Morgunblaðið - 05.11.1993, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 05.11.1993, Qupperneq 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1993 KOMA NÚ GEIMVERUR í DAG? ♦ KYNJASKIPT VERÖLD SUSANNE BRÖGGER4 ÓHÖPP OG MINNISLEYSI VEGNA SVEFNTRUFLANA ♦ SKERPIR KOFFEINNEYSLA HUGSUNINA? „Er koffeínið sem finnst í kaffi, te, kakói og kóla drykkjum útbreiddasta fíkniefnið?" Sterkur kaffibolli. Það fyrsta sem mörgum dettur í hug þegar þeir opna augun á morgnana. Samkvæmt könnun sem gerð var á kaffi- drykkju íslendinga fyrir nokkrum árum drekkum við að meðaltali 6-7 bolla af kaffi á dag. „Koffeín er án efa útbreiddasta fíkniefni í heimi og þó að möguleg- ar afleiðingar neyslu þess séu ekki afdrifaríkar hjá öllum þeim ein- staklingum sem neyta koffeíns með tilliti til alls þess fjölda sem neytir efnisins er ljóst að efnið hefur skað- leg áhrif,“ segir dr. Jack James, prófessor við La Trobe háskólann í Melbourne í Ástralíu sem staddur er hér á landi. Hann gegnir stöðu við atferlisvísindadeild skólans (be- havioral health sciences) og hefur síðastliðin 12 ár sérhæft sig í að kanna áhrif koffeíns á heilsu manna. Meðal annars hefur hann gefíð út bókina Caffeine and health (Academic press, 1991) þar sem hann tók saman ótal rannsóknir sem hafa verið gerðar á koffeíni og áhrifum þess á líkamsstarfsem- ina. Neysla koffeíns hækkar blóðþrýsting Vitað er að hækkaður blóðþrýst- Hettupeysur: GÓÐ BARNAFÖT + BETRA VERÐ = BESTU KAUPIN! Efni: 65% Ull /35% Mscose StærÓir: 95-135 (3ja-9 ára) Litir: Laxableikt og grænt DRAGTIR: Efni: 65% Ull / 35% \iscose StserÓir: 95-135 (3ja-9 Jakki og pilsj rautt FRAKKI / DRAGT : Efni: 65% Ull / 35% Mscose Stærðir: 95-135 (3ja-9 ára) Frakki: svartur Dragt: Jakki og hnébuxuy svart 4 ^ ^ Qs LAUGAVEGI20 FAKAFENI52 - SÍMI683919 SIMI25040 KIRKJUVEGI10 - VESTM. - SÍMI98-13373 PdSWÍNIMJM. U/4 LANC AU.T 1 ingur er einn af áhættuþáttum hjartasjúkdóma og margar rann- sóknir hafa verið gerðar á áhrifum koffeíns á blóðþrýsting. Niðurstöð- ur ber yfirleitt að sama brunni og sýna að neysla koffeíns hækkar blóðþrýsting. Margir telja að þetta eigi ekki við með reglubundinni neyslu koff- eíns því þá aukist þol. Þetta segir Jack James að eigi ekki við rök að styðjast og bendir máli sinu til stuðnings á könnun sem gerð var við La Trobe háskólann í Ástralíu. Þijátíu og sex einstaklingar, karl- menn og kvenmenn, tóku þátt í könnuninni og blóðþrýstingurinn var mældur á hálfrar klukkustund- ar fresti með litlu tæki sem fólkið hafði á sér allan sólarhringinn. Þetta var gert einu sinni í viku í nokkrar vikur. í ljós kom að blóð- þrýstingur hækkar við neyslu koff- eíns þrátt fyrir reglulega neyslu. Skýringin er sú að koffeín hverfur tiltölulega fljótt úr líkamanum, helmingurinn er horfinn eftir fimm klukkustundir og eftir 8-10 klukku- stundir er það horfið úr blóðinu. Flestir drekka mest kaffi á morgn- ana og yfir daginn en drekka lítið á kvöldin. Því er lítið magn í blóð- inu á morgnana sem skýrir senni- lega hversvegna blóðþrýstingur eykst við kaffidrykkju á morgnana. Þetta kann líka að skýra þörfina fyrir sterkan kaffibolla þegar vakn- að er. íslensk rannsókn í bígerð Jack James er gistiprófessor við geðdeild Landspítalans í nokkra mánuði. Hann hyggst á næstu vik- um ásamt starfsbræðrum sínum þar gera könnun á koffeínneyslu íslend- inga og áhrifum hennar á blóðþrýst- ing. „Líklega verður byrjað á könnun- inni á næstu vikum og vonandi verða það nokkur hundruð manns sem fá í hendur ítarlega spurninga- lista um koffeínneyslu og síðan verður blóðþrýstingur mældur. Kornabarniö er viku aö losna við koffeín úr blóðinu Ef konur hafa á meðgöngu neytt koffeíns fínnst efnið líka í blóði fóstursins og oft fæðast nýburar með koffeín í blóði. Jack James segir að ekki hafi verið gerðar ítarlegar rannsóknir á áhrifum koffeíns á fóstur en bendir á að rannsóknir með dýr hafi leitt í ljós að ef rottum voru gefnir kof- feín skammtar sem samsvara 100 bollum af kaffi á dag áttu þær á hættu að fæða vansköpuð afkvæmi sem vantaði á útlimi eða voru hol- góma. Svo virðist sem koffeínneysla hægi á vexti fósturs af því að þær konur sem drekka koffeín fæða minni börn en þær sem ekki drekka koffeíndrykki að ráði. „Min niðurstaða er að ófrískar Morgunblaðið/Sverrir Dr. Jack James prófessor við La Trobe háskólann í Melbourne í Ástralíu. konur ættu