Morgunblaðið - 09.11.1993, Blaðsíða 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 1993
Undirbúningur meistaranna
ÞJÓÐVERJAR taka ekki þátt í forkeppni HM í knatt-
spyrnu, heldur fara beint í úrsiitakeppnina í Banda-
ríkjunum sem heimsmeistarar. Þeir eiga eftir níu
vináttuleiki f undirbúningi sínum fyrir HM.
© Torontó 8. júní: gegn Kanada
s.: num
Miami 15. des.:
gegn Argentínu
/ i Mexíkóborg 22. des.:
* gegn Mexíkó
KEPPNIN fer fram 17. júnítil 17. júlí 1994.
■ GUNNAR Huseby, frjálsíþrótt-
^kappinn kunni á árum áður, var
sæmdur gullmerki íþróttasambands
íslands á fimmtudaginn var. Gunn-
ar varð sjötugur þann dag og fékk
gullmerkið í afmælishófí sem félag
hans, KR, hélt honum til heiðurs í
félagsheimili þess.
■ IGOR Turcin, einn kunnasti
þjálfari handboltasögunnar, lést. úr
hjartaslagi á sunnudaginn. Turcin
átjórnaði sovéska kvennalandslið-
inu í 20 ár; á fernum Ólympíuleikum
óg fjórum heimsmeistaramótum, og
varð liðið tvívegis heimsmeistari
Undir hans stjórn. Hann þjálfaði nú
kvennalið Spartak frá Kiev og
kvennalandslið Úkraínu, og lést í
fiúningsherbergi Spartak í íþrótta-
höll I Búkarest í Rúmeníu, þar sem
ljð hans var að leika við Rapid í
Evrópukeppninni. Turcin hefði orð-
ið sextugur í næstu viku.
■ TURCIN varð skyndilega veik-
úr er 42 mín. voru liðnar af leiknum
cjg var leiknum þá aflýst. Spartak
íném
FOLX
vann fyrri leikinn 24:18 en staðan
var 20:14 fyrir rúmenska liðið er
hætt var á sunnudag.
■ JAN Zeiezny, lang besti spjót-
kastari heims, varð sár er breski
grindahlauparinn Colin Jackson
var kosinn fijálsíþróttamaður ársins
af alþjóða fijálsíþróttasambandinu
(IAAF) á dögunum. Um 1.500
manns kjósa og hlaut Zelezny 800
atkvæðum minna en Jackson. „Ég
get ekki staðið mig betur en í ár,
eða hvað?“ spyr Zelezny í vikublað-
inu European en hann sigraði á 14
mótum af 15 sem hann tók þátt í
á árinu.
■ ZELEZNY, sem tvíbætti heims-
metið á árinu og varð heimsmeist-
ari og annar í samanlagðri stiga-
keppni í Grand Prix mótunum, seg-
ist hafa reiknað fastlega með að fá
mun fleiri atkvæði. „Kannski er
spjótkastið bara ekki nógu vinsælt,"
segir hann, en þó er bent á í blaðinu
að Bretinn Steve Backley hafi hlot-
ið þessa eftirsóttu nafnbót hjá IAAF
fyrir þremur árum.
B HLYNUR Stefánsson, lands-
liðsmaður í knattspyrnu úr Vest-
mannaeyjum, var um helgina út-
nefndur leikmaður ársins hjá
Örebro í Svíþjóð.
■ KNÚTUR Óskarsson, fram-
kvæmdastjóri FRÍ, var fyrir
skömmu kjörinn varaformaður ný-
stofnaðra samtaka frjálsíþróttasam-
banda smáþjóða í Evrópu.
I TVÆR bækur um bandaríska
körfuboltakappa verða á boðstólum
fyrir jólin hér á landi; áður hefur
verið sagt frá bók um Earwin
„Magic“ Johnson, sem nokkrir ein-
staklingar gefa út og þá gefur
Körfuknattleikssambandið út bók
um Michael Jordan, sem kemur
út á sama tíma á meginlandi Evrópu
og Bandaríkjunum, auk íslands.
■ MARTIN Dahlin, sem leikur
með Borussia Mönchengladbach í
Þýskalandi var um helgina kjörinn
knattspyrnumaður'ársins í Svíþjóð.
