Morgunblaðið - 24.10.1993, Page 2
2 B
Hefði ég ekki í snarheitum
lagt saman 18 ár ungu
baráttustúlkunnar og 60
árin sem liðin eru síðan,
þá hefði ég ekki trúað
því að þessi hvatlega
kona, sem þama sat væri
orðin 78 ára. Skyldi unga stúlkan
hafa verið svona yfírveguð og róleg
þegar hún stóð í baráttunni? Líklega
hefur hún fengið skipulagshæfíleik-
ana í vöggugjöf. Aðalheiður var í
forustunni á fullu þar til hún flutti
til Hollands með manni sínum,
Wugbold Spans, 1946. Lífið bar
hana í aðra átt. Það er mikill mun-
ur á fjöllóttu, hryssingslegu og
dyntóttu íslandi æsku hennar og
þessu vota Hollandi, þar sem allt
grær, kýr, kindur eða gæsir bíta
grænan gróður í bithögum milli
skurðanna. Hún hefur þó ekki fjar-
lægst landið sitt meira en svo að
hún var nýlega gerð heiðursfélagi
í íslensk-hollenska félaginu í Hol-
Iandi, sem hún átti mikinn þátt í
að stofna, hefur þar stundum verið
kölluð „ættmóðir íslendinga" vegna
allrar þeirrar aðstoðar sem hún
hefur veitt löndum sínum. Framlag
hennar hefur líka verið metið hér,
sem kemur fram í því að hún.var
nýlega sæmd hinni íslensku fálka-
orðu.
En hver er þessi íslenska korta,
sem ber eftirnafnið Hólm. Hún
kveðst vera að vestan. Er fædd á
Eysteinseyri við Tálknafjörð 1915.
Þar bjuggu afí hennar og amma
og foreldrar h<jnnar, Sigurgarði
Sturluson farkennari af Rauðasandi
og Viktoría Bjamadóttir, sem síðar
rak m.a. prónastofu í Reykjavík og
skrifaði bókina Vökustundir að
vestan. Hún segir að Hólm sé skím-
arnafn allra systkinanna. Föður
hennar þótti nafn sitt stirt í og vildi
ekki samsett eftirnafn. Móðir hans
hét Hólmfríður, svo systkinin voru
öll skírð Hólm að eftimafni. Á Ey-
steinseyri bjuggu þau í 25 ár og
fluttu svo til Reykjavíkur með við-
dvöl á Bíldudal.
„Pabbi dó 64 ára gamall, áður
en við fluttum suður. Hafði þá leg-
ið á spítala frá 1932. Ég var þá
búin í unglingaskólanum á Bíldu-
dal. Hafði aðeins verið tvö ár í
bamaskóla, því við lærðum heima
hjá pabba. Það var voðalega fínt
að fá að fara í skóla þá. Allir voru
fátækir. Ég vann mér fyrir skóla-
gjaldinu í fiski. Helgi Konráðsson,
síðar prestur á Sauðárkróki, var
með unglingaskólann. Nei, það kom
ekki til greina að halda áfram námi.
Þó hefði það ugglaust verið hægt,
ef nægilegur vilji hefði verið fyrir
hendi. Þegar ég kom til Reykjavíkur
fór ég að vinna á Álafossi hjá Sigur-
jóni Péturssyni og var þar í hálft
annað ár. Það var eiginlega besti
skólinn í mínu lífí. Einu sinni í viku
fór ég að heimsækja pabba á
Landakot. Farið kostaði eina krónu
í Fordbíl. Við pabbi lásum saman
bækur. Það var svo gott að vera
hjá honum. Hann var alltaf að
kenna,“ segir Aðalheiður.
Við tölum meira um það uppeldi
sem hún fékk, en það telur hún
eina ástæðuna fyrir því að hún var
ekkert hrædd við að gera eitthvað
í málinu þegar réttlætiskenndin
kallaði. „Við vorum öll alin upp við
að lesa og tala um hlutina. Og við
fylgdumst með heimsmálunum í
fréttum. Það var mikið rætt um
framfarakenningar í heiminum.
Pabbi átti gott bókasafn, safnaði
bókum, t.d. var Krig og fred eftir
Tolstoj safnað heima. Á kvöldin var
ætíð lesið. Alltaf var verið að tala
um bækur. Það virðist ekki venja
nú á íslandi. Bók er bók, ef maður
heldur henni í sér þá kemur hún
ekki að gagni. Maður verður að
ræða hvað þar er átt við. Þetta
hefur gengið í gegn um mitt líf.
