Morgunblaðið - 09.11.1993, Page 4
I
4 B
MORGUNBLAÐIÐ
IÞROTTIR
ÞRIÐJUDAGUR 9. NOVEMBER 1993
KORFUKNATTLEIKUR / URVALSDEILD
Æsispennandi loka-
mínútur í Njarðvík
- þegar heimamenn sigruðu granna sína frá Keflavík
„ÞETTA var hálfgerður stuld-
ur eins og ífyrsta leiknum
gegn KR þegar við stálum
sigrinum á lokasekúndunum.
Ég er að vonum ánægður með
sigurinn í leiknum og þetta
sýnir enn hversu mikilvægt
það er að gefast ekki upp,“
sagði Valur Ingimundarson
þjálfari og leikmaður Njarð-
víkinga eftir að lið hans hafi
tryggt sér sigurinn gegn Kefl-
víkingum í nágrannaslag lið-
anna f Njarðvík á sunnudags-
kvöldið á æsispennandi loka-
mínútum. Þá stefndi f sigur
Keflvíkinga sem voru 7 stigum
yfir 89:82 þegar 2 mfnútur
voru til leiksloka. En Njarðvík-
ingar sýndu feikna keppnis-
hörku það sem eftir lifði leiks-
ins, þeim tóks að jafna og
tryggja sér síðan sigur í leikn-
um 93:91 með körfu á sfðustu
sekúndunum. í hálfleik var
staðan 52:49 fyrir ÍBK.
Leikurinn var jafn og tvísýnn
allt þar til í síðari hálfleik
sem var æði köflóttur hjá báðum
liðum. Keflvíkingar hófu þá leik-
inn með miklum
Björn krafti og náðu yfir-
Blöndal höndinni um tíma,
skrifarfrá en Njarðvíkingar
svoruðu fyrir sig
að bragði. Aftur kom góður kafli
af hálfu Keflvíkinga sem þá náðu
11 stiga forskoti 84:73 þegar 5
mínútur voru til leiksloka. Utlitið
var því allt annað en glæsilegt
hjá heimamönnum sem höfðu
misst þá Friðrik Ragnarsson og
ísak Tómasson útaf með 5 villur.
Þegar 2 mínútur voru eftir og
staðan 89:82 fyrir Keflvíkinga
misstu þeir Jonathan Bow útaf
með 5 villur. Við það riðlaðist
leikur þeirra og Njarðvíkingum
tókst að jafna 89:89. Keflvíkingar
komust yfir aftur 91:89, en Njarð-
Bragi bætti
eigið met
Bragi Magnússon fór á kostum
með Haukum og hefur aldrei
Ieikið betur en á laugardag, þegar
Snæfell mátti sætta
sig við 17 stiga tap,
85:68, í úrvaldeild-
inni. Bragi setti per-
sónulegt met og
skoraði 25 stig, en var einnig öflug-
ur í vörninni. „Það er gaman, þegar
svona gengur og ég hef ekki spilað
betur á ferlinum," sagði Bragi við
Morgunblaðið, sem var maður Ieiks-
ins ásamt samheija sínum John
Rhodes, en hann var sem kóngur í
ríkinu undir körfunum og hirti nán-
ast öll fráköst í vörn sem sókn.
Haukar tóku strax leikinn í sínar
hendur, en Snæfell hékk í þeim all-
an fyrri hálfleikinn og fyrstu fimm
mínúturnar eftir hlé. Eftir það var
Ijóst hvert stefndi. Yfirburðimir
voru miklir og lykilmenn heima-
manna hvíldu síðustu mínúturnar.
Breiddin hafði mikið að segja hjá
Haukum og áttu allir í byrjunarlið-
inu góðan dag, en einhæfur leikur
Snæfells kom Iiðinu í koll. Chip
Entwistle var allt í öllu í sóknarleik
gestanna, Bárður Eyþórsson, sem
var mjög góður fyrir hlé, gerði að-
eins tvö stig í seinni hálfleik og
Kristinn Einarsson komst ekki á
blað fyrr en undir lokin, þegar allt
var um seinan.
Steinþór
Guðbjartsson
skrifar
Morgunblaðið/Bjöm Blöndal
NjarAvíkingar og ungir aðdáendur þeirra fagna sigrinum gegn nágrönnum
sínum úr Keflavík í „Ljónagryfjunni" á sunnudagskvöldið.
víkingar jöfnuðu aftur 91:91 og
þá voru um 16 sekúndur eftir.
