Morgunblaðið - 24.10.1993, Qupperneq 4
4 B
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1993
og hún segir, nema hvað maður
stakk einu sinni að henni 25 krónum
á alþýðusambandsþingi svo að hún
gæti fengið sér kaffi. En þingin
stóðu í hálfan mánuð og voru mik-
ið puð. Á hveiju lifði hún þá? Hún
kveðst hafa stofnað og haldið heim-
ili fyrir fjölskyldu sína. „Ég hafði
lofað pabba að hjálpa mömmu.
Mamma rak Prjónastofuna Iðunni.
Hafði byrjað með að kaupa sér
pijónavél og svo tók hvað við af
öðru. Hún flutti pijónastofuna út í
bæ, hafði síðast 15 stúlkur í vinnu,
en ég sá um heimilið. Þar var mik-
ill gestagangur og mikið að gera.
Ég get ekki verið svo fölsk að segja
að ég hafí verið sátt við þetta og
ég mundi ekki vilja að mitt bam
gerði þetta. En mamma var dríf-
andi kona. Og afí minn gamli var
á heimilinu. Ég held að ég hafí
gert þetta mest hans vegna. Svo
hitti ég manninn minn.“
Hvar hitti hún ungan Hollending?
Varla í félagsstörfunum fyrir Sókn
eða inni á heimilinu? Jú, einmitt.
Wugbold Spans var í kaupskipaflot-
anum. Þetta var á stríðsárunum og
hann var í flutningum til hersins.
Ásgeir bróðir hennar og mágur
hennár hittu hann á Hressingar-
skálanum og komu með kauða
heim. „Ég var ekkert hrifín af því,
var ekkert í neinu hermannaveseni,
en mamma sagði að ef sonur henn-
ar væri einn í erlendri borg, þá vildi
hún láta taka honum vel. Þetta
bara gerðist. Ég hefði þess vegna
alveg eins getað orðið skotin í her-
manni. Ég átti sæti í Mæðrastyrks-
nefnd og vissi því vel hvernig
ástandið var. En ég á mig sjálf og
að vera hrædd við fordæmingu sam-
félagsins datt mér ekki í hug. Við
ætluðum að gifta okkur um haust-
ið, en þá fékk hann ekki leyfi.
Victoria dóttir okkar fæddist heima.
Hann kom ekki fyrr en eftir tvö
ár og við gátum gift okkur. Wug-
bold var í tvo mánuði á íslandi og
fór svo. Kom ekki aftur fyrr en
1946. Þegar maður er ástfanginn
þarf ekki svo mikinn tíma. Hann
var Ioftskeytamaður á skipum í
flutningum um allan heim. Það var
bara að bíða og vona að hann kæm-
ist af. Við vissum aldrei hvar hann
var. En ég var heppin. Ég hefði
getað orðið ekkja áður en ég gifti
mig.“
Framandi umhverfi
Hikaði Aðalheiður ekkert við að
sleppa öllum sínum viðfangsefnum
og fylgja manninum til Hollands,
þegar hann loksins kom? „Maður
er aldrei ómissandi og ég treysti
þeim vel sem tóku við. Ég var orð-
in þrítug og allt er breytingum
undirorpið. Það var ákveðið að við
færum til Hollands. Wugbold var
búinn að vera 6 ár að heiman. Við
fórum með fraktskipi, sem hafði
viðdvöl í Middleborough og kom 11.
september 1946 til Hollands. Hann
var búinn að vera í burtu í sex ár
og vissi í raun og veru lítið um
Holland eftirstríðsáranna. Við sett-
umst að hjá foreldrum hans. Hann
var heima í 10 daga. Svo var hann
farinn í siglingu til Suður-Ameríku.“
Aðalheiður viðurkennir að það
hafí verið gífurleg viðbrigði fyrir
unga athafnasama konu að vera
þama allt í einu ein með fjögurra
ára barn á framandi slóðum. Þar
höfðu geisað svo mörg stríð og
óskaplegt að sjá eyðilegginguna í
Rotterdam og Arnheim. „I Kampen
þar sem ég bjó hjá foreldrum hans
var kalvínismi ríkjandi, allir í kristi-
legum félögum. Allt mjög strangt
og mér erfitt. Ólíkt hafnarborginni
Reykjavík." Hvernig brást hún við?
„Ég bara hætti að tala. Ég man að
á leiðinni las ég bók um Moses, sem
væri fyrsti byltingarmaðurinn sem
sögur færu af. Hann hafði bara
lagt af stað með allan hópinn og
enginn af þeim sem fóru frá
Egyptalandi komst alla leið. Að
segja þetta þarna var voðaleg synd.
