Morgunblaðið - 06.08.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.08.1993, Blaðsíða 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1993 Skutbíllinn eða langbakurinn, Forman, er um 40 cm lengri en Favorit og þvi hent- ugri ef menn kjósa sér ferðabíl eða þurfa á flutningsrými að halda í öðrum tilgangi. Morgunblaðið/Þorkell Skoda Favorit er lítt framúrstefnulegur og eru allar útlinur fremur kantaðar. Skoda Favorit kominn með marqar endurbætur NÝIR Skoda Favorit og Forman voru kynntir hjá umboðinu, Jöfri í Kópavogi, síðastliðið vor og hafa þeir selst í á annað hundrað eintök- um. Nú er vakin sérstök athygli á öllum þeim endurbótum og breytingum sem gerðar hafa verið á bílunum eftir að Volkswagen-verk- smiðjurnar keyptu umtalsverðan hlut í Skoda- fyrirtækinu og tóku að ráða þar framvindu mála. Bent er á 548 atriði sem endurbætt hafa verið og þótt flest þeirra séu kannski lítt sjáanleg og meira á tæknisviðinu má þó benda á nýtt mælaborð og nýjar klæðningar að inn- an, nýja vatnskassahlíf, ný hurðahandföng og nýjar felgur hið ytra. Skódinn hefur sem sagt tekið miklum breytingum og mun gera það áfram næstu misserin ef marka má yfirlýsing- ar forráðamanna verksmiðjanna og má búast við að í næstu breytingahrinu komi meira fram af augljósum atriðum. Við lítum í dag á Skoda Favorit GLXi sem kostar staðgreiddur og til- búinn á götuna kr. 658 þúsund en þetta er framdrifinn fimm manna fólksbíll. Mælaborðið er einnig með þessu ferkantaða yfirbragði. Skoda Favorit er ekki beint framúrstefnulegur í útliti, |hb frekar kantaður miðað við hefðbundnar og ávalar línur í flestum nýjum bílum í dag. Má því segja að hann sé 2} ekki lengur á undan sinni samtíð eins og gamli „blöðr- 52 uskódinn" var í þá daga því hann var ávalur á alla kanta og þótti raunar ekki merki- legt þá. En Skoda Favorit samsvarar sér vel, er verk- legur og sterklegur tilsýndar. Eins og fyrr segir er vatnskassahlífín ný og er ósköp fyrirferðarlítil og vindskeið að framan er einnig ný, þá eru hurðahandföng, bensínlok og feigur nýtt og svartir rammar um dyrastafí og afturrúður. Stuð- arar eru áberandi, fram- og aft- urluktir stórar og rúður einnig stórar. Vélarhúsið hallar dálítið fram og afturendinn er með nokk- uð hefðbundnu lagi hlaðbaks og allt er þar jafn kantað og í beinum línum. Ýmislegt nýtt að innan Hið sama verður uppi á ten- ingnum þegar litið er inn í bílinn. Mælaborð er nýtt en byggt upp af ferköntuðum römmum, mælar eru nýir og sömuleiðis er stýrið nýtt. Sætin sem hafa fengið nýtt áklæði eru nokkuð einföld í snið- um en furðu þægileg þótt stíf séu. Þau veita góðan stuðning við bak og hliðar. Hnakkapúðar eru á fjórum sætum og hægt að stilla hæð öryggisbelta. Rými er gott bæði í fram- og aftursætum og farangursrýmið tekur 240 lítra og er stækkanlegt í 550 lítra með því að leggja fram bak aftursæt- is. Allt er þó með fremur einföldu móti hið innra og ekki mikið lagt uppúr þægindum eða prjáli. Skód- inn er með öðrum orðum hag- kvæmur og búinn öllum nauðsynj- um en hefur engan óþarfa. Skódinn er búinn 1.300 rúm- sentimetra og 55 hestafla vél með Vélin er 55 hestöfl, með hægu viðbragði en þokkalegri vinnslu. Meðal endurbóta á tæknisviðinu er nýtt hemlakerfi, endurbættur drifbúnaður og bein innspýting frá Bosch. rafeindastýrðri kveikju. Hann hefur fimm gíra handskiptingu og að framan er hann búinn MacPherson-fjaðrabúnaði en þve- rás að aftan með örmum og gormafjöðrun. Það er fljótlegt og einfalt að átta sig á öllu þegar sest er und- ir stýri á Skódanum. Stjómtækin eru vel staðsett og rofar skýrir og skilmerkilegir, gott að grípa á stýrinu, hemlar þægilegir og gír- skipting í meðallagi - hún mætti vera liprari - það er það sem fyrst verður fyrir ökumanni ef nefna á einhvem galla. Krafturinn er heldur ekkert sérstakur en leynir þó á sér, þ.e. viðbragðið er rólegt en þegar hraða er náð er ágætt að halda honum og var t.d. engum vand- kvæðum bundið að skjótast fram- úr í þungri umferð og halda góð- um meðalhraða á ferð um Reykja- nesbrautina. Það er helst í streitu- mikilli borgarumferðinni sem þess gætir að afl skorti í viðbragði en ef menn geta sætt sig við það dugar Skódinn vel í borgarsnattið. Og ef vinnslan á ferðahraða á þjóðvegi verður ekki að ráði minni við nokkra hleðslu má fullyrða að Skoda Favorit dugi vel til ferðalaga um iandið. Ef ekki ferð- ast fleiri en tveir eða þrír er hægt að nýta stækkanlega farangurs- rýmið sem er þá yfrið nóg. Lítil eyðsla - gott verA Bensíneyðslan er sögð vera 5,7 lítrar á jöfnum 90 km hröðum akstri, 7,8 lítrar á 120 km hraða og 7,9 lítrar í bæjarakstri og er það vissulega nauðsynlegur kost- ur á tímum aðhalds og sparnaðar og ber að hafa í huga við val á bíl. Verðið er sennilega það besta við bílinn, 658 þúsund krónur fyr- ir GLXi gerðina en 598 þúsund fyrir LXi gerð. í dýrari bílnum fá menn það sem kallað er iúxus innréttingu, þ.e. heldur er meira í hana lagt með tvískiptu aftur- sæti, snúningshraðamæli, tölvu- klukku, þokuljósum og hliðarlista. Þá er einnig fáanlegur Forman langbakurinn sem kostar 697 eða 757 þúsund krónur. ■ Jóhannes Tómasson Verðið innanrými Aflið Skodu Favorit GLXi í hnotskurn Vél: 1.300 rúmsentimetrar, fjórir strokkar, bein raf- eindastýrð innspýting og 55 hestöfl. Lengd: 3,81 m, breidd: 1,62 m, haeð: 1,43 m. Þyngd: 875 kg. Burðargeta: 450 kg. Eldsneytistankur tekur 47 lítra. Diskahemlar að framan, skálar að aftan. Hjólbarðar 165/70R 13. Fimm gíra handskipting. Hliðarspeglar stillanlegir innanfrá. Tvískipt aftursæti. Þokuljós. Stoðgreiðsluverð: 658 þús. kr. með verksmiðjuryðvörn og skráningu. Umboð: Jöfur hf., Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.