Keflvíkingar flýttu sér heldur og
skot frá þeim missti marks þegar
7 sekúndur voru eftir. Njarðvík-
ingar hófu sókn og þegar um 6
sekúndubrot voru eftir settu Kefl-
víkingar boltann útaf við hliðarl-
ínu á sínum vallarhelmingi.
Njarðvíkingar tóku leikhlé til að
leggja á ráðin, þeir settu bol'tann
í leik með því að kasta honum í
átt að körfunni þar sem Banda-
ríkjamaðurinn Rondey Robinson
stökk hærra enn allir og blakaði
knettinum í körfuna um leið og
leiktíminn rann út við mikinn
fögnuð heimamanna.
„Við vissum hvað þeir ætluðu
að gera, en gátum einfaldlega
ekki varist stökkrafti Rondeys.
Annars var sárt að tapa þessum
leik því við vorum búnir að vera
betra liðið. Við vorum of bráðir í
síðustu sókninni, það hefði verið
betra að bíða með að taka skot
þar til á síðustu sekúndunum því
þá hefðum við alla vega fengið
framlengingu. Annars fannst mér
leikurinn góður og vel leikinn,“
sagði Jón Kr. Gíslason þjálfari og
leikmaður Keflvíkinga.
Maður leiksins var án efa Rond-
ey Robinson í liði UMFN sem vann
fyrst og fremst á mikilli baráttu.
Valur Ingimundarson og ísak
Tómasson voru einnig sterkir.
Kristinn Friðriksson, Albert Ósk-
arsson, Guðjón Skúlason Jonathan
Bow og Jón Kr. Gíslason voru
bestu menn ÍBK.
Stefán
Stefánsson
skrifar
Þreytu-
merki
„VIÐ spiluðum þrjá leiki í síð-
ustu viku og tveir þeirra voru
mjög erfiðir. Liðið gerði
mörg mistök og þreytumerk-
in voru greinileg. Að visu
léku þeir án Franc Booker
en ég varaði drengina við að
vanmeta Valsliðið og þeir
stóðust það. En ég er að
sjálfsögðu ánægður með
stigin," sagði Laszlo Nemeth
þjáifari KR-inga eftir sigur-
leik á Val í Hlíðarenda á
sunnudagskvöldið. Lokatöl-
ur urðu 83:100.
Valsliðið lék án Franc Booker
sem er meiddur og ætlaði
ekki að verða auðveld bráð fyrir
V esturbæingana.
KR-ingar reyndu
að spila sterka
vörn sem brást
svo heimamenn
náðu forystunni, mest með að
hnoða sér í gegn á einstaklings-
framtaki Ragnars Þór Jónssonar
og Brynjars Sigurðssonar. En
slæmur kafli um miðjan íyrri
hálfleik þegar KR-ingar gerðu
15 stig án þess að Valsmenn
næðu að svara, sneri dæminu við
og þó Valsmenn næðu að jafna
rétt fyrir leikhlé voru gestirnir
búnir að ná undirtökunum.
Síðari hálfleikur var auðveldur
enda fékk Brynjar sína fjórðu
villu í upphafi og gat því minna
beitt sér en ella. Vesturbæing-
arnir voru alltaf með öruggt for-
skot og leyfðu sér að taka byijun-
ariiðið útaf.
„Við lékum ekki vel, okkur
vantaði náttúrlega Booker en það
var ekki endilega úrslitaatriði.
Við getum betur og hefðum unn-
ið ef við hefðum leikið af skyn-
semi,“ sagði Ragnar Þór sem
ásamt Brynjari var besti maður
Vals. Björn Steffensen og Bergur
Már Emilsson áttu góða spretti
í síðari hálfleik. Það blæs ekki
byrlega fyrir Valsmönnum, þeir
hafa misst reynda leikmenn og
þó ungu strákarnir séu efnilegir,
vantar þá leikreynslu sem getur
reynst dýr. Liðið tapaði boltanum
tuttugu sinnum í leiknum.
Þó KR hafi ekki leikið sem
best á sunnudaginn, er liðið í
góðri uppsveiflu. Hermann
Hauksson og David Grissom voru
bestir hjá KR að öðrum ólöstuð-
um.
