Morgunblaðið - 06.08.1993, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.08.1993, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1993 B 5 akt. Dagarnir eru mjög frjálsir en matmálstímar eru á hefðbundnum tímum. Hveijum hópi bjóðast tvær dagsferðir á meðan á dvölinni stend- ur, aðra kallar Margrét „innansveit- arkróníkuna" sem er ferðalag um Skagafjörð, og oft verður Eyjafjarð- arsvæðið fyrir valinu þegar kemur að hinni ferðinni. Þá segist Margrét reyna að fá sveitungana til að troða upp með söng eða hljóðfæraleik. „Auk þess eru gestir óspart hvattir til dáða hafi þeir eitthvað skemmtilegt fram að færa og sjálf brydda ég upp á hinu og þessu sem fær fólk til að skemmta sér. Síðasta kvöldið látum við svo sjónvarpið alls ekki trufla okkur og höldum veglega kvöldvöku með ýmsum uppákomum." Vetrarstarf „Á vetuma eru hér haldin alls kyns námskeið, ráðstefnur og fundir. Nokkur ættarmót hafa farið hér fram og verðandi fermingarbörn af Norð- urlandi vestra og af Eyjafjarðar- svæðinu sækja okkur heim og dvelja hér um tíma með presti og fræðslu- fulltrúa," upplýsir Margrét. — Var þá ekkert erfitt fyrir þig sem skólastýru húsmæðraskólans að sjá á eftir honum þrátt fyrir allt? „í rauninni ekki. Það þýddi ekkert annað en að horfa á þetta raunsæjum augum því þessir skólar gáfu engin réttindi, hvorki inn í aðra skóla né störf. Og þó að stúlkur hafí farið í húsmæðraskóla fengu þær oft ekkert hærra kaup t.d.á sumarhótelum en þær sem komu inn af götunni. Nám í húsmæðraskóla var því ekkert sér- staklega hvetjandi, en ef hugsað hefði verið nógu snemma hefði verið lítið mál að aðlaga þessa skóla að því menntakerfi, sem við lifum við nú.“ Ó, blessuð vertu ... Mér er sagt að mikið sé sungið á Löngumýri enda er nú komið að söngstund. Margrét sest við píanóið og menn hefja upp raust sína. Gömlu lögin eru tekin eitt af öðru og ekki er að sjá að söngfólkið þurfí texta til stuðnings. Það syngur hver með sínu nefi lög á borð við „í birkilaut hvíldi ég ...“, „Lækur tifar ...“, „Hvað er svo glatt ...“ og síðast en ekki síst „Ó, blessuð vertu sumar- sól ...“. Að loknum tilþrifamiklum söngnum leggur forstöðukonan nokkrar gátur fyrir mannskapinn og gefur umhugsunarfrest fram að kvöldmat. Það er komið að lokum heimsókn- arinnar. Margrét gengur með mér um vistarverur skólans og garðinn umhverfis húsið þar sem er sund- laug, sem keypt var fyrir gjafafé dvalargesta 1984, og nuddpott, sem keyptur var í vor fyrir 200 þús. kr. gjafafé frá Sambandi skagfirskra kvenna. ■ Jóhanna Ingvarsdóttir. 2 msk. matarolía 4 dl ylvolgt vatn 1. Setjið heilhveiti, hveiti, salt og matarolíu í skál. 2. Hellið u.þ.b. þriðjungi vatnsins út í og hrærið með sleif. Setjið síð- an aftur þriðjung og hrærið áfram og loks síðasta þriðjunginn. Leggjð disk eða klút yfir skálina og látið standa. 3. Takið deigið úr skálinni og hnoð- ið vel. 4. Skiptið deiginu í 15 huta og búið til kúlur. Dýfið þeim í hveiti og fletjið örþunnt út, hringlaga. Pikkið með gaffli. 5. Stráið ögn af hveiti á hveija deigþynnu. Leggið á stórt fat, bretti eða bökunarplötu. Látið ekki liggja saman. Leggið þurrundinn klút yf- ir. Brauðin eiga að vera um 20 sm í þvermál. 6. Hitið grillið. Hafið meðalhita á gasgrilli en setjið grindina á miðrim á kolagrilli- 7. Leggið brauðið beint á grindina. Bakið í 1 mínútu á hvorri hlið. Aukið þá hitann á gasgrilli en fær- ið grindina nær glóð á kolagrilli, þá blása brauðin út. Þrýstið ofan á þau með hreinum klút. ■ erg Ýmsar krukkur og flöskur hafa til- hneigingu til að safnast fyrir og þykir afar óheppi- legt að þær fari með heimilissorpi. Ef ekki er hægt að finna nýtt nota- gildi fyrir ílátin þarf að henda þeim. Krukkur og flöskur ættu að fara í gler- og gijótgám en lok og tappar í járngám á gámastöðvum Sorpu. Börnin geta unnið sér inn vasapeninga með því að flokka flöskum og skila þeim SKILAGJALD fyi’ir gos- og áfengisumbúðir er 6-20 krónur eftir tegund- um. 6 kr. skilagjald er greitt fyrir allar áldósir og plastflöskur, áfengis- flöskur og næstum allar bjórflöskur sem seldar eru í ÁTVR. Hins veg- ar eru 15 krónur greiddar fyrir glerflöskur utan af gosi og einnig fyrir bjórflöskur frá Ölgerð Eglis og Tuborg. 