Morgunblaðið - 24.10.1993, Síða 7

Morgunblaðið - 24.10.1993, Síða 7
B 7 MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUÐAGUR 24. OKTÓBER 1993 olíuskip eða her- búnað, heldur verður um að ræða umhverfis- slys með skaða sem snertir heilar þjóðir, og náttúru margra landa. Forritin sem stýra t.d. kjarnorkuveri eru þeirrar stærðar, að ógerlegt er að sjá fyrir að þau starfi eins og ætlast er til í öllum kringustæðum. Ekki eru alltaf allar kringumstæður fyrirsjáanlegar, og forritin eru samsett úr milljónum eininga. Útilokað er að hreinsa þau alger- lega af villum. Vitaskuld er með vandaðri vinnu reynt að tryggja gegn villum, en reynt er að bregð- ast við vandanum með því að lifa við hann, þar sem svo erfitt er að útrýma honum. Trygging gegn villum fæst einna helst með því að hafa kerfíð margfalt, þ.e. þijú eða fleiri tölvukerfí eru öll hvert um sig látin um að stýra umrædd- um tæknibúnaði, og kerfið er að- eins „keyrt“ ef allar tölvumar eru sammála um niðurstöðuna, þ.e. um hvernig á að stýra, t.d. kjarn- orkustöðinni. Þessar þijár tölvur eða fleiri eru venjulega eins, og eins forritaðar, og ættu alltaf að vera sammála ef allt væri með felldu. Þegar meira er haft við, eru keyrðar margar „systurtölv- ur“ samhliða á þennan hátt, en ein „móðurtölva“ er yfir þær sett og kemur til skjalanna, hvenær sem systurnar eru ekki allar sam- mála. Þessi móðurtölva er til ör- yggis annarrar gerðar (þ.e. hug- búnaðurinn) en hinar, og því óháð þeim forritavillum sem kunna að valda vandræðum í sjálfum stýr- iútbúnaðinum. Það er svo háð for- rituðu mati móðurtölvunar hvort hún hleypir stýriskipunum í gegn- um sig og út í kerfið, jafnvel þótt systurtölvurnar séu ekki allar sammála. Oft er þá stýring töl- vanna látin verka þótt ein til tvær tölvur séu í minnihluta, ef meiri- hluti tölvanna er sammála. Þetta er nefnt á slæmri íslensku „of- sóknarlýðræði“ (paraniod democracy), vegna þess að tölv- urnar standa vörð hver um aðra. Með þessu komast menn miklu nær fullkomnu öryggi en með því að eyða ógnar tíma og vinnu í að hreinsa hugbúnaðinn af villum. Setjum svo að líkurnar á að ein- falt tölvukerfi kjarnorkuvers geri villu innan eins mánaðar séu einn deilt með hundrað þúsund. Það eru verulegar líkur, þegar tekið er tillit til íjölda kjarnorkuvera í heiminum og að þær líkur fara nærri því að tólffaldast yfir árið. Sé tölvukerfið þrefaldað, fer nærri því að líkurnar á tölvubilun innan hvers mánaðar verði einn á móti hundrað þúsund í þriðja veldi, eða talan 1/1000.000.000.000.000 eftir Egil Egilsson STANGVEIÐIÆr A tlantshafslaximi t útrymingarhcettu? Kvótakaupin LJÓST MÁ VERA af skýrslum um veiði á Atlantshafslaxi undanfarin ár að afli hefur dregist stórlega saman. Svo er um stangveiði í Noregi, á Bretlandseyjum og Islandi, einnig úthafsveiði þrátt fyrir tilraun til veiðistjórnunar. Brátt sér þó vonandi fyrir endann á þeim veiðum. Talið er að hér á landi hafi laxveiði dregist saman um 25% síðustu fjórtán árin þrátt fyrir öflugt ræktunarstarf. Sumir kenna það úthafsveið- unum. Það hefur lengi verið áhugamál íslenskra stangveiðimanna að koma í veg fyrir úthafsveiðar á laxi. íslensk löggjöf leggur blátt bann við slíkri veiði og hafa ís- lendingar fyrir það vakið at- hygli annarra þjóða. Baráttan hef- ur því beinst út á við og fyrst og fremst að þvi að fá bannaðar veiðar Færey- inga og Grænlendinga. Þar var við ramman reip að draga því að þessar þjóðir töldu það stofna atvinnumálum sínum í voða. Sama var þótt stjórnvöldum væri sýnt fram á að hætta væri á að sjómennirnir veiddu sig út á gadd- inn og legðu einnig í rúst stang- veiðarnar í þeim löndum þar sem laxinn gengi í árnar til að hrygna. Jafnvel Norðmenn voru lengi að skilja að það er ekki hægt að veiða sama laxinn bæði í sjó og uppi í ánum. Þeir hafa nú bannað