Morgunblaðið - 11.09.1993, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 11.09.1993, Qupperneq 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1993 . Morgunblaðið/Þorkell Ahugamenn um situationista á Borginni. Ohrt og Diedrichesen sitja fyrir mióju, milli Haraldar Jónssonar og Steingrims Eyfjöró Kristmundssonar. Situationislar ÚR HEFÐBUNDNU SAMHENGI í NÝJA MERKINGU HINGAÐ komu nýlega nokkrir Þjóðveijar í öðrum erindum en fjalla- og útkjálkaferðum með muslí og pakkasúpur í bakpoka. Þeir höfðu í staðinn með sér myndir og bækur um hreyfingu sem lagði nokkuð til nýrra viðhorfa um listir og stjórnmál á sjötta og sjöunda áratugnum. Svokallaðir situationistar áttu heimkynni í Frakklandi en þræðirnir lágu viðar um Evrópu. Heiti hreyfingarinnar vísar til þess að þeir sem kenndu sig við hana hafi gert tilraunir með aðstæður og leitast við að skapa nýjar. „Markmiðið var ný nálgun við listsköpun og samfélags- mótun og aðalaðferðin að taka hluti, orð, athafnir úr viðteknu sam- hengi og setja í nýtt,“ segir Roberto Ohrt, annar þýsku gestanna sem komu til að tala um situationista í Nýlistasafninu á dögunum. Hinn heitir Diedrich Diederichsen og hefur athugað sérstaklega tengsl þess- arar klippitækni situationista á tónlist seinni ára, hip hop og rapp. Roberto Ohrt skrifar reglulega í þýskt listarit, Texte zur Kunst, og rekur sögu situationista í bók sem út kom fyrir þrem árum. „Sú frásögn hefst upp úr heimsstyrjöldinni," seg- ir hann, „og varla hægt að tala um venjulegt líf þar í nokkurri borg, nema helst í París og á Norður-ítal- íu eins og í Mílanó og Tórínó. Þýska- land var að öllu leyti í rúst. Intelleg- ensían, listamenn og spekúlantar, flosnuð upp og farin af þessum hijáðu stöðum. Svo reyndu margir að snúa aftur og enduskapa hefðina. Það gekk ekki, útkoman var aðeins útþynning þess sem var í gangi fyrir stríð. En yngra fólk með róttækari viðhorf fór að láta til sín taka. Það var meðvitað um notkun tungumáls- ins og í verkum þess eru orð hvað- anæva, úr útvarpi, blöðum, bókum, tekin úr fyrra samhengi og raðað í nýtt. Þessi hreyfing hefur verið köll- uð letterismi (leturlist) og afurðirnar stundum konkret ljóð. St. Germain- des-Prés hverfið í París var upp úr 1950 suðupottur þessara tilrauna sem um tuttugu manns iðkuðu svo orð væri á gerandi og úr þessum hópi munu einhveijir kannast við nafn Isidores Isou. Svo er önnur saga,“ heldur Ohrt áfram, „sem hefst á ferðum danska málarans Asgers Jorns og fleiri lista- manna um Evrópu á árunum eftir stríð. Jom stofnaði Cobra hópinn- (sem Svavar Guðnason var í) 1948 en hélt ekki lengi í honum lífi. Hann vildi frekar stefna saman stjórnmál- um og list og hreifst af bæklingi let- urlistamanna sem ítalskur vinur hans sendi honum. Svo hitti hann 1955 ungan mann að nafni Guy Debord og stofnaði tveim árum seinna með honum hóp situationista. Sá hópur var orðin ein öflugasta listhreyfing Evrópu árið 1959 og hafði sama hátt og leturlistamenn áður, að klippa orð og nú einnig myndir úr samhengi og setja í annað með nýrri merkingu. Jom var myndlistarmaður af guðs náð og góður skipuleggjandi og De- bord hafði afbragðs vald á tungumál- inu og tilfinningu fyrir áróðri. Hann hvatti til byltingar á nýjan hátt og þetta var einmitt það sem þurfti. Situationistar skáru upp herör gegn