Börnin mín og bamabörnin lesa líka
og tala saman.“
Gangastúlka á
Landspítalanum
Strax á Álafossi, þegar Aðalheið-
MORGUNBLAÐLD SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1993
Aðalheiður og maður hennar Wugbold Spans
Hvar hifti hún ungon Hollending? Varla í félags-
störfunum fyrir Sókn eða inni ó heimilinu? Jú,
einmitt. Wugbold Spans var í kaupskipaf lotan-
um. Þetta var ú stríósárunum og hann var í
f lutningum til hersins. Ásgeir bróðir hennar
og mágur hennar hittu hann á Hressingarskál-
anum og komu með kauða heim. „Ég var ekk-
ert hrifin af því, var ekkert í neinu hermanna-
veseni, en mamma sagði að ef sonur hennar
væri einn í erlendri borg, þá vildi hún láta
taka honum vel. Þetta bara gerðist. Ég hefði
þess vegna alveg eins getað orðið skotin í
hermanni. En ég á mig sjálf og að vera hrædd
við fordæmingu samfélagsins datt mér ekki í
hug.
ur var 16-17 ára, tók hún forustuna
til að fá leiðréttingu mála. „Á ein-
hveijum frídegi átti fólk í Reykja-
vík að losna klukkan 12 á hádegi,
en okkur var ætlað að vinna áfram.
Ég safnaði þá undirskriftum og
varð að fara með Kalla í bílnum í
bæinn með þær. Siguijón Pétursson
tók þessu vel. Hann kom sjálfur
uppeftir með sítrón og gaf okkur
frí. Þetta hafði aldrei komið fyrir
hann fyrr. Mér fannst að við yrðum
að reyna þetta og allar skrifuðu
undir.“
Hún réð sig svo sem gangastúlku
á Landspítalann. Þótt stúlkumar
ynnu 10 tíma á dag höfðu þær
ekki nema 40 krónur á mánuði, auk
fæðis og húsnæðis. „Það var ailtof
lítið kaup, ekkert til að byggja upp
nokkurt líf. Maður gat bókstaflega
ekkert. Ekki hægt að fata sig. Þeg-
ar voru böll þá gengum við um
beina. Það bjargaði málinu. Það var
svo mikill órói meðal stúlknanna.
Við bjuggum þijár saman í her-
bergi í spítalanum. Meðan herbergi
úti í bæ kostaði 20 krónur á mán-
uði gat spítalinn þannig fengið 60
króna húsaleigu fyrir þessi her-
bergi. Það var ansi há leiga. Sama
var með matinn, hann var býsna
hátt reiknaður. Á heimsóknartím-
anum um miðjan daginn höfðum
við tveggja tíma hlé. Þá hjólaði ég
oft í Laugamar. Var svo lánsöm
að eiga reiðhjól, sem ekki var al-
gengt. Það hefur kannski verið fyr-
irboði þess að ég settist að í Hol-
landi,“, segir Aðalheiður. Ég sé að
reiðhjólin þeirra hjóna standa til
reiðu við bakdyrnar.
Aðalheiður segir að ekki hafi
verið um annað að gera en að stofna
félag, óánægjan var svo mikil.
Verkakvennafélagið Framsókn var
komið, en þar vom aðallega konur
sem unnu í físki. Allar aðrar voru
utan félaga. „Við töluðum okkur
saman, en urðum að fara laumu-
lega. Hittumst fyrst úti í móa. Það
var kreppa og atvinnuleysi fram-
undan og maður varð að vera mat-
vinnungur."
Föstudaginn 20. júlí 1934 komu
svo starfsstúlkur frá Landspítal-
anum, Vífilsstöðum, Laugarnessp-
ítala og Kleppi saman á fund í
Reykjavík, 26 talsins, og stofnuðu
með sér félag. María Guðmunds-
í
otj ysirísíitn
fttiSÍcrdam , 2$Jebruí r
Sti
'i' i r
fSurlaw
hvað eða fyrir eitthvert framtak.
Og ég var ekki ein. Þarna vom
margar góðar konur.“ En var ekki
dálítið óvenjulegt að velja komunga
stúlku til þessarar forustu í stað
einhverrar fullorðinnar og reyndr-
ar? Og þurfti sú ekki hugrekki til
að taka það að sér? „Hlutimir verða
að gerast og maður vill ekki láta
þrykkja sér niður. Ég hefí nú aldrei
hugsað út í þetta. Aldur er bara
tilbúið kerfi. Ég hefí líklega haft
skipulagshæfileika sem ég vissi
ekki af. Og ég hefí aldrei verið feim-
in eða hrædd við fólk. Ég færðist
ekkert undan“, svarar Aðalheiður
blátt áfram.
