Morgunblaðið - 06.08.1993, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.08.1993, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1993 B 3 GÍSLI á Hofl fyrir framan kúluhúsið sem hann lét reisa. arbú í Skaftafells- Árnes- og Rangár- vallasýslu. Hann telur ekkert ólíklegt að hann eigi eftir að loka hringnum og fjalla um hrossaræktendur á Vest- urlandi. Gísli gefur hrossaræktarbækumar út á íslensku, ensku og þýsku til að áhugamenn um hesta geti kynnt sér hvaða hrossastofnar séu á hveijum bæ og hvemig að ræktun sé staðið. Á þennan hátt á kaupendum líka að vera unnt að velja sér hesta af þeim stofnum sem þeir hafa mest álit á. Einungis fá hrossabændur sem eiga hross í ættbókum að vera með í bókinni. Þeir aðilar styrkja síðan útgáfuna og fá bækur í staðinn. Gísli segir að unnendur íslenska hestsins erlendis og þá einkum Þjóðverjar hafi tekið bókinni vel. — En hvemig datt Gísla í hug að fara að gefa út bækur? „Það kom til þannig að á ættar- móti sem haldið var árið 1988 var mér ásamt tyeimur öðrum falið að koma út niðjatali ættarinnar. Á end- anum lenti vinnan á mér og þannig varð fyrsta niðjatalið til.“ Gísli segir óvíst að niðjatölin verði fleiri en hann er þegar búinn að gefa út. Hvorttveggja er að þeirri útgáfu fylgja mikil ferðalög og fjár- hagsleg áhætta sem hann er ekki viss um hann sé tilbúinn að taka. Verkar hákarl — Þú hefur fengist við að verka hákarl? „Það var eiginlega tilviljun sem réð þvf-að ég fór að dunda mér við það. Birgir Þorbjörnsson skipstjóri á Arnari á Skagaströnd kom til mín fyrir nokkmm ámm og það kom í ljós að hann hafði þurft að henda fjórum hákörlum því enginn vildi taka þá til geymslu. Ég spurði hann I hvers vegna hann hefði ekki leitað til mín þar sem ég var með frystigám og hann tók mig á orðinu. Næst þegar hann fékk hákarl tók ég við honum. Ég kunni ekkert til verka,“ segir Gísli og brosir við tilhugsunina þegar hann stóð frammi fyrir fyrsta hákarlinum og starði á hann ráð- þrota. Það gerði hann ekki lengi enda ólíkt honum að gefast upp. Gísli hafði samband við nokkra vana menn og bað þá ráða. Þeim bar ekki saman um tímann sem tekur að kæsa hákarl né um verkun þannig að Gísli tók meðaltalið. „Á endanum tókst þetta vel.“ Annars vill hann ekki gera mikið úr hákarlaverkuninni en segist þó ekki neita hákarli ef hann býðst. „Ég hef gaman að því að bjóða kunningjum bita og bita.“ Póstkort af þéttbýllskjörnum Gísli hefur að undanförnu gefið út póstkort af þéttbýlis- og sögustöð- um á landinu. Hann er kominn með um 90 staði á póstkort og ýmist eru þau á tveimur, fjórum eða sex mis- munandi tungumálum, jafnvel á jap- önsku. Hann segir að fallegasta kort- ið sé af Grundarfirði enda staðurinn rómaður fyrir náttúrufegurð. Honum finnst gaman að stússa við korta- gerðina, segist líka hafa kynnst fjölda fólks og fræðst um land og þjóð. „Yfirleitt gengur þetta þannig fyrir sig að sveitarstjórar kaupa upp- lagið og mér hefur þótt gaman að kynnast þessum mönnum. Þetta eru ungir og framtakssamir menn.“ Þegar kortin ber á góma kemur í ljós að Gísla finnst erfitt að komast inn á svokallaðan kortamarkað. „Ég verð var við að kortaframleiðendur semja við verslanir um að taka ekki við kortum af öðrum og samkeppnin er mikil. Það er því heilmikil vinna að koma kortunum á markað." Hann Gísli á eftir að hafa einhver ráð með það, hann leggur ekki árar í bát segja þeir sem til hans þekkja og hæla dugnaðinum í honum. ■ Guðbjörg R. Guðmundsdóttir Breytt og bætt súkkulaðikaka Áður KAKA hita- einingar Eftir KAKA hita- einingar 125 g smjörlíki 907 125 g ósætt eplamauk.... 50 250 g sykur. 1.015 200 g sykur. 812 2 egg .157 2 egg 157 255 g hveiti 900 100 g heilhveiti 340 3 msk kakó 111 155 g hveiti 547 1 1/2 dl mjólk 104 3 msk kakó 111 1/2 tsk salt 1 1/2 dl léttmjólk 70 1 tsk matarsódi 1 tsk lyftiduft 1 tsk vanilludropar Samtals 3.194 1/2 tsk salt 1 tsk matarsódi 1 tsk lyftiduft 1 tsk vanilludropar Samtals 2.087 KREM 100 g smjörlíki 727 KREM 80 g smjörlíki 727 375 g flórsykur. 