Á sunnudögum jnátti ekki pijóna
eða gera nokkun hlut, varla þvo
manns.“ Aðalheiður segir mér frá
freyjufundunum, sem efnt er til hjá
henni með saltkjöti, baunum og
brennivíni. Það er svo gaman að
hittast. Aðalheiður hefur fá orð um
framlag sitt, en 1988 gerði félagið
Island-Holland hana að heiðursfé-
laga fyrir áratuga fyrirgreiðslu og
kærleika sýndan íslenskum náms-
mönnum og öðrum löndum í Hol-
landi, fyrir að hafa verið einn af
frumkvöðlum Vinafélags íslands og
Niðurlanda, fyrir að hafa verið góð-
ur og gestrisinn meðstjórnandi og
fyrir öll mikils metin störf fyrir fé-
lagið.
Starfssstúlkur í eldhúsi Vífilsstaðaspítala um það leyti
sem Starfstúlknafélagið Sókn var stofnað.
Heiðursfátækt
Á 40 ára afmæli Sóknar 1974
voru þau hjónin boðin til íslands
og höfðu mikla ánægju af. En Aðal-
heiður kveðst hafa látið vera að
hafa mikið samband. „Ég vil alls
ekki vera eins og eitthvert monu-
ment. Ég hefi aldrei gert neitt ein,
þær sem með mér voru eiga ekki
síður heiðurinn af stofnun félags-
ins. Ég var bara svo ung að ég er
ein á lífí,“ segir
Aðalheiður með nokkrum formönnum Sóknar: Margrét Auðunsdóttir 1956-
1972, Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir 1976-1987, Aðalheiður 1934-1946 og Guð-
munda Helgadóttir 1973-1975
Aöalheiður segir aö ekki hofi veriÖ um annaö
aö gera en aö stofna félag, óónægjan var svo
mikil. Verkakvennaf élagið Framsókn var kom-
iö, en þar voru aöallega konur sem unnu í
fiski. Allar aörar voru utan félaga. Viö töluöum
okkur saman, en urðum aö fara laumulega.
Hittumst fyrst úti í móa. Þaö var kreppa og
atvinnuleysi framundan og maöur varö aö
vera matvinnungur.
upp. Ég gerði allt vitlaust, fór að
tala um dans, sagði að það hefði
verið dansað hjá Salomon. Og ég
sótti ekki kirkju. Svo ég bara þagn-
aði, sagði ekkert."
Þama bjó Aðalheiður í fjögur ár
og átti drengina sína tvo, Sturlu
og Pétur. Sturla er lögfræðingur
og býr í Hollandi, en Pétur er fram-
kvæmdastjóri stofnunar fyrir
þroskahefta í Frislandi. Báðir eiga
þeir fjölskyldur og tvo stráka og
eina stelpu hvor. Og svo dóttirin,
Victoría Spans, sem er þekkt söng-
kona og býr í Hollandi. Hún er Is-
lendingum vel kunn, hefur m.a.
sungið íslensk lög erlendis og hald-
ið tónleika á íslandi. Aðalheiður
hefur því alla fjölskylduna í kring
um sig. Hún kveðst auðvitað hafa
saknað fjallanna á íslandi þegar
hún var komin f hið flata Holland.
Þegar strákarnir hennar fóru fyrst
heim til íslands 12-14 ára gamlir
spurði hún þá hvernig þeim hefðu
fundist fjöllinn. Svarið var: Við viss-
um þetta alveg, þú hafði teiknað
þau svo oft.
„Það var ekkert gaman fyrir
Aðalheiði þegar ég kom í land
1947,“ skýtur Wugbold maður
hennar glettnislega inn í, þar sem
við sitjum við eldhúsborðið þeirra.
„Ég var búinn að vera árum saman
loftskeytamaður á skipum, þar sem
ailt er gert fyrir mann, tveir þjónar
bera manni matinn og vita hvað
maður vill. Maður hugsar ekki sjálf-
ur fyrir neinu. Aðalheiður gekk
ekki beint inn í það hlutverk“. Hún
tekur undir það.
Wugbold og Aðalheiður sátu ekki
afskiptalaus um málefnin eftir að
þau settust að í Hollandi. Aðalheið-
ur hafði alltaf verið róttæk. Hún
kveðst hafa þekkt Héðin Valdimars-
son — „alveg einstakt í veröldinni
að vera olíukóngur og verkalýðsfor-
ingi í senn“, segir hún og segist
hafa gengið í Sólsíalistaflokkinn
þegar hann tók við af Kommúnista-
flokknum. Það var þá breiðara hug-
tak og þama var margt fræðandi
fólk. I Hollandi héldu þau hjónin
svo áfram að taka afstöðu í heims-
málunum. Þau eru í PSP, Pasi-
fístich Socialistich Partei og voru
virkir þátttakendur í mótmæla-
göngum á 7. áratugnum, gegn
kjamorkuvopnum og slíku. Þau
tóku virkan þátt í kosningabaráttu
í bænum sínum, lögðu heimilið sitt
undir hana. Wugbold Spans átti
sæti í borgarstjórninni fyrir PSP í
8 ár.