„Við náðum sambandi við Krist-
neshæli og Vífílsstaði, en ekki
Landakot og Elliheimilið Grund,
sem voru einkastofnanir. Við áttum
auðvitað ekki nokkum eyri. Mig
minnir að við höfum verið með fund
í KR-húsinu. Þar var ódýrast og
hlutlaus staður. í þá daga var bar-
áttan svo pólitísk. Alþýðufokkurínn
og Kommúnistaflokkurinn vom
andstæðingar og hatrið svo mikið.
Við urðum að gæta okkar. Ekki var
ráðlegt að vera með fund á sama
stað og kommúnistar, af því fékk
maður óorð. Andrúmsloftið var
þannig. Það fyrsta sem við gerðum
var að biðja um viðtal við heil-
brigðisstjórnina.
Fómm þijár, Vil-
borg Olafsdóttir,
María Guðmunds-
dóttir og ég að biðja
um kauphækkun.
Ég hafði orð fyrir
þeim. Þetta kom
bara hvað af öðru.
Kom fram tillaga
um þetta og maður
vildi koma þessu
áfram. En til þess
að fá styttan vinnu-
tíma þurftum við
fyrst að ganga í
Álþýðusambandið
og urðum að passa
okkur, því þá var
Alþýðusambandið
svo háð Alþýðu-
flokknum. Ég hefi
alltaf verið róttæk,
en ég þurfti að vera
hlutlaus til þess að
geta setið á alþýðu-
sambandsþingum.
En ég kynntist líka
konum úr öllum
flokkum, því ég var
— jafnframt í Mæðra-
Islendingafélagið þakkar Aðalheiði Hólm fyrir styrksnefnd", skýr-
áratuga fyrirgreiðslu og kærleik sýndan íslensk- ir Aðalheiður það
um námsmönnum og öðrum löndum í Hollandi. undarlega andrúms-
loft sem var á fyrstu
árum Sóknar.
Varð þeim eitt-
hvað ágengt? Lentu
þær nokkurn tíma
í verkfalli á hennar
árum? „Það var
stundum æði hart þegar við vorum
að stytta vinnudaginn í 8 tíma og
hækka kaupið. Líka þegar við feng-
um 14 daga sumarleyfí. Þá gerðum
við þau mistök að taka ekki frarn
að þetta væru „virkir dagar“. Ég
fór svo með plaggið til Claessens,
sem var fyrir ríkisnefndinni. Sagði
honum að þeir gætu einfaldlega
ekki gefið frí á helgidögum, því þá
ættum við ekki að vinna. Hann
sagði þetta vera augljóst hjá frúnni.
Maður varð alltaf kynna sér vel
málin og búa sig út með rökum.
Aðeins einu sinni lá við verkfalli,
líklega 1936-37. Okkur var sagt
að ekki mætti gera verkfall á spítöl-
um. Enda gerðum við það ekki fyrr
en í síðustu lög. Við sátum í Alþýðu-
húsinu og þeir í Amarhvoli. Við
vorum ákveðnar og það var spenna
í okkur. En við vorum með Alþýðu-
sambandið á bak við okkur, sem
lofaði samúðarverkfalli. Rétt fyrir
klukkan 12 leystist málið."
Hitti ungan Hollending
Um þetta snerist tilvera Aðal-
heiðar Hólm í 12 ár. Fyrir þessi
störf fékk hún aldrei 10-eyring, eins
$ptns.~
.V4II u<aírd<rtiu^t-it y»or h *
9«
dóttir var fundarstjóri. Aðalheiður
Hólm skráði fundargerðina og það
var hún sem lýsti tilganginum með
félagsstofnuninni og skýrði frá und-
irbúningi að henni. Aðalheiður var
svo kjörin formaður og stjóminni
var falið að ganga á fund Iandlækn-
is. Mánuði síðar kynnir hún lög
félagsins, sem em samþykkt. Til-
gangur þess er að gæta hagsmuna
starfsstúlkna á sjúkrahúsum, bæta
kjör þeirra, auka menningu þeirra
og þroska. Rétt til inngöngu í félag-
ið hafa allar þær stúlkur er vinna
við matreiðslu, þvotta, hreingern-
ingar og saumastörf. Aðalheiður
segir að þetta hafí verið lægsta
stéttin. „Þá vom vinnukonur, en
þær hurfu í stríðinu," bætir hún
við. Sókn sendi framvarp í þingið
um að þær fengju sumarfrí og
fastan vinnutíma. Vinnukonur áttu
venjulega einn frídag, fímmtudag-
inn, en sumar urðu jafnvel þá að
taka til kvöldmatinn. Þetta frum-
varp dagaði uppi, en þetta vakti
umtal.
„Ég var nú kosin bara til þess
að tala fyrir þessu. Maður er kosinn
fyrir tilviljun ef maður segir eitt-