Morgunblaðið - 11.09.1993, Page 6

Morgunblaðið - 11.09.1993, Page 6
6 C MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1993 Arngunnur Ýr Myndlist Eiríkur Þorláksson. Afturhvarf til náttúrunnar getur tekið á sig ýmsar myndir, eins og sést glögglega í því vaxandi vægi sem landið, loftið, barátta ljóss og lita hefur öðlast í myndlistinni hér á landi undangengin ár. Hér er lista- fólk ekki að leita á ný til hefðbund- inna staðalýsinga eða þeirrar nátt- úrurómantíkur, sem ríkti í íslenskri myndlist mikinn hluta aldarinnar, heldur verður umhverfið aflvaki nýrrar myndsýnar, sem getur verið allt frá einföldum tilraunum með form og liti tii dulúðugar tilvísunar í spumingar um æðri gildi tilverunn- ar. Amgunnur Ýr Gylfadóttir er ein þeirra ungu myndlistarmanna, sem hefur fundið sinn útgangspunkt í náttúrunni. Á sýningu að Kjarvals- stöðum fyrir rúmum tveimur ámm, sem hún nefndi „Varanlegar menjar" íjallaði listakonan fyrst og fremst um hringrás lífsins eins og hún end- urspeglast í náttúmnni; upphaf og endi, þroska og hrömun. Nú stendur yfir að Gallerí Hulduhólum í Mos- fellsbæ önnur einkasýning listakon- unnar, þar sem segja má að viðfangs- efnið sé hringrás tímans, og barátta Ijóss og myrkurs eins og hún kemur fram í þrengstu einingu hans, sólar- hringnum. Arngunnur Ýr sýnir hér tuttugu og fimm verk, sem með einni und- antekningu mynda heild, enda öll nefnd „Himinn" og unnin á þessu ári. Forskriftin er í sjálfu sér einföld. Hér em á ferðinni lítil verk í svörtum römmum, unnin með olíulitum á lér- eft, tré eða striga; myndefnið er brot af himni, þar sem takast á vaðandi ský og tilbrigði birtunnar, alla tíma dags og nætur. Himinninn sem slíkur á sér drjúga sögu sem viðfangsefni í myndlist- inni, bæði sem mikilvægur þáttur umhverfísins og sem vettvangur átaka ljóss og lita í myndfletinum; tá'.mræn gildi fylgdu oft í kjölfarið. Nægir þar að benda á William Tum- er og James Whistler frá 19. öld- inni, og fyrir þremur ámm hélt ung- ur listmálari, Helgi Valgeirsson, sýn- ingu í Ásmundarsal þar sem samspil ljóss og skýja á himni var aðalvið- fangsefnið. Listakonan er því að nokkm að takast á við hefðina í verkum sínum, og um leið leitast við að skapa áhrif- amikinn myndheim á sýningunni. Arngunnur Ýr. Það tekst með ágætum. Það er auð- velt að festa sig í þessum heimi, þar sem augun fylgja dagsbirtunni í bar- áttunni við skýjahuluna, allt frá því hún tekur að þröngva sér fram í gulum og grænum bjarma aftureld- ingarinnar, verður sterkari, ljósari og blárri yfír miðjan daginn, og þar til hún brennur dumbrauð að kvöldi, og kulnar loks að nóttu - sem ber þó með sér örlitla vísbendingu um væntingar næsta sólarhrings. Vinnsla myndanna, sem fylgja deginum frá stundu til stundar, er ákaflega vöndúð, og litir eru greini- lega lagðir á flötinn í mörgum, þunn- um lögum, þannig að oft ljómar myndin öll undir niðri, þó ekki nái birtan í gegnum dökka skýjahuluna nema á stöku stað. Hvert ský er markað heitum litum, brúnum eða grænum, fremur en kulda blámans, eins og mætti búast við. Vegna þessa sjá áhorfendur fljótt, að hér er ekki verið að myndgera íslenskan dag, heldur sterkari og dekkri liti myrkurs á suðlægari breiddargráðum. Arngunnur Ýr býr á vesturströnd Bandaríkjanna, og vann myndirnar þar; samanburður- inn við sólarhringinn