Morgunblaðið - 06.08.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.08.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1993 6 11 Odýrt bensín ÞAÐ ER heilmikil íþrótt í Evrópu að fara yfir landamæri til að kaupa ódýrara bensín en í heimalandinu. En það er ekki fyrr en menn eiga leið með bílinn til Bandaríkjanna að sparnaðurinn fer að verða eftirtektarverður því þar er bensínverð með allra lægsta móti um þessar mundir. Þar er verðið á lítranum af bensíni allt niður undir níu krónur íslenskar... Já, 9 krónur. Hjólbarðablús í danska fagblaðinu Dækspec- ialisten er því haldið fram að áhugi bíleigenda á hjólbörðum sé í algjöru lágmarki. Þar er vitnað til könnun- ar sem einn af stóru hjólbarðafram- Ieiðendunum stóð fyrir. Þar kom fram að 30% aðspurðra gátu ekki nefnt eina einustu hjólbarðategund og annar hver bíleigandi vissi ekk- ert um hjólbarðastærðir og ekki einu sinni stærð hjólbarðanna undir sínum eigin bíl. Meira ál í bílum Nýjar rannsóknir benda til þess að eftirspurn bílaframleiðenda eftir áli muni aukast í Bandaríkjunum út þennan áratug. Sérfræðingar í Bandaríkjunum telja að árið 2002 verði um fjórðungur heildareftir- Thomas Pappert spurnar eftir áli í Bandaríkjun- um tilkomin vegna öku- tækjafram- leiðslu. Þeir telja jafnframt að eftirspum eftir áli muni einnig aukast verulega meðal framleið- enda véla og verkfæra. Sölutækni Á hádegisverðarfundi nýlega var Thomas Pappert aðstoðarforstjóri Chrysler í Bandaríkjunum spurður. að því hvernig best væri að selja bíla. Hann sagði að árangursríkast væri að kynna til sögunnar nýja gerð. „Sé útfærslan þriggja ára gömul þá er gefinn 500 dollara afsláttur,“ sagði hann. „Sé hún Peugeot 405 fjögurra ára gömul er gefínn 1 þúsund dollara afsláttur. Sé hún fimm ára gömul er reynt að ganga til samstarfs við ijármögnunariyr- irtækin. Og sé hún sex ára gömul er hvort tveggja gert.“ En hvernig færi Pappert að því að selja tuttugu ára gamlan pallbíl? „Við myndum bjóða antík-númeraplötur með hon- um í sárabætur,“ sagði Pappert. Þess má geta að Chrysler býður loks upp á nýja útfærslu af Ram- pallbílnum næsta haust, en hann hefur verið framleiddur því sem næst óbreyttur í 21 ár. Bílainnflutningur bannaður til Kína Kínversk stjómvöld hafa bannað innflutning á bílum til landsins næstu sex mánuði til að koma í veg fyrir þenslu í efnahag lands- ins, en einnig hafa stjórnvöld ótt- ast að gjaldeyrisforði þjóðarinnar myndi minnka mikið við óheftan innflutning. Á síðásta ári vom fluttir inn 225 þúsund bílar til Kína sem er mesti innflutningur frá 1985. Bann við innflutning á bílum var einnig sett á árið 1988 og dróst þá sala á bílum til Kína verulega saman í tvö ár. í Kína þar sem íbúamir em 1.160 milljónir talsins em um fímm milljónir fólksbíla, flutningabíla og fólksflutningabíla. Þar af em fólksbílar 1,5 milljónir og aðeins 37 þúsund þeirra em í einkaeign. Að meðaltali þarf hver Kínverji að reiða fram sem svarar 50 árslaunum til að eignast bifreið. í Þýskalandi á annar hver lands- maður bifreið en einn af hverjum 1.000 í Kína. Nýr Peugeot405 Búist er við að arftaki Peugeot 405 komi á markað í byrjun næsta árs og fær hann aukastafína 406. Heyrst hefur að bíllinn byggi að einhverju leyti á hönnun Citroen Xantia. Salan á stærsta bílnum í Peugeot fjölskyldunni, 606, hefur gengið afleitlega og því hyggjast Peugeot verksmiðjurnar koma með þennan nýja bíl á