NU ER LAG
|#orfuknattleikur hefur verið í
i\mikilli sókn hér á landi sem
víða annars staðar í Evrópu. Mik-
il fjölgun hefur orðið á liðum í
fslandsmótinu í körfuknattleik og
má sem dæmi nefna að körfu-
knattleiksdeildir hafa verið stofn-
aðar í þremur fé- ■■■■■■
lögum í Reykjavik
þar sem körfu-
knattleikur var
ekki stundaður í
fyrra og fjögur ný
félög hafa tekið
upp yngriflokka starf. Þetta er
aðeins í Reykjavík og ekki er
áhuginn minni annars staðar á
landinu. Uppgangur körfunnar
er það mikill að endar virðast
ætla að ná saman hjá Körfuknatt-
leikssambandinu (KKÍ) þrátt fyr-
ir að unglingalandsliðin hafi gert
forystunni þann grikk að ná
lengra en menn gerðu ráð fyrir.
Það hafði aukin kostnað í för
með sér en engu að síður virðist
hagur KKÍ vænn, sem betur fer.
Því miður virðist sem körfu-
knattleiksforystann hafi ekki
mikinn áhuga á að fylgja þessum
miklu vinsældum íþróttarinnar
eftir. Hvernig stendur á því að
enginn landsliðsþjálfari hefur
verið ráðinn til að sjá um A lands-
lið karla. Torfi Magnússon var á
dögunum ráðinn til að sjá um
kvennalandsliðið fram að áramót-
um og svo virðist sem sama hátt-
inn eigi að hafa á með karla-
landsliðið, ráða þjálfara í hvert
verkefni fyrir sig.
Það er fjöldi ára síðan þjálfarar
hjá stóru sérsamböndunum, en
KKÍ telur sig í þeim hópi, hafa
verið ráðnir til einstakra verk-
efna. Það var talið mikið fram-
faraspor þegar hætt var að fá
hina og þessa til að sjá um landsl-
iðið og ákveðinn þjálfari ráðinn
til að sjá um það.
Körfuknattleikssambandið
hefur samt tekið þann pól í hæð-
ina að ráða ekki þjálfara nema
fyrir einstök verkefni. Þannig
mun næsti þjálfari væntanlega
sjá um liðið fram yfir Norður-
landamótið í Svíþjóð sem fram
fer í maí og á alþjóðlegt mót
(Promotion Cup) sem einnig fer
fram í maí.
Það eru gömul sannindi og ný
að nauðsynlegt er að halda úti
Það þarf landslið til að
æskan hafi að ein-
hverju að stefna
landsliði til að viðhalda vinsæld-
um íþróttagreina en KKÍ virðist
ekki ætla að notfæra sér þann
meðbyr sem karfan hefur. Oft
er því borið við að þróunin I al-
þjóðlegum körfuknattleik sé sú
að landslið leiki aðeins um ára-
mót, á haustin og á vorin. Gott
og vel en ég trúi því ekki að ís-
lenska landsliðið geti ekki fengið
æfingaleiki við félagslið viða um
Evrópu ef áhugi væri fyrir hendi.
Sjálfsagt yrði erfitt að koma slík-
um ferðum fyrir vegna íslands-
mótsins hér heima, en handknatt-
leikurinn hefur hingað til getað
leikið landsleiki þrátt fyrir ís-
landsmót og þrátt fyrir að ekki
væri um „alvöru“ landsleiki að
ræða. Körfuknattleiksmenn
hljóta að geta fengið „æfinga-
leiki“ utan hins hefðbundna tíma
landsleikja og skapað þannig
verkefni fyrir landslið. Landslið
sem væri með fastan þjálfara,
ekki einhvern sem væri með það
í íhlaupum.
Það verður að halda úti lands-
liði til að æskan, sem nú leikur
körfuknattleik við hvem bílskúr
hafi að einhveiju að stefna. Nú
er lag og það er ekki víst að það
gefíst aftur. Menn skulu hafa í
huga að árið 1995 verður HM í
handknattleik hér á landi og þá
er ekki ólíklegt að unglingamir
vilji frekar halda á hanbolta en
körfubolta.
Skúli Unnar
Sveinsson
Erdómarinn ÞORGERÐUR GUNNARSDOTTIR hættað hallmæla dómurum?