1.522 375 g flórsykur. 1.522 3 msk kakó 111 3 msk kakó 111 1 egg 78 1 egg 78 Samtals 2.438 örlítið vatn ef krem er of þykkt Samtals 2.293 Kaka og krem 5.632 Kaka og krem 4.380 12 sneiðar, hver sneið: 470 12 sneiðar, hver sneið: 365 5. Yfirleitt er hægt að minnka sykur um lU án þess að það breyti bragðinu mikið. Þetta á sérstaklega við ef í uppskriftina er notuð vanilla, múskat, kanill eða allrahanda (allspice). 6. Hægt er að nota allt að helm- ingi minna af súkkulaðibitum en uppskriftin segir til um. Súkkulaði er mjög fitandi og nær helmingur hitaeininganna í súkkulaði kemur úr fítu. 7. Ef hnetur eru í uppskriftinni er hægt að nota allt að helmingi minna af þeim. Það má ekki sleppa þeim alveg, en hnetur eru mjög hitaeiningaríkar, til dæmis eru um 90% af hitaein- ingunum í valhnetum úr fitu. ■ Áslaug Ásgeirsdóttir Bannað að segja bless þegar farið er úr kínverskri trúlofunarveislu VÍÐA varðar trúlofun ekki aðeins parið sem gefur hjúskaparheit, heldur einnig fjölskyldu hinna tilvonandi hjóna. Hérlendis eru trúlofanir stundum í tísku og stundum ekki. Algengast mun vera að hér setji unga ást- fangna parið upp hringa í einrúmi og geri sér síðan dagamun, til dæm- is með því að fara út að borða. Dag- setning brúðkaups er ekki endilega ákveðin við trúlofun og trúlofunar- gjafir eru fremur sjaldgæfar. Ástfangnir (útlöndum Hjá evrópskum aðalsfjölskyldum er algengt að fjölskyldur kærustu- para haldi veislu í tilefni trúlofunar og gefi unga parinu gjafir. í Kína eru gamlar trúlofunarhefðir í heiðri hafðar að sögn Ariels Chen sem skrifar um málið í nýlegu tölublaði tímaritsins Travel in Taiwan. Þegar kínverskt par tilkynnir for- eldrum sínum að það hyggist trúlofa sig, leita þeir til spámanns eða spá- konu sem kannar hvort parið á vel saman. Einnig er skorið úr um hvaða dagsetning og tímasetning er gæfu- legust til trúlofunar. SamiA um helmanmund Hafi framtíðarrýnir komist að því að parið eigi þokkalega framtíð fyrir höndum, setjast foreldramir að samningaborði. Næsta skref er nefnilega að semja um greiðslur til foreldra stúlkunnar og heimanmund með henni. Einnig þarf að semja um það sem kallað er lipin, dósir með smákökum sem vinir og ættingjar stúlkunnar fá í trúlofunarveislunni. Náist samningar er hafist handa við að undirbúa athöfnina. Þegar trúlofunardagurinn rennur upp, vaknar stúlkan yfírleitt mjög snemma, að sögn Ariels Chen, og hefst handa við að snyrta sig og klæða, en það er margra klukkutíma verk. Fatnaður hennar við þetta tækifæri er vitskuld rauður og rauð- leitur, en rauður er talinn boða gæfu í Kína. Flugeldum er skotið á loft í tilefni dagsins og ættingjar stúlkunn- ar hengja rauðan klút ofan við úti- dyrnar svo allir geti séð að heimasæt- an er í þann mund að trúlofast. Gjafir skipta máli Trúlofunin fer fram á heimili stúlkunnar og koma foreldrar piltsins Radísur á veisluborðið RADÍSUR eru herramanns- matur en auk þess njóta þær sín vel á veisluborði. Eins og sjá má á meðfylgj- andi myndum eru ótal aðferðir við að skera í þær svo þær njóti sín sem best. ■ með fé og þær smákökur sem um var samið. Kínveijar trúa að máli skipti hvort fjöldi gesta stendur á oddatölu eða sléttri og er gæfumerki ef hann stendur á sléttri tölu. Því hefur myndast hefð fyrir því að fjöldi gesta úr hvorri fjölskyldu standi á oddatölu. Ekki er ólíklegt að með því að skiptast á gjöfum vilji báðar fjöl- skyldur sýna í verki að þær óski eft- ir að stofna til vináttu. Við trúlofun gefa foreldrar stúlkunnar fjölskyldu piltsins m.a. herrafatnað og blóm af tijám granatepla, sem tákna gæfu og von um að parið muni eignast marga syni. Rautt umslag með penlngum Daginn sem trúlofunin fer fram nýtur stúlkan aðstoðar konu sem vegnað hefur vel í lífínu. Með því móti telja menn líklegra að gæfudís- ir fylgi einnig hinni tilvonandi brúði. Stúlkan er kynnt formlega fyrir verð- andi