Morgunblaðið - 03.10.1993, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.10.1993, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. OKTÓBER 1993 15 Saga sem aldrei er sögð _________Leiklist_____________ Súsanna Svavarsdóttir Þjóðleikhúsið: ÞRETTÁNDA KROSSFERÐIN. Höfundur: Odd- ur Bjömsson. Tónlist: Hjálmar H. Ragnarsson. Danshöfundur: Ástrós Gunnarsdóttir. Lýsing: Páll Ragnarsson. Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson. Leiksljóri: Þórhildur Þorleifs- dóttir. Þrír hermenn leita að einhveiju óskilgreindu stríði. Þeir ráfa stefnu- laust áfram; ætla í suður, helst suð- austur en eru ekki á einu máli um hvar sú átt er. Þeir villast og týnast í tíma og rúmi, ólíkir menn; Stefán íhugull, hlutlaus, heimspekingur og greinilega leiðtogi hópsins, Seppi hrár og líkamlegur, upptekin af frumþörfum sínum og hvötum og andstæða hans, Andrés, hlýlegur hugsjónamaður, fullur af ást og heimþrá. Að því leyti má segja að hér sé á férðinni einn maður; þáttum hans - hugsun, líkama og tilfinn- ingum - sé dreift á þessa þijá dáta sem finna ekkert stríð, jafnvel þótt leit þeirra sé stöðugt og grimm barátta; innbyrðis deilur þeirra hafa sama eyðingarmátt og hver sú styij- öld sem þeir kynnu að finna. Og til að komast af, ná aftur heim, eða finna „friðinn" þarf þessi „þríeina" persóna að fóma vissum þáttum af sjálfri sér; varpa frá sér öllu nema hlutleysi og temja sér æðruleysi í tilverunni - enda æðruleysisbæn A.A. samtakanna smellt inn í text- ann snemma leiksins; hún sett í munn Seppa, sem notar hana til að réttlæta skeytingaleysi sitt og virð- ingarleysi fyrir öllu og öllum. Þeir félagar mæta ýmsum furðu- fuglum úr sagnfræði og bókmennt- um og þá týpum sem hafa haft afgerandi áhrif með skilaboðum sín- um; flækingarnir úr stórkostlegu verki Becketts, „Beðið eftir Godot", sem bíða og bíða eftir einhveiju sem þeir vita ekki hvað er, eyða lífí sínu í það, meðvitundarlausir um eigið líf, telja sig ekki geta breytt því í einu eða neinu. Þeir eru því alger andstæða hermannanna þriggja sem virðast hafa náð því að „ef ekkert breytist, þá breytist ekkert og það eina sem þú getur breytt ert þú sjálfur". Þeir ætla að taka málin í sínar hendur og fínna þetta íjandans stríð, sem þeir ætla að vinna og verða hetjur. Svo hitta þeir Klukku-Kalla, fársjúkan mann af þvagsýrugigt, sem eyðir lífi sínu í að finna upp klukku sem gengur aftur á bak. Hver vildi ekki geta snúið klukkunni til baka og breytt ýmsum atburðum í lífi sínu? Klukku- Kalli er fulltrúi fyrir þá stöðnun sem verður til, þegar við veltum okkur upp úr fortíðinni lon og don í stað þess að vega hana og meta og halda síðan áfram lífi okkar samkvæmt klukku sem snýr stöðugt réttsælis. Svo kemur sjálfur Sólkonungurinn, fulltrúi þess „óvemdaða geðveikra- hælis“ sem jörðin er undir ósongati - en nota bene, hermennimir hitta hann aldrei - heimspekingurinn þeirra lendir aldrei í snertingu við það lífemi til að vega og meta. í þess stað er trufluðum forsætisráð- herra, sem breytir sér í trúð, skellt inn til að undirstrika geggjunina og fómimar sem eru færðar í eigin- hagsmunaskyni, en í nafni þess að verið sé að betrumbæta heiminn. . Svo hitta þeir félagamir tröllkon- ur og álfkonur, bónda og bónda- konu, sem em fulltrúar fyrir mis- munandi eiginleika mannlífsins og alltaf fær Stefán hugmyndir; Andr- és verður sífellt vonsviknari og meira efins um að hann vilji verða hetja og andstæðurnar skerpast stöðugt milli hans og Seppa, sem verður grimmari eftir því sem líður á ferðina. Þeir taka sitthvom pólinn í hæðina, þar til Andrés er orðinn of viðkvæmur fyrir þetta sullumall af Iífi