Morgunblaðið - 24.10.1993, Blaðsíða 12
12 B
MORGUNBLAÐIÐ MENNIIMGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1993
+
Fólk
MÁ nýlega afstaðinni
heimildar- og stuttmynda-
hátíð í Kristianstad í Sví-
þjóð hreppti Inga Lísa
Middleton verðlaun fyrir
hreyfímynd sína Ævin-
týri á okkar tímum í
flokki tilraunamynda. Var
það eina íslenska myndin
sem hlaut verðlaun á há-
tíðinni en Finnar komu
mjög sterkir útúr henni
með verðlaun fyrir bestu
heimildarmyndina og
bestu stuttmyndina og
áhorfendaverðlaunin að
auki.
■ Bandaríski leikstjórinn
Tim Burton mun ekki
gera þriðju myndina um
Leðurblökumanninn
(„Batman 3“) heldur Joel
Schumacher sem áður
hefur gert myndir eins og
„Dying Young“ og
„Flatliner". Er sagt að
kvikmyndaverið Warner
Bros. hafi ekki verið alls-
kostar ánægt með mynd
númer tvö og því talið
ráðlegast að skipta um
leikstjóra. Ekki erþar með
sagt að Burton, sem er
einhver frumlegasti leik-
stjóri sem Hojlywood hef-
ur á að skipa, hafí sagt
skilið við seríuna því hann
hefur í hyggju að búa til
bíómynd um einn af
óþokkunum í sögunum
þ.e. Kattarkonuna, sem
Michelle Pfeiffer lék svo
eftirminnilega í númer
tvö.
Perueftirlitið; úr myndinni „Byron“ eftir Guðmund
Karl Björnsson.
„BYRON“ EFTIR
GUÐMUND KARL
Guðmundur Karl Björns-
son vinnur nú við loka-
frágang á stuttmynd sem
hann hefur gert og heitir
„Byron“. Guðmundur skrif-
ar handritið, framleiðir og
leikstýrir en myndin er
byggð á sögukafla úr bók-
inni „Gravity’s Rainbow"
eftir Thomas Pynchon.
Með aðalhlutverkin í
henni fara Þröstur Guð-
bjartsson, Ragnar Ágústs-
son, Guðmundur Rúnar Lúð-
víksson, Þóra B. Valdimars-
dóttir, Kristinn Pétur Magn-
ússon, Jón Frosti Tómasson
og Skúli Skúlason. Kvik-
myndataka og klipping er í
höndum Þorvarðar Arnason-
ar, Magnús S. Guðmundsson
sér um myndræna hönnun,
Þorkell Sigurður Hjartars-
son um leikmynd og Stein-
grímur E. Guðmundsson um
tónlist. Alf Bower sér um
hljóð.
Guðmundur lýsir mynd-
inni sem „ótrúlegri reynslu-
sögu ódauðlegrar ljósa-
peru“. Segir hann myndina
greina frá hetjulegri baráttu
ljósaperu sem í leynist
ódauðleg sál við þröngsýn
hagsmunasamtök er reyna
að útrýma langlífum ljósa-
perum og stendur hún
frammi fyrir ógnvænlegu
samsæri.
í sem stystu máli gerist
það að klerkur í hefndarhug
stelur ljósaperum til að
klekkja á Lionsmönnum,
sem hann telur þjóna
myrkrahöfðingjanum. Trú-
ardeilur magnast upp og
perustuldsfaraldur grípur
um sig og við tekur æsi-
spennandi eltingaleikur við
útsendara perueftirlitsins.
Myndin verður væntan-
lega sýnd í kvikmyndahúsi
um miðjan næsta mánuð.
74.000 HAFA SÉD
JÚRAGARÐINIM
Alls hafa nú um 74.000
- manns séð Júragarð-
inn eftir Steven Spielberg í
Háskólabíói og Sambíóun-
um og kvikmyndahúsum og
úti á landi.
. Þá sáu um 6.600 manns
spennumyndina Fyrirtækið
í Háskólabíói og Sambíóun-
um fyrstu sýningarhelgina
og 13.500 manns hafa séð
„Sliver“ í báðum bíóunum.
