Morgunblaðið - 09.11.1993, Síða 1

Morgunblaðið - 09.11.1993, Síða 1
+- BLAÐ ALLRA LANDSMANNA B 1993 ÞRIDJUDAGUR 9. NÓVEMBER BLAD adidas Handknattleikslið Selfoss leikur í Adidas KNATTSPYRNA Zoran Ljubicic til ÍBV Samdi til tveggja ára um helgina Bosníumaðurinn Zoran Ljubicic, sem leikið hefur með Kópa- vogsliðinu HK í 4. og 3. deild tvær síðustu leiktíðir, gerði um helgina tveggja ára samning við 1. deildar- lið IBV. Ljubicic hefur átt mikinn þátt í velgengni HK síðustu ár, en félagið vann sig nú í haust upp í 2. deild en lék í 4. deild fyrir tveim- ur árum. Ljubicic er 26 ára og mjög snjall miðvallarleikmaður. „Þetta er mjög sterkur leikmaður og þar sem við erum búnir að missa fjóra fasta- menn er hann vel þeginn í okkar herbúðir;“ sagði Snorri Rútsson, þjálfari IBV í samtali við Morgun- blaðið í gær. „Ég verð að viðurkenna að ég hef aldrei séð hann leika, en hef fyrir víst að þama er á ferðinni toppleikmaður qg ég bind miklar vonir við hann. Eg er mjög ánægð- ur með að hann skuli kominn í höfn,“ sagði Snorri. „Baráttan um leikmenn er gífurleg og stóra dæm- ið hjá okkur er Hlynur Stefánsson. Hann er Eyjamaður, það virðast nokkur lið á eftir honum, en við vonum að hann komi til heim.“ HANDKNATTLEIKUR Fyrst kvenna til að dæma í 1. deildinni EVíOS Þorgerður Gunnarsdóttir úr FH dæmdi sinn fyrsta leik í fyrstu deild kvenna í handknattleik á laug- ardaginn. Þorgerður er fyrsta kon- an til að dæma í fyrstu deild en hún dæmdi leik Fram og ÍBV ásamt Marinó G. Njálssyni. Þorgerður / B2 Sönn dramatík - sagði Einar Þorvarðarson eftir að Selfoss komast áfram SELFYSSINGAR em einir íslenskra liða eftir í Evr- ópukeppninni í handknattleik. Liðið sigraði Istraturist Umag frá Króatíu 29:21 á sunnudagskvöldið, og tryggði Sigurður Sveinsson liði sínu átta marka sigur og áframhaldandi þátttökurétt með marki úr víta- kasti er þrjár sekúndur voru eftir af leiknum. „Þetta var sönn dramatík og ég er geysilega stoltur af mín- um piltum," sagði Einar Þorvarðarson þjálfari að leikslokum. Á myndinni fagna bræðurnir Siguijón, til hægri, og Gústaf Bjamasynir eftir að sigurinn var í höfn. ■ Leikurinn / B5 Morgunblaðið/Sigurður Jónsson KNATTSPYRNA Gunnar verður hjá Aberdeen til vors GUNNAR Einarsson, miðju- maður úr Val, hefur að undan- förnu æft og leikið með ungl- ingaliði Aberdeen í Skotlandi. Hann tók boði félagsins um að vera hjá því til vors og fer aftur út árdegis í dag. Gunnar, sem er 17 ára, fór upp- haflega með Valsíiðinu til Aberdeen, þegar það lék þar seinni leikinn við Aberdeen í Evrópu- keppni bikarhafa, og æfði með unglingaliðinu í fjóra daga. Eftir það var honum boðið að vera viku til viðbótar og síðan í mánuð, en í síðustu viku var samþykkt að bæta honum í leikmannahóp félagsins til vore og þáði hann það. „Ég verð einn af 55 mönnum hjá félaginu og nýt sömu kjara og strák- amir,“ sagði Gunnar við Morgunblað- ið í gær, en líklegt þykir að honum verði boðinn atvinnumannasamning- ur í vor. Hann hefur leikið fímm leiki með unglingaliðinu og gerði tvö mörk í 4:0 sigri gegn Brechia City í átta liða úrslitum bikarkeppninnar, en auk þess hefur hann leikið einn leik með varaliði Aberdeen. Gunnar Einarsson 12% fjölgun áhorf- enda í 1. deildinni Alls greiddu 68.170 manns að- gangseyri að leikjum 1. deild- ar karla í knattspyrnu á nýliðinni leiktíð og var um 12% fjölgun frá fyrra ári að ræða. Skagamenn fengu flesta áhorf- endur á heimaleiki sína, samtals 10.063 eða 1.118 að meðaltali. KR kom næst með 9.600 (1.067), Fram var með 8.906 (990), FH 6.993 (777), Þór 6.638 (738), Valur 6.585 (732), ÍBV 6.560 (729), ÍBK 6.097 (677), Víkingur 3.412 (379) og Fylkir 3.316 eða 368 að meðaltali. Flestir áhorfendur voru á leikjum 1. umferðar, 4.951, en minnst að- sókn var í 16. umferð, 2.538 manns. Flestir sáu leik Fram og ÍA, sam- tals 1.914 manns. 1.55 voru á leik FH og KR, 1.674 á viðureign Vals og Fram, 1.495 sáu KR og ÍA og 1.464 ÍA og KR. Árið 1991 mættu 90.930 manns á leiki 1. deildar, 1987 var 82.941 áhorfandi, 1980 voru þeir 85.513, en aðsóknin í ár er sú fjórða mesta í röðinni. HNEFALEIKAR: SÖGULEG VIÐUREIGN HOLYFIELDS OG BOWES í LAS VEGAS / B8 -l

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.