Morgunblaðið - 06.08.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.08.1993, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1993 + Auðveldara að gera gamla fólkinu til hæfis en ungum stúlkum í húsmæðraskóla Andrúmsloftið er afslappað. Klukkan er að verða þrjú. Þeir, sem lögðu sig eftir hádegismatinn, eru komnir á sljá og bíða nú eftir mið- degiskaffinu og nýbakaða brauðinu. Sumir koma úr göngu, aðrir hafa fengið sér sundsprett í lauginni eða flatmagað í heita pottinum. Hinir si^ja inni í heimilislegu setustofunni á Löngumýri, glugga í blöðin, pijóna, rabba saman, segja sögur. Allt í einu klingja bjöllur. „Þetta merkir að kaffið sé komið á borðið,“ segir Margrét K. Jónsdóttir, for- stöðukona Löngumýrarskóla. QJ Það er sól í Skagafirði þennan ■■■ dag og hurðir opnar upp á gátt. O Ég fæ mér sæti við hliðina á Seinum dvalargestinum, sem kynnir sig að góðra manna sið: O „Ég heiti Ólafía Gróa Eyþóra Jónsdóttir, kölluð Lóa,“ segir ■4 hún og skellihlær. „Það má líka segja að ég sé rétt komin á unglings- ár enda ekki nema 89 ára, en þetta er í fjórða skipti sem ég kem hing- að. Hér er afskaplega gott að vera, maturinn fínn og lífið fijálslegt." Gestabókin er þétt skrifuð og at- hygli vekur að síðustu gestir, sem sóttu Löngumýrarskóla heim, voru Askenazy-hjónin. „Þau komu til að kveðja mig,“ segir Lóa mér. „Hún Þórunn var nefniiega mikið hjá mér sem bam. Ég var svo heppin að til voru nýsteiktar kleinur þegar þau komu sem er uppáhald eiginmanns- ins.“ Húsmæðraskólinn lagður af 1977 Húsmæðraskólinn ' á Löngumýri var lagður niður 1977, fyrst og fremst vegna ónógrar aðsóknar, enda voru húsmæðraskólamir einn af öðrum að hætta starfsemi á þess- um árum og nú er svo komið að aðeins tveir hússtjómarskólar eru starfræktir á landinu, annar í Reykjavík, hinn á Hallormsstað. Margrét K. Jónsdóttir hefur búið á Löngumýri í 26 ár, var komin þang- að 10 árum áður en húsmæðraskól- inn var aflagður, en hún var skóla- stýra síðustu 5 árin sem hann starf- aði. Ingibjörg Jóhannsdóttir stofnaði skólann 1944. Sjálf var hún uppalin á Löngumýri og fékk jörðina í arf frá föður sínum. Ingibjörg gaf Þjóð- kirkjunni skólann 1962 auk tíu hekt- ara iands, en stjómaði honum til 1967. Hólmfríður Pétursdóttir tók þá við skólastjóm í fímm ár og loks Margrét. Stórframkvæmdir Ingibjörg hóf rekstur skólans í gamla bænum foreldra sinna að við- bættu húsnæði, sem nú er borðstofa. Síðan hefur hún staðið að ýmsum stórframkvæmdum. Fljótlega byggði hún 2ja hæða heimavistarhús, þar sem eru kennslustofur og herbergi. Nokkrum árum seinna byggði hún rúmgóða setustofu. Hún hefur ekki látið sitt eftir liggja eftir að hún flutti í burtu, heldur fjármagnaði ásamt vinkonu sinni, Björgu Jóhannsdóttur, sem kenndi með henni við skólann alla tíð, einnar hæðar svefnálmu fyr- ir rúmlega 20 manns sem reist var 1979-80. „Því má með sanni segja að Ingibjörg hafi á einn eða annan hátt staðið að öllum framkvæmdum hér nema gamla bænum frá 1917,“ segir Margrét. Ingibjörg, sem er 88 ára, dvelur nú ásamt vinkonu sinni, Björgu, 93 ára, í Skjóli í Reykjavík. Báðar eru þær andlega ernar, en