrum, gista frítt. *1 000 kr aukaoiald hætist við fvrir þá, Akureyri - ódýr gisting Leigjum út íbúðir í göngufæri frá miö- bænum. Stofa með sjónvarpi og síma, fullbúið eldhús, bað með sturtu, svefn- pláss fyrir 4 með rúmfatnaði. STUDÍÓ-ÍBÚÐIR, Strandgötu 13, sfmi 96-12035. Gistihúsið Langaholt, Snæfellsnesi Við erum miðsvæðis á Nesinu á fallegum stað fyrir framan Jðkulinn. Jafnt langt í ferðir kringum Jökul og í Eyjaferðir. Stórt útivistarsvæði við sjóinn, gisting og veitingar fyrir hópa og einstaklinga. Laxveiðileyfi, silungsveiðileyfi. Tjaldsvæði. Visa/Euro. Verið velkomin. Upplýsingar í símum 93-56789 oo 93-56719. Handan við Pollinn Akureyri Sumarhús til leigu á tveimur hæðum Hentugt fyrir 1-2 fjölskyldur. Æskileg vikuleiga. Veiði í sjó. Uppl.: Tjaldstæðið Húsabrekka, sími 96-24921, Haraldur. - ávallt skammt undan Er hægt að hugsa sér þad betra undir sólinni? ^WRiWaahöielbaÁdárislgæd,. "r. amanní2wkurmedöU,irp 9lt>lduínmv 4ih»rh, um Í>örn,2ja-nára|7í “9J, fUl,0rdna°92 1 "ara*- 74.960 kr.m.v. 2 fullordna Tvær vikur á Holiday Inn Hotel m.v. 4 í herbergi, 2 fullorðna og 2 börn 2ja -11 ára. 60.680 m.v. 2 fullorðna. Hafðu samhand við soluskrifstofur okkar, umboðsmenn um ailt laixf, frrðuskritstofumar cðu í síma 690300 (svarað alla 7 da^a vikunnar frá kl. 8-18). FLUGLEIÐIR (E) 35»££ Traustur íslenskur ferðafélagi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.