hér á norður- hjara er vissulega þáttur í sýning- unni, og til þess fallin að fá okkur til að meta birtu sumarsins enn frek- ar. Um leið er rétt að velta fyrir sér þeim táknrænu gildum, sem hér kunna að vera á ferðinni; einkum leitar sú hugsun á gesti fyrir framan staka, stóra mynd, sem nefnist „Nótt VIH“ (nr. 25). Vellandi ský og ólg- andi birtuglampar eru í eðli sínu fyrst og fremst óhlutbundin tjáning lista- mannsins, en vísa um leið til ein- hverra þeirra æðri gilda, sem kunna að leynast á bak við. Sú hugsun er ávallt sterk með manninum, og myndlist Amgunnar Ýr er vel til þess fallin að örva slíka þanka. Sýning Amgunnar Ýr að Gallerí Hulduhólum í Mosfellsbæ stendur til sunnudagsins 12. september, og em listunnendur hvattir til að líta við. Daniel Magnússon: Landslag 1992. Hugsanavedrun ee Onnur þeirra sýninga sem mark- ar innreið haustsins hjá Lista- safni Reykjavíkur er einkasýning á verkum ungs myndlistarmanns, Daníels Magnússonar, en hann hef- ur vakið nokkra athygli frá því hann hélt sína fyrstu einkasýningu í Nýlistasafninu 1989. Daníel stundaði m.a. nám við Tækniskóla íslands áður en hann sneri sér að myndlistinni og útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla íslands 1987; hann var síðan um tíma að- stoðarmaður Jóns Gunnars Áma- sonar myndhöggvara. Daníel hefur haldið einkasýningar í Svíþjóð og Hollandi, auk sýninga hér á landi, og jafnframt átt verk á samsýning- um, m.a. í Danmörku, Hollandi og í Bretlandi fyrr á þessu ári. Daníel hefur unnið verk sín tals- vert út frá almennum hugtökum og tilvísunum þeirra í daglegu lífi; þannig nefndi hann eina sýningu sína „Heimilisleg hugtök". Þetta hafa oftast verið afar hógvær verk, unnin úr einföldum, allt að því dauf- um efnum, sem hafa þó verið sett upp á nýstárlegan hátt og þannig náð að skapa verkunum víðari tengsl, þar sem kímnin er oftar en ekki sterkur þáttur. Þessir eigin- leikar hafa leitt til þess að Daníel hefur náð að fínna nýjar, persónu- legar leiðir innan hugmyndalistar- innar, sem ungt listafólk hefur oft- ar en ekki átt erfítt með að gera. Sýningin að þessu sinni er eitt skrefíð enn á þeirri sömu braut. Yfírskrift sýningarinnar er nýyrðið „Hugsanaveðrun", sem listamaður- inn telur ná best að lýsa því ferli, Tveir frístundamálarar Islendingar em að eigin áliti list- fengari en flestar þjóðir aðrar, í þeim skilningi að þátttaka í listun- um og menningarlífínu yfírleitt er afar almenn. Oftast er þetta hermt upp á bókmennta- eða tónlistar- áhuga landsmanna; skáld eða rit- höfundar eru á hveiju strái, og tón- listarfólk og söngvara má fínna um allt land, eins og fjöldi tónlistar- skóla er glöggt vitni um. En þessi áhugi er einnig umtals- verður á sviði myndlistarinnar, og mikill fjöldi svonefndra frístunda- málara helgar tómstundir sínar list- sköpun á þessu sviði, oft eftir að hafa sótt námskeið eða aðra leið- sögn til þekktra myndlistarmanna. Nú standa yfír í aðalsal Listhússins í Laugardal sýningar tveggja frí- stundamálara, þeirra Skarphéðins Haraldssonar og Garðars Jökuls- sonar. Það er sameiginlegt einkenni þess sem þeir bjóða gestum upp á, að þar er hefðin í fyrirrúmi; báðir sýna þeir landslagsmyndir, þar sem efnismeðferð og útfærsla eru vel kunn af verkum ýmissa listamálara í gegnum tíðina. Skarphéðinn hefur unnið að