Um 6.500 hafa séð Við
árbakkann í Háskólabíói,
5.000 frönsku stórmyndina
Indókína og 2.500 kín-
versku myndina Rauða
lampann.
Næstu myndir Háskóla-
bíós eru „Benny & Joon“
með Johnny Depp, „Hard
Target“ með Jean-Claude
van Damme en hún verður
einnig í Laugarásbíói, „The
Damme harður; úr „Hard Target“ sem sýnd verður í
Háskólabíói og Laugarásbíói
Real McCoy“ með Kim Bas-
inger og Val Kilmer, „The
Young Americans“ með
Harvey Keitel en lag Bjark-
ar Guðmundsdóttur, „Play
Dead“, er í myndinni og
loks „For Love Or Money“
með Michael J. Fox.
I desember frumsýna svo
Háskólabíó og Sambíóin
framhaldsmyndina „Add-
ams Family Values“.
TAYLOR LEIKURISTEIN-
ALDARMÖNNUNUM
Jabbadabbadúúúú. Rick
Moranis og Rosie
O’Donnell leika foreldra ís-
lensku drengjanna Marínós
og Hlyns Sigurðssona í bíó-
myndinni Steinaldarmönn-
um, sem gerð er eftir sam-
nefndum sjónvarpsþáttum.
Þau leika Barney Rubbles
og frú en íslensku strákarnir
skiptast á um að leika son
þeirra, Bam Bam.
Eins og kunnugt er fer
John Goodman með aðal-
hlutverkið í myndinni, leikur
Fred Flintstone, en með önn-
ur hlutverk fara Elizabeth
Perkins, sem leikur Wilmu,
og Elizabeth Taylor, sem
leikur tengdamömmu Freds
ceeeJCVIKMYNDIRkeed
Hvaba myndirgengu best íBandaríkjunum?
Metsölusumar
Síðasta sumar var metsölusumar í bíóaðsókn í
Bandaríkjunum og þakka menn það góðu úrvali af
spennandi sumarmyndum en kannski ekki síst Júra-
garðinum sem orðin er næst mest sótta bíómynd
seinni tíma á eftir annarri Steven Spielbergmynd,
„E.T.“ (399 milljónir dollara). Júragarðurinn sló
„Star Wars“ úr öðru sætinu en miðar á eðlumyndina
hafa verið seldir fyrir rúmlega 326 milljónir doilara
í Bandaríkjunum sem gera tæpa 23 milljarðar ísl.
króna. Ekki áttu allir jafngóðan dag. Disneyfyrir-
tækið frumsýndi níu myndir sl. sumar en engin
þeirra fór yfir 40 milljón dollara markið.
Aðsóknin vestra í sumar
er fímm prósentum
meiri en hún var metsölu-
sumarið 1989 og er áætlað
að miðar hafi selst fyrir 2,1
milljarð dollara þá rúmu
þijá mánuði sem sumarver-
tíðin stendur. Það gerir 147
íslenska milljarða. Þær
myndir sem báru
sumarið uppi þóttu óvenju
kræsilegar og virtust höfða
til breiðs hóps áhorfenda
eins og Fyrirtækið með
Tom Cruise, í skotlínu með
Clint Eastwood og Á ystu
nöf með Sylvester Stallone
en meira að segja Sha-
kespeare-mynd eins og Ys
og þys út af engu eftir
gekk mjög vel.
Það var þó
einn sumarskellur fyrir
hvern sumarsmell.
Amold Schwarzenegger
rann á rassinn með Síðustu
■■■■■■■■■■■ hasar-
myndar-
hetjuna
(gekk bet-
ur í Evr-
ópu,
ágætlega
hér heima
m.a.) og
kyntáknið
gerði þau
krossleggja
skiptið
eftir Amald
Indriðason
Sharon Stone
mistök að
hendumar í þetta
og eyðilagði „Siiver“.
