Morgunblaðið - 24.10.1993, Qupperneq 23
MOltGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ sUNNUDAGUH 24. OKTÓBER 1993
B 23
Yfirlitsmynd af Seltjarnarnesi. í forgrunni eru vestustu hverfi Reykjavíkur. Greina má Faxaskjól boga-
dregið, Ægisíðuna og Nesveg út á Seltjarnarnes. Nokkur byggð er merkjanleg í Lambastaðahverfi.
Grótta. Viti var
þar fyrst reistur
1897 og endur-
byggður nokkrum
sinnum, síðast
1947. Þórbergur
Þórðarson kvað:
„Hjá Gróttu svarr-
ar sjórinn / við
sorfin þarasker ...
“ o.s.frv.
MEISTARAKOKKARNIR
ERU ÓSKAR OGINGVAR
Morgunblaðið/Sverrir
GRÉTAR Örvarsson tónlistarmaður var ófeiminn við að gefa meist-
arakokknum Ingvari Sigurðssyni að smakka á hreindýrapottréttinum.
Hmndým-
pottréttur
GESTUR meistarakokkanna
að þessu sinni er Grétar Örv-
arsson tónlistarmaður. Auk
þess að laða fram ljúfa tóna
er Grétari einkar lagið að
kitla bragðlaukana eins og
eftirfarandi uppskrift ber
með sér.
Hreindýrapottréttur fyrir 5
1 kg hreindýragúllas
6 msk. ólífuolía
4 stk. laukar, gróft saxaðirfmeðal
stórir)
4 stk. gulraetur, skornar í strimla
4 stk. græn epli, gróft söxuð
4 stk. mandarínur, afhýddar og
saxaðar
10 stk. ólífur, saxaðar
I ds. sýrður rjómi
Kryddblanda
2 msk. karrý
6 stk. einiber, mulin
2 stk. lórviðarlauf, mulin
1 tsk. sjóvarsalt
Brúnið kjötið í ólífuolíunni. Bæt-
ið við lauknum, eplunum, gulrótun-
um, kryddið með blöndunni og
hrærið vel í. Látið krauma í 30
mínútur og bætið við vatni ef kjöt-
ið verður of þurrt. Setjið mandarín-
urnar og ólífurnar saman við.
Hrærið sýrða rjómann og setjið
matskeið af honum á hvern disk.
Meðlæti: Með réttinum er gott
að hafa soðin hrísgrjón og grænt
salat.
FRÉTTALJÓS
• ÚR
FORTÍÐ
Leifur Eiriksson
í ókominni tjörn
Á Skólvörðuholti 1932
ÁSGEIR Ásgeirsson forsætis-
ráðherra þakkaði kærkomna
gjöf 17. júlí 1932: „Og sem einn
vott þess vil jeg ljúka máli mínu
með því að fara með vísu, sem
mjer barst á þessari stundu, frá
einu af góðskáldum okkar. Hún
hljóðar svo:
Með viljans styrk og stál í hönd.
Þú starir fram á hafíð.
Þú sjerð í anda ónumd lönd,
en allt er þoku vafið.
Þú horfir yfír holt og mó
og harkan hvessir svipinn.
Já, þar fer saman þrek og ró
við þökkum kostagripinn.
A* Alþingishátíðinni 1930 var
greint frá því að Bandaríkja-
menn jgæfu íslendingum styttu af
„syni Islands" Leifi heppna Eiríks-
syni. Nokkrar tafir urðu á því að
gjöfin yrði afhent en í júní 1932
kom hið fyrirheitna eirlíkneski til
landsins og auglýst var að sendi-
herra Bandaríkjanna í Danmörku
og á íslandi myndi afhenda styttuna
sunnudaginn 17. júlí. Sama dag
birti Morgunblaðið viðtal við sendi-
herrann, F.W.B. Coleman: „Jeg er
mjög glaður yfir því, að hafa átt
kost á að heimsækja land Leifs
heppna, sagði sendiherrann og bauð
sæti með þeirri látlausu ljúfmensku,
sem er aðalsmark góðra og tiginna
manna.“
I samtalinu við Morgunblaðið lét
sendiherrann í ljós mikla ánægju
með Islandsveru sína og yndislegt
veður á Þingvöllum og í Reykjavík.
En á sunnudeginum hafði veður
skipast í lofti. Þriðjudaginn 19. júlí
greindi Morgunblaðið frá afhjúpun
minnisvarðans: „Drungalegt veður
var á sunndagsmorguninn og gekk
á með rigningarskúrum af austri.
