Morgunblaðið - 09.11.1993, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 1993
B 5
VROPUKEPPNIN
ludaginn, og hafði ærna ástæðu til að fagna. Hann kom Selfyssingum áfram með marki úr vítakasti á lokasekúndunum.
Selfyssingar í 8 liða úrslit eftir æsispennandi leik
Vítakast Sigurðar
á lokasekúndun-
um réð úrslitum
SIGURÐUR Sveinsson stóð við orð sfn og gerði Evrópumark
Selfoss úr vítakasti á síðustu sekúndunum og kom þar með félög-
um sínum í átta liða úrslit í Evrópukeppni bikarhafa. Með marki
Sigurðar var átta marka sigur á Istraturist UMAG í höfn. Lokatöl-
urnar voru 29:21. í fyrri leiknum úti í Króatíu sigraði UMAG með
sjö mörkum. Það þurfti þvf átta marka sigur til að komast áfram.
Gífurleg fagnaðarlæti brutust út í íþróttahúsinu eftir þennan
frækna íþróttasigur handboltaliðs Selfoss.
Hann skal í netið, var það sem
ég hugsaði á vítalínunni, sagði
Sigurður Sveinsson eftir leikinn. „Eg
hafði alltaf trú á því
Sigurður að við kæmumst
Jónsson áfram og þannig
skrifar frá hefst það. Maður var
Selfossi svolítið smeykur í
fyrri hálfleik en þegar þetta fór að
ganga upp í síðari hálfleiknum þá
trúði ég þessu alveg. Við vonum
bara að áhorfendur haldi áfram í
þeim ham sem þeir voru í leiknum,"
sagði Sigurður.
Gífurleg spenna
Leikurinn var gífurlega spennandi
og svo virtist í byrjun sem Króatarn-
ir hefðu leikinn í hendi sér. Það var
ekki fyrr en í seinni hálfleik sem
Selfossliðið tók verulega við sér og
komst í sjö marka mun þegar tíu
mínútur voru eftir.
Miklar sveiflur voru í leiknum og
heilmikil átök en aldrei nein harka,
norsku dómararnir sáu um það og
vísuðu mönnum útaf, hveijum af
öðrum og á tímabili voru Króatarnir
aðeins með þijá sóknarmenn inná
og Selfyssingar voru um tíma með
tvo_ menn útaf í einu.
Á síðustu mínútunum gekk á
ýmsu hjá báðum iiðum en keppnis-
gæfan var með heimamönnum sem
tókst að ljúka síðustu sókn sinni með
því að fá vítakast þegar þijár sekúnd-
ur voru eftir. Síðan dönsuðu leik-
menn og stuðningsmenn stríðsdans
þegar boltinn lá í netinu. Króatarnir
sátu eftir hnípnir en tapið var þeim
greinilega mikið áfall.
Króatarnir áttu greinilega ekki
svar við leik Selfyssinga í síðari hálf-
leik þegar þeir breyttu um varnarleik
og komu meira út á móti sóknar-
mönnum þeirra og náðu að loka þá
af og stöðva stórskyttuna Boglik
Jaksa.
Sigurður Sveinsson náði sínum
rétta takti í leiknum og stakk sér
hvað eftir annað í gegnum vörnina
ýmist á milli leikmanna eða hreinlega
undir handarkrikann á þeim. Þá var
Jón Þórir einnig mjög frískur í horn-
inu og gerði hvert glæsimarkið af
öðru.
Sönn dramatík
„Þetta var sönn dramatík og ég
er geysilega stoltur af mínum piltum.
Ég var búinn að segja þeim að þetta
væri hægt og það var gaman að sjá
Sigga Sveins koma svona sterkan
út úr leiknum. Nú vonum við bara
að við verðum heppnir með mótheija
í keppninni en það er deildin sem við
hugsum um næst,“ sagði Einar Þor-
varðarson þjálfari.
