Morgunblaðið - 06.08.1993, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.08.1993, Blaðsíða 7
6 B MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1993 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1993 B 7 Einn af unglingunum í bambusskóginum Morgunblaðið/JK Gfirillur oo lannsíknarliö er á ný í hættu í Röanda í FERÐABLAÐI Wexas-ferðaklúbbsins í Bretlandi segir að rannsókn- armenn og starfsfólk við Karisokestöðina í Rúanda hafi orðið að fara þaJan af því bardagar brutust út á nýjan leik milli skæruliða og stjórnarhermanna. Stöðin var sett á laggimar fyrir fmmkvæði Dian Fossey til að fylgjast með lifnaðarháttum fjallagórillanna sem lifa í bambusskóginum á Vimngafjallgarðinum. Sælir eru einfaldir; aldrei missltildir fyrir annaó en það sem þeir eru SIGFÚS BJARTMARSSON í „Heimspekingur æðrast" Fjallagórillumar þekkjast hvergi villtar í heiminum nema á Virunga sem nær einnig inn í Zaire. Hefur mikið starf verið unnið til að rannsaka lifnaðar- háttu þeirra og vemda þær fyrir veiðiþjófum. Nú hefur enn dregið til tíðinda á þessu svæði og sáu menn sér ekki annað fært en fara um sinn. Górillumar hafa verið mikið að- dráttarafl fyrir ferðamenn og hefur verið reynt að gæta þess að takmarka fjölda sem fer dag- lega og verður að fá til þess sér- stök og rándýr leyfi. Undanfarið hafa ferðamenn varla sést í land- inu. í óeirðunum í fyrra drapst einn fárra silfurbaka- sem er uppkomin karlgórilla - þegar skothríð var á þessum slóðum. Fjölskylda hans hefur ekki sést síðan og er talið að hún hafi forð- að sér yfir landamærin til Zaire. Húsbílaeigendur á ferð FÉLAG íslenskra húsbílaeigenda fór nýlega í 10 daga ferð og var byijað á að fara norður Kjöl og vora 19 bílar í þeirri lest en fleiri bættust við í Húnaveri. Síðan var haldið áfram og í Vaglaskóg. Gunnar Jónsson, formaður félagsins, sagði að 400 væm í félaginu og væm þeir misjafnlega virkir eins og gengur og gerist. Húsbílaeig- endur fara í 4 ferðir á ári og þar af eina langa ferð. Gunnar sagði að ferðin nú hefði tekist vel. Var farið yfir Kjalveg og komið við í Hvítanesskála og á Hveravöllum og síðan áfram norður. ■ LeyfiíCancun kemiv á óvart CANCÚN í Mexíkó er nýjasta sumarleyfisparadís íslendinga en þang- að hófst beint leiguflug fyrr í sumar. Staðinn má með sanni kalla paradís fyrir þá sem hafa hug á að flatmaga á frábærri strönd við Karíbahafið. Hvítur sandurinn og tær sjórinn er yndislegur og alls ekki hægt að líkja saman við flestar strendur í Evrópu. Þetta út af fyrir sig er nóg til að mæla með því fyrir íslendinga að fara til Canc- ún, en þar fyrir utan hefur staðurinn fjölmarga kosti. Cancún er þó ekki fullkominn staður. Verðlag er hærra en flestir Islendingar búast við og staðurinn hefur ekki yfir sér þá rómantísku menningu sem víða hvílir yfir borgum í Evrópu. Þrátt fyrir þetta er Cancún óumdeil- anlega besti staður á sólarströnd sem ég hef farið á og veit ég um marga á sama máli. Ég kom til Cancún seint í maí, í þann mund sem regntíminn var að hefjast, og bjóst við stuttum skúr seinnipart hvers