myndlistinni um langt árabil. Hann sótti á sínum tíma nám í skóla þeirra Finns Jónssonar og Jóhanns Briem, og hefur náð þokkalegum tökum á vatnslitunum; hér sýnir hann nær eingöngu nýlegar vatns- litamyndir, sem flestar eru af haust- litum Þingvalla. í myndunum á sér stað mikið og bjart litaflæði, einkum í ljósrauðum og gulum litum, þann- ig að kunnugleg rómantík haustsins ríkir yfír myndunum. Helsti gallinn er fólginn í að fæstar myndanna ná að skapa sér sjálfstæða tilveru, því þær eru afar keimlíkar, hvert sem nafnið er; það er helst í hvera- myndunum, sem efnistök eru önn- ur, og örlar fyrir sjálfstæðri mynd- gerð. Garðar Jökulsson hefur sinnt myndlistinni í um áratug, og hefur á þeim tíma verið duglegur við sýn- ingahald. Hann sýnir einnig Iands- lagsmyndir, bæði unnar með olíulit- um og vatnslitum, en litaspjaldið er fremur dökkt, þrungið jarðlitum; viðfangsefnin eru oftast tengd fjallasýn, birtuskilyrðum eða hraun- myndum, en allir þessir þættir eru vel þekktir í íslenskri myndlist. Garðar fer almennt vel með litina, eins og sést í „Súlur“ (nr. 6) og „Hraunbárur bláar“ (nr. 11), en þó vantar nokkuð á að myndirnar nái þeim sérstaka glampa, sem þarf til að þær öðlist sjálfstæða tilveru; hefðin er of sterk. Það kemur vel fram á þessari sýningu, að handbragð frístunda- málara getur á stundum verið fylli- lega jafngott og þeirra sem leggja myndlistina fyrir sig af alvöru, og vel þess virða að veita listsköpun þeirra athygli þess vegna. Hins vegar skilja efnistökin á milli; á meðan áhugafólkið leitast oftast við að fylgja fordæmum myndlistarinn- ar og feta í fótspor eldri lista- manna, eru hinir stöðugt að reyna að bijóta myndmálið til mergjar og þróa út frá því eigin myndsýn per- sónulegrar tjáningar, sem verður þeirra eigið framlag til myndlistar- innar. Það þarf djörfung og áræði til að leggja sálu sína í sjálfstæða listsköpun, og sú köllun kemur að- eins innan frá. Sýningar þeirra félaga, Skarp- héðins Haraldssonar og Garðars Jökulssonar í aðalsal Listhússins í Laugardal standa til sunnudagsins 12. september. Mikil aósókn aó orgeltónleikum I Hallgrímskirkju Samræmd þróun MIKIL aðsókn hefur verið að sum- artónleikum á sunnudagskvöldum í Hallgrimskirkju og komu mest um 400 manns á tónleika. Fjöl- margar fyrirspurnir hafa borist frá erlendum organistum um að fá að leika á hið nýja orgel Hall- grímskirkju. Nýlega birtist mynd af því á forsíðu fylgirits The Musical Times í Englandi, en blað- ið hefur sýnt upptökum með org- elinu áhuga. Að sögn Harðar Áskelssonar, organista, fór aðsóknin að tónleikunum í Hallgrímskirkju í sumar fram úr björtustu vonum. 400 manns Hann sagði að aðsóknin hefði alltaf verið mikil og um 400 manns komið þegar mest var. Tónleikar hefðu verið á hverju sunnudags- kvöldi i júlí og ágúst og jafn marg- ir organistar komið fram og sunnu- dagamir voru. Organistar komu víða að, m.a. frá Ítalíu, Þýskalandi og Englandi. Hörður sagði að umsagnir þeirra organista sem hingað komu um orgelið og hljómburð í kirkjunni væru allar á sama veg, þeir hafí allir sagt orgelið framúrskarandi og verið undrandi yfír því hversu vel væri búið að þessum hlutum hér. AUir hefðu viljað koma aftur. Stöðugar fyrirspurnir Hörður sagði að greinilega hefði spurst út hversu vandað orgelið í Hallgrímskirkju væri. Stöðugar