Morgunblaðið - 23.11.1993, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1993
B 3
KNATTSPYRNA
Átlundi deildarsigur
Manchester United í röð
MANCHESTER United hélt áfram á sigurbraut í ensku knatt-
spyrnunni um helgina og vann Wimbledon 3:1 á Old Trafford.
Þetta var áttundi sigur liðsins í röð í deildinni og er það með
11 stiga forystu á toppnum.
Keegan Futre
■ PAOLO Futre lék fyrsta leik
sinn í ítölsku deildinni og skoraði í
2:0 sigri Reggiana gegn Cremo-
nese, en var borinn meiddur af velli
undir lokin. Liðbönd í hné slitnuðu
og verður hann frá í þijá mánuði.
Þetta var fyrsti sigur Reggiana á
tímabilinu.
■ FUTRE hefur leikið með íjórum
félögum í jafn mörgum löndum á
síðustu 12 mánuðum; Atletico
Madrid, Benfica, Marseille og
Reggiana.
■ ■ ROBERTO Mancini, fyrirliði
Sampdoria, lét veija frá sér víta-
spyrnu í öðrum leiknum í röð.
■ GIOVANNI Stroppa hjá Fogg-
ia svaraði í sömu mynt fyrir Foggia
í byijun seinni hálfleiks, skaut í stöng
og þaðan fór boltinn í hina stöngina
og út aftur.
GIANLUCA Vialli kom inná sem
varamaður hjá Juventus, en hann
hafði ekki leikið í tvo mánuði vegna
fótbrots.
■ ALEN Boksic frá Króatíu lék
fyrsta heimaleikinn með Lazio og
skoraði gegn Tórínó, en Lazio tap-
aði fyrsta heimaleiknum í níu mán-
uði.
■ EMIL Kostadinov, sem tryggði
Búlgaríu réttinn til að leika í úrslita-
keppni HM í Bandaríkjunum, lék
ekki með Porto í 1:0 sigri gegn
Sporting í portúgölsku deildinni.
Tomislav Ivic, þjálfari, sagðist vilja
hafa hann óþreyttan gegn Bremen
í Evrópukeppninni annað kvöld.
■ LIVERPOOL var án nokkurra
lykilmanna gegn Newcastle, en
ástandið var svo slæmt hjá félaginu
að fresta varð leik varaliðsins og 18
ára liðsins. 23 leikmenn voru meidd-
ir á Anfield.
■ STUÐNINGSMENN heima-
manna í Newcastle skemmtu sér vel
á St. James’ Park og stríddu stjóra
Liverpool. „Souness til Sunder-
land“ sungu þeir, en Sunderland
er neðst í 1. deild.
■ HOWARD Kendall vantar mið-
herja í lið Everton og er að reyna
að fá Alan Smith frá Arsenal eða
Dion Dublin frá Man. United.
■ TREVOR Francis vill fá Gary
Stevens hjá Glasgow Rangers í
staðinn fyrir Roland Nilsson, sem
stefnir á að vera kominn til Svíþjóð-
ar fyrir jól.
■ RAY Wilkins, sem er 37 ára,
hefur verið orðaður sem næsti lands-
liðsþjálfari Englands. Hann lék með
QPR um helgina og sagðist ekki
vera að leggja skóna á hilluna.
■ KEVIN Keegan vísar neikvæðu
tali um ensku knattspymuna á bug,
en segir að þvert á móti sé mikill
uppgangur. „Hann gæti hafa komið
of seint fyrir Graham Taylor, en á
eftir að nýtast næsta landsliðsþjálf-
ara.“
■ SEPP Piontek, landsliðsþjálfari
Dana 1979 til 1990, sagði starfi sínu
lausu sem þjálfari tyrkneska liðsins
Bursaspor og sagði að framtíð sín
væri í Danmörku. „Ég er tilbúinn
að skoða öll tilboð,“ sagði þjálfarinn.
■ LEO Beenhakker tók við landsl-
iði Saudi Arabíu í fyrradag og gild-
ir samningurinn fram yfir HM í
Bandarikjunum á næsta árí.
■ SKOSKl landsliðsmaðurinn Gor-
don Durie var í gær seldur frá Tott-
enham til Glasgow Rangers í fyrra-
dag fyrir 1,2 millj. pund (um 127,5
millj. kr.).
Manchester tapaði síðast heima
í deildinni fyrir 13 mánuðum
— gegn Wimbledon — og Wimble-
don hafði ekki tapað í síðustu fjór-
um heimsóknum. Peter Schmeichel
kom í veg fyrir að gestirnir næðu
forystu í byijun seinni hálfleiks,
varði meistaralega frá Fashanu.
Metaðsókn var á Old Trafford,
44.748 manns, sem er mesta að-
sókn í deildinni á tímabilinu. „Fólk
flykkist á leiki okkar á meðan Eng-
land stendur sig ekki á alþjóða vett-
vangi,“ sagði stjórinn Alex Fergu-
son.
Aston Villa skaust í annað sætið
með 1:0 heimasigri gegn Sheffield
United og tryggði Guy Whitting-
ham sigurinn 14 mínútum fyrir
leikslok.