dags líkt og varað hafði verið við. Regnguðimir voru um of hressir. Fyrstu dagana rigndi samfleytt og regnkápa hefði komið að betri notum en ósnert sólarvörnin. Það stytti upp um síðir og heit sólin naut sín til fullnustu. Hitinn var al- mennt um og yfir 30 gráður en var ekki óþægilegur þar sem svalandi goian barst af hafí. Horfið aldir aftur í tímann Cancún sjálf skiptist í tvennt, ann- ars vegar eru það hótelbyggingamar og þjónusta fyrir ferðamenn og hins vegar er miðbærinn þar sem inn- fæddir búa. Auðvelt er að rata um borgina og eru samgöngur mjög greiðar, en nóg er bæði af strætis- vögnum og leigubílum, sem ekki eru dýrir. Ýmislegt má gera sér til dægra- styttingar og sérstaklega má geta þess að aðstaða til hverslags vatna- íþrótta er frábær. Boðið er upp á köfun, sjóskíðaleigu, seglbrettaleigu o.fl. auk þess sem fjölbreytt úrval siglinga er á boðstólum. Ein áhuga- verðasta siglingin er eflaust til Isla Mujeres, í nágrenni Cancún. Þar er boðið upp á köfun og farið er um eyjuna, m.a. í miðbæinn þar sem hægt að kaupa ýmiss konar minja- gripi. Þeir sem á annað borð fara til Cancún geta ekki látið þessa ferð fram hjá sér fara. Þeir sem vilja fræðast um merki- lega sögu Maya geta leitað til ferða- skrifstofa með skipulagðar dagsferð- ir til Chichen Itza. Eg fór í þessa ferð ásamt öðrum íslendingum og að öllu öðru ólöstuðu var sá dagur sá alskemmtilegasti í ferðinni. Undir frábærri fararstjóm Guðmundar V. Karlssonar hjá Heimsferðum skoðum við frægustu fornmenjar Mayanna. Þær voru það áhrifaríkar að enginn getur gengið þar um ósnortinn, bæði vegna hryllings yfir hroðaverkum sem þar höfðu verið framin og einn- ig aðdáunar yfir hversu langt Mayar voru komnir á vegi vísindanna langt á undan öðrum þjóðum. SkyndlbitastaAir í meirihluta Ég var undrandi á því hversu áhrif Bandaríkjamanna eru mikil. Cancún er mjög vinsæll staður hjá Banda- ríkjamönnum og margt er gert til að þeir geti fundið ýmislegt við sitt hæfi. Risastór auglýsingaskilti frá skyndibitastöðum líkt og McDonalds, Burger King, Domino Pizzas, Hard Rock o.fl. blasa við. Eitt bakarí var í nágrenni við mitt hótel. Þar voru til tvær tegundir af brauði en u.þ.b. 30 tegundir af kleinuhringum með mismiklu súkku- laði og öðru gómsæti. Að sama skapi, þótt einkennilegt megi virðast, var meiri fyrirhöfn að finna góða ferska ávexti en hamborgara og franskar. Matur á þessum skyndibitastöðum er ekki dýr og töluvert ódýrari en hér. Annað hljóð kemur í strokkinn ef áform eru um að fá eitthvað meira spennandi en skyndibita. Ég fór á nokkra mjög góða veitingastaði og þar má nefna Ei Mortero og E1 Mexicano. Maturinn var frábær, úr- val ýmiss konar mexíkóskra rétta mikið og sérstaklega ber að taka fram að þjónustan á þessum betri stöðum var einstök. Reikningurinn endurspeglaði það en máltíðin kost- aði mun meira en sambærilegar máltíðir sem ég hef fengið mér er- lendis. Minibarinn varhugaverður íslensku ferðaskrifstofurnar bjóða Á Yucatan-skaganum em frægustu minnismerki frá Mayamenningunni t.d. E1 castillo de