Morgunblaðið - 09.11.1993, Blaðsíða 8
FRJALSAR
ípfíóm
HNEFALEIKAR
Söguleg keppni er Holy-
field endurheimti titilinn
Helgi Haraldsson
EVANDER Holyfield endur-
heimti heimsmeistaratitilinn í
þungavigt í hnefaleikum um
helgina í sögulegri viðureign við
meistarann Riddick Bowe í Las
Vegas. Úr varð sérkennileg
kvöldstund, jafnvel á mæli-
kvarða íbúa og gesta spilaborg-
arinnar miklu, sem eru þó ýmsu
vanir á þessum stað, þar sem
gervi-eldfjöll láta á sér kræla
með reglulegu millibili og sjó-
ræningjaskip sökkva alltaf á
heila tímanum. Keppnin fór fram
utanhúss, við Ceasars Palace
hótelið, og er sjöunda lota af
12 var nýhafin kom fallhlífar-
stökkvari svífandi, lenti í köðlun-
um sem afmarka keppnissvæð-
ið og valt þaðan út í áhorfenda-
palla. Eftir 20 mínútna hlé vegna
þessarar óvæntu uppákomu var
haldið áfram, Holyfield vann á
stigum og varð þar með þriðji
hnefaleikakappi sögunnar til að
endurheimta heimsmeistaratit-
ilinn. Hinir voru Floyd Patterson
og Muhammed Ali.
Bandaríkjamennirnir börðust um
helgina um titla tveggja heims-
sambanda af þremur, WBA (World
Boxing Association) og IBF (Inter-
national Boxing Federation) en Bret-
inn Lennox Lewis er handhafí heims-
meistaratitils WBC (World Boxing
Council), þriðja heimssambandsins.
Eiginkona Bowes er komin þijá
mánuði á leið. Hún var á meðal
áhorfenda á fremsta bekk og þegar
fallhlífarstökkvarinn lenti í köðlunum
og datt yfir þá sem sátu fremst, leið
yfir hana. Eftir rannsókn á sjúkra-
húsi kom í ljós að ekkert amaði að
henni þannig að hún fékk að fara
heim. Fallhlífarstökkvarinn slapp
hins vegar ekki eins vel. Honum
varð reyndar ekki meint af lending-
unni, en áhorfendur tóku til sinna
ráða, urðu argir vegna truflunarinn-
ar, og börðu „flugmanninn" sundur
og saman, áður en verðir drógu hann
burt. Við myndatöku á sjúkrahúsi
kom svo í ljós að meiðsli hans voru
ekki alvarleg. Lögregla upplýsti í
gær að fallhlíf þessa þrítuga stökkv-
ara hefði verið vélknúin, og var hann
kærðu rfyrir „hættulegt flug“ eins
og það var orðað, en hann hafði
ekki gefið skýringu á athæfinu.
Af hnefaleikakeppninni er það
hins vegar að segja að Holyfield var
dæmdur sigur á stigum og þegar það
var tilkynnt leið yfir þjálfara Bowes,
hinn 82ja ára Eddie Futch. Farið var
með hann á sjúkrahús en hann var
ekki alvarlega veikur.
„Ég tek ofan fyrir Holyfield. Hann
kom til þessarar viðureignar af full-
um hug og vildi vinna. Ef til vill
þráði hann sigur meira en ég,“ sagði
Bowe, áður en hann fór á sjúkrahús-
ið að heimsækja konu sína og þjálf-
ara. Bowe náði titlunum tveimur af
Holyfield fyrir réttu ári.
Keppnin um helgina var mjög jöfn,
en fiolyfield sagði á eftir að líklega
hefði hinn óvænti gestur bjargað
sér. Rétt áður en hann birtist var
áskorandinn farinn að fá vöðva-
krampa í bakið, en í hléinu fékk
hann nuddmeðferð og jafnaði sig.
Þess var reyndar getið að hið óvænta
hlé var notað til að loka skurði, sem
Bowe hafði fengið í andlitið.
Reuter
Hlnn óboönl gestur við það að lenda í „hringnum“ í Las Vegas á sunnudag, snemma í sjöundu lotu bardagans
milli Riddicks Bowe og Evanders Holyfield.