reknetaveiðar meðfram ströndum lands síns en eiga samt við nóga erfíðleika að stríða vegna sjúk- dóma og annarra vandræða sem rekja má til verksmiðjueldis á laxi. Nú hefur það gerst fyrir at- beina eins manns, Orra Vigfús- sonar, að búið er að semja við Færeyinga um að veiða ekki lax í sjó í þijú ár og nú Grænlendinga að leggja ekkilaxanet í sjó næstu fimm ár. Þó með örfáum undan- tekningum í hreinræktuðum veiðimannabyggðum. Samning- amir skulu endurskoðaðir árið 1995. Orri hefur kunnað að notfæra sér það að svo fór sem spáð var að sjávaraflinn hraðminnkaði og svo að verðhrun varð á laxi vegna tilkomu fiskeldis. Útgerðin ein- faldlega borgaði sig ekki. Stjórnvöld, útgerðir og sjó- menn voru þó ekki tilbúin að af- sala sér sínum rétti fyrr en Oití og samstarfsmenn hans í Norður- Atlantshafslaxasjóðnum gerðu þeim tilboð sem þeir töldu sér hag í að ganga að: Greiða útgerðar- mönnum og sjómönnum í Færeyj- um árlega i peningum andvirði þess ársafla sem bestur hafði orð- ið síðustu fimm árin_ fyrir gildis- töku samningsins. í Grænlandi er tekið mið af kvóta og veiðum undanfarinna ára. Orri hefur verið óþreytandi að fá fjársterka aðila bæði vestan hafs og austan til að fjármagna þessar aðgerðir og orðið vel ágengt, einnig hafa ríkisstjórnir hagsmunalandanna lagt fram sinn skerf og síðast en ekki síst stangveiðimenn og veiðiréttareig- endur. Það sem hefur vakið athygli við þessa samninga er að komið var til móts við menn sem sums staðar voru að missa vinnuna og útgerðir sem víða sáu fram á bullandi tap og lagt á ráðin með að byggja upp veiðar annars sjáv- arfangs í staðinn. Þama fóru ekki blindir friðun- arsinnar sem létu sig engu varða afleiðingar gerða sinna á veiði- þjóðir heldur menn sem skildu þarfir þeirra og vildu milda óhjá- kvæmilegar breytingar á lífshátt- um þeirra en vinna í staðinn fylgi við þarfan málstað. Nú er bara að bíða og vona að þessi árvekni, frumkvæði og óþreytandi baráttuhugur Orra Vigfússonar beri árangur, laxinn skili sér í ríkara mæli í heimaárn- ar. Ötult starf hans er þeim líka hvatning sem þar ráða til að rækja hlutverk sitt af kostgæfni og vera vel á verði gegn þeim hættum öðrum sem kunna að steðja að laxinum. eftir Gylfa Pólsson MALASKOLI REYKJAVIKUR Tungumálakennsla í sérflokki - fyrir alla ÍNNRITUN HEFST 25 Október sími: 62 88 90 VISA EliRO Brautarholti 4 105Reykjavík Enska Einkatímar í dönsku, sænsku, spænsku Fullorðnir: Námskeið í janúar Almenn enska, Bókmenntahópar, Samtalshópar, Viðskiptaenska, Einkatímar, Sérsniðin kennsla Erlendir Skólar upplýsingar í simí 628850 Námskeið hefst 1. nóvember VRo.O. -sniöin að mannleöum l pörfum Ml KORTAKERFIG I Rautt kort. Rauða kortið eru likast þvi serrt áður gerðist hjá okkur í JSB. Þetta kort hentar þeim konum ■ sem eru tilbúnar að binda sig við tvo ákveðna tima i viku, en auk þess geta þær svo mætt í tvo frjálsa tima á fóstu- dögum og laugardögum. Rauð kort hafa forgang i þann flokk sem viðkomandi skráir sig í. Skráning er takmörkuð. ■ Grænt kort. Grænt kort gildir i alla flokka alla daga vikunnar þar til flokkarnir eru fullsetnir. Þessi kort eru miðuð við þarfir þeirra sem vilja hafa sveigjanleika á mætingu og ástundun. TOPPI TIL TÁAR Uþpbyggilegt lokað námskeið. Fimm timar í viku, sjö vikur í senn. Strangur megrunarkúr sem fylgt er eftir daglega með and- legum stuðningi, einkaviðtölum og fyrirlestrum um mataræði og hollar lifsvenjur. Heilsufundir þar sem farið er yfir fórðun, klæðnað, fram- komu og hvernig á að efla sjálfstraustið. Þetta námskeið er eingöngu ætlað þeim konum sem berjast við aukakílóin. ægSffiS' Barnapössun í Suðurveri alla daga frá kl. 9-16. Leikhorn fyrir krakkana I Hraunbergi. Hringið og pantið kort eða skráið ykkur i flokka. Sími 813730 og 79988.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.