„Við óskum Selfyssingum til ham-
ingju með sigurinn. Mér fannst dóm-
ararnir hjálpa þeim en í lokin var
það gæfan sem var Selfyssingum
hliðholl. Þetta gat farið á báða vegu.
Selfossliðið er gott lið og ég vona
að því gangi vel. Við þökkum Selfyss-
ingum fyrir góðar móttökur en það
hefur verið mjög ánægjulegt að koma
hingað og leika handbolta," sagði
Josip Glavas þjálfari Istraturist
UMAG eftir leikinn.
Hjá stjórnarmönnum handknatt-
leiksdeildarinnar voru sigurtilfinn-
ingarnar blendnar því það er mikið
verkefni sem bíður þeirra að ná inn
tekjum til að greiða þann mikla
kostnað sem fylgir þessum góða
árangri.
HSÍ getur
andað léttar
- sagði Þorbjörn Jensson, þjálfari eftir
að Valsmenn duttu út úr Evrópukeppninni
VALSMENN voru einu marki frá þvf að komast áfram f átta liða
úrslitakeppni Evrópukeppni meistaraliða íhandknattleikleik. Þeir
unnu Noregsmeistara Sandefjord, 25:22, á laugardag, en töpuðu
24:21 á sunnudag og féllu þar með úr keppni á færri mörkum
gerðum á útivelli. Báðir leikirnir fóru fram í Noregi, þar sem
Valsmenn treystu sér ekki til að fara út f f rekari skuldasöf nun,
en Þorbjörn Jensson, þjáifari Vals, sá björtu hliðarnar, þrátt fyr-
ir tap. „Þetta er ágætt fyrir HSÍ, því ef við hefðum komist áfram
hefðum við eyðilagt íslandsmótið." Átta liða úrslitin fara fram f
tveimur fjögurra liða riðlum, þar sem allir mæta öllum, heima
og að heiman, og liðið hefði því þurft að fara þrisvar utan.
Frá Erlingi
Jóhannssyni
í Noregi
Valsmenn léku vel í fyrri leikun-
um og komu leikmönnum
Sandefjord á óvart. Norskir fjöl-
miðlar sögðu van-
mati um að kenna,
en Simon Muffe-
tangen, fyrirliði
Sandefjord, var ekki
á sama máli. „Þeir voru einfaldlega
sterkir,“ sagði hann við Morgun-
blaðið, „og við lékum versta leik
okkar á tímabilinu."
Það eru orð að sönnu hvað Vals-
liðið varðar; allir Valsmenn léku
vel, þeir höfðu undirtökin allan leik-
inn og unnu örugglega 25:22. Guð-
mundur Hrafnkelsson var frábær í
markinu og Dagur Sigurðsson og
Ólafur Kristjánsson voru í essinu
sínu, en þegar Norðmenn tóku þá
úr umferð kom til kasta Jóns Krist-
jánssonar og hann var þá öðrum
fremri.
í járaum
Jón fékk tækifæri til að tryggja
Val áframhaldandi keppni, þegar
hann tók vítakast og 19 sekúndur
eftir af seinni leiknum. Hann skaut
uppi, eins og greinilegt var að Vals-
menn vildu, en markvörðurinn
varði. Reyndar voru Valsmenn
óhressir með vítakastsdóminn;
Finnur Jóhannsson skoraði af línu,
þrátt fyrir brot, en á það var dæmt
og Norðmanninum vikið af velli.
„Þetta var fáránlegt, markið var
gott, og dómararnir voru bara að
gefa Norðmönnunum tækifæri,“
sagði Finnur.
Samt sem áður léku Valsmenn
ekki nógu vel í seinni leiknum og
á það sérstaklega við um fyrri hálf-
leikinn. Þá var sóknarleikurinn
mjög einhæfur og Norðmennirnir,
sem léku mjög vel í vörninni, nýttu
m.a. fimm skyndisóknir.
