Morgunblaðið - 23.11.1993, Blaðsíða 4
4 B
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1993
HANDKNATTLEIKUR / ÍSLANDSMÓTIÐ
Eins og í þá gömlu góðu...
Æ
IR-ingar gerðu aðeins eitt mark gegn Víkingum síðasta stundarfjórðunginn
VÍKINGUM var klappað lof í lófa
eftir glæsilegan 10 marka sigur,
30:20, gegn IR í íþróttahúsi
Seljaskóla í fyrrakvöld. Þeir áttu
það svo sannarlega skilið, því
þeir fóru hreinlega á kostum,
léku við hvern sinn fingur og
kórónuðu frammistöðuna með
„sirkusmarki" Bjarka Sigurðs-
sonar eftir sendingu Árna Frið-
leifssonar undir lokin. ÍR-ingar
voru heillum horfnir og eitt mark
síðasta stundarfjórðunginn seg-
ir sina sögu, en á sama tíma
máttu þeir hirða boltann 11
sinnum úr eigin neti.
Leikur Víkings minnti í mörgu á
strákana, sem héldu merki fé-
lagsins hátt á lofti á síðasta áratug.
BHIiHHBi Reynir Reynisson
Steinþór var frábær í markinu
Guðbjartsson 0g varði 20 skot,
sknfar vörnin var þétt og
leikmennirnir sam-
stíga, sóknarleikurinn fjölbreyttur
og hraður. Ágætur fyrrum formað-
ur HSÍ, sem hefur rutt nær öllum
hindrunum úr vegi, þegar handbolti
er annars vegar, og átt einn stærst-
an þátt í uppgangi íþróttarinnar hér
á landi, sagði í sumar sem leið að
takmarkið hjá Víkingum væri Evr-
ópumeistaratitill tímabilið 1995 til
1996. Það er óhófleg bjartsýni og
fyrri helmingur seinni hálfleiks
gegn ÍR er víti til varnaðar, en ljóst
er að strákarnir hafa alla burði til
að endurheimta íslandsmeistaratit-
ilinn, þó ll.maí sé langt undan.
Mikil breyting til batnaðar hefur
átt sér stað með endurkomu Bjarka
Sigurðssonar og Serbinn Slavisa
Cvizovic fellur vel inní liðið. Gunnar
Gunnarsson og Birgir Sigurðsson
voru öflugir sem fyrr, Árni Friðleifs-
son hefur sjaldan verið betri og
Kristján Ágústsson var skemmtileg-
ur í vinstra horninu.
ÍR-ingar áttu ekki svar við leik
mótheijanna. Þeir misstu mann útaf
í stöðunni 2:1 fyrir Víking, Bjarki
jók muninn í þrjú mörk á meðan
ÍR-ingar voru einum færri og þeir
náðu sér ekki á strik út hálfleikinn.
Hins vegar byijuðu þeir vel eftir
hlé. Aldursforsetinn Guðmundur
Þórðarson hélt þeim við efnið og
gaf þeim von, en um miðjan hálfleik-
inn tóku Víkingar aftur við sér,
sögðu hingað og ekki lengra í stöð-
unni 20:19 og heimamenn voru sem
úti á þekju það sem eftir var.
Ánægður
með stigin
- sagði Þorbjörn Jensson þjálfari Vals eftir
eins marks sigurá Stjörnunni að Hlíðarenda
STJARNAN var ekki fjarri því að
ná jafntefli þegar iiðið sótti Vals-
menn heim að Hlíðarenda á
sunnudagskvöldið en varð að
sætta sig við eins marks tap,
23:22. „Það var allt jákvætt nema
tapið," sagði Gunnar Einarsson
þjálfari Stjörnunnar en Þorbjörn
Jensson þjálfari var sáttur við
stigin tvö, hvernig svo sem þau
komu.
Varnir beggja liða létu finna fyrir
sér svo fyrstu átta mörkin komu
með skotum utan átta metranna.
Valsmenn höfðu und-
Stefán irtökin og voru komnir
Stefánsson í þægiiega 11:7 stöðu
skrífar þegar sex mínútur
voru til leikhlés. Þá
snéru Garðbæingar dæminu við, ein-
um leikmanni fleiri, og gerðu næstu
sex mörk á meðan ekkert gekk upp
hjá heimamönnum, sem skutu að vísu
tvívegis í stöng.