Höldum
áfram
uppbygg-
ingunni
- segir nýkjörinn for-
maður FRÍ
Helgi Haraldsson var kjörinn for-
maður Fijálsíþróttasambands
íslands á ársþinginu um helgina í
staðinn fyrir Magnús Jakobsson,
sem gaf ekki áfram kost á sér. Helgi
var kjörinn í stjórnina fyrir ári og
sagði við Morgunblaðið að form-
annsstaðan legðist vel í sig.
Helgi sagði mikilvægt að halda
áfram þeirri uppbyggingu, sem hefði
átt sér stað og þar væri stefnumót-
unin FRÍ 2000 mikilvægust. Unnið
væri samkvæmt ákveðnu skipulagi
í landsliðsmálum og væri brýnt að
hefja undirbúning tímanlega fyrir
stórmót eins og Evrópukeppni,
Ólympíuleika og heimsmeistara-
keppni. Slíkt þýddi aukin fjárútlát,
en þingið hefði samþykkt heimild til
stjórnar um að lengja greiðslufrest
á langtímalánum, svo meira fjár-
magn gæti farið í starfið.
Mótahald hefur oft verið gagnrýnt
og sagði Helgi að oft hefði verið
talað um langdregin og leiðinleg
mót. Þessu ætti að breyta með því
að gera mótin hnitmiðaðri og styttri
í þeim tilgangi að auka spennuna
og viðhalda henni allan tímann.
„Nú brettum við upp ermarnar
og tökum til hendi, en ekki verður
um neina byltingu að ræða heldur
framhald á hafinni vinnu,“ sagði
formaðurinn.
KAPPAKSTUR / FORMULA 1
Senna sigradi
Alain Prost hætti á toppnum
AYRTON Senna frá Brasilfu
sigraði í síðasta Formula 1
kappakstrinum á þessu ári
sem fram fór í Adelaide í
Ástralíu um helgina. Þetta var
fimmti sigur hans f Ástralíu-
kappakstrinum. Frakkinn Ala-
in Prost varð annar en hann
hafði þegar tryggt sér heims-
meistaratitilinn ífjórða sinn
og Damon Hili frá Bretlandi
varð þriðji, en þeir aka báðir
Wiiliams-bíl.
Senna sem ekur á McLaren bíl
og hefur þrisvar orðið
heimsmeistari, var að vonum
ánægður með fimmta sigurinn’á
árinu og 41. sigurinn frá upp-
hafí. Hann var níu sekúndum á
undan Prost. „Ég er mjög ánægð-
ur með sigurinn. Það er mjög erf-
itt að keppa í svona hita og eins
var brautin mjög þurr,“ sagði
Senna sem hafði forystu í keppn-
inni frá byrjun.
Prost endaði 13 ára keppnisfer-
il sinn með því að hafna í öðru
sæti og vinna heimsmeistaratitil-
inn fjórða sinni. Hann hlaut sam-
tals 99 stig, Senna varð annar
með 73 stig og Damon Hill þriðji
með 69 stig. „Eg er ekki vonsvik-
inn yfír að hafa ekki sigrað. Ég
átti erfitt með að einbeita mér
fyrir keppnina því ég hugsaði of
mikið um að þetta væri í síðasta
sinn sem ég setti upp keppnis-
hanskana og í síðasta sinn sem
ég gerði hina ýmsu hluti meðan
á keppninni stóð,“ sagði Prost.
Reuter
Kveðjustund
AYRTON Senna, í miðjunni, fagnar sigri í Adelaide. Damon Hill er til
hægri, en Alain Prost, sem lauk glæsilegum keppnisferli með því að ná
öðru sæti, er til vinstri. Rætt hefur verið um að Prost kaupi hluta í ein-
hveiju kappakstursliði og um það sagði hann: „Það er mögulegt. Ef ég finn
eitthvað áhugavert þá er aldrei að vita hvað ég geri.“ Hann bætti því við
að hann hefði þá áhuga á að fá Senna 1 það lið, en þeir hafa verið keppi-
nautar og „erkifjendur" um margra ára skeið.
GETRAUNUR: X21 21X 121 21X2 ÍTALSKI SEÐILLINN: X12 2X2 121 1112