leiðindum. Þeir lýstu frati á viðtekna hegðun og hugsun og reyndu að skapa nýjar kringumstæður. Fóru í leiðangra um borgir og settu sér ákveðnar leikreglur. Þetta gat haft ískyggilegar afleiðingar, ungur Rússi til dæmis sem fylgdi hópnum í þriggja vikna ferð um París án þess að fólk færi heim til sín, missti vitið. Hann þoldi ekki álagið. Menn tóku alvariega þessar tilraunir með landa- mæri, hvar mörkin lægju. Þessi hreyfing tengdist sálfræði, fékkst við hugsunina og vildi grafast fyrir um nýjar tilfinningar. Harðasta efnið er nefnilega inni í manni en listin getur haft áhrif á það og situationistamir litu á sig sem eins konar hvata.“ Ohrt segir að aðferð þeirra, orðum kippt úr samhengi og ný merking fundin, myndi ekki ganga lengur. Auglýsingar og flæði áróðurs og upplýsinga hafí gert okkur ónæm. „En klippitæknin (cut up aðferðin) hefur verið notuð mjög mikið eftir að situátionistar leystu upp sína hreyfingu upp úr 1970,“ segir Di- edrichesen sem látið hefur landa sinn um að tala fram að þessu. „Við höf- um séð popplistina í myndum manna eins og Warhols, hér á íslandi verður manni hugsað til tækni Errós, og tónlistarstefnur eins og rapp og hip hop byggjast þessari aðferð. Aðferð- ir situationista urðu æ almennari á sjöunda áratugnum og um 1968 vom þær orðnar norm en ekki nýsköpun hjá ungu fólki. Þá var ekki lengur þörf fyrir svona hóp, hann missti gildi og leystist endanlega upp 1972. En pönkið kom á eftir með skyldar hugmyndir. Þótt hreyfing situation- ista hafí ekki skilið eftir sig djúp spor eru áhrif sömu hugmynda aílt í kringum okkur áfram.“ Þ.Þ. STARFSARIÐ AÐ HEFJAST ÁSKRIFTARTÓNLEIKUM starfsársins sem nú fer í hönd hjá Sinf- óníuhljómsveit íslands verður skipt í þijar tónleikaraðir, gula, rauða og græna, eins og tvö undanfarin ár. í gulu tónleikaröðinni verða átta tónleikar með stórum hljómsveitarverkum ásamt íslenskum ein- leikurum og einsöngvurum. Tónleikadagar verða að öllu jöfnu fyrsti fimmtudagur í hverjum mánuði. I rauðu tónleikaröðinni verða sex tónleikar og munu þar koma fram einleikarar og einsöngvarar sem hafa unnið sér alþjóðlega hylli. Tónleikadagar verða yfirleitt þriðji fimmtudagur hvers mánaðar. í grænu tónleikaröðinni verða fernir tónleikar þar sem vinsæl tónlist verður á boðstólum og má þar nefna spænska tónlist með sópransöngkonunni Tereza Berganza, Vínartón- leika þar sem Diddú mun syngja, kínverska tónlist og klassíska tón- Iist. Einnig verður talsvert um aukatónleika og geta má kvikmynda- tónleika sem er nýjung í samvinnu við Hreyfimyndafélagið. Sinfón- íuhljómsveitin leikur með þöglu myndinni „The Wind“ frá 1928 tón- list sem Carl Davis samdi og mun hann sjálfur sljórna flutningnum. Opnunartónleikar starfsársins verða 23. september. Sólrún Bragadóttir og Jóhann Sigurðarson munu syngja með hljómsveitinni, flutt verða Cuban forleikur, Bess you is my woman og Summertime eftir George Gershwin, Candide forleikur, Glitter and be gay og Tonight dúett eftir Leonard Bern- stein, Nótt á Nomastóli eftir Mo- dest Mússorgskíj, La Boheme „Si, mi chiamano Mimi“ efitr Giacomo Puccini, La Traviata, Prelude að 1. þætti, La Traviata: Sempre libera eftir Giuseppe Verdi og La Valse eftir Maurice Ravel. Stjórnandi Osmo Vanská. Gul tónleikaröð 7. október. Auður Hafsteinsdóttir einleikari mun flytja Ad Astra eftir Þorstein Hauksson, Fiðlukonsert eft- ir Carl Nielsen og Sinfóníu nr. 7 eft- ir Ludvig van Beethoven. 