fyr- irspumir og tilboð bærust frá er- lendum organistum um að fá að leika á það og væri þegar komið nóg af tilboðum fyrir allt næsta sumar. Hann sagði að síðustu tón- leikamir á árinu yrðu sennilega sunnudagskvöldið 19. september. Sunnúdagstónleikar hefjast á ný á næsta ári og verða einu sinni í mánuði frá áramótum. Mynd af orgelinu í Hallgríms- kirkju birtist á forsíðu fylgirits breska blaðsins The Musical Times í ágúst sl. Þar fjallar orgelsmiðurinn Hans Gerd Klais um smíði orgels- ins, sem hann segir hafa heppnast afar vel. Birtar eru myndir af orgel- inu frá ýmsum sjónarhornum og kirkju birtist á forsiúu fylgirits The Mutleal Times i ágúst. Á myndinni súst HSrdur Askels- son leika á orgeliú. teikning sem sýnir uppbyggingu þess. Hörður Áskelsson vinnur nú að útgáfu á geisladisk með einleik á orgel Hallgrímskirkju með verkum eftir íslenska og erlenda höfunda, þar á meðal J. S. Bach, Cesar Frank, Jón Nordal og Þorkel Sigur- björnsson. Hann sagði að The Musical Times hefði sýnt áhuga á allri útgáfu þar sem orgelið kæmi við sögu. Tveir erlendir organistar hafa tekið upp tónleika sína með orgeli Hallgrímskirkju ogeru útgáf- umar væntanlegar á geisladiskum. Myndlist______________ Bragi Asgeirsson Fram til 13. september sýnir Kristbergur Ó. Pétursson 30 myndverk í aðalsölum Hafnarborg- ar og er þetta sjötta einkasýning hans. Kristbergur er vel menntaður listamaður, sem lauk námi við MHÍ 1985 og stundaði svo framhalds- nám við ríkislistaskólann í Amster- dam næstu þijú árin. Ef ég man rétt, var sémám hans tengt grafík i MHÍ, en trúlega hef- ur hann fengið meiri áhuga á pentskúfnum í Hollandi, því að und- anskildum fjómm kolteikningum sýnir hann að þessu sinni einvörð- ungu málverk. En þessi málverk hafa yfír sér áberandi grafískt yfirbragð og Kristinn virðist vera niðursokkinn í að rannsaka mismunandi afbrigði af því sem nefna mætti samræmda þróun áferðar og litar á myndfleti. Þetta er trúlega viðamesta fram- tak Kristbergs á sýningavettvangi til þessa og hann færist mikið í fang í verkum sínum, þótt þau láti lítið yfir sér í fyrstu og virki í senn þung og einhæf. í aðalsalnum eru 13 stór verk og í þeim er jafnan gengið út frá einum grunntóni og þá oftast dökkum og magnþrungn- um. Fljótlega vöktu nokkur stóru málverkanna sérstaka athygli mína fyrir fínan og viðkvæman skurn og mjög markvissa form- og litræna þróun, en það voru myndir nr. 4, 7 og 12. Allar eru myndimar byggðar upp á djúprauðum og lýsandi grunni, með jafnri stígandi frá skugga í ljós, og svo fínt farið í áferðina að þær minna á dulúðug og römm málverk gömlu meistar- anna. Jafnframt hafa þær yfir sér einhveija óútskýranlega fyllingu sem séu þær tímalausar. En slík málverk njóta sín trúlega best í náttúrubirtu, í öllu falli fá þau vafasaman stuðning frá gervi- ljósinu, sem er kalt og frosið auk þess sem það endurkastast á yfir- borði myndanna. Þessi jafna stígandi í verkunum í stóra salnum er þó rofin af tveim myndum sem eru sér á báti litrænt séð, en það er ljósa myndin nr. 12, sem að mínu mati er með athyglis- verðustu myndum sýningarinnar, svo og okkurgula myndin nr. 13, sem minnir á kornakur. 1 hliðarsalnum er mikill fjöldi minni verka, en hér er áferðin jafn- an slétt og höfuðáherslan lögð á

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.