Þen mig enn
jafn mikið
ÞORGERÐUR Gunnarsdóttir dæmdi um helgina sinn fyrsta
leik í fyrstu deild kvenna í handknattleik og er, að því er for-
ráðamenn dómaramála hjá Handknattleikssambandinu segja,
fyrsta konan til að dæma ífyrstu deild. Þorgerður tók dómara-
1 próf á meðan hún var enn á fullu í handboltanum en síðan
flutti hún til Þýskalands með eiginmanni sínum, Kristjáni Ara-
syni, og dæmdi talsvert þar í landi. Þegar þau voru á Spáni
dæmdi Þorgerður ekkert en tók upp þráðinn á nýjan leik
þegar þau fluttu heim.
Þirgerður lék með ÍR í upphafí
en skipti yfir í FH árið 1984
og þegar þau hjónakorn bjuggu í
Þýskalandi lék hún með Gum-
■■■I mersbach auk þess
Eftir sem hún dæmdi
Skúla Unnar fyrir félagið. „Ég
Sveinsson tók héraðsdómara-
próf 1981 eða 82
og síðan landsdómaraprófið 1987
held ég. Þegar við vorum úti í
Gummersbach dæmdi ég í neðri
deildum innan héraðsins en á með-
an við vorum á Spáni lá þetta al-
veg niðri. Eftir að ég kom heim
hef ég alltaf verið að dæma hjá
FH-ingum og svo núna í 1. deild
kvenna.“
Nú er ekki óalgengt að sjá eig-
inkonur landsliðsmanna meðal
áhorfenda og æsa sig yfir dómur-
um leiksins. Er það nú alveg búið?
„Nei, nei, blessaður vertu. Maður
hættir því ekkert. Það að hafa far-
ið f gegnum reglumar hjálpar
manni mikið og maður skilur oft
ákveðin viðbrögð dómara betur en
áður, en... maður þenur sig nú
engu að síður jafn mikið og áður.“
Hvemig datt þér í hug að fara
að dæma?
„í fyrsta lagi hef ég gaman af
þessu og það er líka gaman að
geta nálgast eitt af áhugamálum
sínum með öðrum hætti. í öðru
lagi þá vantar konur í dómarastétt-
ina og vonandi verður þetta til að
fleiri stelpur komi í þetta. Mér
finnst það mjög skrítið hv_að fáar
stelpur eru að dæma hér. Á Spáni
er til dæmis kona sem hefur dæmt
lengi lengi í fyrstu deildinni, og
hún er ekki sett á neina smáleiki.
Við, þessi framfaraþjóð, ættum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þorgerður Gunnarsdóttir fyrsti kvenmaðurinn til að dæma í 1. deild í hérlend-
is: „Gaman að geta nálgast eitt af áhugamálum sínum með öðrum hætti.“
ekki að vera svona aftarlega á
merinni í þessu.“
Talandi um merar. Þú hefur
mikinn áhuga á hestum, er það
ekki?
„Jú, hestum, pólitík, leikhúsi og
kvikmyndum. Þetta eru svona það
sem maður hefur helst áhuga á.
Ég er samt ekki virk í pólitíkinni
heldur læt nægja að fylgjast með.
Ég læt [Þorgils] Óttari [Mathiesen]
alveg um að vera á framboðslistum
Hesta hef ég verið með alveg
frá æsku og núna eigum við Krist-
ján fimm hesta, Pabbi [Gunnar
Eyjólfsson, leikari] sér aðallega um
þetta fyrir okkur því það hefur
ekki gefíst mikill tími undanfarin
ár hjá okkur en við erum að reyna
að byija í þessu aftur.“
Er Þorgerður það sem stundum
hefur verið kallað félagsmálatröll?
„Já, ætli sé ekki hægt að segja
það. Ég hef mjög gaman af því
að vera innan um fólk og kynnast
nýju fólki. Ég er í mörgum klúbb-
um, saumaklúbbum, lesklúbbum
og svo auðvitað allt í kringum
handboltann.“
Áttu von á að hafa mikið að
gera við dómgæsluna í vetur?
„Ég ætla rétt að vona það. Mað-
ur fer ekki í svona með hálfum
hug. Það er annað hvort allt eða
ekkert."
Er draumurinn að dæma hjá
Kristjáni?
„Nei, ég dæmi fyrir FH og fæ
því ekki að dæma hjá Kristjáni
enda gæti ég það ekki því ég yrði
svo rosalega hlutdræg. Maður er
orðinn svo heitur FH-ingur.“