Kukulkan, snákapýramídinn, en á hverri hlið hans em 91 þrep upp á toppinn. Það gerir samtals 365, en Mayarnir em þekkir fyrir nákvæmt tímatal sitt. Rétt utan við Cancún búa Mexíkóar í húsum sem varla halda vatni. Víðast em leirgólf, hengirúm og opinn eldur. Á meðal þeirra skipulögðu ferða sem hægt er að fara i er bátsferð til Isla Mujeres sem er yndisleg eyja í um 20 mínútna fjarlægð frá Cancún. upp á nokkur mismunandi hótel á Cancún og almennt var látið nokkuð vel af þessum hótelum, ekki síst Kin Ha hótelinu en fólk sem dvaldi þar var í alla staði mjög ánægt með dvöl- ina. Ég gisti á Melia Turqesa sem er fímm stjömu giæsilegt hótel við ströndina. Herbergin eru rúmgóð, fullkomið hreinlæti og ýmiss konar þjónusta fyrir hendi á hótelinu. Þrátt fyrir alla kosti hótelsins varð ég því miður fyrir nokkrum vonbrigð- um. Annars vegar vegna þess hversu stífar reglur giltu á hótelinu og hins vegar vegna þjónustu minibarsins. Algjörlega var bannað að fara með mat sem keyptur var utan hótelsins eða drykki inn á herbergin. íslend- ingarnir tóku þessum reglum mishá- tíðlega og íslensk hjón voru stöðvuð í anddyrinu þar sem þau voru á leið með innkaupapoka á herbergi sitt. Þetta kostaði nokkurt þref við starfs- mann hótelsins en á endanum fóru þau með pokann inn á herbergið. Ég forðast yfírleitt að eiga við- skipti við „minibari" en vegna hinna ströngu reglna og þar sem um viður- kennt fímm stjömu hótel var að ræða keypti fjölskyldan þaðan nokkr- ar gosdósir og ölflöskur. Það kom á óvart þegar hótelreikningurinn var greiddur að við vorum rukkuð um verulegt magn af gosi og öli, ávaxta- safa og tvær hvítvínsflöskur. Eftir nokkurt strögl tók starfsmaður hót- elsins þá ákvörðun að sleppa okkur við að greiða fyrir ávaxtasafann og hvítvínið. Að því loknu tókum við þá ákvörðun að gera ekki frekara veður út af þessu þrátt fyrir að augljóslega værum við rukkuð um allt of mikið af gosi og öli. Fleiri kostir en gallar Þrátt fyrir að hafa talið upp nokkra galla á Cancún get ég hik- laust mælt með því að Islendingar heimsæki þennan sumarleyfísstað. Hann er frábmgðinn þeim almennu ferðamannastöðum sem við þekkjum frá Evrópu og virtist það mál flestra íslendinganna að Cancún væri besti sumardvalarstaðurinn sem þeir hefðu verið á. ■ Ásdís Ha.Ua. Bragadóttir HVERNIG VAR FLUGIÐ London-LissabQii-London með TAP Air Portugal AIR Portugal hefur aðsetur á Terminal 2 á Heathrow svo ég skund- aði frá númer 3 og fékk brottfararpjald. Var sagt þegar ég innritaði mig að það yrði tveggja tíma seinkun og ég fékk afhenta nótu upp á tíu pund svo ég gæti fengið mér veitingar eða drykki og það fannst mér til fyrirmyndar. Vélin var Airbus 310 og ekki nema reitingur á Y-farrými svo allir gátu breitt vel úr sér. Blöðum og heyrnartækjum var dreift, öryggisleiðbeiningar fóru fram á skjá og svo var tekið á loft. Áður en matur var fram borinn var sýnd kvikmynd frá Portúgal á skján- um, falleg en dálítið klisjukennd mynd. Eftir klukkutíma var komið með kvöldverð, ávaxtasalat nokkuð gott, þurrt, kalt kjöt og þurra