Og ákveður að verða eftir í „einskismannslandi" með „dánu blómi,“ með hreinni og tærri Lilju, sem ekki hefur glatað merkingu sinni með orðum. Seppi er orðinn of grimmur fyrir jafnvel þennan drallupoll og honum verður að fóma, ef á að takast að betmm- bæta heiminn, eftir að stríðinu lýk- wv. í hlutverkum hermannanna em Pálmi Gestsson (Stefán), Eggert Þorleifsson (Seppi) og Baltasar Kor- mákur (Andrés). Brotalömin í verk- inu finnst mér vera hversu litlir þátttakendur þeir em í þeirri leit sem þeir hafa tekist á hendur, eink- um þeir Stefán og Andrés. Þeir eru áhorfendur og eðli þeirra Seppa og Andrésar skerpist af því sem þeir Eggert Þorleifsson í hlutverki Seppa. sjá á meðan þeir dingla um holt og hæðir undir leiðsögn Andrésar hins stóíska. Hlutverk hans hlýtur að vera ákaflega leiðinlegt; hann tuðar armæðulegar vangaveltur sínar um lífið og tilvemna á milli smástyij- alda sem þeir félagar verða vitni að og ég get ekki séð að á bak við þær vangaveltur sé beinlínis skýr eða áhugaverð hugsun. Hann er alltaf að eltast við einhveija sýn af trénuðum hermanni á hesti sem er svo biynjaður að hann er ósnertan- legur, með þykka grímu sem leynir öllum svipbrigðum og þegar hann fylgir þessum hermanni í lokin, hef- ur maður það á tilfinningunni að nú sé Stefán að leggja út í enn eina gjömingaþokuna; það sé sama hvaða stefnu maðurinn taki, hann finni ekki endanlegt svar í einni jarðvist. Hlutverk Andrésar er sömuleiðis fremur flatt og á köflum vælulegt. Það er því úr fremur litlu að moða fyrir þá Pálma og Baltas- ar, þótt heimspekiættaður texti Stefáns komist vel til skila í góðri framsögn Pálma. Sá eini sem á möguleika á túlkun á persónu er Eggert Þorleifsson í hlutverki „hvatadýrsins" Seppa og gerir það mjög vel; bregður upp mynd af mjög grótesk einstaklingi sem verð- ur stöðugt svipljótari í ljótum heimi. í sýningunni er gríðarlegur hópur leikara og dansara og eru hlutverk þeirra flestra hugmyndafræðileg; það er að segja persónumar eru fulltrúar fýrir eðlisþætti og hug- myndir sem hafa fylgt mannkyninu í gegnum sögu og bókmenntir frá örófi alda og þar era ýmsar skemmtilegar hugmyndir og á köfl- um varð ferðalag þeirra félaganna áhugavert, til dæmis þegar þeir hittu bóndann og bóndakonuna vænu, sem vora mjög skemmtilega leikin af Erlingi Gíslasyni og Krist- björgu Kjeld. Hæpnari fannst mér atriðin þar sem félagamir hitta tröll- konu og álfkonu, fulltrúa átaka og freistinga. Eitt besta atriðið í sýningunni fannst mér þó fundur þeirra þre- menninganna við Klukku-Kalla og þótt hann sé fulltrúi fyrir þá örvænt- inguna sem fylgii' því að fjandans klukkan skuli tifa áfram í sífellu, skapaði Gísli Rúnar Jónsson lifandi persónu úr þeim litla efnivið sem hann hafði. Hlutverkið er unnið af stakri nákvæmni, hvort sem varðar hreyfingu, svipbrigði eða textameð- ferð; Klukku-Kalli er fársjúkur mað- ur, skakkur og skældur af gigt sinni, vart mælandi sökum eymsla og kvala um allan kroppinn. Munur- inn á vinnu Gísla Rúnars og ann- arra í sýningunni, held ég að liggi í því að hann gengst inn á forsend- ur Klukku-Kalla og leggur engan dóm á hann. Þegar á móti er skoð- uð vinna Amars Jónssonar í hlut- verki forsætisráðherrans/trúðsins og Hjálmars Hjálmarssonar í hlut- verki Lúðvíks XIV., er eins og leik- arinn standi á ’milli áhorfandans og persónunnar og segi: „Mér fínnst þetta líká afbrigðileg persóna og þetta er allt í plati. Eg er bara að leika.