Morgunblaðið - 24.10.1993, Page 5

Morgunblaðið - 24.10.1993, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1993 B 5 Rauða skikkjan viðruð Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Háskólabíó: Rauða skikkjan Leikstjóri Gabriel Axel. Aðalleik- endur Gitte Hænning, Oleg Vidov, Eva Dahlbeck, Gunnar Björn- strand, Gísli Alfreðsson, Borgar Garðarsson. Dönsk - íslensk. Edda Film 1967. Rauða skikkjan er aftur komin á tjaldið (um takmarkaðan tíma) „til upprifjunar og gamans“, eins og Indriði G. Þorsteinsson sagði í aðf- ararorðum á undan forsýningunni, þar sem hann benti m.a. á þátt myndarinnar í „vorkomu" íslenskrar kvikmyndagerðar. En Rauða skikkj- an var dansk/íslenskt samvinnu- verkefni, þriðja kvikmynd Edda Film, sem áður hafði verið eitt af framleiðendum Sölku Völku og 79 af stöðinni. Þó „vorið“ hefðist ekki fyrr en eftir röskan áratug voru þessar þrjár myndir undanfari og að einhverju leiti hvatar þess. Það var afar forvitnilegt að sjá þessa umtöluðu, liðlega aldaríjórð- ungsgömlu mynd, ekki síst í saman- burði við það sem er að gerast í list- greininni í dag. Og víst er að mynd- in hefur sérstöðu, ekki aðeins í ís- lensku kvikmyndaflórunni heldur janvel þó leitað væri langt útfyrir landsteinana. Þó ekki sé fyrir annað en að gallar hennar og kostir liggja óvenjulega ljóst fyrir. Myndmálið, kvikmyndatakan, stendur vel fyrir sínu, er listræn og fögur, langsam- lega besti hluti myndarinnar. Sum- arið ’66 var með eindæmum úrko- musamt og olli kvikmyndargerðar- mönnum umtalsverðum vandræðum. Tökustjórinn fangar engu að síður grámóskuna og þokuloftið sér til tekna, iætur það gefa myndinni vel- viðeigandi, oft yfirnáttúrlegan blæ. Þá er til efs að Náttúruverndarráð væri tilbúið í dag að opna hlið Ás- byrgis, Hljóðakletta og Dimmuborga fyrir kvikmyndargerðarmönnum i dag (!). En hér eru þessar náttúru- perlur okkar stórbrotinn rammi um litla sögu. Akkilesarhællinn er textinn. Hann er með ólíkindum upphafinn, stuttaralegur, gjörsneyddur kímni, persónusköpun, kryddi. Harðlífislegt og vanmáttugt daður við Söguritun forfeðranna. Minnir helst á niður- soðna, ritaða textann sem skotið var á milli atriða í þöglu myndunum á sínum tíma. Og vafalaust mundi Rauða skikkjan njóta sín mun betur þögui. Ekki nóg með að hið talaða orð sé tilgerðarlegt heldur er mynd- in talsett á íslensku og það hefur tekist illa. (En hafa ber í huga að tækninni hefur fleygt fram á þessu sviði sem öðrum síðustu 26 árin). Raddirnar passa misvel við persón- urnar, en það sem verra er að þar bólar talsvert á þeim misskilningi að verið sé að flytja Gullaldartexta, menn beita gjarnan röddinni af mikl- um, dramatískum áhersluþunga. Líkt og þeir væru að kytja sjálfan Shakespeare á sviði. Að einhveiju leiti má kenna þetta tíðarandanum Þetta sakleysislega atriði hneykslaði margan manninn árið 1967. Gitte Hænning og Oleg Vidov í aðalhlutverkunum, hinna ógæfusömu elskenda, Hagbarðar og Signýjar. og verið var að gera eina dýrustu mynd sem filmuð hafði verið á Norð- urlöndum. Menn tóku sig hátíðlegar í þá daga. Eins var hugsunarháttur- inn sakleysislegri á tímum er tólf manna kaffistell voru eftirsóknar- verðastir bingóvinninga. (Þó segir Ólafur Sigurðsson í gagnrýni sinni á myndinni í Mbl. í feb. 67., að það hefði verið sagt í Danmörku að myndin væri betri á íslensku. Og telur það....hreint ekki ólíklegt því þá losna þeir við að skilja það sem sagt er...“. Svo það er ljóst að text- inn fór fyrir bijóstið á mönnum þá sem nú). Þetta eru helstu kostir og gallar þessarar misjöfnu myndar sem ann- ars segir frá atburðum á Söguöld. Afbrýði, ættarvígum, ást og hatri sem ná út fyrir gröf og dauða. Skandinavísk útgáfa af Rómeó og Júlíu sem þau Oleg Vidov og Gitte Hænning leika með litlum tilþrifum. Bergman-leikarinn Gunnar Björn- strand er broslega hátíðlegur í hlut- verki Sigvarrs konungs og maður hefur á tilfinningunni að hin uppstr- ílaða Eva Dahlbeck sé að leika í Lux sápuauglýsingu. Tveir íslenskir leik- arar koma nokkuð við sögu, Borgar Garðarsson og Gísli Alfreðsson og skila þeim eins vel og efni standa til. En yfir höfuð ber allur ieikur of mikin keim af leiksviðsreynslu. Maður greinir varla ástæðurnar í dag fyrir þeirri umræðu og írafári sem Rauða skikkjan olii hér á sínum tima, en myndin var „marglofuð og- löstuð" - og stranglega bönnuð innan tólf ára, jafnvel í fylgd foreldra. Hneykslunarhellurnar einkum sex berrassaðir karlmenn, sætu bijóstin hennar Gittu Hænning og afhausun vígamanna. Allt boðlegt fjölskyldu- fóður í sjónvarpi samtímans. Myndin hlaut dágóða aðsókn hérlendis og í Bandaríkjunum var hún lofuð uppí hástert. Ein besta erlenda mynd árs- ins ’67 og hafa bardagaatriðin, sem þóttu ofurraunsæ á þeim tíma, átt dijúgan þátt í því vali. Myndin á það fylliega skilið að vera gefin út á myndbandi því hún er ágæt skemmt- un - ef maður stingur uppí eyrun. iRAIMGUR fyrir jólin! þú æfir 3-5x í viku þú brennir fitu þú styrkir vöðvana og mótar lögulegan vöxt skráning í síma: 68 98 68 þú verður fitumæld og viktuð • Við hugsum vel um þig - þú nærð góðum árangri fitubrennslu- námskeið Hefst 30. okt. þú færð góðar uppskriftir af léttu fæði þú færð möppu með fróðleik og upplýsingum þú heldur matardagbók og við komum með góðar ábendingar • þú færð fræðslu og gott aðhald Morgunhópur Daghópur Kvöldhópar Barnagæsla r r AGUSTU OG HRAFNS SKEIFAN 7 108 REYKJAVÍK S. 689868

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.