Wugbold starfaði ámm saman
við upplýsingadeild Háskólans í
Utrecht. Þau era að sjálfsögðu
bæði hætt störfum, en enn ákaflega
virk í lífínu. Lesa mikið, allt milli
himins og jarðar. „Ég er af kyn-
slóð, sem hafði gaman af samræð-
um og maður vill hafa eitthvað til
að tala um. Alls staíar má hitta
áhugavert fólk sem á við mann.
Mér fínnst samt eins og íslendingar
sem koma hingað út úr mennta-
skóla á íslandi geti ekki komið
hugsun sinni í form. Eins og það
sé einhver stífla í þessu unga fólki.
Það þyrfti að vera meira um kapp-
ræður í skólunum. Ekki bara hlust-
að á fyrirlestra heldur samræður
um efnið. Ég fór oft með Sturlu
syni mínum í kappræður í háskólan-
um hér. Fólk notar ekki þetta
merkilega sem manneskjan ein hef-
ur, að geta talað. Maður á að geta
leikið á höfuðið eins og á tölvu. Og
að það komi eitthvað út úr þeirri
tölvu“, segir Aðalheiður.
Ættmóðir íslendinganna
Aðalheiður hefur alltaf haft sam-
band við íslendinga í Hollandi. í
fyrstu var hún eini íslendingurinn
þar, en eftir 10 ár kom Jón Kristins-
son byggingafræðingur qg prófess-
or, sem nú er formaður íslendinga-
félagsins. Svo íjölgaðt „Fólk sem
vildi vitá eitthvað um Island leitaði
til okkar. Undarlegt hvernig það
fékk heimilisfangið. Þetta var oft
mikið umstang og gaman ef vel
tókst til. Svo kom önnur kynslóð.
Sturla sonur minn er í stjórn. Nú
eru árleg þorrablót með 160-170
hún. Og bætir
við að það hafi
verið mikið fyr-
irtæki hjá Sókn
að byggja húsið
sitt í Skipholti.
„Við áttum
ekkert."
Það leiðir
hugann að hin-
um gífurlegu
breytingum á
þessum tæpum
60 árum síðan
Sókn var stofn-
uð. „Það var
svo mikil fá-
tækt, en fólk
bar fátæktina
betur. Við fund-
um ekki svona
til þess að vera
fátækar. Ekki
var það okkur
að kenna. Það
var aldrei
barlómur í
kring um okkur. Alltaf verið að
gera eitthvað", segir hún og notar
orðið „heiðursfátækt", þegar fólk
bar\þöfuðið hátt. „Mér fínnst svo
mikil uppgjöf í öllu núna. Það hefur
orðið bylting á íslandi, andleg og
líkamleg. Fólkið hefur breyst sjálft.
Það er orðið svo mikið einstefnu-
fólk, hugurinn bundinn við það
sjálft — og bankann sinn. Áður var
færra sem við þurftum að taka til-
lit til. Eftir að stríðið kom fór fólk
að hafa næga peninga. Og fólk er
fólk, enginn tók lengur upp tíkall.
Þá breyttist mikið. Verkalýðsfélög-
in vora hagsmunafélög, hugsjóna-
félög, við tókum aldrei neitt fyrir
að leggja lið. Nú era þetta stórfyrir-
tæki. Lífeyrirsjóðirnir á íslandi era
bull. Þar á að vera einn lífeyrissjóð-
ur fyrir landsmenn. Verkalýðsfélög-
in eiga ekkert að reka þetta. Eins
fínnst mér fráleitt að blanda saman
stjórnvöldum og verkalýðsforustu.
Menn verða að geta tekið á ef þörf
krefur, óheftir af stjórnmálunum."
Meðan við eram að tala saman
hefí ég litið í kring um mig. Það
leynir sér ekki að heimili þeirra
Aðalheiðar Hólm og Wugbolds
Spans í úthverfí Utrecht í Hollandi
á íslenskar rætur. Þar eru margir
grónir íslenskir munir. Þarna er
nálarhús úr hvalbeini, sem Sturla
Einarsson, afí Aðalheiðar, skar út
og einnig netanálar og útskorin
hilla eftir Bjarna Friðriksson, hinn
afa hennar. Svo og útskorinn askur
með áletraninni A.W. Spans. Falleg
andlitsmynd eftir Kjarval prýðir
vegginn og einnig stórt veggteppi,
sem Aðalheiður saumaði sjálf eftir
fyrirmynd úr Þjóðminjasafni. Loks
dregur Aðalheiður fram pijóna-
stokk með höfðaleturs áletrun sem
á svo ijarska vel við hana: í þörf
skal vina leita! Aðalheiður hefur
ætíð brugðist ótrauð við þörfinni
þegar til hennar var leitað.