Norwich lék illa heima, en náði
1:1 jafntefli við Manchester City
og er í þriðja sæti.
Alan Shearer, fyrrum leikmaður
Southampton, gerði bæði mörk
Blacburn í 2:0 sigri gegn fyrrum
félögum sínum og Tim Flowers, sem
var keyptur frá Southampton í byij-
un mánaðarins, átti náðugan dag í
markinu í fyrsta heimaleik sínum
með Blackburn.
Arsenal hafði leikið fimm deildar-
leiki í röð án sigurs, en sneri blað-
inu við og vann Chelsea 2:0. Þetta
var sjötti tapleikur Chelsea í röð.
John Wark, sem er 36 ára, lék
600. leik sinn fyrir Ipswich og jafn-
framt 730. leikinn á meðal þeirra
bestu. Hann gerði bæði mörk
Ipswich í 2:2 jafntefli gegn Swin-
don, var bókaður og siðan kjörinn
maður leiksins. Paul Bodin, sem
skoraði ekki úr vítaspyrnu fyrir
Wales gegn Rúmeníu í HM s.l. mið-
vikudag, jafnaði úr einni slíkri átta
mínútum fyrir leikslok.
Everton fékk skell á heimavélli,
tapaði 3:0 fyrir QPR. „Við höfum
ekki lagst svona lágt síðan ég tók
aftur við stjórninni fyrir þremur
árum,“ sagði Howard Kendall. „Það
var mjög særandi að sjá stuðnings-
mennina fara 20 mínútum fyrir
leikslok, en ljóst er að við verðum
að gera eitthvað í málinu.“
Andy Cole var með þrennu fyrir
Newcastle gegn Liverpool. Mörkin
voru öll ámóta eftir fyrirgjöf frá
vinstri og komu öll á fyrsta hálftím-
anum. Liverpool var án föstu varn-
armannanna Marks Wrights, Robs
Jones og Julians Dicks, „en hefðu
þeir verið með hefðum við ekki
fengið þessi mörk á okkur,“ sagði
Graeme Souness, stjóri gestanna.
Þetta var þriðja þrenna Coles á
tímabilinu og hefur hann gert 21
mark. Newcastle lék vel og Kevin
Keegan var ánægður. „Það voru
11 Englendingar í liðinu hjá mér
og næst landsliðsþjálfari verður að
koma hingað og líta á þá.“
Þrír fyrrum leikmenn Liverpool,
Peter Beardsley, Barry Venison og
Mike Hooper, voru í liði heima-
manna og þjálfaramir Kevin Keeg-
an og Terry McDermott, voru hetj-
ur á Anfield fyrir nokkrum árum.
Newcastle sótti stíft frá fyrstu mín-
útu, en jafnræði var með liðunum
eftir hlé. Þá kom John Barnes inná
hjá Liverpool, en hann hefur ekkert
leikið á leiktíðinni vegna meiðsla.
„Úrslitin voru ráðin, þegar ég kom
inná,“ sagði hann. „Við gáfum þetta
frá okkur í fyrri hálfleik, en það
var ánægjulegt að fá að leika á ný.“
Schalke kom á óvart
Siegfried Held, fyrrum landsliðs-
þjálfari íslands, stýrði Dresden til
sigurs, 1:0, á heimavelli gegn
Stuttgart. Eyjólfur Sverrisson sat á
bekknum hjá gestunum rétt eins
og Dubajic, Frontzeck og Fritz
Walter. „Við erum með breiðan hóp
og hvaða þjálfari sem er myndi
þakka fyrir að hafa svo sterka
menn á bekknum,“ sagði Christoph
Daum, þjálfari Stuttgart, eftir leik-
inn.
Botnlið Schalke kom á óvart og
náði 1:1 jafntefli gegn Bayern
Múnchen í þýsku deildinni. Youri
Mulder jafnaði þremur mínútum
fyrir leikslok. Bayern átti í erfíðleik-
um með að komast í gegnum vörn
mótheijanna, en Christian Nerlin-
ger skoraði á 73. mínútu.
„Jafnteflið var sanngjarnt,"
sagði Erich Ribbeck, þjálfari Múnc-
hen. „Það hjálpar okkur í barátt-
unni, en við stefnum að því að
bæta við í seinni umferðinni og ef
til vill verðum við á toppnum í lok-
in.“
Áfall hjá Barcelona
Meistarar Barcelona máttu sætta
sig við 1:0 tap gegn botnliði Lerida
í spænsku deildinni. Gestimir skor-
uðu undir lokin, en sigurinn var
sanngjarn. Halda mátti að lands-
leikur Spánar og Danmerkur s.l.
miðvikudag hafí setið í níu lands-
liðsmönnum heimamanna, sem
mæta Galatasaray í Evrópukeppn-
inni annaðkvöld. Romario lét mark-
vörð Lerida veija frá sér vítaspyrnu
undir lok fyrri hálfleiks.
Real Madrid átti í erfiðleikum
með Celta en vann 2:1 og er í hópi
sex liða á toppnum. Varamaðurinn
Luis Ramis gerði sigurmarkið á 73.
mínútu með fyrstu snertingu sinni,
en liðið var einum færri síðustu 20
mínúturnar.