“ Sú þveröfuga leið sem Gísli Rúnar hefur valið að treysta for- sendum persónunnar og treysta áhorfendum til að vega hana og meta, er mun áhugaverðari og meira „teater". í þessu atriði og heimsókninni til bændahjónanna fannst mér sýningin virkilega lifa og ná eitthvað lengra en til eyma og augna. Annað lítið hlutverk sem mér fannst sérlega vel unnið var Hers- höfðinginn helsærði sem ráfaði blindur um óbyggðimar með dóttur sinni Lilju, daufdumbri, og sagði henni sögur. Hilmar Jónsson skilar líkamlegum sársauka, tómleika þess sem hefur glatað sýn á tilverana og sorginni sem streymir frá brostnu hjarta með frábærri radd- beitingu. Þetta er í heildina árans flott sýning - en utan um raglingslegt . verk sem er ofhlaðið af hugmyndum og tilvísunum út og suður í heim- spekikenningar, bókmenntir, sagn- fræði og hugmyndafræði A.A. sam- takanna. Það má vel vera að niður- staðan sé sú að maðurinn hafi á öllum tímum verið að leita þess sama og út frá sömu forsendum og að „allt sé í heiminum eins og best verður á kosið“ hveiju sinni, til að skilyrðin fyrir þroskaleit og -von mannsins séu kórrétt - en engu að síður hefði mátt stytta verkið veru- -lega og mynda betri tengsl milli allra þessara óteljandi tilvísana, en að láta persónuna Stefán skýra þau. Texti verksins verður til lengd- ar þreytandi, eins og langur aðdrag- andi að sögu sem aldrei er sögð. Hvað varðar útlit og framvindu sýningarinnar, er ljóst að leikstjóri, Þórhildur Þorleifsdóttir, leikmynda- og búningahönnuður, Siguijón Jó- hannsson, Ijósameistari, Páll Ragn- arsson, og tónskáldið, Hjálmar H. Ragnarsson, geta búið til sviðsveislu úr hveiju sem er og mér leiddist aldrei að horfa á það sem var að gerast á sviðinu, utan eitt atriði, sem var nú líka svo þrangið texta að það var pínlegt; óvemdaða geð- veikrahælið sem kom inn í sýning- una eins og skrattin’n úr sauða- leggnum og virtist vera „show“ í engu samhengi við ferð þremenn- inganna - enda voru þeir víðs fjarri. En ég held mér hefði ekkert leiðst meira að sitja bara og horfg á sviðs- veisluna og hlusta á yndislega tón- list - sem var ákaflega vel flutt af Guðnýju Guðmundsdóttur, Óskari Ingólfssyni, Gunnari Kvaran og Herði Áskelssyni, auk þess sem, Voces Thules sönghópurinn hljóm- aði dýrðlega - og sleppt megninu af textanum. Sjálfur segir höf- undurinn í leikskrá: „Ef orð glata merkingu sinni þá er engin leið að vita til hvers á að grípa. Þannig má segja að það sé visst ofnæmi sem er kveikjan að þessu verki.“ Ég veit svosem ekki hvað höfundur sem hefur ofnæmi fyrir orðum er að vilja upp á dekk með að skrifa leikrit. Næst ætti hann kannski bara að fara að ráðum Jóns Prímus- ar í Kristnihaldi undir Jökli og láta persónur sínar tísta eins og fugla himinsins. 5 co BOURJOIS Kynnum nýju haust- og vetrarlitina. Mánud. 4. okt. Sautján Laugavegi 91, kl. 13-17 Miðvikud. 6. okt. Clara Austurstræti 3, kl. 12-16. Verið velkomin. Aðalfundur Auðlindar hf. Aðalfundur Auðlindar hf. verður haldinn mánudaginn 11. október 1993 á efstu hæð Holiday Inn (Háteigur) og hefst kl. 16. 1. Skýrsla stjórnar 2. Arsreikningur 3. Ákvörðun um meðferð hagnaðar/taps 4. Kosning stjórnar 5. Kosning endurskoðanda 6. Ákvörðun stjórnarlauna 7. Önnur mál 8. Erindi A HLUTABREFASJOÐURINN AUÐLIND HF. r STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN ROCKSTONE Tegund: R-1230 Litur: Svart Stærðir: 23—39 Sóli: Grófur göngusóli ATH: Loðfóðraðir Verð frá 3.995,- Tegund: R-I059 Litur: Svart og vínrautt, grænt og brúnt Stærðir: 23—4I Sóli: Grófur göngusóli ATH: Loðfóðraðir Verð frá 3.995,- POSTSENDUM SAMDÆGURS • 5% STAÐGREIÐSLUAFSLATTUR Tökum við noluðum skóm til handa bógstöddum. Domus Medica, Kringlunni, Toppskórinn, Egilsgötu 3; Kringlunni 8-12, Veltusundi, sími 18519 sími 689212 sími 21212.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.