Morgunblaðið - 03.10.1993, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.10.1993, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. OKTÓBER 1993 17 eftir Árna Matthíasson margir þekki lög Mickeys Jupps, er það yfirleitt í flutn- ingi annarra, því þeir eru legíó sem hafa hljóðritað lög hans, þar á meðal Searchers, Dave Edmunds, The Judds, Rick Nelson, Elkie Bro- oks og danska rokkhetjan Henning Stærk. Jupp sjálfur hefur hljóðritað sjö breiðskífur fyrir ýmis fýrirtæki og á hverri plötu láta einhveijar stjörnur ljós sitt skína, því þó hann hafi forðast frægðina hafa aðrir tónlistarmenn dálæti á Mickey Jupp. í klíkunni Mickey Jupp byijaði að glamra á gítar snemma á sjöunda áratugn- um, nokkuð sem hann segir að hafí verið lítið gert á þeim tíma, þó síðar fjölgaði til muna þeim pilt- um sem fengust við tónlist. „Ég byijaði að fást við gítarinn 1962 og það var ekki fyrr en uppúr 1965 að þeim fjölgaði sem vildu spila.“ Á þeim tíma héldu bresk ungmenni helst upp á rytmablús, soul og blús svartra Bandaríkjamanna og Jupp, sem bjó í Southend, nokkuð frá Lundúnum, segir að hrifning sín á tónlistinni hafi einmitt leitt hann áfram, en aðrir í klíkunni í South- end voru meðal annarra Gary Broo- ker og Robin Trower sem síðar settu saman Procol Harum. Jupp hóf að spila með Orioles, sem var næst vinsælasta rytma- blússveitin í Southend, næst á eftir Paramounts þeirra Brookers og Trowers, en þá lék hann á píanó og efnisskráin byggðist á lögum eftir svarta Bandaríkjamenn. Jupp segir að dálæti hans á tónlistinni hafi rekið hann áfram, en ekki sú fyrirætlan að verða stjarna. Hann segist reyndar aldrei hafa ætlað sér að verða atvinnu tónlistármaður, það hafi bara atvikast svo. „Ég kann því einkar vel að vera ekki stjarna og kannski er ég ekki stjarna vegna þess að ég hef aldrei fundið hjá mér löngunina til að vera átrúnaðargoð.“ Eins og áður segir byggðist tón- leikadagskrá Orioles eingöngu á lögum eftir aðra og Jupp segir að í upphafi hafi menn hafi ekki gert mikinn greinarmun á blús og rytmablús og rokki, „þetta var allt það sama, þetta var bara allt góð tónlist". Upp úr Orioles slitnaði af ýmsum orsökum, sumum sem eru ekki ljós- ar, en eitthvað varð til þess að Jupp dró sig út úr sveitinni, sumir vilja meina vandamál í einkalífinu, en einnig hefur skipt máli að sveitinni gekk illa að komast á samning, lík- lega vegna þess að frumsamið efni skorti. Hvað sem því leið fluttist Jupp aftur til Southend og síðar til Bath, þar sem hann bjó einn með gítarnum. Þetta var árið 1968 og upp úr því fór Jupp að fást við það tómstundagaman að semja lög. Lagasmíðarnar eru tómstundagaman „Ég bjó þá í Bath og hafði fátt annað að gera en glamra á gítar. Þá varð það að tómstundagamni að semja lög og það er reyndar enn helsta tómstundagaman mitt, þó ég fái borgað fyrir það í dag. Ef ég settist í helgan stein á morgun, eða missti alla putta og gæti ekki spilað lengur, myndi ég halda áfram að semja lög.“ Jupp segist semja lög uppúr hug- dettum og tilviljunum. „Ég heyri kannski einhvern segja eitthvað sem hljómar skemmtilega og þá hugsa ég, þetta var gott, þetta get ég notað. Svo þegar ég er farinn að vinna lagið kviknar fullt af hug- myndum, sem ég ýmist nota í lagið eða geymi til seinni tíma. Það hefur einnig komið fyrir að ég hafi byijað að semja lag á þess að hafa hug- mynd til að moða úr og það er hræðilegt," segir Jupp og hlær. Aðal bandaríska rytmablúsins var rytmískur og hraður textinn, eins og vel má heyra hjá Little Rich- ard, Chuck Berry, Jackie Brenston og fleiri og því ljóst að textinn er . hryggjarstykkið í hveiju lagi. „Textinn kemur seinna og ég ligg lengi yfir hveijum texta,“ segir Jupp með áherslu. „Mínar helstu fyrirmyndir í textagerð eru Chuck Berry og Jerry Leiber og Mike Stoll- er, og þá sérstaklega hvernig þeir .reyna að halda rytmanum í textan- um; láta textann miða laginu áfram,“ segir Jupp og syngur texta- brot eftir Chuck Berry