Morgunblaðið - 03.10.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.10.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. OKTÓBER 1993 KVIKMYNDIR/Sambíóin hafa tekið til sýningar spennumyndina Flóttamaðurinn, The Fugitive, með Harrison Ford og Tommy Lee Jones í aðalhlutverkum, en myndin er byggð á geysivinsælum bandarískum sjónvarpsþáttum sem sýndir voru • ________________hér á landi á upphafsárum sjónvarpsins.___________ # Ganiall kunningi á flótta KVIKMYNDIN Flóttamaðurinn sem sýnd er í Sambíó- unum þessa dagana segir sögu skurðlæknisins Richard Kimble, sem er gamall kunningi íslenskra sjónvarpsá- horfenda, en hann hefur ranglega verið dæmdur til dauða fyrir að myrða konu sína. Á leiðinni í fangelsi verður umferðarslys til þess að honum tekst að flýja og hefst þá örvæntingarfull og æðisgengin leit hans að hinum raunverulega morðingja, en um leið þarf hann að forðast lögreglumenn sem allan timann eru rétt á hæla honum. Myndin sem frumsýnd var í Banda- ríkjunum í byijun ágúst hefur hlotið geysimiklar vin- sældir hvarvetna um heim þar sem hún hefur verið tekin til sýningar og í Bandaríkjunum hafa þegar ná- lægt 200 milljónir dollara í aðgangseyri skilað sér í kassann. Richard Kimble (Harrison Ford) er mikils metinn skurðlæknir í Chicago sem lifir hinu fullkomna lífi. Hann er vel kvæntur og hátt skrifaðir meðal starfs- bræðra sinna og býr rík- mannlega í einu af betri hverfum borgarinnar. Það er því allt í lukkunnar vel- standi hjá lækninum þangað til eiginkona hans er myrt á hrottafenginn hátt nótt eina þegar hann hefur verið kall- aður til starfa á sjúkrahús- inu. Kimble er ákærður fyrir morðið þar sem ýmislegt þykir benda til sektar hans. Ekki er tekið tilliti til fram- burðar hans um að hafa séð einhentan mann yfirgefa hús þeirra hjóna morðnóttina og er Kimble dæmdur til dauða. Þegar honum hefur tekist að flýja hefst ítarleg leit að honum undir stjórn alríkis- lögreglumannsins Sam Ger- ard (Tommy Lee Jones) sem lætur einskis ófreistað til að ná strokufanganum. Þar með hefst leit læknisins að morðingjanum, einhenta manninum sem hann sá á morðstaðnum, og jafnframt æsispennandi flótti hans undan lögreglumanninum sem sífellt er rétt á hælum hans. Vinsælt sjónvarpsefni Sennilega er flestum þeirra sem komnir voru til vits og ára á fyrstu árum sjónvarps hér á landi enn i fersku minni framhalds- þættimir sem sjónvarpið sýndi um flóttamanninn Richard Kimble. I Banda- ríkjunum hófst sýning á þáttunum í september árið 1963 og þar voru þeir sýndir í fjögur ár við geysimiklar vinsældir. Með aðal- hlutverkið í þáttunum fór David Janssen sem von bráðar varð heimilisvinur um allan heim, en hann hafnaði reyndar tilboði um að leika áfram í þáttunum og þiggja fyrir það hálfa milljón dollara. Hann sneri sér þess í stað að leika í öðrum framhaldsmyndum í sjón- varpi, en árið 1980 lést Janssen úr krabbameini að- eins 50 ára að aldri. Þættimir um Flóttamann- inn komust varanlega á spjöld sjónvarpssögunnar með því að setja áhorfsmet þegar lokaþátturinn var sýndur 29. ágúst 1967, en 72% bandarískra sjón- varpsáhorfenda fylgdust þá með því þegar læknirinn hundélti hafði að lokum upp á morðingjanum einhenta. Það met stóð síðan óhaggað í 13 ár eða allt