Morgunblaðið - 23.11.1993, Blaðsíða 1
BORÐTENNIS / LANDSLIÐIÐ
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Guðmundur E. Stephensen,
sem er aðeins ellefu ára gamall, stóð
sig vel í fyrsta landsleik sínum fyrir
Island. Hér gefur hann upp gegn
Jakop Hansen frá Færeyjum sem
hann sigraði örugglega og einbeiting-
in leynir sér ekki. Á neðri myndinni
eru (f.v.) landsliðsþjálfarinn kín-
verski, Hudao Ben, sem er fyrrum
heimsmeistari í borðtennis, Aðalbjörg
Björgvinsdóttir, Guðmundur E.
Stephensen og Kristján Jónasson.
Þau fylgjast hér með leik Ingólfs S.
Ingólfssonar og Peters Nicalsen.
Tveggja milljóna kr. tap
Fyrsta skref handboltamanna á
Selfossi í áttina að fjögurra
liða úrslitum í Evrópukeppni bikar-
hafa voru tekin nú í vikunni þegar
gíróseðlar voru sendir á hvert heim-
ili á Selfossi með beiðni um stuðn-
ing, alls um 1.200 seðlar. Tap hand-
knattleiksdeildar Selfoss vegna
Evrópukeppninnar er nú þegar um
tvær milljónir og mikill kostnaður
framundan.
Að sögn stjórnarmanna í hand-
boltanum á Selfossi eru gíróseðlarn-
ir fyrsta skrefið í fjáröfluninni.
Markmiðið er að komast taplaus
ijárhagslega í gegnum Evrópu-
keppnina og ekki væri það verra
að það gerðist líka íþróttalega.
Þess er vænst að gíróseðlarnir
gefi góða raun. Þeir stuðnings-
manna Selfossliðsins sem búa utan
bæjarmarka Selfoss geta lagt sitt
af mörkum með því að greiða inn
á reikning númer 511 í Búnaðar-
banka á Selfossi. Þá er fólki bent
á að það sé einnig mikill stuðningur
að því að mæta á heimaleiki liðsins
í deildarkeppninni.
Morgunblaðið/Sigurdur Jónsson
Gíróseðlum og Evrópuboltanum hampað á æfingu hjá Selfossliðinu.
HANDKNATTLEIKUR / EVROPUKEPPNIN
PtargtnttthifrUk
1993
ÞRIÐJUDAGUR 23. NOVEMBER
BLAÐ
adidas
Körfuknattleikslið KR
leikur í Adidas
Þrefalt Kjá
íslendingum
Guðmundur S. Stephensen, hinn
11 ára gamli borðtennismað-
ur úr Víkingi, hóf landsliðsferilinn
með sigri. Hann mætti Jakop Han-
sen frá Færeyjum í fyrsta leik sín-
um í Laugardalshöll í gærkvöldi og
vann örugglega, 21:11 og 21:181
Hann var öryggið uppmálað og bar
enga virðingu fyrir sér eldri leik-
mönnum. „Ég fann aðeins fyrir
taugaspennu í bytjun en svo var
þetta bara eins og venjulegur leik-
ur,“ sagði Guðmundur eftir fyrsta
sigurinn.
ísland fagnaði sigri í öllum þrem-
ur flokkunum sem keppt var í. A-
landsliðið vann 7:0, eldra unglinga-
liðið sömuleiðis 7:0 og yngra ungl-
ingaliðið vann 6:1. I fyrra þegar
A-landslið þjóðanna mættust unnu
Færeyingar 5:2.
SUND
Ein fremsta
sundkona
Þjóðverja í
keppnis-
bann?
r
Þýska sundkonan Sylvia Ge-;
rasch, Evrópumeistari í 50 ,
og 100 metra bringusundi,
mældist með örvandi lyf í líkama
sínum á lyfjaprófi sem tekið var
á Evrópumótinu í sprettsundi í
Gateshead á Engiandi 11. - 13. i
þessa mánaðar. Hún á yfir höfði
sér allt að tveggja ára keppnis-;
bann ef síðara prófið gefur sömu ■
útkomu. Tekin eru tvö sýni til
rannsóknar og var þetta fyrra
sýnið, svokallað A-próf, sem
reyndist jákvætt. Niðurstöðu úr
síðara prófinu er að vænta innan j
8 daga og þá verður endanlega,
úr því skorið hvort Gerasch verði;
sett í keppnisbann.
Þessi frétt er mikið áfall fyrir’
þýskar íþróttir í kjölfar lyfjamis-
ferlis frjálsíþróttakonunnari
Katrinar Krabbe og sundkon-
unnar Astridar Strauss. Gerasch.
segist vera „hrein“ aðeins hafa
drukkið mikið kaffi sama dag
og lyfjasýnið var tekið og þess
vegna hafi hún mælst jákvæð,'
með of mikið koffin. Hún segisf-
aldrei iiafa tekið nein lyf.
GOLF
O’Connor
til íslands
Christy O’Connor yngri, írski
kylfingurinn snjalli kemur
hingað til lands þriðjudaginn 30.
nóvember. Hann kemur hingað
á vegum íþróttadeildar Sam-
vinnuferða/Landsýnar og með
honum í för er fulltrúi frá Ferða-
málaráði írlands, Derek Mulro-
oney.
O’Connor mun halda sýningu
í Golfheimum í Skeifunni mið-
vikudaginn 1. desember þar sem
hann mun sýna hvernig fremstu
kylfingar heims munda kylfurn-
ar. O’Connor hefur verið meðal
fremstu kylfinga í Evrópu und-
anfarin ár og meðal annars verið
í Ryder liði Evrópu. Tilgangur
ferðar hans hingað að þessu sinni
er að kynna golf á írlandi en
íslendingar hafa verið duglegir
við að leika golf þar í landi.