4. nóvember. Guðný Guðmunds- dóttir fíðluleikari fljrtur Útstrok eftir Kjartan Ólafsson, Fiðlukonsert í e moll eftir Felix Mendelssohn og flutt verður Sinfónía nr. 3 eftir Carl Niels- en. Stjórnandi Osmo Vanská. 9. desember. Stjórnandi Petri Sak- ari, Egmont forleikur eftir Ludvig van Beethoven, Les Preludes eftir Franz Liszt og Hetjulíf eftir Richard Strauss. 6. janúar. A. Ljubimov píanóleik- ari flytur Píanókonsert nr. 27 eftir W. A. Mozart og Sinfóníu nr. 3 í d moll efír Anton Bruckner. Stjómandí Osmo Vánská. 3. febrúar. Efnisskrá til hljóðrit- unar með útgáfufyrirtækinu Chand- os í Bretlandi. Auglýst síðar. Stjórn- andi Petri Sakari. 3. mars. Gréta Guðnadóttir píanó- leikari og Svava Bernharðsdóttir fiðluleikari flytja Rosamunda forleik eftir Franz Schubert, Sinfóníu kon- sertante fyrir fiðlu og píanó eftir W.A. og Sinfóníu nr. 3 eftir Ludvig van Beethoven. Stjómandi er Jan Krenz. 14. apríl. Guðríður Sigurðardóttir píanóleikari flytur Sinfóníu nr. 93 eftir Josef Haydn, Píanókonsert nr. 5 eftir C. Saint-Saéns. Einnig verður flutt tónlist fyrir strengi, slagverk Ljóó Stefóns Harð- ar haf a f engió f ra- bærar móttökur i Þýskalandi GRUNAÐ VÆNGJATAK í FYRRA kom út frá útgáfufyrir- tækinu Kleinheinrich í Miinster þýsk þýðing á ljóðaúrvali eftir Stefán Hörð Grímsson. Þýðendur eru Wolfgang Schiffer og Franz Gíslason og Schiffer ritar eft.irj mála um skáldið og Ijóð þess. I bókinni eru 54 Ijóð úr síðustu fimm ljóðabókum Stefáns Harðar. Ljóðatextarnir eru birtir bæði á íslensku og þýsku og er bókin hin vandaðasta í alla staði. Þessi ljóða- bók hefur fengið óvenju mikla og jákvæða umfjöllun í þýskum blöð- um og mun meiri en títt er um íslenskar bókmenntir. ♦ Iblaðinu Tageszeitung í Berlín er umsögn eftir Thomas Fechner- Smarsli um bók Stefáns Harðar hinn 30. september 1992. Þetta er dijúgur hluti af heilsíðugrein eftir Fechner- Smarsli um fímm Ijóðabækur eftir nútímaskáld á Norðurlöndum en bækumar komu út í þýskri þýðingu á tveimur síðustu árum. Hin skáldin eru Klaus Rifjbjerg frá Danmörku (tvær bækur) og Svíarnir Lars Gu- stafsson og Willy Kirklund. Gagnrýnandinn segir í byijun að ljóð Stefáns Harðar séu gjörólík ljóð- um og aðferð Rifbergs sem hann fjallaði um fyrst. í ljóðum Stefáns Harðar sé hið hversdagslega hafíð upp með listfengi og gætt mjúkum hátíðleika. Hlutunum sé haldið í ákveðinni fjarlægð en allt haldi samt lögun sinni og skýrum útlínum, lík- ast því sem horft sé í sjónauka öfug- an. Þar með verði til framandleika- tilfinning sem skáldið skapi með sér- kennilegu myndmáli sínu, ekki þó sem einskær hughrif heldur sé þetta tilvistarlegt ástand. Og hér tilfærir gagnrýnandinn ljóðið Nóvember- morgun. „Frá sjónarmiði mannsins hefst alheimurinn þegar við húsdyrnar. Hið örsmáa og hið ómælanlega stóra, náttúran og fjarvera mannsins eða nærvera hans sem næstum ætíð er eyðandi — þarna eru yrkisefni Stef- áns Harðar Grímssonar. Líkastur meistara í Zen-búddisma hefst hann við á kulnaðri hraunbreiðu sem gerð er úr fáum orðum og þessi fáu orð eru jafnframt viðleitni til að ná utan um allt, já, í raun og véru allt. Ljóð- Iist í nánd við orðskviði.