Strax eftir hlé tóku Valsmenn leik-
inn aftur í sínar hendur og höfðu eft-
ir átta mínútur snúið stöðunni sér í
hag, 18:16. Á því tímabili fengu bæði
Patrekur Jóhannesson og Konráð
Olavson tveggja mínútna brottvísun
og bestu menn Vals, Ólafur Stefáns-
son og Dagur Sigurðsson, stálu bolt-
ann tvívegis á tíu sekúndum og skor-
uðu, þegar Garðbæingar voru að byija
á miðju. Gestirnir náðu þó að jafna
þegar tvær mínútur voru til leiksloka
en Valgarð Thoroddsen skoraði úr
hominu þegar mínúta var eftir og
Guðmundur Hrafnkelsson, markvörð-
ur Vals, varði þegar 4 sekúndur voru
eftir á klukkunni.
„Ég er ánægður með stigin tvö,
hvemig svo sem þau komu. Vissulega
áttum við að spila betur þegar við
vomm komnir með forskotið en fóram
þá að stytta sóknimar og þó vörnin
hafí verið betri en oft áður var hún
engan vegin nógu góð. Það er lang-
tíma markmið hjá okkur að verða
betri og betri, og sérstaklega að þróa
vörnina, en við eram ekki á réttu róli
ennþá,“ sagði Þorbjörn Jensson Jyjálf-
ari Vals. Dagur Sigurðsson og Olafur
Stefánsson vora bestu menn liðsins.
Gunnar Einarsson þjálfari Stjörn-
unnar var sæmilega sáttur við
frammistöðu sinna manna. „Við áttum
að geta unnið og vorum ekki langt
frá því. Líklega var þetta besti leikur
okkar í langan tíma og það er ják-
vætt þó tapið sé það ekki. Það er erf-
itt að sækja Val heim enda eitt af
toppliðunum og ég er ekkert rosalega
óánægður, vil heldur líta á jákvæðu
hliðamar í leiknum. Jafntefli hefði
verið sanngjamt," sagði Gunnar. Pat-
rekur Jóhannesson var öflugur, Einar
Einarsson var mjög góður og Gunnar
Erlingsson, sem kom inná í fyrri hálf-
leik, varði oft vel.
mmir
Morgunblaðið/Sverrir
Ekki lengra
REYNIR Reynisson var frábær í marki Víkings og varði 20 skot frá ÍR-ingum,
GOLF
Úlfar héK öðru sætinu
undir pari í 4. sæti — Björgvin setti vallarmet á EM áhugamanna
Islenska sveitin níu
far Jónsson varð í öðru sæti í
einstaklingskeppni Evrópu-
móts atvinnumannaliða sem lauk á
Spáni á laugardaginn. Úlfar lék síð-
asta daginn á einu höggi undir pari,
71 höggi, og endaði því á átta högg-
um undir pari. Skoti varð í efsta
sæti á 12 höggum undir pari. Með
Úlfari í öðru sæti urðu tveir kylfing-
ar, annar frá Hollandi og hinn frá
írlandi.
Islenska sveitin endaði í fjórða
sæti, eftir harða keppni við Ira um
þriðja sætið. John Drummond lék á
71 höggi eins og Úlfar síðasta dag-
inn en Arnar Már Ólafsson lenti í
miklum hrakningum á 9. braut og
þeirri síðustu og lék hvora holu á
þremur yfir pari og kom inn á 82
höggum.
Skotar sigruðu á 410 höggum,
Hollendingar urðu í öðru sæti á 418
höggum, Irar í því þriðja á 422 og
íslendingamir léku á 423 höggum
og skutu til dæmis öllum Norður-
landaþjóðunum ref fyrir rass.
„Þetta var ágætt hjá okkur síð-
asta daginn en samt ekki alveg nógu
gott. Við misstum íra upp fyrir okk-
ur en erum samt tiltölulega ánægðir
því markmiðið var að vera í topp tíu
sætunum og það tókst rúmlega og
við erum því nokkuð sáttir,“ sagði
Úlfar Jónsson eftir síðasta hringinn.
Þeir félagar fengu rúmar 100 þúsund
krónur hver fyrir fjórða sætið.
Úlfar sagðist hafa leikið dálítið
skrykkjótt síðasta daginn. „Ég fékk
fimm fugla og fjóra skolla sem er
meira en á hinum tveimur hringjun-
um. Drummond lék af mikilli ákveðni
í dag. Hann var tvo yfir eftir fyrri
níu holurnar en lék seinni níu á þrem-
ur undir,“ sagði Úlfar.
Björgvin setti vallarmet
Björgvin Sigurbergsson lék frá-
bærlega síðasta daginn á Evrópu-
móti áhugamannaliða í golfi sem
lauk á Spáni á laugardaginn. Björg-
vin lék á 69 höggum, þremur undir
pari vallarins, og setti nýtt vallar-
met, sem Belgi jafnaði reyndar síðar
um daginn. Völlurinn La Quinta er
talsvert breyttur frá því í fyrra og
aðeins sex brautir eru eins og þá.