Góóur sigur Parma
Parma er í efsta sæti ítölsku
deildarinnar eftir 2:0 útisigur gegn
Atalanta, en AC Milan er með jafn
mörg stig eftir 2:1 sigur gegn Na-
pólí. Efstu liðin mætast á sunnudag.
Demetrio Albertini gerði sigur-
mark Milan beint úr aukaspymu á
síðustu mínútu, en gestimir vom
yfír í hléi. Jean-Pierre Papin og
Zvonimir Boban léku ekki með
Milan, en Frakkinn Marcel Desailly
lék fyrsta leik sinn með liðinu.
Fyrsta skot heimamanna kom eftir
hálftíma og þeir ógnuðu ekki að
ráði fyrr en síðasta hálftímann.
Parma þurfti að hafa mikið fyrir
sigrinum gegn Atalanta, en Svíinn
Brolin braut ísinn um miðjan seinni
hálfleik í 100. leik sínum í ítölsku
deildinni og Zola innsiglaði sigurinn
með aukaspymu 10 mínútum fyrir
leikslok, sjöunda mark hans á tíma-
bilinu.
Sampdoria vann Foggia 2:1 eftir
að hafa verið marki undir og klúðr-
að vítaspyrnu í fyrri hálfleik. Ruud
Gullit og Attilio Lombardo skoruðu
fyrir Sampdoria.
Þýski varnarmaðurinn Júrgen
Kohler tryggði Juventus 1:1 jafn-
tefli á heimavelli, þegar hann skor-
aði með skalla í mark Cagliari sex
mínútum fyrir leikslok.
Inter tapaði 1:0 fyrir Genúa og
gekk nýja sóknaraðferðin ekki upp,
en Dennis Bergkamp lék fyrir aftan
Ruben Sosa og Schillaci, sem hefur
verið frá í tvo mánuði vegna
meiðsla. Osvaldo Bagnoli, þjálfari,
sagði að tilraunin hefði mistekist.
„Ég varð að reyna eitthvað og þetta
var rétti tíminn. En það er eins og
með matinn; maður verður að borða
á veitingahúsi til að komast að því
hvað kokkurinn er góður.“ Inter
mætir Norwich í Evrópukeppninni
annaðkvöld og var Bagnoli ekki
bjartsýnn. „Þegar hlutirnir ganga
ekki vel er lítið hægt að gera á
þremur dögum,“ sagði hann, en
sennilega tekur hann Schillaci út
og teflir fram miðvallarleikmannin-
um Angeio Orlando í staðinn.
Marseille í vanda
Marseille tapaði 3:0 á heimavelli
gegn Auxerre og færðist niður í
4. sæti í frönsku deildinni. „Mar-
seille á í vanda,“ sagði Guy Roux,
þjálfari Auxerre. „Félagið hefur
misst lykilmenn og það gerði okkur
auðveldara fyrir.“
PSG vann Toulouse 2:1 á útivelli
og er með tveggja stiga forystu á
toppnum.
Francis skilur
afstöðu Svíans
Eftir markalaust jafntefli
Sheffield Wednesday og Coventry ,
í Englandi gekk Trevor Francis,
stjóri Wednesday þegar útá völl
og þakkaði Roland Nilsson fyrir
leikinn með handabandi. Nilsson
hefur tilkynnt að hann sé á heim-
leið vegna þess að Qölskyldan
vilji vera í Svíþjóð, „en ég skil
ekki við félagið „meðan vandamál
eru fyrir hendi og verð áfram þar
til nýr maður hefur verið keypt-
ur,“ sagði Svíinn. Francis sagðist
vel skilja afstöðu Nilssons. „Ég
er sjálfur fjölskyldumaður."
Cruyff óhress
Johan Cruyff, þjálfari Barcel-
ona var óhress með menn sína,
sem töpuðu fyrir botnliði Lerida
um helgina. „Hugarfar þeirra
sem atvinnumanna var til
skammar og kvörtunum um
þreytu vísa ég heim til föðurhús-
anna.“ Hann fylgdi orðum sínum
eftir og sektaði alla leikmennina
fyrir vanrækslu í starfi, en lét
þess getið að breytingar yrðu
gerðar á hópnum í vor.
Wolf óheppinn
John de Wolf lék vel í vöm
Feyenoord, en skoraði í eigið
mark og tryggði Vitesse Amheim
1:1 jafntefli í hoilensku deildinni.
Þetta var fyrsta markið, sem
Feyenoord hefur fengið á sig á
heimavelii í vetur.
Marseille á nidurleið
JOCELYN Anglome, leikmaður Marseille (t.h.) í baráttu við einn mótheijann hjá Auxerre í frönsku 1. deildinni
um helgina. Það gengur allt á afturfótunum hjá Marseille þessa dagana og er liðið komið niður í 4. sæti eftir 0:3
tap á heimavelli í þessum leik. Félagið hefur þurft að selja nokkra af bestu leikmönnunum undanfarið til að
forða gjaldþroti.