súkku- laðiköku. Vín er ókeypis svo og koní- ak eða líkjör með kaffinu. Ég bað um portúgalskan appelsínulíkjör sem heitir Beirao og er bragðgóður en hann var ekki til. Hins vegar óx>ég skyndilega i áliti hjá flugfreyjunum að ég skyldi þekkja líkjör þeirra. Ég las flugblaðið Átlantis með sómaefni, vörur voru seldar og úrval ágætt, verð ekki áberandi hagstætt. Flugliðar komu snarlega ef hringt var á þá. Snurðulaust flug en enginn sálaðist úr almennilegheitum fluglið- anna. Þegar að því kom að fljúga aftur til London hafði ég litið kolvitlaust á flugmiðann, var mætt út á völl fyrir allar aldir, morgunverðarlaus. Þá kom í ljós að mitt flug var fjórum klukkutímum seinna og annað sem var eftir tvær klst. var fullt. Þar af leiddi að ég gat ekki skráð mig inn nærri strax, en kom dótinu í geymslu og fékk mér leigubíl í klukkutíma fyrir um 1.500 eskútos sem eru um 750 kr. og við rússuðum til og frá um úthverfín. Þegar innritun var loks búin skoð- aði ég mig um í flughöfninni sem er myndarleg og hreinleg með mörg- um góðum búðum, en mér fannst vanta verslun með portúgölsk vin og osta sem hvorttveggja er hið mesta lostæti. Að þessu sinni var vélin fullsetin, hálftíma seinkun var ekki skýrð en annað gekk fyrir sig á svipaðan hátt. Í þessari ferð var eins konar mið-far- rými auk Navigators sem er Saga class og svo Y. Á miðfarrýminu virt- ist munurinn á Y vera að sæti voru breiðari og betra bil milli sæta. Mat- urinn var langtum betri í þessari ferð eða ég svengri. Reyktur lax í forrétt og unghæna með hrísgijónum og góðri sveppasósu. Appelsínu- 3P AIRPORTUGAL kakan var gæfuiegri á bragðið en útlit benti til. Þjónustan var hæg enda ekki nema flórir flugliðar að þjóna yfir 200 manns. Flugið tekur um 2 klst og 10-20 mín. Samkvæmt upplýsingum Busi- ness Traveller er ódýrasta fargjald á þessari flugleið um 170 pund. Það kom ekki heim og saman við það sem skráð var í miðann minn og hlýtur að vera rangt. Samkvæmt sama blaði kostar farmiðinn Lissabon-London- Lissabon um 108 þús. eskúta sem má deila í með tveimur og er nærri lagi. Gárungarnir segja að skammstöf- unin TAP standi fyrir Take Another Plane. Ég hef oft flogið með TAP og hefur yfírleitt hugnast það ágæt- lega og svo var einnig í þessari ferð. ■ Jóhanna Kristjónsdóttir Fleiri Hong Kong- búar til Ástralíu INNFLYTJENDASTOFNUN Ástralía hefur birt tölur um inn- flytjendur til landsins 1991-1992 þar sem kemur fram að mest aukning varð frá Hong Kong eða 11%. Dregið hefur úr heildarinn- flyljendafjölda um 12%. Augljós ástæða er að stjórnin í Peking tekur senn við Hong Kong. Þá segir að flestir innflytjendur hafi verið breskir, 13.5%, þá Hong Kong með 12% 8.9% komu frá Víet- nam og 6.7 frá Nýja Sjálandi. Filippseyingar voru 5.5% innflytj- enda og Indveijar 5.2%. ■ GENGISSKRÁNING Argentína austral 71,7259 Ástralía dollar 48,4692 Egyptaland pund 21,7403 Filippseyjar peso 2,6218 Fílabeinsstr. CFA-franki 0,2462 Hong Kong dollar 9,2369 Indland rúpía 2,2927 ísrael sikill 25,7892 Jóndanía dinar 101,2364 Kambódía riel 0,0205 Kenya sillingur 0,966 