þar til enn fleiri sjónvarpsáhorfendur kveiktu á tækjum sínum til að komast að því hver hefði skotið JR í Dallasþáttunum. Það er þegar ljóst að kvik- niyndin sem nú hefur verið gerð eftir sjónvarpsþáttun- um um flóttamanninn mun á svipaðan hátt komast á spjöld kvikmyndasögunnar, því óðfluga stefnir í að hún öðlist sess meðal mest sóttu kvikmynda allra tíma. Úrvalslið Leikstjóri Flóttamannsins er Andrew Davis sem fyrir allnokkru hefur skapað sér gott orð fyrir að leikstýra spennumyndum, en síðasta afurð hans á því sviði var Under Siege með Steven Seagal og Tömmy Lee Jones í aðalhlutverkum, en sú mynd var sýnd í Sambíóun-' um síðastliðinn vetur. Áður hafði Davis meðal annars leikstýrt The Package með Gene Hackman og Tommy Lee Jónes í aðalhlutverkum og má af þessu sjá að hann er vanur að vinna með T.J. Jones, sem í Flóttamannin- um þykir sýna afbragðsleik og loksins ná á hátind í kvik- myndabransanum. Aðal- í sjálfheldu TOMMY Lee Jones í hlut- verki lögreglumannsins Sams Gerards sem verður að Iúta í lægra haldi fyrir Kimble þegar leiðir þeirra liggja saman. framleiðandi myndarinnar er Arnold Kopelson, sem hlaut óskarsverðlaunin árið 1987 fyrir framleiðslu á mynd Olivers Stone, Platoon, en aðrir framleiðendur eru Roy Huggins, sem skapaði upp- runalegu sjónvarpsþættina, og Keith Barish. Höfundar handritsins eru þeir David Twohy og Jeb Stuart, sem skrifaði handritið að Die Hard, en á bakvið myndavél- ina er Michael Chapman, sem tilnefndur var til óskarsverðlauna fyrir kvikmyndun Raging Bull með Robert DeNiro. Áflótta HARRISON Ford í hlutverki Richards Kimble sem á flótta undan réttvísinni leitar að morðingja konu sinn- ar. Á réttri slóð FLÓTTAMAÐURINN virðir fyrir sér gervihandlegg sem hann telur vera í eigu morðingjans sem hann leit- ar að. Tveir góðir saman S AMLEIKUR þeirra Harrisons Ford og Tommy Lee Jones í Flóttamanninum fcr meðal þess allra besta sem Iengi hefur sést á hvíta tjaldinu, og oft er erfitt að greina á milli hver er hin raunveru- lega stjarna myndarinnar. Harrison Ford hefur fyrir löngu síðan skipað sér í raðir helstu kvik- myndasljarna samtímans, en Tommy Lee Jones hefur hins vegar aldrei náð að slá almennilega í gegn þrátt fyrir afbragðsgóðan leik oft á tíðum, en ástæða þess er sú helst að myndirnar sem hann hefur leikið í hafa einfaldlega ekki náð að slá í gegn. En það eru greinilega tímamót í lífi þessa hörkulega leikara um þessar mundir vegna vel- gengni Flóttamannsins. í þungnm þönkum Tommy Lee Jones þarf sjálfsagt ekki að hafa mikla áhyggjur af frama sínum Harrison Ford hefur þeg- ar leikið í sex af vin- sælustu kvikmyndum allra tíma, en það eru myndir Stevens Spielbergs um ævintýri Indiana Jones og Star Wars myndir George Lucas. Ford hlaut tilnefn- ingu til óskarsverðlauna fyr- ir leik sinn í Witness, en meðal annarra vinsælla mynda sem hann hefur leik- ið í má nefna Patriot Ga- mes, Regarding Henry, Presumed Innocent, Work- ing Girl, Frantic, The Mosquito Coast og Blade Runner. Ford er fæddur og uppal- inn í Chicago og samhliða menntaskólanámi lék hann í ýmsum leiksýningum. Hann flutti til Ixis Angeles til að reyna fyrir sér í kvik- myndaleik, og fyrsta hlut- verkið fékk hann árið 1964. í kjölfarið fylgdu smáhlut- verk í