20 krónur eru greiddar fyrir tóma stóra Maltflösku. Ekkert skilagjald er greitt fyrir flöskur eða dósir sem keyptar eru erlendis eða í fríhöfninni í Leifsstöð. Gler og dóslr í mióborginni Þegar litið er yfir miðbæ Reykja- víkur um helgar verður ekki horft fram hjá gífurlegu flösku- og dósa- magni sem safnast þar saman. Daglegt líf hefur fregnir af manni sem hefur skapað sér þá aukavinnu að ganga um bæinn um helgar og safna tómum drykkjarumbúðum. Ekki er óalgengt að hann hafi 10 þúsund krónur upp úr krafsinu eft- ir hveija helgi, sem verður að telj- ast dágóð upphæð og segir allt sem segja þarf um kæruleysi nætur- gesta miðborgarinnar í þessu tilliti. Krukkuroglok Ýmis önnur glerílát, t.d. krukkur og flöskur utan af sultu, olíu og ediki hafa tilhneigingu til að safn- aSóðaskapurinn sem fylgir því að flokka drykkjarumbúðir og skila þeim fer í taugarnar á Z sumum, en öðrum finnst til m þess vinnandi því skilagjaldið ! er fljótt að safnast saman og S skipta hundruðum króna. Ekki er úr vegi að gefa 3? börnum á heimilinu kost á að flokka umbúðir utan af gZ drykkjarföngum og sjá til þess að þeim sé skilað. Þannig geta börnin unnið sér inn svolitla vasa- peninga og sjálfsagt er að aðstoða yngri börn við flokkunina, a.m.k. til að byrja með. Þá þarf oft að fylgja þeim þangað sem tekið er á móti umbúðunum. Yfírleitt hafa börn gaman af að mata móttökuvél- arnar og ekki síður að skila mót- tökuseðlum og fá peninga í staðinn. Hvar eru móttökuvélar? PLAST- GLER- DÓSIR FLÖSKUR FLÖSKUR Snævars-video Höfðabakka 1, R. 1 Söluskáli KASK Höfn 1 Bræðraborg, söluturn Hamrab. 24, Kóp. -I Kaupfélag Borgfirðinga Borgarnesi 1 Kjöt og fiskur Mjódd, R. 1 Miðvangur, Hafnarfirði Miðvangi 41, Hf. Nóatún Hringbraut 119, R. ! ! I Garðakaup Garðabæ ! Íét Kaupfélag Árnesinga Selfossi Skagaver Akranesi ! I 1 Samkaup Njarðvík ! i Endurvinnslan Knarrarvogi 4, R. i | Hagkaup Eiðistorgi, Seltjn. I 1 Hagkaup Skeifunni, R. i i Hagkaup Kringlunni, R. !' Hagkaup Njarðvik ! £ Hagkaup Hólagarði, R. ! í ast fyrir á heimilum. Magnús Steph- ensen tæknifræðingur hjá Sorpu sagði að óæskilegt væri að blanda gleri við heimilissorp,_því það færi illa með tækjabúnað. Á gámastöðv- um Sorpu eru gler- og gijótgámar þar sem henda má þessum ílátum. Aftur á móti eiga lok af krukkum að fara í gám sem merktur er málmi. Afgreiðslutími á gámastöðvum Sorpu er misjafn, en í símaskrá eru nákvæmar upplýsingar um hann. í Endurvinnslunni er greitt 6 krónu skilagjald fyrir drykkjarumbúðir, einnig af flöskum sem greitt er meira fyrir annars staðar. Sé búið að flokka og telja flöskur og dósir er skilagjald greitt strax. Að öðrum kosti þarf að setja þær í þar til gerð móttökutæki sem er mun sein- legra. Sumir stórmarkaðir hafa mót- tökuvélar fyrir drykkjarumbúðir og taki vélamar ekki á móti gleri, ger- ir starfsmaður þáð yfirleitt. Á öllum þeim stöðum sem Daglegt líf hafði samband við eiga viðskiptavinir kost á að fá greitt fyrir umbúðimar og þurfa því ekki að eyða peningun- um í viðkomandi verslun frekar en þeir vilja. Verslanir leggja út í töluverðan kostnað til að koma upp móttöku fyrir drykkjarumbúðir. Að sögn Jóns Garðars Ögmundssonar hjá fyrirtækinu A. Karlsson hf. sem flytur inn móttökuvélarnar, kosta þær ódýrustu um 300 þúsund krón- ur og þær dýmstu um milljón. Um er að ræða tölvustýrðar vélar sem forritaðar em til móttöku á ákveðn- um tegundum af umbúðum. „Þetta em háþróaðar vélar sem m.a. lesa strikamerkingar á flöskum og neita að taka við beygluðum plastflöskum og dósum og áfengisflöskum sem ekki eru keyptar hjá ÁTVR.