Gódur endasprettur UMFG
Við vorum seinir í gang, þreyttir
eftir leikinn gegn IBK á
fimmtudaginn,“ sagði Guðmundur
Bragason, þjálfari
Frimann °g leikmaður Grind-
Ólafsson víkinga, sem unnu
skrifar Borgnesinga 89:78 í
Grindavík á laugar-
daginn.
Þetta voru orð að sönnu hjá þjálf-
aranum því eftir að hafa leitt allan
seinni hálfleikinn gáfu heimamenn
Bragi Magnússon skoraði 25 stig
gegn Snæfelli.
eftir og Borgnesingar náðu að jafna
þegar 3 mínútur voru eftir og höfðu
möguleika á að komast yfir. Þá kom
kafli þar sem Borgnesingar gerðu
hveija vitleysuna af annarri í sókn-
inni. Grindvíkingar gengu á lagið
og skoruðu 14 stig gegn 3 á síð-
ustu mínútunum og unnu sigur með
þessum góða endaspretti. Ari Gunn-
arsson UMFS var á þessum tíma
rekinn út úr húsinu fyrir að veitast
að Mareli Guðlaugssyni.
Wayne Casey átti mjög góðan
leik í liði Grindvíkinga og var sá
maður sem reif liðið af stað þegar
mest á reyndi. Hjörtur var góður
sérstaklega í fyrri hálfleik og Guð-
mundur lék veí í vöm og fyrir liðið
þó ekki sé hann eins áberandi í stiga-
skori og oft áður. Alexander Ermol-
inski var fremstur Borgnesinga og
Elvar stjórnaði spilinu vel. Henning
og Birgir komust ekki almennilega
á gang fyrr en í seinni hálfleik.
Price í sérflokki
— þegar IA vann Tindastól örugglega
Skagamenn með Dwayne Price
í sérflokki tóku öll völd gegn
Tindastóli í seinni hálfleik á Akra-
nesi í fyrrakvöld og
fögnuðu 83:66 sigri
eftir að staðan hafði
verið 35:35 í hálf-
leik.
Leikurinn einkenndist af baráttu
á milli erlendu leikmanna liðanna.
Gestirnir voru aðgangsharðari fyrir
Frá
Gunnlaugi
Jónssyni
á Akranesi
hlé og náðu þá mest átta stiga for-
ystu, en liðsheild heimamanna gerði
útslagið í seinni hálfleik.
Allir Skagamenn unnu saman að
settu marki og léku vel. Robert
Buntic var bestur hjá Tindastóli í
fyrri hálfleik, en Ingvar Ormarsson
í þeim seinni.
Stigaskor / B7
Staðan / B7
+
HANDKNATTLEIKUR / E'
Sigurður Svelnsson náði sér vel á strik á suni
Jafnteflið
heima
dýrkeypt
„Spiluðum vel,“ sagði
Kristján Arason eftirtap
FH í Þýskalandi
FH-ingar töpuðu á laugardag með tveggja
marka mun, 22:20, gegn TUSEM Essem
ytra í seinni leik félaganna í 2. umferð borgar-
keppni Evrópu og eru úr leik.
Kristján Arason, þjálfari FH, sem lék ekki
með vegna meiðsla, var ánægður með leik FH.
„Við spiluðum vel, en í stöðunni 19:18 fyrir
Essen var einum okkar vikið af velli. Það var
mjög hæpinn dómur, en Esseii nýtti sér liðs-
muninn og sigraði örugglega. Annars var okk-
ur þrisvar vikið af velli fyrir að vera innan
við þijá metra frá fríkasti og það hafði áhrif.“
Hann sagðist reyndar hafa átt von á heima-
dómurum og menn hefðu ekki látið dómana
fara í skapið á sér, en svissneski eftirlitsdómar-
inn sá ástæðu til að veita pólsku dómurunum
tiltal í hálfleik.
Liðin gerðu 23:23 jafntefli í Kaplakrika og
það gerði útslagið. „Við nýttum ekki tækifær-
ið til að sigra með þremur mörkum heima,“
sagði Kristján. Bergsveinn Bergsveinsson átti
stórleik í markinu og varði 20 góð skot, en
Guðjón Árnason var bestur útimanna. Hann
gerði 7/2 mörk. Hans Guðmundsson var með
6/3, Sigurður Sveinsson 3, Knútur Sigurðsson
2, Atli Hilmarsson 1 og Hálfdán Þórðarson 1
mark. Stefan Hácker varði 20 skot hjá Essen,
Jochen Fraatz gerði 12/6 mörk og Peter Qu-
arti 6 mörk.
i