Morgunblaðið - 24.10.1993, Blaðsíða 22
22 B
MORGUNBLAÐIÐ
SAMSAFNIÐ
SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1993
DRAUMALAND...
SIGRÍÐAR ERLU SIGURBJÖRNSDÓTTUR ER..
ÁinNU
AF MÖRGUM stöðum sem Sig-
ríður Erla Sigurbjörnsdóttir
kennari, gæti hugsað sér að ferð-
ast til, hafa áin Níl og söguslóðir
við hana mest aðdráttarafl.
Mig langar til að upplifa þessa
kyngimögnuðu, fjögur þús-
und ára gömlu sögu sem átti sér
stað við ána Níl, einkum í Egypta-
landi, segir Sigríður Erla. „Maður-
inn minn' hefur nú reyndar verið
að benda mér á að margt sé breytt
síðan Agatha Christie var þarna,
en það breytir engu! Ég hef hins
vegar dregið að fara í þessa ferð
út af ólátunum sem hafa verið á
þessum svæðum síðan 1968.
Þegar ég var í barnaskóla ferðað-
ist ég um í biblíusögunum og lang-
aði alltaf að sjá staðina þar sem
atburðir þeir sem sagt er frá í
Gamla testamentinu áttu að hafa
gerst. Draumurinn er að sigla eftir
ánni með bát og skoða þessa sögu-
staði. Þama má sjá mestu og merk-
ustu fomminjar sem heimurinn á.
Vinkona mín ein sagði mér frá því
er hún reið á fáki kringum píramíd-
ana fyrir tuttugu og fimm ámm
og fannst mér sú frásögn ógleym-
anleg.
Ég verð nú að viðurkenna að
íbúar staðarins hafa ekkert sérstakt
aðdráttarafl á mig, hins vegar man
ég að þegar ég fór til Bombay um
árið, fannst mér mannlífið þar ákaf-
lega áhugavert. Annars er það allt
sem heillar mig við staðinn, um-
hverfíð, náttúran, jarðsagan og
dýralífið. Þeir sem hafa áhuga á
íslenskri náttúm hafa einnig áhuga
á náttúm annarra landa. En há-
punkturinn yrði þó sagan og þetta
sérstaka andrúmsloft sem ég held
að sé við ána.“
ÚR MYNDASAFNINU
ÓLAFUR K. MAGNÚSSON
HjáGróttu
smrrar sjórinn
órbergur Þórðarson kvað árið
1923: „Seltjarnamesið lítið og
lágt / íbúar fáir ... “ os.frv. Með
því að líta á þessar yfir-
litsmyndir sem Ólafur K.
Magnússon tók um 1950
geta Morgublaðslesendur
sjálfir metið hvort Sel-
tjarnarnesið sé „lítið og
lágt“ eða „stórt og hátt“.
En samkvæmt manntali
bjuggu 686 manns á nes-
inu þetta ár.
1947 var ákveðið að skipta hinum
foma Seltjarnarneshreppi, í Kópa-
vogshrepp og nýjan Seltjarnarnes-
hrepp. Þessi ákvörðun tók gildi í
ársbyijun 1948. íbúar í hinum nýja
Seltjarnarneshreppi voru um 500,
flestir bjuggu í Lambastaðahverfi
en einnig allmargir á Framnesinu.
Við Tryggvastaðabraut sem nú
heitir Lindarbraut voru komin
nokkur hús, þar sem búið var allt
árið.
Seltjarnarneshreppur
varð að Seltjarnarnes-
kaupstað 9. apríl 1974.
Þá vora íbúar tæplega
2.500. Árið 1978 urðu
nokkrar breytingar á
lögsagnarumdæmi
kaupstaðarins. Sel-
tjarnanes fékk stóran
hlut af landi Eiðis en á hinn bóginn
fékk Reykjavík lögsögu yfir eyjum
í Faxaflóa.
Nú um stundir er landstærð Sel-
tjarnarneskaupstaðar um 160-170
hektarar og íbúatala 1. desember
1992 var 4333. Fjöldi íbúða á nes-
inu er um 1.400.
Lengst til hægri er Sörlaskjól í Reykjavík en svo tekur Lambastaða-
hverfið á Seltjarnarnesi við. Fáein hús eru risin undir Valhúsahæð
og nokkur hús eru vestar við Tryggvastaðabraut sem í dag heitir
Lindarbraut.
ÉGHEITI
FREGN BJÖRGFINSDÓTTIR
FREGN Björgvinsdóttir á ekki
neina alnöfnu svo vitað sé,
hvorki fyrr né síðar. Aðeins
er vitað um eina aðra konu
sem ber Fregnar-nafnið, en
það er Jórunn Fregn, dóttur-
dóttir Fregnar eldri og heitir
hún eftir ömmu sinni.