markað. Bíllinn verður með sömu vélaútfærslum og 405 en auk þess verður hann fáanlegur með þriggja lítra, sex strokka vél, 172 hestafla vél. ■ Mercedes smíðar fyrir Evrópu- markað í Bandaríkjunum MERCEDES hyggst byggja verksmiðju í Bandaríkjunum til að fram- leiða fjórhjóladrifna sportbíla að mestu fyrir Evrópumarkað. Verk- smiðjan mun kosta yfir 20 milljarða ISK. I verksmiðjunni verða framleiddir nýir fjórhjóladrifnir sportbílar og verksmiðjan mun veita 1.500 manns vinnu og framleiða 60 þúsund bíla á ári, þar af 40 þúsund fyrir Evrópu- markað og 20 þúsund fyrir Banda- ríkjamarkað. Ríkisstjórinn í Ten- nessee Ned McWherter hefur gefíð vilyrði fyrir staðsetningu verksmiðj- unnar í austurhluta fylkisins en stjórn fyrirtækisins hefur ekki tekið ákvörðun um hvar henni verður fyrir- komið. Ákvörðun þar að lútandi verð- ur tekin í september að sögn tals- manna Mercedes. Tennesse er eitt fjögurra ríkja sem koma til álita sem staður fyrir verk- smiðjuna. Linda Paulmeno, talsmað- ur Mercedes Benz Project Inc., segir að fyrirtækið sækist eftir stað þar sem er að fínna dugmikinn vinnu- kraft, þétt flutninganet og góðan aðgang að höfnum því þriðjung fram- leiðslunnar á að flytja úr landi. í miðju austurhluta Tennessee er aðgangur að þremur hraðbrautum og skipgengri á. Þar eru einnig með bækistöðvar skammt frá Nashville Nissan ' og Satum-verksmiðjurnar. Nissan var reyndar fyrsti bílafram- leiðandinn sem setti upp bækistöðvar í Tennessee árið 1988. Nissan hefur fjárfest um 90 milljarða í verksmiðju sinni í fylkinu og þar eru framleiddar tegundirnar Sentras, Altimas og Nissan Quest-Mercury Villager smásendiferðabílar. General Motors hefur fjárfest um 120 millj. ÍSK í Satum-verksmiðju sína í fylkinu og þar em starfsmenn um 6.700 talsins. ■ Nýr Trans Sport NOKKRAR breytmgar hafa verið gerðar a 1994 árgerðinni af Pont- iac Trans Sport. Eins og sést á mynd af frumgerðinni hér að ofan hefur grillið og stuðarinn fengið nýtt útlit og sömuleiðis eru komn- ar nýjar framlugtir og þokuljós á bílinn. ■ Toyota Corolla, sigurvegarinn í neðri flokki með- alstórra bíla, með þrjár bilanir á hverja 1.000 bíla. Toyota Carina, sigurvegarinn í efri flokki meðal- stórra bíla, með þijár bilanir á hverja 1.000 bíla. Bizzarrini frumgerð EINN þekktasti bílhönnuður Ítalíu, Giotto Bizzarrini, hefur í sam- vinnu við bandaríska athafnamanninn Barry Watkins smíðað frum- gerð bíls sem hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum. Bíllinn kallast BZ 2001 og er vægast sagt rennilegur en hentar tæpast til notkunar við íslenskar aðstæður. öll skráð tilvik neyðarhjálpar ADAC skoðuð sem hlutfall af hverjum 1.000 nýjum bílum sömu tegundar eða ár- gerðar. í þremur af fjórum flokkum skara japanskir bílar fram úr eins og reynd- ar einnig varð raunin í fyrra. Traust- asti smábíllinn er Nissan Micra en Toyota Corolla er traustastur í neðri flokki meðalstórra bíla. í efri flokki er það Toyota Carina. Þýskar bílteg- undir hafa hins vegar vinninginn hvað lága bilanatíðni snertir í flokki meðalstórra/stórra bíla og þar fer fremstur Mercedes. Opel fær hins vegar slæma útreið því Opel Calibra er §órum sinnum hættara við að bila en besta bílnum í efri flokki meðalstórra bílar og Opel Omega sömuleiðis í flokki meðal- stórra/stórra bíla. Fiat Tipo og Seat Ibiza er einnig mjög hætt við bilunum en verst er þó útkoman hjá austur-evrópskum