tengdafjölskyldu sinni og nýtur síðan aðstoðar gæfuríku konunnar við að færa tengdafólkinu sykrað te. Það er í þessu tilfelli tákn um góð samskipti stúlkunnar við „nýju“ fjöl- skylduna. Meðan tengdafólkið tilvonandi drekkur úr tebollum sínum fer stúlk- an afsíðis, en þegar hún kemur aftur ber henni að taka saman bollana og afhendir hver gestur henni þá rautt umslag með peningum um leið og hann afhendir bollann sem hann drakk úr. Stúlkan situr á háum stól með fæturna á skemli, en unnustinn stendur við hlið hennar þegar þau skiptast á hringum og öðrum skrautumunum. Sá aðili sem vill hafa undirtökin í hjóna- bandinu þrýstir vel á eftir hringnum sem hann lætur á fíngur hins. Við tekur kvöldmál- tíð og þegar brúðguminn er formlega kynntur fyrir tilvonandi tengdafjöl- skyldu, skála gestir fyrir hon- um. Um- sömdum smákökum er deilt milli ættingja og vina stúlkunnar að lokinni máltíð. Að svo búnu yfirgefur ijölskylda unnustans húsið hljóðlega og án þess að kveðja, vegna þess að því er trúað að annars kalli þeir ógæfu yfír báðar fjölskyldurnar. ■ Brynja Tomer SKIPST á hringum. Sá sem vill hafa undirtökm í væntanlegu hjónabandi þrýstir hringnum þétt upp á fingur tilvonandi maka síns. Ef öngull krækist íhendi eða auga veiðimanns ÞAÐ hefur komið fyrir fær- ustu veiðimenn að þeir kræki öngul í hendina á sér eða andlitið á þeim sem er að horfa á. Hvað er til ráða gerist svona slys úti í miðri á langt frá mannabyggð? „Það eina sem hægt er að gera er að klippa frá önglinum og fara til næstu heilsugæslu- stöðvar og láta draga öngul- inn þar úr,“ segir Haukur Árnason sérfræðingur á Borgarspítalanum. „Það er ekki hægt að draga út öngul- inn nema með deyfingu og þarf sérstakt lag við að ná hakinu út án þess að það ” skemmi of mikið útfrá sér.“ Haukur segir að yfirleitt þurfi viðkomandi líka að fá einhver lyf til að hindra sýkingu. Hann bendir á að yfir veiði- tímann komi það alltof oft fyrir að öngull festist í andliti eða höndum. Það eru þó alis ekki alltaf veiðimennirnir sjálfir sem verða fyrir slysum af þessum orsökum heldur líka þeir sem eru að horfa á. Reglan er sú að standi fólk fyrir aftan rétt- hentan veiðimann eiga þeir að vera vinstra megin við hann og síðan öfugt. ■ Enn er deilt um hvort rétt sé að snýta sér í vasaklút eða sjúga upp í nefið LÆKNAR og vísindamenn munu lengi hafa deilt um það hvort gott eða vont sé að snýta sér. Sumir halda fram að betra sé að sjúga upp í nefið. Um þetta er m.a. fjallað í bókinni Læknisráð Munsters» eftir danska lækninn Erik Munster. Þeir sem aðhyllast hugmyndir um að betra sé að sjúga upp í nefið rökstyðja það svo, að nefsog sé hrein- legasta aðferðin til að losna við slím- ið sem angrar, því smitefni slímsins eyðist i magasýrum eftir að þvi hef- ur verið kyngt. Með því að snýta sér dreifast smitefnin í skítugan vasaklút eða í úðagusum frá nefinu. Erik Munster segir að þegar lítils- háttar nefrennsli angri fólk, t.d. vegna ofnæmis eða þegar slímið er injög þunnt, sé heppilegast að sjúga upp i nefið. Ekkert mæli þó gegn því að nota vasaklút þar sem þunna slímið sé ekki smitandi. Sé útferðin töluverð segir Munster að eðlilegast sé að hreinsa nasirnar með því að snýta sér. Ekki of harkalega „Menn ættu að forðast að beita of miklum-blæstri eða þrýstingi er þeir snýa sér, því það gæti orðið til þess að smitefni fari í beinholumar. Best er að hreinsa aðra nösina í einu og vasaklútum á að halda eins hrein- um og mögulegt er.“ Böm geta vanið sig á að sjúga nánast viðstöðulaust upp i nefíð og telur Munster að það gerist nær und- -antekningarlaust í kjölfar kvefs. Hann ráðleggur foreldmm slíkra bama að láta lækni kanna hvort um beinholu- bólgu sé að ræða og sé svo ekki, að láta kækinn lönd og leið. „Foreldrar eru alltaf að hvetja börn til að snýta sér þegar þau eru kvefuð. Þeir verið ánægðir með hversu vel bömin taka tilsögninni," segir hann. BT ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.