Leit því ekkert vel út með hátíða-
höldin á Skólavörðuhæð. Betur fór
þó, en á horfðist. Rjett um hádegis-
bilið stytti upp, og hjelst veður úr-
komulaust uns afhjúpunin og ræðu-
höldin voru um garð gengin. En
bæjarbúar ljetu það lítt á sig fá,
Dösmyndasafii Rejdqavíkur/Magnús Ólaíæson
„Meðan sendiherrann talaði
lýsti heldur í lofti, en jók
jafnframt á austankaldann, svo
snarplega tók í hjúpinn er
sveipaður var utan um líkneski
Leifs.“
þó ískyggilegt væri veður og úr-
komulegt. Hafa e.t.v. farið að heim-
an með orðtakið gamla á bak við
eyrað að enginn sje verri þó hann
vökvi.“
Endurgjald
Fyrstur hélt ræðu F.W.B.
Colemann sendiherra Bandaríkj-
anna. Hann fór lofsamlegum orðum
um Leif Eiríksson „djarfan og hug-
rakkan Islending." Sendiherrann
sagði einnig: „Vjer höfum ekki látið
fund Leifs Eiríkssonar á landi voru
þakklætislausan. Nær þúsund árum
síðar færðum vjer íslandi símann,
sem í dag tengir yður við umheim-
inn og rafmagnsljósið sem þjer
unið yður við á vetrarkvöldum.
Uppgötvanir sem gerðar eru á
I )ósmyndasafn Reylqavíkur/Magnús Ólafesson
„Bæjarbúar ljetu það lítt á sig
fá, þó ískyggilegt væri veður
og úrkomulegt. Hafa e.t.v. farið
að heiman með orðtakið gamla
á bak við eyrað að enginn sje
verri þó hann vökvi."
vorum stóru rannsóknarstofum eru
yður jafnan til nota og gagns. Og
þannig endurgjöldum vjer yður.“
Sendiherrann upplýsti einnig:
„Heimurinn hefir ætíð litið með
undrun og aðdáun á harðsnúinn
vilja íslendinga til lífs og fram-
þróunar og vilja þeirra til að vera
framarlega í röðinni meðal annara
þjóða. Megum vjer ekki vænta þess,
að yður verði að finna meðal þeirra
sem kjörið hafa sjer þetta ijettláta
einkunarorð: Lifið og látið lifa.“
Undir þessari ræðu veitti blaða-
maður Morgunblaðsins þvi eftir-
tekt: „Meðan sendiherrann talaði
lýsti heldur í lofti, en jók jafnframt
á austankaldann, svo snarplega tók
í hjúpinn er sveipaður var utan um
líkneski Leifs. Var sem hinn hressi-
legi andsvali vildi gefa myndinni
mál, eða minna þá á, sem viðstaddir
voru, að stormasamt hefði verið um
þann, sem heiðraður var með minn-
ingarathöfn þessari. Jafnframt því,
sem sendiherrann lauk máli sínu
tók hann í band það er hjúpnum
hjelt um Leifsmyndina svo það fjell
á svipstundu."
„í óbygð“
Ásgeir Ásgeirsson forsætis-
ráðherra bað sendiherra Bandaríkj-
anna að færa þjóð sinni og forseta
hinar innilegustu þakkir íslendinga.
Það kom fram í ræðu for-
sætisráðherrans að: „Við höfum
sett styttu Leifs þar sem hæst ber
í höfuðborginni, en þó í hálfgerðri
óbygð. Umgerð náttúrunnar er
glæsileg, en mannanna verk eiga
hjer eftir að vaxa. í kring um
styttuna er eftir að gera tjörn —
til samræmis við stallinn, sem er
stafn af skipi. og í minningu um
afburða sjómensku forfeðra okkar.
Hjer eiga eftir að vaxa vegleg hús
hring um torgið. Stytta Leifs verður
miðdepill eins þess staðar í þessum
bæ, sem bæjarbúar munu leita til
að hressa sig við útsýn og endur-
minningar."
Lítið á Leif
Knud Zimsen borgarstjóri
Reykjavíkur hélt síðustu ræðuna:
„Nú stendur hjer hið veglega og
fagra líkneski Leifs heppna og
gjæfir hátt við himinin. Líkneskið
er fullkomið listverk, og það hlýtur
að vekja fagrar og góðar tilfinn-
ingar í brjósti hvers góðs drengs,
er það lítur ... Lítið á Leifi. Einbeitni
og kjarkur lýsir úr augliti hans og
kraftur er einkenni alls líkneskisins,
en með krossmarkið í hendi vinnur
hann bug á öllum erfiðleikum.“