Morgunblaðið - 24.10.1993, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.10.1993, Blaðsíða 15
MORGU NBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1993 B 15 EUireying'arnir, sem sáu um Lundaballið að þessu sinni. Sjúkra- og íþróttanuddari Hef opnaó sjúkra- og íþróttanuddstofu á Grensásvegi 5, Reykjavík. Tímapantanir í síma 811590. Þuríður Valdimarsdóttir, löggiltur sjúkranuddari. VESTMANNEYJAR Lundaballið lukkaðist vel Arshátíð Bjargveiðimannafé- lags Vestmannaeyja, Lunda- ballið, var haldin fyrir skömmu. í Týsheimilinu í Eyjum. Fjölmenni var á ballinu, sem Ellireyingar sáu um að þessu sinni, og var mikið sungið, hlegið og trallað fram eft- ir nóttu. Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri og Ellireyingur, var veislustjóri og sá um að dagskráin gengi á eðli- legan hátt, með tilheyrandi skot- um og skensi á Iéttu nótunum. Árni Johnsen mætti með gítarinn að vanda og stjórnaði fjöldasöngn- um sem var kraftmikill enda mik- ið ijör í fólki. Reyktur og steiktur lundi ásamt hangikjöti var á mat- seðlinum og tóku lundakarlar hraustlega til matarins. Vanir smáum fugli Einhverjir lundar þóttu full lítið soðnir og voru lundakallar úr Vestureyjunum fljótir að finna skýringu á því. Þeir sögðu að fugl- inn sem Ellireyingarnir veiddu væri svo smár, að þeir þyrftu ekki að sjóða hann meir en í klukku- tíma. Þegar þeir ættu svo að fara að matreiða alvöru lunda úr öðrum eyjum þá áttuðu þeir sig ekki á því að hann þyrfti minnst þriggja tíma suðu, þar sem hann væri mun stærri og meiri en Ellireyjarlund- inn. Ellireyingar voru með ýmis skemmtiatriði á dagskránni og slógu þeir bræður Ólafur og Stefán Erlendssynir í gegn í hlutverkum sveitamannanna Magnúsar og Gísla. Veiðimenn heiðraðir Tveir veiðimenn í eldri kantin- Morgunblaðið/Sígurgeir Jónasson „Neeeeieiei.“ Ólafur og Stefán fóru á kostum í hlutverkum sveita- mannanna á Lundaballinu. Árni Johnsen heiðrar þá Hall- grím Þórðarson og Hjörleif Guðnason fyrir þeirra fram- lag til fjalla- og veiðimennsku. um, Hjörleifur Guðnason, veiði- maður úr Ellirey, og Hallgrímur Þórðarson, veiðimaður úr Ysta- kletti, voru heiðraðir af Bjargveiði- mannafélaginu fyrir fyrirmynd þeirra og framlag til fjalla- og veiðimennsku. Lundakarlar dönsuðu síðan fram á rauða nótt við undirleik hljómsveitarinnar Hálft í hvoru og að vanda var borin fram kraftmik- il miðnætursúpa til að gefa aukna orku fyrir næturstuðið. Grímur KONGAFOLK Konunglegur vínbóndi Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur Um þessar mundir stendur vín- uppskeran sem hæst. Víðast á frönskum vínekrum er búið að tína berin eða verið er að ljúka því verki. Vínbændumir bíða spenntir eftir að sjá hver útkoman verður, bæði varðandi magn og gæði. Dan- ir hafa sérstakan áhuga á einni vín- fjölskyldunni, nefnilega Monpezat- fjölskyldunni, Hinrik drottningar- manni og vínrækt hans. Um daginn heimsótti danska sjónvarpið prins- inn og fræddist af honum um ví- nyrkjuna. Prinsinn keypti fyrir tuttugu árum vínekrur rétt hjá bænum Cahors í Frakklandi, sem samnefnd vín eru kölluð eftir og þaðan sem hann er ættaður. Slotið heitir Caix. Þar ræktar hann vínber og fram- leiðir um 110 þúsund flöskur á ári. Að sjálfsögðu er það selt í útvöldum verslunum í Danmörku. fréttaritara Mbl. „Vínið sem er að geijast þessar vikurnar verður tilbúið eftir þtjú ár,“ sagði prinsinn þar sem hann stóð úti á vínekrunni og virti upp- skeruna fyrir sér. Hann sagði ekki mikið við sjónvarpsmanninn, enda hefur hann aldrei náð sérstaklega góðu valdi á móðurmáli konu sinnar og heimilismálið er franska. Hann sagði þó að drottningin nyti þess eins og hann að koma á búgarðinn. „Hér verður drottningin kona,“ sagði hann á dönsku með franskri hugsun og andblæ. Þau hjónin koma venjulega á búgarðinn 2-3 sinnum á ári. Bæj- arbúar í næsta bæ verða þess alltaf varir, því drottningin gerir innkaup- in á markaðnum. Og þar vita allir hver hún er þessi hávaxna og ljós- leita kona, sem gengur um með tágakörfuna í fylgd einnar af lnrðdömunum. W a. Villibmðarhlaöborö i Blomasal Helgamar29. og30. okt. og5. og6. nóv. Palmi Gunnarsson er t hlutverki gestgjafa, leikur "villibráðarblús" og segir lygasögur af sjálfum sér og öðnim frœgum veiðiklóm. FORRETUR sjávarréttapaté • villibráðarseyði hreindýrapaté • villigœsakœfa reyksoðinn lundi • grafinn lax eða silungur reykt og sesamgrafin gœsabringa • ogfleira , ■: mt . ADALRHTFIR hreindýrasteikur steiktar í salnum pönnusteiktar gæsabringur • rjúpur villikryddað fjallalamb • villiandasteik svartfugl • hreindýrapottréttur • súla hreindýrabollur í títubeijasósu • skarfur gœsapottréttur • ogfleira EFTIRRETHR blábeijaostaterta heit eplabaka með ijóma ostabakki • ogfleira ggsg§ Borðhald hefst með fordrykk kl. 20.00 HOTEL LOFTLEIDIR BLOMASALUR borðapantanir í síma 22321 - fax 627573

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.