bílum, s.s. Skoda Favorit og Lada Samara, sem báðir voru með yfír 33 bilanir á hveija 1.000 bíla. Smábílar Nissan Micra var með lægsta bil- anatíðni, eða fjórar bilanir miðað við hveija 1.000 bíla. Sigurvegarinn frá árinu áður, Mazda 121, var ekki með í úttektinni að þessu sinni þar sem ekki seldust yfír 10.000 bílar í Þýska- landi í fyrra. I öðru sæti varð Suzuki Swift, en þýskir bílar, VW Polo og Ford Fiesta, skipuðu sér í þriðja og fjórða sæti. Lestina rak hins vegar Seat Ibiza með 16 bilanir á hveija 1.000 bíla. Meðalstórir/neðri flokkur Sigur japanskra bíla í þessum flokki var sexfaldur því Toyota, Mazda, Mitsubishi, Suzuki, Nissan og Honda röðuðu sér í efstu sætin. Toyota Corolla var með þijár bilanir á hveija 1.000 bíla en skammt á eftir kóm Mazda 323. Á eftir jap- önsku bílunum komu Renault 19, VW Golf, Jetta og Vento bensínbílar og díselbílar, Ford Escort og Orion, Peugeot 309 og Opel Astra og Kad- ett. Hins vegar var niðurstaðan ekki jafntraustvekjandi hvað snertir dísel- b-,a Ford og Opel tegundanna. Fiat ’.ipo og Tempra stóðu sig heldur ekki vel. í neðsta sæti voru bílar frá Austur-Evrópu, Skoda Favorit með 34 bilanir og Lada Samara með 37 bilanir á hveija 1.000 bíla. Meðalstórir/efri flokkur Toyota Carina reyndist traustasti bíllinn í þessum flokki með þijár bil- BZ 2001 - glæsilegur farkostur. anir á hveija 1.000 bíla. Fast á eftir honum komu Mercedes 190 dísel og Mazda 626. í fjórða sæti kom Nissan Primera og Bluebird og í fímmta sæti Mercedes 190 bensínbíll. Næstir komu Honda Accord, Audi 80, BMW 3-línan og Audi 80 dísel. Opel Vectra, VW Passat, Ford Sierra, Peugeot 405, VW Passat dísel stóðu sig mun verr, en Opel Calibra sem var með í fyrsta sinn í úttekt ADAC vermdi neðsta sætið með 14 bilanir á hveija 1.000 bíla. Meðalstórir/stórir Þýskir bílar röðuðu sér í efstu sætin í þessum flokki. Gamalkunnur sigurvegari í þessum flokki, Merce- des 200-300 dísel, brá ekki út af vananum og stóð uppi sem traust- asti bíllinn með fimm bilanir á hveija 1.000 bíla. S-lína Mercedes, sém hafnaði í öðru sæti, og Ford Scorpio, sem hafnaði í þriðja sæti, bættu sig verulega frá síðustu úttekt ADAC, en eins og þá lenti Opel Omega í neðsta sæti með 20 bilanir á hveija 1.000 bíla. ■ Bizzarrini hannaði hraðakstursbíl- inn 250GTO sem Ferrari smíðaði sem og Lamborghini V-12. Auk þess hannaði hann nokkra hraðskreiða bíla sem voru smíðaðir undir hans nafni á sjöunda áratugnum. Watkins hitti Bizzarrini fyrst á Pebble Beach sýningunni 1990 þar sem afrakstur af ævistarfi Bizzarrini var kynntur. Watkins var hrifínn af Spyder SI sportbíl sem Bizzarrini hafði hannað og dreymdi um að hanna bíl í sam- vinnu við ítalska meistarann. Af- rakstur samvinnu þeirra er BZ 2001 en allt er á huldu um hvort frumgerð- in verði eini bíllinn eða hvort lág- marksframleiðsla verði hafín á bíln- um. Byggir á Ferrari Frumgerðin byggir að verulegu leyti á undirvagni Ferrari Testarossa en Watkins segir að verði fleiri bílar framleiddir verði þeir með undirvagni hönnuðum af Bizzarrini og fjaður- búnaði hraðakstursbíla. Ýmis smá- vægileg hönnunaratriði gera BZ 2001 frábrugðinn öðrum bílum. Stefnuljósin að framan virka t.a.m. sem stöðuljós þegar þau eru ekki í notkun og stöðuljósunum að aftan er haganlega fyrirkomið í stuðara bílsins. Sætin eru leðurklædd og mælaborðið bogadregið. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.