“ Hér er vitn- að í ljóðið Samleikur. „Stefán Hörður Grímsson, sem fæddist á íslandi 1920, er í hópi hinna svokölluðu atómskálda sem sögðu skilið við forsögn hefðbund- inna forma og leituðu nýrra, hnitmið- aðri tjáningarleiða á tímum kalda stríðsins. Ljóð Stefáns Harðar hrær- ast á spennusviði sjaldgæfs hátíð- leika sem takmarkar sig samt við gruninn. En í þeirri bölsýni sem ein- kennir þau og í merkjanlegri hlé- drægni getur skáldið oft ekki stillt sig um að depla augunum kankvís- lega.“ Og gagnrýnandinn lýkur um- sögninni með því að tilfæra ljóðið Krossar. í blaðinu Deutsches Allgemeines Sonntagsblatt 1. janúar 1993 er iþriggja dálka grein um bók Stefáns Harðar eftir Georg Oswald Cott. Hann byijar á því að vitna í ljóðið Sjónarhorn og segir síðan: „Vissu- lega hreyfist maðurinn í rimlabúri hugsana sinna eftir því sem útlit hlut- anna býður eða þá að hann tekur að fljúga til að nálgast undrið sem uppgötvað var. Og hið óvænta þarf ekki að gerast í ljósára fjarlægð, það getur einnig gerst við húsdyrnar, t.d. í samræðum við stein.“ Og hér er tilfært ljóðið Steinninn. Síðan segir: „Hér í landi hafði fram að þessu ekki birst neitt af ljóðum eftir Stefán Hörð Grímsson, að undanskildum fáeinum Ijóðum fyrir allmörgum árum í tímaritinu die horen og í blað- inu Neuer Rundschau. Nú berst okk- ur bók með 54 völdum ljóðum á tveimur tungumálum, þýsku og ís- lensku. Titill bókarinnar, „Grunað vængjatak", er táknrænn fyrir ljóða- safnið. í ljóðum Stefáns Harðar ber margt svip af hinum íslensku heimkynnum hans. Þá er ekki átt við andríkar umhverfismyndir hans eins og í ljóð- unum Lóðabátur, Jöklar eða Hjá hrumum skipum. Það eru fyrst og fremst rök hjartans sem gera ljóð hans sannferðug: Þessi nærfellt bamslega undrun gagnvart furðum sköpunarverksins sem að vísu birtist með fyrirvara tortryggninnar, gruns um að allt kunni að glatast. Og sum Ijóða hans reynast vera spásagnar- ljóð sem töfra fram upprunamyndir og mannlega frumreynslu. Ef til vill er engum fært að yrkja svo nema þeim sem býr á landi sem íslandi, þar sem jörðin nötrar enn, þar sem eldgos og hverir minna á mótun jarð- arinnar og íbúamir þar af leiðandi enn rótfastir í náttúrunni en ekki sneyddir raunverulegri reynslu né heldur fórnariömb skipulagðra áætl- ana og aðgerða stjómvalda.“ Síðan heldur gagnrýnandinn áfram undir millifyrirsögninni „Skáld sem tengist módemisma og var eitt sinn sjómaður". Þar er rakinn höf- undarferill Stefáns Harðar og sagt frá stöðu hans í íslenskum bókmennt- um. Og að lokum segir: „Sameiginleg þýðing þeirra Wolf- gangs Schiffer og Frans Gíslasonar er sannfærandi og með henni kynna þeir þýskumælandi lesendum ljóð- ræna dýrgripi heimsbókmenntanna. Grunað vængjatak er gefið út af Kleinheinrich-útgáfunni sem í mörg ár hefur verið vakandi fyrir mikil- vægum skáldskap og komið með dugnaði og dirfsku á framfæri vönd- uðum útgáfum norrænna bókmennta á tveimur tungumálum." í hið merka menningartímarit die horen skrifar Michael Braun alllanga grein um ljóðabók Stefáns Harðar undir fyrirsögninni „í veggjalausri þögninni". Hann hefur nokkurn for- mála að ritdómnum og segir þar m.a.: „Ef nokkurt land í heimi verð- skuldar lofsyrðið „bókmenntasamfé- lag þá er það fsland, eyjan hijós- truga yst í norðvesturhorni Evrópu. Jafnvel erfið grein eins og ljóðlist

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.