Morgunblaðið - 09.11.1993, Blaðsíða 3
I
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 1993 B 3
KNATTSPYRNA / EVROPA
Cantona og félagar
björgudu sér fyrir hom
Parma og AC Milan efst og jöfn á Italíu og Sevilla komið á toppinn á Spáni
Reuter
Ég skal ná honum!
FRANSKI landsliðsmiðheijinn hjá AC Milan, Jean-Pierre Papin reynir að ná
til knattarins í nágrannaslagnum gegn Inter á sunnudag. Til hægri er Antonio
Paganin, leikmaður Inter. Papin skoraði fyrir Milan, sem sigraði og er því á
toppnum á nýan leik.
MANCHESTER United hefur
ellefu stiga forystu í ensku úr-
valsdeildinni, eftir 3:2 sigur á
nágrönnunum í Man. City á
sunnudag. Parma og AC Milan
sigruðu bæði á Ítalíu og eru
jöfn í efsta sæti, Frankfurt á
fimm stig á næst-efsta lið í
Þýskalandi og Sevilla er á
toppnum á Spáni. Þorvaldur
Örlygsson gerði glæsilegt
mark fyrir Stoke í sigurleik
gegn Watford í ensku 1. deild-
inni, Guðmundur Torfason
skoraði fyrir St. Johnstone í 1:1
jafntefli gegn Aberdeen í Skot-
landi og Eyjólfur Sverrisson
kom inná sem varamaður í
seinni hálfleik hjá Stuttgart í
tapleik gegn Freiburg á útivelli
í Þýskalandi.
Franski landsliðsmaðurinn Eric
Cantona fór á kostum hjá
meisturum United í Manchester-
slagnum. City var komið í 2:0 eftir
32 mín. með mörkum Nialls Quinn
og þannig stóð í hálfleik. Cantona
jafnaði með tveimur mörkum og
það var svo Roy Keane sem tryggði
United þijú stig með marki þremur
mín. fyrir leikslok. Þetta var í fyrsta
skipti sem United sigrar á Maine
Road, heimavelli City, síðan Alex
Ferguson tók við stjóminni fyrir sjö
árum. „Það hafa líklega nánast all-
ir landsmenn óskað þess að við töp-
uðum í dag. Það leit út fyrir það í
leikhléinu, en við svöruðum fyrir
okkur í seinni hálfleik," sagði
Ferguson kampakátur eftir sigur-
inn.
Leikmenn Leeds eru í banastuði
um þessar mundir og sigmðu
Chelsea örugglega á laugardag,
4:1. Rodney Wallace gerði tvö af
mörkunum.
Liverpool á uppleið
Dominic Matteo, 18 ára strákur,
var með Liverpool aðra helgina í
röð og gerði seinna markið í 2:0
sigri á West Ham. Nigel Clough,
sem kom inn í liðið að nýju eftir
fjarvem vegna meiðsla, gerði fyrra
markið með fallegu skoti frá víta-
teig. Liverpool liðið virðist vera að
ná sér á skrið á ný eftir afleita
byijun. Graeme Souness, stjóri liðs-
ins, hefur gefíð ungum leikmönnum
tækifæri og þeir standa sig vel.
Robbie Fowler hefur skotið upp á
stjörnuhimininn á síðustu vikum,
nú er Matteo kominn á blað en
besti maðurinn á Anfield á laugar-
dag að mati Souness var vinstri
bakvörðurinn Steve Harkness, 22
ára, sem nýkominn var úr láni frá
Huddersfíeld. Þá var Bmce Grob-
belaar, sem orðinn er 36 ára, hreint
frábær; varði þrívegis meistaralega
og leikmenn West Ham furðuðu sig
á því í blaðasamtölum eftir leikinn
hvers vegna Liverpool væri á hött-
unum á eftir öðmm markmanni!
Dýrasti markvörður í heimi, Tim
Flowers, lék fyrsta sinni með Black-
bum er liðið sótti QPR heim og
varð að sætta sig við tap. Það var
félagi hans í enska landsliðshópn-
um, Les Ferdinand, sem gerði eina
markið með fallegu skoti seint í
leiknum.
Óvænt í Þýskalandi
Bayem Munchen tapaði mjög
óvænt fyrir Numberg, 0:2 á úti-
velli, í þýsku 1. deildinni og virðist
sem leikmenn liðsins hafí ekki verið
búnir að jafna sig eftir að Norwich
sló þá út úr Evrópukeppninni á
miðvikudaginn. Liðið lék hræðilega
illa í fyrri hálfleik og fékk í raun
engin umtalsverð marktækifæri.
