Morgunblaðið - 03.10.1993, Blaðsíða 44
"V-.
33sP=
FORGANGSPÓSTUR
UPPLÝSINGASÍMI 63 73 00
W9/ Reglubimdinn
sparnaður
JV Landsbanki
Má íslands
ÆMJt Bankl allra landsmanna
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJA VlK
SlMl 691100, StMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
SUNNUDAGUR 3. OKTÓBER 1993
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK.
Spennar brunnu í
Laxárvatnsvirkjun
A-Húna-
vatns-
sýsla án
rafmagns
Blönduósi.
ELDUR varð laus í spennum í
Laxárvatnsvirkjun, skammt frá
Blönduósi, kl. 8.30 á laugardags-
morgun. Sót og skemmdir slógu
út háspennurofa í spennuklefa og
varð öll Austur-Húnavatnssýsla
rafmagnslaus við atvikið. Viðgerð
átti að Ijúka um kvöldmatarleytið
í gær, laugardag.
Haukur Ágeirsson, rafveitustjóri
á Blönduósi, segir að um alvarlega
bilun hafi verið að ræða og að líkind-
um yrði að tengja fram hjá há-
spennurofunum til að rafmagn kæm-
ist aftur á.
Eldsupptök eru ókunn og vildi
Haukur ekki meta fjárhagslegt. tjón
að svo stöddu.
Öll Austur-Húnavatnssýsla varð
rafmagnslaus þegar spennarnir
brunnu, en á Skagaströnd er vara-
rafall sem fór fljótlega í gang og
urðu Skagstrendingar því lítt varir
við óþægindi af völdum brunans.
Jón Sig.
■irs
Fimmtán ára stúlka alvarlega slösuð eftir líkamsárás
Þijár stúlkur spörk-
uðu í höfuð hennar
Lögreglumaður blés í hana lífi þegar hún hætti að anda
FIMMTÁN ára gömul stúlka liggur alvarlega slösuð á Borgarspít-
alanum eftir að hafa orðið fyrir fólskulegri líkamsárás á Lækjar-
torgi um kl. 2 aðfaranótt laugardagsins. Rannsóknarlögreglan
leitar þriggja stúlkna sem grunaðar eru um að hafa sparkað i
höfuð stúlkunnar. Á leið á sjúkrahús missti stúlkan meðvitund
og hætti að anda en lögreglumenn blésu í hana Iífi á ný og gekkst
hún undir aðgerð á höfði á Borgarspítalanum í fyrrinótt.
Opinber gjöld einstaklinga og félaga
Rúmlega 8,5 millj-
arðar í vanskilum
VANSKIL opinberra gjalda í staðgreiðslu hjá einstaklingum og félög-
um á landinu öllu af álagningu á yfirstandandi ári og vegna óinn-
heimtra gjalda frá fyrri árum voru samtals rúmlega 8,5 milljarðar
króna 2. september síðastliðinn samkvæmt upplýsingum sem feng-
ust í fjármálaráðuneytinu. Eftirstöðvar opinberra gjalda einstaklinga
vegna álagningar frá fyrri árum voru 4.612 milljónir kr. um sein-
ustu áramót og hefur tekist að innheimta 1.101 millj. af þeirri upp-
hæð, eða 23,9%, en eftirstöðvar opinberra gjalda félaga frá fyrri
árum sem ekki hefur tekist að innheimta nema tæplega fjórum
milljörðum kr.
Álagning opinberra gjalda í stað-
greiðslu á einstaklinga á yfirstand-
andi ári var 8.853 millj. kr. og var
búið að innheimta 1.990 millj. 2.
september sl., eða 22,5%, en um
6.200 millj. voru ógjaldfallnar. Van-
skil vegna álagningar ársins voru því
komin í 663 millj. kr.
Álagning á félög á þessu ári er
6.013 millj. kr. og var búið að inn-
heimta 2.420 millj. kr. af þeirri upp-
hæð 2. september sl. en um þrír
milljarðar voru enn ógjaldfallnir.