alls ekki að drekka koffeíndrykki,“ segir Jack James. „Ungbarn hefur engan þroska til að melta koffeín. Lifur barnsins er ekki farin að geta tekið við efninu og því fer það í gegnum nýrun. Kornabarnið er því að minnsta kosti fjóra daga að losa sig við koffeínið úr líkampnum sem það fær með móðurmjólkinni. Þetta á líka við þá sem vegna áfengisdrykkju eru með skemmda lifur. Þeir eru í marga daga að losa sig við koffeín úr blóð- inu. „Við vitum ekki hvaða áhrif koff- eínið hefur á ungbarnið því rann- sóknir á því hafa ekki verið gerð- ar“, segir dr. James. - Nú eru margar barnshafandi konur sem segjast ekki hafa lyst á jafnmiklu kaffi og áður. „Það á sér sína skýringu. Þetta á sérstaklega við á síðasta þriðj- ungi meðgöngunnar en þá er líkam- inn lengur að losna við koffeínið úr líkamanum. Venjulega tekur það líkamann 5 tíma að minnka koffeín- ið um helming en á síðustu mánuð- um meðgöngunnar eru klukku- stundirnar orðnar 18. Hvað liggur að baki er ekki vitað en menn hafa Ieitt getum að því að þetta tengist hormónastarfsemi." Skerpir koffeínneysla hugsunina? - Margir halda því fram að þeir hugsi skýrar ef þeir drekki kaffi. „Þetta hef ég heyrt en þeir sem halda þessu fram drekka kaffi dag- lega. Á morgnana eru þeir syfjaðir og þreyttir. Eftir bolla af kaffi verð- ur líðanin betri. Koffeín er vana- bindandi og fráhvarfseinkenni þeg- ar koffeínið fer úr líkamanum eru þreyta, einbeitingarskortur. Hætta er á að um það bil 20 klukkustund- um eftir að koffeíns hefur verið neytt fái fólk höfuðverk og verði enn þreyttara. Að hluta til er þetta skýringin og koffeínið er þá ekki að skerpa hugsun en einungis að koma starf- seminni í eðlilegt horf.“ - Hvað tekur fólk langan tíma að losna við koffeínið úr líkaman- um? „Það tekur um það bil tvo daga að losna við sjálft koffeínið úr lík- amanum og allt að fimm dögum í viðbót fyrir fráhvarfseinkenni að hverfa. Hinsvegar er miklu ráðlegra að hætta hægt og rólega og taka sér 2-3 vikur í það. Þá ættu menn ekki að finna serstaklega fyrir ein- kennum." Börn og koffeín Dr. Jack James segir að ef tíu ára barn drekki dós af kóki fái það sama magn af koffeíni í líkamann og fullorðinn sem drekkur bolla af kaffi. Hinsvegar drekka fullorðnir reglulega kaffi en börn ekki kók. Því er óreglulegt hvað þau fá af koffeíni í líkamann. Hvaða áhrif koffeínið hefur á starfsemi barns- líkamans er ókannað. „Það er orðið aðkallandi að gera rannsóknir á börnum og koffeínneyslu þeirra og sem foreldri er það spurning hvort hægt sé að réttlæta það að gefa barninu kók. Það er engin hollusta í koffeíni og það kann að vera barn- inu skaðlegt.” Dr. James segir ástæðuna fyrir því að framleiðendur hafi koffeín í kóladrykkjum þá að koffeín skerpi sykurbragðið. Það er líka staðreynd að koffeínið er vanabindandi. Upphaflega innihélt kók eiturlyfið kókaín en það var einungis í stuttan tíma. Kók inni- heldur enn koffeín. - Er eitthvað jákvætt við koffeín ? „Koffeín er stundum notað sem lyf. Fyrirburar hafa fengið koffeín þegar þeir geta ekki andað, koffeín hefur verið notað til að athuga lifr- arskemmdir og með asperíni getur koffeín aukið virkni gegn sársauka. Þá er ljóst að koffeín hefur nei- kvæð áhrif á sum lyf. Ef koffeín er tekið með svokölluðum benzo- diazepines (t.d. díasepam), róandi lyfjum, minnkar virkni lyfsins." - En svona að síðustu. Drekkur Jack James kaffi? „Ekki lengur, ég hætti því þegar ég fór að sjá afleiðingarnar af koff- eín neyslu." Þess má geta að dr. Jack James er með fyrirlestur um þetta efni á vegum læknaráðs Landspítala í Eir- bergi í dag. Fyrirlesturinn hefst klukkan 13.05 og er ætlaður lækn- um og starfsfólki Landspítala. ■ Guðbjörg R. Guðmundsdóttir Árið 1991 var gerð póstkönnun á koffeínneyslu 16-75 ára ís- lendinga. í 2. árgangi árið 1991 af tímariti Sálfræðingafélags íslands skrifa Eiríkur Órn Am- arsson og Ása Guðmundsdóttir um könnunina. „Tekið var 1000 manna handahófsúrtak og svöruðu 77.5%. Um 94% allra svarenda sögðust neyta koff- eíndrykkja daglega. Flestir drukku kaffi, þar á eftir komu kóladrykkir og te, en fæstir drukku kakó daglega. Karlar drukku marktækt meira magn koffeíndrykkja en konur, eink- um í formi kaffis og kóla- drykkja...KoffeínneysIa íslend- inga er meiri en meðal annarra þjóða Evrópu og í Bandaríkjum N-Ameríku.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.