Kína yuan 12,4212 Líbanon pund 0,0416 Malasía ringgit 27,8729 Óman rial 186,8223 Taiwan NT-dollar 2,0732 Thailand baht 2,8261 Venesuela bolivar 0,7883 Víetnam dong 0,0067 FRÁ markað- inum á Flúðum Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Markaður haldinn á Flnðnm Á FLÚÐUM hefur undanfarnar helgar verið starfræktur markaður á laugardögum. Hann er í tjaldi sem sett er upp við grunnskólann á Flúðum. Að sögn Þorbjargar Grímsdóttur, upphafskonu markaðsins, er á boð-' stólum ýmiss konar grænmeti, sveppir, kartöflur og einnig listmun- ir sem fólk í sveitinni býr til og fram- leiðsla fyrirtækja á svæðinu. Hún sagði að aðsókn hefði verið mjög góð í sumar og einnig einnig hefði gengið vel að fá fólk til leigja borð í tjaldinu, en það hefði verið eitt helsta áhyggjuefnið til að byija með. Tjaldið er sérhannað fyrir þennan rekstur og er í eigu 16 kvenna. Þorbjörg segir að hún hafi byijað á að fá Sigríði Magnúsdóttur með sér og síðan hafí þær safnað hluthöfum til að kaupa tjaldið. Stefnt er að því að hafa markað- inn opinn á laugardögum út ágúst- mánuð. ■ Persónulegt og heimilislegt FIMM ÁR em nú liðin frá því að hjónin Ingibjörg Sigurðardóttir og Kristján Karl Guðjónsson gerðust hótelhaldarar í Grevenmacher í her- togadæminu Lúxemborg. Islendingar em að vonum aufúsugestir hjá þeim Ingu og Kalla enda leggja þau megináherslu á persónulega og heimilislega þjónustu fyrir utan huggulegheit og rólegheit. ■■J Hótel Le Roi Dagobert, eða [U Dagobert konungur, er sér- 5T stæð og falleg bygging frá 'Jgj| 1911 og hefur alltaf verið rek- HB Íð sem hótel nema á stríðs- árunum þegar nasistar hertóku það og gerðu að aðsetri sínu. Hótelið eyðilagðist í skriðdrekaárás, en var endurbyggt eftir stríð. Á hótelinu eru 18 rúmgóð herbergi, öll með baði, síma og sjónvarpi, vinalegur bar og setustofa fyrir utan auðvitað upplýsingamiðlun á íslensku, sem þau segja að hafí mikla þýðingu fyrir fólk sem er óvant ferðalögum og sé því sem næst mállaust á er- lenda tungu. Næg bflastæði eru við og aðeins um fímm mínútna gangur í útisundlaugar sem opnar eru á sumrin. Vel I svelt sett Hótelið er fagurlega í sveit sett á vínræktarsvæði í Móseldalnum við Móselána. Frá því er fimm mín- útna akstur til Þýskalands, hálftími til Belgíu og Frakklands og tveggja tíma akstur til Hollands. Gre- venmacher er þijú þúsund manna „svefnbær" mitt á milli Findel- alþjóðaflugvallarins í Lúxemborg og hinnar sögufrægu borgar Trier sem margir íslendingar kannast við, en aðeins er um hálftíma akst- ur á milli flugvallarins og Trier. „Bærinn er eins konar samnefnari fyrir litlu þorpin í kring, en hér er öll sú þjónusta sem fólk þarf á að halda, s.s. skólar, sjúkrahús, póst- hús, bankar og búðir,“ segja þau Inga og Kalli um leið og við fáum okkur sæti í setustofunni þeirra eftir höfðinglegar móttökur nokk- urra íslendinga sem áttu leið um Grevenmacher ekki alls fyrir löngu. Og ég spyr: Hvernig datt ykkur í hug að fara út í hótelrekstur í Lúx- emborg? Ævintýraþrá hjá konunnl „Þetta var nú bara einhver hug- detta sem ég