blindar og hafa í gegnum árin fylgst grannt með starfsemi Löngumýrar- skóla. Sumarbúöir Að Löngumýrarskóla hafa s.l. 20 sumur verið reknar sumarbúðir fyrir aldraða og hefur aðsókn lengst af verið góð. „Þeir, sem koma einu sinni, koma aftur og aftur og dæmi eru um að sömu gestir hafa komið í allt að 13 sumur. Löngu áður en húsmæðraskólinn hætti var farið að ræða sumarverk- efni og sumarið 1973 eftir Vest- mannaeyjagosið datt starfsmönnum Hjálparstofnun kirkjunnar í hug að bjóða öldruðum Vestmanneyingum hálfs mánaðar sumardvöl hér á Löngumýri. Á sama tíma var Reykja- víkurborg að leita að sumardvalar- stað fyrir aldraða og varð það úr að borgin sendi hingað hóp að sunnan. Síðan hafa hópar af höfuðborgar- svæðinu verið reglulegir gestir í sam- ráði við Félagsstarf eldri borgara. Aðrir, víða af landinu, hafa mjög gjarnan beint samband við mig.“ Fargjald með Norðurleið Hver hópur dvelur í tólf daga í senn á Löngumýri og er þar rými Löngumýrarskóli í Skagafirði. Margrét K. Jónsdóttir, forstöðu- kona, með heimilisköttinn Niku- lás Filipus. fyrir um 35 gesti í senn. Að þessu sinni var hópur að sunnan sem kom með Norðurleið. „í upphafí veittu sveitarfélögin fyrir sunnan myndar- legan styrk til fararinnar, en eftir að þau „föttuðu" að gamla fólkið átti aura dró mjög úr styrkveitingum. Nú greiða sveitarfélög sem nemur fargjaldi með Norðurleið auk þess sem þau senda einn starfsmann með sem er mjög mikils virði,“ segir Margrét. Að öðru leyti kostar dvölin að jafnaði 2.300 til 2.500 kr. á dag. Aldursforsetamir voru tveir að þessu sinni, 96 ára að aldri, og af rúmlega 30 gestum höfðu aðeins þrír aldrei komið áður. Sex starfsmenn eru á Löngumýri fyrir utan forstöðukonuna, sem legg- ur fyrst og fremst metnað sinn í að þjóna gestum í leik og starfí og hún sér um alla aðdrætti og útréttingar. „Þetta er mjög_ skemmtilegt og fjöl- breytt starf. Ég var t.d. að laga sturtuhaus í morgun, ætlaði líka að gera við klósettkassa, en áttaði mig fljótlega á að þar þyrfti iðnaðarmað- ur að koma til,“ segir Margrét og bætir við að það sé yfírleitt mjög auðvelt að gera gömlu fólki til geðs og sé þetta starf meira gefandi en Morgunblaðið/Jóhanna Ingvarsdóttir Miðdegiskaffi í borðsalnum sem byggður var árið 1944. að eltast við erfíðar stelpur í hús- mæðraskóla. „Undantekningalítið er gamla fólkið þakklátt og vandamál eru afar sjaldgæf hér. Á þessum 20 árum man ég eftir 5 manns sem hafa verið einhverjir erfíðleikar með og þeir ekki stórvægilegir. Svo hefur það komið fyrir að fólk hafi fundið hér síðari ástina í lífi sínu.“ Dagsferðlr og kvöldvökur í sumarbúðunum fer fólk á fætur þegar það kýs sjálft, en kl. 9.00 hefst dagurinn formlega með stuttri morgunandakt, sem Margrét hefur veg og vanda af, og sömuleiðis býður hún gestum góða nótt með kvöldand- Sundlaug og heitur pottur í garðinum við Löngumýrarskóla. Hafði ekki eldavél og ákvað að nota bara gasgrillið GASGRILLIÐ var notað allt sumarið, bakað á því og búnir til pottrétt- ir. Kolagrillið var notað þegar gera átti sér dagamun. Fyrir tveimur árum þegar Kristín Gestsdóttir hússtjórnarkennari og eiginmaður