í seinni hálfleik tóku Valsmenn
Havang úr umferð og við það riðlað-
ist sóknarleikur heimamanna. Vals-
mönnum tókst að jafna 19:19, en
þegar fimm mínútur voru til leiks-
loka var staðan 23:21 fyrir Sande-
fjord. Valsmenn fengu tækifæri til
að minnka muninn, en misstu bolt-
ann og Norðmenn skoruðu.
Þorbjörn Jensson var ekki
ánægður með þátt dómaranna.
„Við áttum að geta klárað þetta.
Þetta voru hörkuleikir, góð reynsla
fyrir ungu leikmennina og góð æf-
ing fyrir íslands- og bikarmeistara-
vörnina. En dómararnir voru frekar
hliðhollir Sandefjord.“
Otvar Jakobsen, þjálfari Sande-
fjord, sagði að um keppni fyeggja
mjög sterkra liða hefði verið að
ræða. „Hvort liðið sem var gat far-
ið áfram, en við höfðum heppnina
með okkur í seinni leiknum. Vals-
menn komu okkur mjög á óvart og
þeir sýndu að íslenskur handknatt-
leikur er í fremstu röð í heiminum.“
Hugsanlegir
mótherjar
Selfyssinga
Liðin, sem komust áfram í
Evrópukeppni bikarhafa ásamt
Selfyssingum eru eftirtalin:
Winterthur frá Sviss, Barcelona
frá Spáni, US Ivry og OM Vitrol-
les frá Frakklandi, danska liðið
GOG, Bayer Donnagen frá
Þýskalandi og Pick Szeged frá
Ungvetjalandi.
Belray en samt
tap hjá ÍR-ingum
ÍR-INGAR eru úr leik í Evrópu-
keppni félagsliða í handknatt-
leik, en ÍR lék tvo leiki gegn
Bidasoa á Spáni um helgina.
Síðari leikurinn var jafn og
skemmtilegur en Bidasoa sigr-
aði 23:19.
etta var allt annað en á föstu-
daginn, sagði Brynjar Kvaran
þjálfari ÍR í samtali við Morgun-
blaðið eftir leikinn á laugardaginn.
„Við vorum staðráðnir í að bæta
fyrir slysið á föstudaginn þegar við
töpuðum með sautján mörkum,
28:11. Strákarnir lögðu sig alla í
leikinn og það áttu allir góðan dag.
Við erum bara svekktir yfir að hafa
ekki unnið,“ sagði Brynjar.
Leikurinn var allan tímann í járn-
um og ÍR hafði tveggja marka for-
ystu, 10:12, í leikhléi. Jafnt var
þegar tíu mínútur voru eftir en
heimamenn voru sterkari á enda-
sprettinum. Bæði lið tefldu fram
sama mannskap og í leiknum á
föstudaginn nema hvað sænski
markvörðurinn Thomas Svensson
sat á bekknum. „Það dugði til að
gera þennan leik jafnan og
skemmtilegan, en hann varði rosa-
lega í fyrri leiknum," sagði Brynjar.
Jóhann Örn Ásgeirsson gerði 9/3
mörk fyrir ÍR, Branislav Dimitrivits
5, Ólafur Gylfason 3 og þeir Magn-
ús Ólafsson og Hjálmar Vilhjálms-
son eitt mark hvor. Magnús Sig-
mundsson stóð í markinu í fyrri
hálfleik en Sebastían Alexanders-
son megnið af síðari hálfleik og
voru þeir báðir mjög góðir að sögn
Brynjars.
Brynjar sagði þetta góða reynslu
fyrir strákana í ÍR þar sem þeir
hefðu flestir verið að leika sína
fyrstu Evrópuleiki. „Þetta var
skemmtilegt og einnig góð reynsla
fyrir strákana þrátt fyrir slysið á
föstudaginn. Við verðum bara að
taka því,“ sagði Brynjar.