Morgunblaðið - 03.10.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.10.1993, Blaðsíða 10
ið ‘MORGUNBLAÐIÖ' SONNCJD'AGORr 3:ÖKTÖBÉR''lI»ðÖ FÓRNARLÖMB STALÍNTÍMANS Í SOVÉTRÍKJUNUM Sovétríkjanna gagnvart fólkinu sem var ofsótt. Og þótt síðasta vetur hafi loksins verið ákveðið að ríkið greiddi Gúlag-föngum sem fengið hafa uppreisn æru bætur vegna fangavistarinnar, þá er upphæðin svo lág að bæturnar hafa aðeins táknræna merkingu. Fyrir 10 ára fangabúðavist voru greiddar 75 þúsund rúblur, en það jafngildir tæpum 5000 íslenskum krónum. Þegar talað er um fómarlömb Stal- íntímans, er fyrst og fremst átt við þá sem voru handteknir á fjórða áratugnum í svokölluðum hreinsun- um Stalíns. En tilefnislausar og til- viljanakenndar handtökur voru samt daglegt brauð allan þann tíma sem Stalín var einráður í Sovét- ríkjunum frá þvi á miðjum þriðja áratugnum og til 1953. í Moskvu eru um 4000 fyrrum Gúlagfangar enn á lífi. Flest þessa fólks var varla búið að ljúka skyldu- námi þegar það lenti í klóm kerfis- ins. Fangavist og útlegð svipti það möguleikum á skólagöngu og eðli- legu lífi. Margir töpuðu líka heils- unni í þessum hremmingum vegna erfiðisvinnu, vosbúðar og hungurs. Þessvegna hafa flestir eftirlifend- anna nú þörf fyrir sérstaka að- hlynningu og heilsugæslu. En í Rússlandi nútímans er ekkert slíkt að hafa. Samtökin hjálpa félags- mönnum sínum eftir mætti og vin- veitt félög og samtök á vesturlönd- um hafa stutt Memorial með lyfja- og matarsendingum, en það dugir skammt og er ekki til að reiða sig á. En það er líka einföld pólitísk SÁR ógnarstjórnar gróa aldrei. Skörðin sem höggvin eru í fjölskyldur, morðin, ofbeldisverkin, harðræðið - fórnarlömbin gleyma því ekki, né þeir sem máttu horfa á eftir sinum nánustu í gin skrímsl- isins. Arfleifð Sovétríkjanna er allt fólkið sem situr uppi með minning- arnar um ranglæti og grimmd. Og þótt smám saman fái það rétt sinn viðurkenndan og þiggi sýndarbætur af ríkinu, þá er líf þess sem var í Gúlaginu merkt því það sem eftir er. Á vesturlöndum eru hugtök á borð við „samviskufangi“ og „póli- tískur fangi“ orðin fólki töm. Við vitum mætavel hvernig harðstjórnir um allan heim fangelsa fólk, pynta það og drepa vegna skoðana þess eða meintrar andstöðu við yfirvöld- in. í»etta á hinsvegar ekki við um fórnarlömb Stalíntímans í Sovét- ríkjunum. Þar var fólk fangelsað án minnsta tilefnis. Stundum voru sakir búnar til, stundum var ekki einu sinni haft fyrir því. Milljónum saman var fólki smalað í fangelsi, sent í útlegð á óbyggilega staði, til erfíðisvinnu í námum og skógum Síberíu eða bara til að veslast upp í fangabúðum við aðstæður sem menn eiga bágt með að lýsa jafnvel þó þeir hafí upplifað þær sjálfír. Fórnarlamba stalínismans minnst vió hðf- uóstöóvar ör- yggislögreglu kommúnista, Lúbíjanka, i mióborg Moskvu. UFUÍ1DIAI Samtök fórn- ItILItIUIIIHL arlamba Stal- íns voru stofnuð seint á síðasta áratug og voru áberandi síðustu ár Sovétríkjanna. Þau eru dæmigerð afurð perestrojku-áranna, því þó að grimmdarverk Stalíns hafi verið fordæmd opinberlega og flestum þeirra sem höfðu verið fangelsaðir að tilefnislausu gefnar upp sakir, þá var það ekki fyrr en eftir að Gorbatsjov komst til valda að óheft umræða um Stalíntímann byrjaði fyrir alvöru í Sovétríkjunum. Ævi- minningar vinnubúðafanga streymdu á markaðinn, dagblöð og tímarit voru full af frásögnum þessa fólks, gömul skjöl voru dregin fram í dagsljósið þar sem sjá mátti hver höfðu orðið raunveruleg örlög margra þeirra sem hurfu sporlaust og skýrðu starfsaðferðir leynilög- reglunnar í valdatíð Stalíns. Sam- tökin stóðu fyrir sýningu um griða- samning Sovétríkjanna og Þýska- lands þegar 50 ár voru liðin frá gerð hans 1989. Fundir voru haldn- ir reglulega við byggingu KGB í Moskvu til að krefjast fulls aðgangs að gögnum um grimmdarverk for- tíðarinnar og að öryggislögreglan væri lögð niður. Samtökin létu einn- ig að sér kveða á fulltrúaþinginu sem kosið var snemma árs 1989 og átti að verða stofnunin sem færði Sovétríkin til lýðræðisins. Eftir að fór að haíla undan fæti fyrir Gorbatsojv og Sovétríkin voru lögð niður versnaði hagur samtak- anna. Gömlu vinnubúðafangarnir einangruðust, klofnings félög voru stofnuð sem lögðu meiri áherslu á andstöðu við kommúnisma sem slík- an heldur en viðleitni til að halda upp merki þeirra sem þjáðust undir Stalín. Áhugi á Stalíntímanum sem slíkum fór þverrandi eftir því sem pólitískur ákafi í löndum Sovétríkj- anna minnkaði. Þegar Sovétríkin voru ekki lengur til vantaði líka sökudólg í málinu. Stjóm Rússlands hefur neitað að taka á sig skuld ástæða fyrir því hvernig komið er fyrir þessum samtökum. Baráttu- mál þeirra var frá upphafi að fólk gæti krafist réttar síns af sama kerfí og sama flokki og hafði brot- ið rétt þess áður. Margir fanganna fyrrverandi voru ýmist sjálfir í flokknum eða ungliðasamtökum flokksins og margir eru afkomend- ur byltingarmanna. Þessvegna átti Gorbatsjov til dæmis sína hollustu stuðningsmenn í þessum hópi. Nú eftir hrun flokks og ríkis er þetta fólk engum til gagns. í stað þess að hafa pólitískt hlutverk í endur- reisn þjóðfélagsins hrapa samtökin á stig venjulegra hagsmunasam- taka og kröfur þeirra og yfirlýsing- ar fara að hljóma eins og hálfgert nöldur í augum ijöldans. í fátæklegum húsakynnum við innri hringveginn í Moskvu hafa Memorial bækistöðvar. Hér hittast félagar í samtökunum reglulega. Ég fékk nokkra af föngunum fyrr- verandi til að segja mér sögu sína. i f-u& v t tft -jjfr ^A i- -g x

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.