Flestar stórstjörnurnar
máttu vel við una nema
Arnold en Stallone var sig-
urvegarinn. Ekki af því
áhorfendur tók hann fram-
yfir Harrison Ford, sem
ásamt Tommy Lee Jones
gerði Flóttamanninn (170
milljónir dollara) að næst-
mest sóttu mynd sumars-
ins. Eða Cruise sem gerði
Fyrirtækið (155 milljónir)
að metsölumynd. Eða
Eastwood sem treysti sig
enn í sessi með í skotlínu
(105 milljónir), þeirri vin-
sælustu sem hann hefur
nokkurntíman leikið í. Nei,
Stallone var sigurvegarinn
af því fjallatryllirinn Á ystu
nöf (81 milljón) gerði hann
aftur að hasarmynda-
stjörnu eftir að margar aðr-
ar tilraunir höfðu mistekist
hrapalega.
Tveir leikstjórar komu
mest á óvart. Andrew Da-
vis sem hélt uppi ótrúlegri
keyrslu í Flóttamanninum
og er nú ásamt Renny Harl-
in eftirsóttasti spennu-
myndaleikstjóri Hollwyood-
kerfisins eftir að hafa
hannað sparkatriði fyrir
Steven Seagal og Chuck
Norris í mörg herrans ár.
Og Nora Ephron gerði
Sve- fnlaus í Seattle að
óhemju vinsælli
rómantískri
gamanmynd uppúr sögu
um fólk sem kynnist fyrst
þegar tvær mínútur eru
eftir af myndinni. Þá komu
hinir óháðu leikstjórar og
bræður, Allen og Albert
Hughes, virkilega á óvart
með sinni fyrstu mynd,
Hinum óæskilegu, sem
sýnd er í Laugarásbíói.
Michael J. Fox á í mikl-
um erfiðleikum með að fóta
sig eftir að hann fór að
leika í fullorðinsmyndum
og varð ekkert ágengt með
„Life -With Mickey" og
„Coneheads" með Dan
Aykroyd vegnaði illa og
sýndi að myndir byggðar á
laustengdum grínatriðum í
sjónvarpi ganga ekki allar
eins vel upp og Veröld
Waynes. Hrollvekjan um
helvítisför Jasons var í eina
viku á topp 10 listanum en
hrundi svo gersamlega,
Woody Allen náði engum
vinsældum með Morðgátu
á Manhattan þrátt fyrir lof-
samlega gagnrýni og Tina
Turner kveikti engan neista
í miðasölunni þótt ævisögu-
lega myndin hennar væri
mjög góð.
en Taylor hefur ekki leikið
árum saman í bíómynd.
í myndinni leikur einnig
Kyle MacLachlan yfirmann
Freds sem fær einkaritara
hans, leikin af Halle Berry,
til að plata jabbadabbadúinn
út í vafasöm og hættuleg
viðskipti. Tökurnar voru
ekki eintómur dans á rósum:
„Við erum að kvikmynda oní
þessari grjótnámu í 40 stiga
hita,“ er haft eftir Goodman
sem er þó rétt klæddur fyrir
tilefnið. „Ég er í antílópu-
skinni."
IBIO
Metsölumynd sumars-
ins á íslandi er eins
og flestum mun kunnugt
Júragarðurinn eftir Ste-
ven Spieiberg.
En það er ekki aðeins
hér á landi sem myndin
hefur notið geysilegra vin-
sælda, hún er vinsælasta
myndin um allan heim og
jarðaði t.d. samkeppnina í
Bandaríkjunum. Fáa óraði
fyrir vinsældum myndar-
innar en svo kom á daginn
að kappar eins og Sylvest-
er Stallone, Harrison
Ford, Tom Cruise og Arn-
old Schwarzenegger áttu
lítið í Tyrannosaurus rex.
Langt er síðan mynd
hefur hlotið aðra eins að-
sókn á Islandi en nú hafa
um 74.000 manns séð
hana samanlagt í Há-
skólabíói og Sambíóunum
og kvikmyndahúsum úti á
landi. Ef sá íjöldi er marg-
faldaður með miðaverðinu
sem er 500 krónur kemur
í ljós að miðar á myndina
hafa verið seldir fyrir
meira en 37 milljónir
króna eða yfir hálfa millj-
ón dollara.
Dágóður biti það.