Heldur hresstist Eyjólfur í síðari
hálfleik en Andreas Köpke varði
mjög vel í marki Númberg. Andre
Golke kom heimamönnum yfir á
23. mín. og gamla brýnið Hans
Jörg-Criens gerði seinna markið
eftir hlé.
Kölnarar virðast heldur vera að
braggast eftir slaka byijun. Um
helgina vann liðið meistara Werder
Bremen og var þetta fyrsta tap
Bremen á útivelli síðan í maí. „Köln
var miklu betra en við í 90 mínút-
ur,“ sagði Otto Rehagel þjálfari
Bremen eftir leikinn. Austurríkis-
maðurinn Toni Polster gerði bæði
mörk Kölnar í leiknum.
Eintracht Frankfurt tryggði
stöðu sína á toppnum með. 2:0 sigri
gegn Bomssia Dortmund. Maurizio
Gaudino skoraði úr víti á 83. mín.
og Rudi Bommer gulltryggði sigur-
inn sex mín. síðar.
Milan aA hlið Parma
AC Milan komst aftur á topp ít-
ölsku deildarinnar um helgina þegar
liðið sigraði nágranna sína í Int-
emazionale 2:1 á sunnudaginn á
sama tíma og leikmenn Sampdoria
urðu að sætta sig við 1:2 tap á
heimavelli fyrir Cagliari. Með sigri
hefði Sampdoria skotist í efsta sæti
en leikmenn voru gjörsamlega heill-
um horfnir.
Vamarmaðurinn Christian
Panpcci gerði fyrra mark Milan og
er þetta fyrsta markið sem hann
gerir fyrir félagið. Franski fram-
heijinn Jean-Pierre Papin gerði
seinna markið og tryggði meistur-
unum fyrsta sigur sinn í fimm leikj-
um.
Sampdoria var lengst af yfír
gegn Cagliari en tvö mörk á jafn
mörgum mínútum frá Allegri og
Matteoli færði liðinu frá Sardiníu
óvæntan sigur. Mancini misnotaði
vítaspyrnu fyrir Sampdoria seint í
leiknum.
Leikur Parma og Juventus var
mjög slakur og allt útlit fyrir
markalaust jafntefli. Juventus lék
stífan varnarleik, og náði aldrei að
ógna marki heimaliðsins, en tvö
brot á lokamínútunum gerðu vonir
liðsins um að „hanga„ á jafnteflinu
að engu. Fyrst skoraði hinn smá-
vaxni snillingur Gianfranco Zola
með glæsilegu skoti beint úr auka-
spyrnu á 83. mín. og síðan gerði
Svíinn Tomas Brolin mark úr víti
fjórum mín. síðar.
Króatinn Alen Boksic lék vel í
sínum fyrsta leik á Ítalíu, en Lazio
keypti hann nýlega frá Marseille í
Frakklandi. Boksic náði þó ekki að
skora á sunnudag, en lagði upp
fyrra mark liðsins í 2:1 sigri gegn
Napolí. Giuseppe Favalli skoraði
eftir sendinu nýliðans og Giuseppe
Signori gerði seinna markið úr víti.
Sevilla á toppinn
Sevilla skaust á toppinn á Spáni
með sigri á Rayo Vallecano en
Valencia, sem komst á toppinn um
fyrri þelgi er nú í fjórða sæti. Va-
lencia hefur ekki átt ánægjulega
viku því liðið tapaði 7:0 fyrir
Karlsruhe og um helgina 2:0 fyrir
Gijon.
Sevillumenn eru ánægðir með að
vera komnir á toppinn og ætla sér
að halda því sæti þó svo aðeins sé
eitt stig í næstu þrjú lið. Sevilla
hefur ekki orðið spænskur meistari
í 47 ár og því ýmsir á þeim bæ
orðnir langeygir eftir sigri. Tvö
mörk á síðustu fjórum mínútum
leiksins tryggðu liðinu sigur og
efsta sætið.
Örebro hékk uppi
Örebro, lið Hlyns Stefánssonar,
gerði markalaust jafntefli við Vasa-
lund í síðari leik liðanna um hvort
þeirra héldi sæti sínu í efstu deild
sænsku knattspymunnar um helg-
ina. Jafnteflið dugði Hlyni og félög-
um til að halda sæti sínu í deildinni.
Annar leikur var einnig um laust
sæti. Degerfors lék við Hesleholm
á útivelli og sigraði 2:1 og heldur
sæti sínu í deildinni.