fékk einu sinni,“ seg- ir Inga. Og Kalli bætir við: „Eg hafði reyndar lítinn áhuga á hótel- rekstri á sínum tíma svo það tók ákveðinn tíma að sannfæra mig. Ég starfaði sem flugmaður, fyrst hjá Loftleiðum, síðan hjá Cargolux og síðustu níu árin hjá Flugfélagi Norðurlands, eða þar til við fluttum til Lúxemborgar. Það má því segja að þetta hafi verið ævintýraþrá hjá konunni." Inga hafði unnið sem hótelstýra í fimm sumur á Eddu- hótelinu á Stóru-Tjörnum í Ljósa- vatnshreppi og þar áður í þijú sum- ur á Hrafnagili í Eyjafirði. „Það var samt hálfgerð tilviljun að við fórum til Lúxemborgar. Hótelið var ekki komið á söluskrá þegar við fréttum af því og ákváðum að stökkva á það. 60% nýting Reksturinn hefur auðvitað geng- ið bæði upp og niður. Veturnir eru Morgunblaðið/Jóhanna Ingvarsdðttir íslenska hótelið Le Roi Dagobert er fagurlega í sveit sett í vín- ræktarhéruðum Móseldalsins. Krislján Karl Guðjónsson og Ingibjörg Sigurðardóttir hótel- haldarar í Grevenmacher í her- togadæminu Lúxemborg við af- greiðslustörf á barnum. oft ansi daufír, en sumrin mjög góð. Við nutum að vísu góðs af því í vetur að hér rétt hjá er verið að byggja upp iðnaðarhverfi og höfum við því haft upp á síðkastið marga gesti, sem hafa verið þar í vinnu alls staðar að. Yfir heilt ár náum við um 60% nýtingu og frá júlí til október má segja að hér séu nær eingöngu íslendingar. Þetta hefur verið rosaleg vinna. Við búum sjálf á hótelinu, förum aldrei neitt nema út í búð eða í banka og þá annað hvort okkar í einu. Við vinnum all- an sólarhringinn og það er í raun það eina sem gildir til þess að halda þessu gangandi," segir Inga. Matsalan lokuð Yfir vetrartímann eru þau aðeins með eina konu í vinnu sem ræstir herbergin, en á sumrin bæta þau við fleiri starfskröftum. Fyrstu árin ráku þau veitingastað á hótelinu sem þau hafa nú lokað þar sem sá rekstur borgaði sig ekki. Þó segjast þau jafnvel ráðgera að opna hann á nýjan leik yfir sumarið meðan nýting hótelsins er í hámarki. Hins vegar bjóða þau upp á morgunmat eftir sem áður. Tveggja manna her- bergi á Le Roi Dagobert kostar 2.600 franka sem svarar til um 5.000 kr. í þijár nætur er veittur 15% afsláttur og ef gestir dvelja viku, fá þeir 20% afslátt. Eins manns herbergi kostar 3.650 kr. og er morgunmatur innifalinn. Þess má geta að nýlega hefur Visa- ísland gert samning við Le Roi Dagobert um afsláttarkjör fyrir far- og gullkortshafa sem nema 25% alla mánuði ársins nema á háanna- tímanum í júlí, ágúst, september og október þegar hann er 10%. ■ Jóhanna Ingvarsdóttir Tjaldstæði við Garðskagavita TJALDSTÆÐUM hefur verið komið upp við Garðskagavita að fmmkvæði Gerðahrepps og er þar ágætis hreinlætis- og eldun- araðstaða. Á garðskaga er fuglalíf mjög fjöl- breytt. Margar gönguleiðir eru á þessu svæði að ógleymdu fögru útsýni úr vitanum. Ferðamenn sem gista á tjaldstæðinu ættu því ekki að vera í vandræðum með að finna eitthvað að gera. Rétt er að taka fram að ekkert gjald er fyrir tjald- stæði á Garðskaga. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.