Hann er 500 metrum lengri og
Björgvin var sá fyrsti sem lék hann
á þremur undir pari.
Þessi spilamennska Björgvins
dugði Keilismönnum til að hækka
sig um fjögur sæti í töflunni og kom-
ast í 7. sætið, og segjast vel við
una. Björgvin lék sem áður segir á
69 höggum á laugardaginn en
Sveinn Sigurbergsson lék á 77 högg-
um og Björn Knútsson á 78. Björg-
vin lék best þeirra félaga, 79-78-75-
69 eða á 301 höggi og var í 14. sæti
í einstaklingskeppninni en Finni sigr-
aði á 290 höggum. Björn varð í 17.
sæti, lék á 78-72-75-78 eða 303
höggum og Sveinn var á 83-82-78-
77 eða 320 höggum.
Finnar sigruðu í mótinu léku á
588 höggum og síðan komu írar á
592, Danir á 593, Norðmenn á 594,
Englendingar 595, Belgar 599, Keil-
ir 603, Frakkar 603, Italir 608 en í
neðsta sæti af 21 þjóð var sveit Svía
og er það ekki algengt þegar íþrótt-
ir eru annars vegar. Svíar fengu
matareitrun siðasta daginn og gátu
ekki leikið þá.
Fyrsti
sigur ÍBV
MT
ÍBV náði að sigra í sínum fyrsta
leik þegar lið Aftureldingar kom
í heimsókn til Eyja á laugardaginn.
Eyjamenn sigruðu
Sigfús Gunnar með einu marki,
Guðmundsson 28:27, eftir að hafa
skrífarfrá leitt lengst af. Eyja-
Syjum menn byijuðu betur
og höfðu 1-3 mörk yfir framan af
en þegar fór að líða að leikhléi náðu
leikmenn Aftureldingar að komast
yfir og í hléi var staðan 14:15 fyrir
gestina. Lið ÍBV kom mun ákveðn-
ara til leiks eftir hlé og náði góðri
forystu og munaði þar miklu um að
Hlynur var í miklu stuði í markinu.
IBV náði fimm marka forystu en
undir lokin munaði ekki miklu að
Afturelding næði að jafna því gest-
irnir minnkuðu muninn í eitt mark
þegar 20 sekúndur voru eftir. í liði
IBV voru aðeins þrír útileikmenn á
þessum tíma því þremur hafði verið
vísað af leikvelli. Engu að síður tókst
heimamönnum að halda muninum
og lyfta sér úr botnsætinu sem þeir
hafa vermt það sem af er vetri.
Guðmundur þjálfari Afturelding-
ar var greinilega ekki ánægður með
sína menn undir lokin og kom sjálf-
ur inná þegar 12 mínútur voru eft-
ir. Hann gerði þijú mörk og fiskaði
eitt vítakast. Varnarleikur beggja
liða var ekki til að hrópa húrra fyr-
ir en Hlynur markvörður var bestur
heimamanna. Hjá UMFA átti Ingi-
mundur ágætan leik en sóknarleikur
gestanna var oft ansi vandræðaleg-
ur.
Öruggt hjá FH
Lið FH vann öruggan sigur á Þórs-
urum frá Akureyri í slökum leik
í Kaplakrika, 30:28, og var sigur
Hafnfirðinganna
ómar mun öraggari en
Jóhannsson lokatölurnar gefa til
skrífar kynna. Kæruleysi var
allsráðandi hjá FH-
ingum undir lok leiksins, Þórsarar
gengu á lagið og löguðu markatöluna
mikið undir lokin.
FH-byijaði af krafti, eftir 20 mín-
útur var staðan orðin 13:2 og allt
stefndi í stórsigur. Þórsarar tóku
hins vegar smá kipp undir lok fyrri
hálfleiks og minnkuðu muninn í níu
mörk fyrir hlé, 17:8. Þórsarar voru
mun ákveðnari í öllum aðgerðum
sínum í síðari hálfleik, virtust hafa
fengið aukið sjálfstraust, en forysta
FH var einfaldlega of mikil til að
leikurinn yrði einhvem tíma spenn-
andi. Mestur varð muurinn 13 mörk,
26:13, en Þórsarar klóruðu í bakkann
undir lokin og gerði fimm síðustu
mörkin.
Bergsveinn varð bestur hjá FH,
varði vel, og einnig stóðu Sigurður
Sveinsson, Gunnar Beinteinsson og
Atli Hilmarsson sig vel. Hjá Þórsur-
um léku Jóhann og Sævar vel en
Hermann markvörður var bestur
norðanmanna. Varði mjög vel í síð-
ari hálfleik eftir heldur dapra byijun.