henn- ar Sigurður Þorkelsson voru að byggja sér hús á Garðaholtinu höfðu þau hvorki þvotta- né eldunaraðstöðu. Kristín ákvað því að elda bara á gasgrillinu og fyrir skömmu kom út matreiðslubókin Grillað á góðum degi þar sem Kristín miðlar af reynslu sinni af að elda allan heimilis- mat á gas- og kolagrilli. Kristín bendir á að fólk sem er á ferðalögum eða í sumarbústað geti hæglega bakað brauð á grilli. £| „Það var ekkert um annað að * ræða en að bjarga sér og ég IU var með tilraunastarfsemi allt o sumarið," segir Kristín þegar QJ hún var heimsótt á Garðaholt- ið í tilefni nýju bókarinnar. „Það var alls ekki alltaf hefð- bundinn grillmatur sem var á Sborðum þetta sumarið, ég eld- aði á grillinu pottrétti, bakaði kökur og brauð og hef meira að segja steikt kleinur á þennan hátt. Bakaöl brauö á hverjum degi Kristín var með heitt og kalt rennandi vatn þó ekki væri búið að setja upp bað eða sturtu. Því hóf- ust morgnamir á því að hún stóð á veröndinni og skvetti á sig úr fötu og hljóp inn heyrði hún í bíl. Það var sem betur fer örsjaldan segir Kristín enda húsið langt frá veginum. Að þessu loknu lagði hún í brauðdeig. „Á hveijum degi bak- aði ég einhverskonar flatbrauð á grillinu áður en ég eldaði. Deigið má bíða allt upp í tvo sólarhringa á borði ef í því er ekkert ger og þá er hægt að taka af því skammta eins og þarf. Kristín bendir á að fólk sem er á ferðalögum eða í sumarbústað geti hæglega bakað brauð á grilli. Þá er mjölið tekið með í ferðalagið og vatni bætt út í áður en pítubrauð- ið eða flatkökurnar eru glóðaðar. Það tekur örskamma stund að baka brauðið, þetta fína pítubrauð setti Kristín á grillið á meðan undirrituð staldraði við og það tók ekki nema nokkrar mínútur að bólgna út og bakast. Eftir að hún komst upp á lag með að grilla hvað sem er notar hún gasgrillið öllum stundum. Það ber það reyndar með sér að vera notað mikið þar sem það stendur veðrað fyrir utan eldhúsdymar. Það er helst í kulda og roki sem henni gengur illa að eiga við það. Fljótlegt og þægllegt aö grllla - Uppskriftirnar í.bókinni. Urðu þær allar til sumarið góða? „Ég var að prófa mig áfram um sumarið með allskonar rétti og hef stöðugt verið að síðan ég komst upp á lagið með að nota grillið. Gasgrill- ið hitnar fljótar og því nota ég það mun oftar en kolagrillið. í bókinni eru uppskriftir af lamba-, nauta,- svína,- og kjúkl- ingakjöti, físki, grænmeti, smárétt- um, brauði og ábætisréttum. Auk þess em uppskriftir að meðlæti og ýmsu öðm sem snertir grill. Það kostar ekki mikla fyrirhöfn að grilla, segir Kristín, og það er bæði skemmtilegt, fijótlegt og þægilegt. Listin við að grilla góðan mat segir hún að sé að hafa matar- gerðina einfalda, blanda ekki saman of mörgum kryddtegundum og und- irbúningurinn skiptir ekki síður máli en þegar kemur að því að glóðarsteikja matinn. Það eru ótal ráð í bókinni sem koma að góðum notum við grillið og við grípum niður í bókinni á auðveldri brauðuppskrift í ferðalag- ið. Phullcn_____________________ 5 dl mjög fínt heilhveiti 5 dl hveiti, helst óbleikt 1 tsk. salt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.