myndum eins og Luv, Zabriskie Point og Getting Straight. Milli þess sem hann lék í kvikmyndum stundaði hann trésmíðar sem hann lærði af bókum, en árið 1977 hlaut hann loks langþráða heimsfrægð fyrir hlutverk Han Solo í Star Wars. í Flóttamanninum lét Ford sér ekki nægja að leika aðalhlutverkið, heldur hafði hann hönd í bagga þegar handritið var umskrifað, auk þess sem hann kom nálægt leikaravali, bún- ingahönnun, gerð sviðs- myndarinnar, og reyndar flestum öðrum þáttum við gerð myndarinnar. Hann segir að sér þyki það sjálf- sagt að vera með puttana í sem flestu við gerð mynd- anna sem hann leikur í, enda sé það andlit hans sem áhorfendur koma til með að muna eftir að hafa séð viðkomandi mynd, og því vilji hann leggja sitt af mörkum til þess að gera hana sem best úr garði á allan hátt. Hann hefur hins vegar aldrei sýnt neinn áhuga á að leikstýra sjálf- ur, enda segir hann það vera erfitt verk að vera leik- stjóri auk þess sem það sé ekki nægilega vel borgað. Frítíma sínum eyðir Harri- son Ford að mestu á bú- garði sínum í Wyoming þar sem hann býr ásamt eigin- konu sinni Melissu Mathi- son handrítshöfundi, en hún skrifaði m.a. handrit E.T. The Extra Terrestrial og The Black Stallion, og tveimur börnum þeirra. Næsta mynd sem Ford leik- ur aðalhlutverkið í er Clear and Present Danger, sem er einskonar framhald af Patriot Games, en tökur á henni standa yfir um þessar mundir. Loksins á toppinn Tommy Lee Jones hefur um langt árabil leikið allra- handa misyndismenn, sér- vitringa og geðsjúklinga bæði í kvikmyndum og sjónvarpi, og má þar til dæmis nefna Howard Hughes, Gary Gilmore og hinn eftirminnilega Clay Shaw í mynd Olivers Stone, JFK. Jones hefur sýnt einstaka hæfileika til að skipta yfir úr hlutverkum harðhausa af ýmsu tagi í hlutverk venjulegra og jafnvel hugljúfra manna í aðal- og aukahlutverkum. Misjafnt gengi myndanna hefur hins vegar leitt til þess að bið hefur orðið á því að þessi fjöihæfi leikari skipi sér meðal stjarnanna á hvíta tjaldinu, en með leik sínum í hlutverki lögreglumannsins þijóska í Flóttamanninum eru allar líkur á því að sú bið sé á enda. Jones sem er 46 ára gamall Texasbúi lauk á sín- um tíma prófi í ensku frá Harvardháskóla, en meðal náinna vina hans í skólan- um var A1 Gore Varaforseti Bandaríkjanna. Jones hefur aldrei stundað leiklist- arnám, en á sjöunda ára- tugnum var hann mjög við- loðandi leiksvið í New York. Fyrsta kvikmyndahlutverk- ið fékk hann 1976 í mynd Rogers Cormans, Jackson County Jail, og í kjölfarið fylgdu fjölmörg aðal- og aukahlutverk í kvikmynd- um og sjónvarpi. Framtíðin sýnist vera björt hjá leikar- anum um þessar mundir, í kvikmyndum eftir leikinn en hann hefur meira en nóg að gera að því er virðist. Þannig leikur hann eitt að- alhlutverkið í mynd Olivers Stone, Heaven and Earth, sem frumsýnd verður í des- ember, og þá leikur hann aðalhlutverk í mynd sem gerð verður eftir nýjustu sögu Jons Grishams, The Client, en tökur á henni eru að hefjast. Þá er hann að ljúka leik í annarri mynd Olivers Stone, Natural Born Killers, og síðar í haust leik- ur hann á móti Jeff Bridges í Blown Away, en þar fer hann með hlutverk pólitísks hryðjuverkamanns. T

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.