Fregn er fædd og uppalin
austur í Jökulsárhlíð. Faðir
hennar, Björgvin Vigfússon
bóndi á Ketilstöðum, átti mörg
systkini. Þeirra á meðal vora
þijár systur sem látnar vora
heita Guðbjörg, Ekki fylgdi lang-
lífi Guðbjargar-nafninu því syst-
umar létust allar ungar. Björg-
vin hafði einmitt nýlega frétt lát
yngstu Guðbjargar systur sinnar
þegar honum fæddist dóttir.
Hann vildi gefa nýfæddri dóttur
sinni nafn sem minnti hann á
systurnar, sem hann hafði misst,
en taldi óráðlegt að storka for-
lögunum með því að gefa henni
nafnið Guðbjörg. Björgvin datt í
hug að gefa dóttur sinni nafnið
Fregn, og minna þannig á fregn-
ina sem honum barst um það
bil sem dóttirin fæddist. Séra
Siguijón Jónsson prestur á
Kirkjubæ sá ekkert því til fyrir-
stöðu að gefa stúlkunni þetta
nafn.
Fregn Björgvinsdóttur þykir
vænt um nafnið sitt. „Ég hef
aldrei verið uppnefnd né orðið
fyrir aðkasti vegna þess,“ segir
hún. Fregn sótti farskóla fyrir
austan og því var ef til vill minni
Morgunblaðið/Júlíus
Fregn Björgvinsdóttir.
hætta á stríðni vegna nafnsins
en ef hún hefði verið í fjölmenn-
um skóla. Hún er löngu hætt að
kippa sér upp við það þótt fólk
hvái þegar hún kynnir sig. „Fólk
hefur ekki almennilega viljað
taka þessu. Ég hef oft þurft að
stafa nafnið og það er feykilega
mikið hváð.“
Fregn er sjö barna móðir og
segir flest böm sín heita ósköp
venjulegum nöfnum en tveimur
dætrum gaf hún nöfnin Vordís
og Frigg sem eru fremur sjald-
gæf.
HVERNIG...
er þetta eiginlega hcegl?
Að sporðrmna heilu
hreindýri og hjólkopp með
Það er ekki að ástæðulausu að
mannskepnunni hefur staðið
stuggur af hákörlum frá ómuna-
tíð. Astæðan er einfaldlega sú
að þeir eru stórir, ófrýnilegir
og sem meira er, sumir eru
sólgnir í mannakjöt. Það eru þó
til allrar hamingju fremur fáar
tegundir sem hafa kynnt sér
kosti mannakjöts. íslendingar
þurfa ekki að hafa slíkar áhyggj-
ur af þeim hákörlum sem sveima
hér í Norðurhöfum. Sú stærsta
þeirra, beinhákarlinn, sem nær
allt að tólf metra Iengd, er nán-
ast grænmetisæta. Hákarlinn
sjálfur nær mest 8 metrum sem
er auðvitað engin smásmíði.
Hann snæðir aftur annað og
meira heldur en svifþörunga.
Hann er alæta eins og sagt er
og táknar trúlega að ef hann
kæmi svangur að svamlandi
manni myndi hann vart hika.
Að minnsta kosti mætti ætla það
miðað við hversu fjölbreytilegt
það er sem í iðrum þeirra finnst.
Skal nú sumt af því týnt til hér
og er úr ýmsum bókum:
Selir, allt að heil dýr. Meira að
segja blöddar og útselir sem
eru gríðarstór dýr. Skötur, þorskar
og fleiri stórfiskar. Svartfuglar og
fleiri fuglar sem synda á söltum
sjó, æðarfugl, múkki, skúmur.
Þetta telst þó varla í frásögur fær-
andi og við flytjum okkur því yfir
í auka- og eftirrétti: Olíutunnur,
oft ryðgaðar. Hjólkoppar, ýmsar
tegundir. Keðjur, bárujárnsplötur,
bjarghringir af ýmsum skipum,
hamrar, sundgleraugu, stígvél,
klof- og hné-, auðvitað strigaskór.
Við höldum áfram á líkri línu,
en færum okkur yfir í hluti sem
skrásetjari hefur heyrt nefnda í
eintölu: Bílhurð, trúlega af ein-
hveijum jeppa. Pústkerfi, drauga-
net með nokkrum hálfmeltum físki-
hræjum, þriggja metra garð-
slöngubútur með krana á endanum.
Rekaviðsdrumbur upp á tæpan
meter. I einum stórum draug var
meira að segja heilt hreindýr! Flest
af þessu er þó dæmigert rusl sem
berst frá mönnunum í sjó fram.
Sjón hákarla er mjög léleg og hann
treystir því meira á lykt heldur en
sjón og því getur það greinilega
hent hann að éta alls konar drasl
sem ef til vill lyktar rétt.
Ekki er þó spurning um, að
matarsmekkur hákarlsins er ekki
sá sem menn myndu yfir höfuð til-
einka sér. Þannig var og er oft
haft til hákarlabeitu úldið kjöt eða
selspik, sem legið hefur í rommi.