Eftirstöðvar vegna álagningar frá
fyrri árum voru 4.701 millj. um sein-
ustu áramót en tekist hafði að inn-
heimta 892 millj. af þeirri upphæð í
byijun september.
Samkvæmt upplýsingum fjár-
málaráðuneytisins hefur innheimta
gengið þokkalega á undanförnum
misserum en of snemmt sé að meta
hver árangurinn verði á þessu ári
og hvort vanskil séu að færast í
aukana.
. Stúlkan hlaut heilablæðingar og
var í lífshættu um tíma. Henni tókst
sjálfri að leita aðstoðar lögreglu á
Lækjartorgi eftir árásina og kvart-
aði þá undan eymslum í höfði. Að
sögn lögreglunnar í Reykjavík hef-
ur lögreglubíll verið staðsettur
undanfarnar helgar við Dómhúsið
á Lækjartorgi og þeir sem þurft
hafa á aðstoð lögreglu að halda
hafa gengið að henni vísri þar.
Stúlkan var stödd í miðbænum
ásamt vinkonu sinni. Hún kvað
þijár stúlkur hafa_ hrint sér í göt-
una og sparkað nokkrum sinnum
í höfuðið á sér og annars staðar í
líkamann þar sem hún lá á göt-
unni. Hún kvaðst ekki þekkja árás-
armennina.
Hætti að anda
Lögreglan flutti stúlkuna á
slysadeild og á leiðinni þangað
kastaði stúlkan upp og skömmu
síðar náðu lögreglumenn ekki sam-
bandi við hana og fengu engar lík-
amlegar svaranir frá henni. í ljós
kom að hún var hætt að anda en
veikur púls fannst. Lögreglumaður
hóf þegar lífgunartilraunir og hóf
hún þá að anda sjálf.
Árásarmennirnir höfðu ekki
náðst í gær en Rannsóknarlögregl-
an hefur rannsókn málsins með
höndum. Mjög litlar lýsingar eru á
árásarmönnunum. Þó eru mörg
vitni að árásinni og yfirheyrslur
yfir þeim stóðu yfir.
Að sögn vakthafandi læknis á
gjörgæsludeild Borgarspítalans er
stúlkan talin úr lífshættu.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Þröngt athafnasvæði
FIMM vikna tafir hafa nú orðið á framkvæmdum við Steindórs-
plan og gamla Hótel íslandsplanið en stefnt er að Ijúka þeim
15. nóvember nk.
Framkvæmdir í Kvosinni í sumar
Fimm vikna seink-
un á Ingólfstorgi
FRAMKVÆMDUM við Steindórsplan og gamla Hótel íslands-
planið, sem hlotið hefur nafnið Ingólfstorg, hefur seinkað um
tæpar 5 vikur frá upphaflégri áætlun, að sögn Sigurðar I. Skarp-
héðinssonar, gatnamálastjóra. Sigurður vinnur nú að samantekt
kostnaðar við framkvæmdirnar fyrir borgarráð og segir að
útlit sé fyrir að breytingar sem gerðar hafa verið til sparnaðar
og seinkun framkvæmda jafnist út þannig að kostnaður standi
á sléttu.
Verktakar eru Suðurverk og
Björn og Guðni og segir Sigurður
að skrifstofa gatnamálastjóra
hafi þrýst á þá nýverið um að
auka hraðann við framkvæmdir
og hafi hann aukist undanfarnar
tvær vikur. Samkvæmt seinustu
áætlunum eiga verkskil að vera
15. nóvember nk.
„Framkvæmdir í Kvosinni eru
mjög flóknar í eðli sínu vegna
þess að þetta er þröngt athafna-
svæði og erfitt með alla að-
drætti,“ segir Sigurður. „Fram-
kvæmdirnar voru heldur ekki
fullhannaðar þegar við lögðum
af stað og menn hafa verið að
breyta þeim eftir að þær hófust,
þannig að allt leggst á eitt um
að seinka þeim.“
Sigurður segir að nú sé unnið
öll kvöld til að flýta framkvæmd-
um og nýlega einnig á sunnudög-
um.