Svenska Dagbladet skýrði um
helgina frá niðurstöðum í einkunna-
gjöf blaðsins á nýlokinni vertíð. Þar
kemur í ljós að Amór Guðjohnsen
var valinn besti leikmaður deildar-
innar og Hlynur er í 5.-6. sæti yfir
bestu útlendingana.
Hlynur sagði við Morgunblaðið
að hann vildi vera áfram í eitt ár
hjá félaginu, en það væri háð þvf
að það færi að óskum hans. Hann
sagðist fara til íslands um helgina
og þá væntanlega með tilboð með
sér, sem yrði skoðað í rólegheitum.
Hlynur staðfesti að nokkur íslensk
félög hefðu haft samband, en engar
formlegar samningaviðræður hefðu
átt sér stað. Guðjón Þórðarson,
þjálfari KR, sá Hlyn leika um helg-
ina og ræddu þeir saman, en ekk-
ert var ákveðið.
Örn H. Magnússon
Ömnæsti
framkvæmda-
stjóri HSÍ
Ákvörðun frestað
um staðarval tyrir
bikarúrslitaleikinn
Framkvæmdastjóm Handknatt-
leikssambands íslands ákvað á
fundi í gærkvöldi að ráða Örn H.
Magnússon, fyrrum formann hand-
knattleiksdeildar FH, sem næsta
framkvæmdastjóra HSÍ. Gunnar
Kr. Gunnarsson hefur sagt upp
störfum og reiknað er með að Öri}
taki við af honum fljótlega. Gunnar
starfar áfram einhvern tíma, til að
koma Erni inn í starfíð, en það er
svo samkomulagsatriði hvenær
hann hættir.
Á fundi framkvæmdastjómar í
gærvöldi var einnig rædd sú hug-
mynd um að úrslitaleikur í bikar-
keppni HSÍ fari fram á Akureyri í
vor, en forráðamenn HSÍ hafa rætt
það mál við bæjaryfírvöld nyrðra,
eins og fram kom j Morgunblaðinu
á laugardaginn. Að sögn Ólafs B.
Schram, formanns HSÍ, í gærkvöldi
var ákveðið að fresta ákvörðun í
því máli.
Hulda farin
til Víkings
Hulda Bjarnadóttir, landsl-
iðskona í handknattleik,
frá Selfossi, sem leikið hefur í
Noregi í vetur, er komin heim
og hefur gengið til liðs við ís-
landsmeistara Víkings. Hulda
er línumaður.
Evrópuleikir gegn
Búlgörum ívikunni
Tveir leikir
í Höllinni
Landslið Búlgaríu í handknattleik
kom til landsins seint í gær-
kvöldi vegna Evrópuleikjanna gegn
íslandi annað kvöld og á fímmtu-
dagskvöld. Til stóð að annar leikur-
inn færi fram á Akureyri, en þegar
til kom reyndust báðar íþróttahallir
bæjarins uppteknar. Leikimir verða
því í Laugardalshöll og hefjast kl.
20.35 bæði kvöldin.
Geir Sveinsson og Júlíus Jónas-
son, leikmenn Alzira á Spáni, verða
hvorugur með í leikjunum og Héð-
inn Gilsson verður ekki með vegna
anna í Þýskalandi. Það verða því
yngri mennirnir sem ráða ferðinni
gegn Búlgaríu.
íkvöld
Körfuknattleikur
Úrvalsdeild:
Hlfðarendi: Valur-Haukar.kl. 20
1. deild karla:
Seljaskóli: ÍR-ÍS...........kl. 20
1. deild kvenna:
Seljaskóli: ÍR-ÍS.........kl. 18.30
Handknattleikur
2. deild karla:
Digranes: UBK-Fram..........kl. 20
Andri hetja Bayem
/%pdri Sigþórsson var hetja unglingaliðs Bayem Múnchen gegn 1860
^^Múnchen um helgina. Bayem var 1:0 undir í hálfleik, en þá kom
Andri inná og breytti gangi leiksins. Fyrst lagði hann upp jöfnunarmark-
ið og gerði síðan tvö mörk, en seinna markið var dæmt af vegna rang-
stöðu samheija. 1860 jafnaði 2:2 í næstu sókn, en þegar tæp mínúta var
til leiksloka skoraði Andri stöngin inn með viðstöðulausu skoti úr miðjum
vítateig eftir aukaspymu utan af lianti.
Bayem hefur tapað einu stigi í sex leikjum, en Augsburg tveimur og
1860 Múnchen þremur stigum. Andri er markahæstur hjá Bayem með
sex mörk.