“ Líklegt er að fleiri aðilar en þeir sem hér em nefndir taki á móti flöskum og dósum undan drykkjar- föngum, en hér em fyrst og fremst taldir upp þeir aðilar sem hafa móttökuvélar til þess ama. ■ Brynja Tomer Hann handsmiðar hollenska tréskó í Amsterdam HOPPANDI hænur fagna við- skiptavinum sem koma bakdyra- megin inn i verslun Brunos Jon- kers skammt frá aðal járnbrautar- stöðinni i Amsterdam. Jonker finnst hænur fallegar og hefur þær þess vegna gjaman gaggandi í kringum sig þegar hann vinnur. Hann er einn af örfáum Hollend- ingum sem kunna að smíða hol- lenska tréskó og hefur ofan í sig og á með því. Verkstæðið hans er bakatil i versluninni De Klompenboer við Nieuwezijds Voorburgwal-götu. Útskomir og litskrúðugir klossar hanga i röðum upp um alla veggi og auk þeirra em litlir trémunir, leikföng og minjagripir til sölu. Gott úrval af gulum og ómáluðum tréskóm er einnig á boðstólum. „Þannig eru hefðbundnir hol- lenskir tréskór," sagði Jonker, sem lærði skósmíði fyrir 10 ámm og hefur rekið verslunina síðan 1986. Hollendingar hafa notað tréskó í næstum 600 ár. Þeir hentuðu vel við jarðyrkju á votum ökrum, en stór hluti Hollands er fyrir neðan sjávarmál. Það var ekki fyrr en á þessari öld sem landið var þurrkað og bændur gátu gengið um akrana sæmilega þurr- um fótum. Tréskórnir voru gerðir úr hollensku timbri, voru hlýir, ódýrir og lyktuðu ekki eins og gúmmístígvélin sem komu síðar til sögunnar. Hollendingar nota tréskóna sina núorðið helst í frí- stundum; þegar þeir vinna í garð- inum eða fara í útilegur. Og marg- ir þeirra kaupa skóna hjá Bruno Jonker. Móðir hans málar litskrúðugu skóna sem ferðamenn falla helst fyrir. Þeir eru með oddhvassri eða rúnaðri tá eins og hinir hefðbundnu. „Tréskór bænda voru með rúnaðri tá af þvi að þeir endast betur en sjómenn notuðu skó með odd- hvassri tá. Þeir stungu tánni i net- in og fengu þannig betri fótfestu við vinnu sina,“ sagði Jonker. Það er gaman að sjá verslunina hans og verkstæðið. Og hann tekur vel á móti Islending- um. „Ég var á íslandi árið 1983 til að taka þátt í hoilenskri land- kynningu," sagði hann. „Það var Morgunblaðið/Anna Bjamadóttir. Bruno Jonker er einn af örfá- um Hollendingum sem hand- smiða hollenska tréskó. gaman á íslandi," endurtók hann nokkrum sinnum en fór svo ekki frekarútíþásálma. ■ Anna Bjamadðttir Það er ótrúlegt úrval af tréskóm i verslun Brun- os Jonkers, De Klompenboer, í Amsterdam. Langir fundir tefja vinnu á skrifstofum JAPANIR hafa orð á sér fyrir að vera iðnir, í það minsta þeir sem vinna í verksmiðjum. Það sama virðist ekki gilda á skrifstofum, þar sem fólk eyðir mestum tíma í að sitja fundi. Eins og flestir vita standa fundir í vegi fyrir því að hægt sé að afkasta ein- hveiju og þeg- ar borgaryf- irvöld í Yoko- hama komust að því að starfsmenn borgarinnar héldu um 200 fundi á dag, þar sem hver var að meðal- tali 2‘Á tími, ákváðu þau að gera eitthvað í málinu. í Japan er lögð áhersla á að allir séu sammála áður en hafist er handa við vinn- una sem skýrir þessi gífurlegu fundahöld. Þetta fannst stjórn- völdum fullmikið og til þess að minnka fundasetuna voru fjar- lægðir stólar úr einu fundaher- berginu til að gera fundina óþægi- legri fyrir viðstadda og þar með stytta fundatímann. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.