máli sínu til stuðnings. „Þannig reyni ég að láta aldrei koma eyður í textann, hef þagnir sem fæstar og reyni að halda rytma. Hvað innihaldið varðar þá hef ég samið eitthvað yfir 260 lög og alltaf haldið mig frá pólitík," segir hann kíminn og bætir við að það sýni að hann sé á réttri leið. „Ég fjalla því eðlilega helst um samskipti kynjanna, þó ekki sé það alltaf um ástina." Pöbbarokkbyltingin Þegar úr lagaleysinu var bætt hefðu flestir búist við að leið Jupps upp á stjörnuhimininn yrði greið, en það var öðru nær. Hann tók þó aftur upp þráðinn í spiliríi og byij- aði aftur á pöbbarúntinum í Lund- únum. Á þessum tíma sendi hann frá sér þijár lágstemmdar plötur, að mestu órafmagnaðan rytmablús, og vann sig smám saman í álit. Þegar svo pöbbarokkbyltingin varð í Bretlandi um miðjan áttunda ára- tuginn og hljómsveitir eins og Kursaal Flyers, Dr. Feelgood og Brinsley Schwartz spruttu upp sem svar við montrokkinu, Emerson Lake & Palmer og Yes, var Mickey Jupp í miðri hringiðunni með upp- runalegt rytmablúsrokk sitt sem var einmitt það sem- almenningur leitaði eftir. Jupp tók þó þátt í öllu með hálfum huga segir hann, því hann kunni þessu sífellda tónleika- haldi illa. „Þegar ég er á ajmað borð kominn upp á svið með gítar- inn á öxlinni líður mér vel og finnst gaman að spila, en ég vildi svo gjarnan losna við ferlið á milli hótel- herbergis og sviðs, best af öllu væri ef ég gæti líkamnast á sviðinu og horfið á sama hátt að tónleikum loknum," segir Jupp og hlær að til- hugsuninni. „Satt best að segja þá gafst ég upp á því að vera sífellt að spila og ég verð að viðurkenna að enn þann dag í dag finn ég fyr- ir sterkum sviðsskrekk áður en ég byija að spila þó ég viti að ég geri það vel.“ Sviðsskrekkurinn varð og til þess að þegar pönkið spratt upp úr pöbbarokkinu var Jupp nánast sestur í helgan stein hvað tónleika- hald í Bretlandi varðaði. Það er ljóst af ofanskráðu að Mickey Jupp kann ekki vel við umstangið í kringum tónleikahald og hann segist reyndar lítið spila um þessar mundir, nema þegar • hann fái upphringingar eins og fyr- ir stuttu þegar sænsk hljómsveit hringdi í hann og bauð honum að koma að spila í Svíþjóð. „Ég þurfti ekkert að gera, bara að ganga út í flugvél og svo.nánast upp á svið. íslandsferðin er álíka komin til, því á einum tónleikunum í Svíþjóð hitti ég Árna Þórarinsson sem spurði hvort ég vildi spila á íslandi og ég játti því.“ Mickey Jupp hefur ein- mitt notið vinsælda í Evrópu utan Bretlands, enda segist hann kunna því afskaplega vel að spila í Evr- ópu, því þá þarf hann ekki að standa í umstanginu sjálfur. Hróður hans hefur þó farið víðar sem lagasmiðs og má nefna að Henning Stærk, sem er vinsælasti tónlistarmaður Danmerkur á eftir Kim Larsen, hefur byggt feril sinn að miklu leyti á lögum Jupps. Jupp segist og kunna því einkar vel að einhveijir vilji hljóðrita lög hans, ýmsir rokk- arar og sveitasöngvarar. Ekki segir hann skipta máli þó sá sem heyrir lagið viti ekki að það sé eftir Mic- key Jupp, „mér finnst nóg ef ein- hver heyrir lag eftir mig og finnst það gott. Hvort hann þekki mig skiptir minna máli.“ Mickey Jupp kemur hingað til lands í vikunni og leikur með KK flokknum á átta tónleikum víða um land, blanda sem óhætt er að mæla með. Rokkari af guös náó ÞAÐ ERU ekki allir sem svara þegar frægðin kallar og svo fór með breska rokkarann Mickey Jupp. Hann var meðal þeirra sem ruddu breska rokkinu braut í árdaga, ágætis píanó- og gítarleik- ari og fyrirtaks söngvari og lagasmiður; var reynd- ar kallaður Chuck Berry Bretlands. Þegar á reyndi vildi hann þó ekki dreypa á kaleiknum og varð neðanmálsgrein í breskri rokksögu, en ekki heill kafli. Mickey Jupp fer ekki víða og heldur sjald- an tónleika, en hann er á leiðinni hingað til lands og fer um landið með KK flokknum. Breski söngv- arinn og laga- smiðurinn Mic- key Jupp er væntanlegur hingað til lands í vikunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.