Morgunblaðið - 23.11.1993, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.11.1993, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1993 B 5 KÖRFUKNATTLEIKUR Bikarkeppni Körfuknattleikssambandsins KR-ingar til Keflavíkur Dregið var í átta liða úrslitum bikarkeppni Körfuknattleikssambandins á laugardag- inn. Snæfell tekur á móti Skallagrími, Tindastóll fær Grindavík í heimsókn, Njarð- víkingar leika við Skagamenn og bikarmeistarar Keflvíkinga taka á móti KR-ingum. Leikirnir fara fram sunnudaginn 5. desember. Morgunblaðið/Júlíus Ég skal skora... RÚNAR Árnason í baráttunni við Davíð Grissom í fyrri hálfleik. Þá hafði Grissom og KR betur en í þeim síðari léku Rúnar og aðrir Njarðvíkingar mjög vel og sigruðu örugglega. IMjarðvíkingar frábær ir í seinni hálfleik Gerðu þá 60 stig gegn aðeins 26 stigum KR-inga! NJARÐVIKINGAR fóru illa með KR-ingana í síðari hálfleik á Sel- tjarnarnesinu á sunnudaginn. Eftir að KR hafði haft yfir 52:40 íleikhléi skiptu NjarðvíkingarT fluggír og léku frábærlega þann- ig að KR átti ekkert svar og leik- urinn endaði 78:100. KR gerði sem sagt aðeins 26 stig í síðari hálfleik. etta hrökk í gang hjá okkur í síð- ari hálfleik eftir að við höfðum skammað sjálfa okkur í leikhléinu," sagði Valur Ingi- SkúHUnnar ™U"d™u tóálíarj Sveinsson UMFN en hann sat a skrifar varamannabekknum allan tímann enda meiddur á ökla og sagðist þurfa nokkrar vikur til að jafna sig. „Ég þarf greinilega ekkert að flýta mér ef það gengur svona,“ sagði Valur. Leikurinn var í járnum allt þar til tvær mínútur voru til leikhlés og stað- an 40:40. Þá kom hræðilegur kafli hjá UMFN og KR gerði 12 stig í röð og leiddi með 12 stigum í leikhléi og gerði aukin heldur fyrstu tvö í þeim síðari. í leikhléi var bjart yfir fylgismönn- um KR en formaðurinn, Sófus Guð- jónsson varaði menn við. „Þetta getur verið fljótt að fara. Þetta er körfu- bolti,“ sagði hann. Og mikið rétt. Draumurinn um sigur breyttist á ör- skotsstundu í martröð. Njarðvíkingar breyttu um vörn, léku stíft maður á mánn fram að miðju með þeim árangri að KR-ingar áttu margar misheppnað- ar sendingar og Njarðvíkingar komust betur að til að taka fráköst. Þegar leikið hafði verið í 13 mínút- ur í síðari hálfleik var staðan orðin 62:83. KR hafði gert 10 stig gegn 43 stigum UMFN. Engu að síður var lítið gert til að laga hlutina. Svæðis- vörnin var leikinn áfram þrátt fyrir að skyttur UMFN væru í miklu stuði og lítið var skipt inná! Það er ef til vill dæmi um hvernig leikurinn gekk og um ráðleysi KR að þegar sex mín- útur voru eftir hafði liðið aðeins feng- ið á sig 4 villur í hálfleiknum. Hjá KR var Davíð Grissom góður og Nikolic átti góðan leik í fyrri hálf- leik. Ólafur komst einnig þokkalega frá leiknum. Njarðvíkingar fóru á kostum í síðari hálfleik og léku sinn besta leik í vetur. Rondey var óstöðv- andi og er í gríðarlega góðu formi þessa dagana. Friðrik, sem lék með KR í fyrra var einnig í stuði og sömu sögu er að segja um Rúnar og ísak. Jóhannes kom sterkur inn en Teiti voru mislagðar hendur. Magnaðar lokamínútur í Grindavík Frábær endasprettur Keflvíkinga tryggði sigur gegn Skallagrími EF jafntefli væri leyfilegt í körf u- knattleik hefði það verið sann- gjörn úrslit fleik UMFG og Hauka en svo er ekki og heima- menn sigruðu 91:89 ftoppslag B-riðiis eftirframlengingu f skemmtilegum og spennandi leik. strákar og aldrei hægt að afskrifa ^^^1 þá. Það gekk illa að Frímann spila kerfin á móti Ólafsson þeim því þeir spiluðu skrifar mjög góða vörn. Við ætluðum að vinna þetta á einstaklingsframtaki en það gekk náttúrlega ekki. Við breyttum í seinni hálfleik og smám saman gekk betur. Þetta var mikilvægur sigur í kvöld og nú getum við snú- ið okkur að leiknum við Njarðvík næsta föstudagskvöld," sagði Nökkvi Már Jónsson fyrirliði Grind- víkinga eftir sigurinn. Leikurinn var eins og fyrr segir spennandi og skemmtilegur fram á lokamínútú og hvorugt liðið gaf eftir. Eftir að hafa verið yfir fram í seinni hálfleik urðu Haukar fyrir því áfalli að Sigfús Gizurason var rekinn úr húsinu fyrir að skella Mareli Guðlaugssyni í gólfið eftir kytur á milli þeirra. Grindvíkingar sem voru 10 stigum undir náðu að breyta stöðunni í 63:63 og komust síðan framúr um miðjan hálfleikinn. Haukar voru alltaf skammt undan og voru yfir 81:80 þegar 3 mínútur voru eftir. Grindvíkingar komust yfir aftur 85:81 en Haukar jöfnuðu þegar 45 sekúndur voru eftir. Mik- ill darraðadans var stiginn í lok venjulegs leiktíma og fengu bæði liðin tækifæri á að skora en án árangurs. Framlengja varð því leikinn. Wayne Casey kom Grindvíkingum yfir en Jón Arnar svaraði með þriggja stiga körfu og fékk að auki 2 bónusskot og skoraði úr öðru. Guðmundur Bragason jafnaði og Wayne Casey kom heimamönnum yfir þegar 33 sekúndur voru eftir. John Rhodes fékk tækifæri til að jafna úr vítaskotum en hitti ekki og Grindvíkingar stigu stríðsdans í lokin. Bæði liðin eiga hrós skilið fyrir góðan leik og spiluðu einn skemmtilegasta leik sem leikinn hefur verið í Grindavík í vetur. „Við héldum ekki haus í lokin og gátum ekki klárað þetta. Leikur- inn var þó mjög jafn og sigurinn gat lent hjá hvoru liðinu sem var. Mér finnst þessir brottrekstrar í körfuknattleiknum þó með ólíkind- um. Það sem sumum líðst eru aðrir reknir úr húsi fyrir. Að mínu mati voru þetta mjög afdrifarík mistök hjá dómurunum og eiga eftir að koma okkur enn einu sinni illa. Það er of mikið misræmi milli dóma hjá þeim,“ sagði Ingvar Jónsson þjálf- ari Hauka eftir leikinn. 26 stig í röð tryggðu sigur meistara Keflvíkinga Crábær endasprettur tiyggði ís- ■ lands- og bikarmeisturum Keflvíkinga sigur á Borgnesingum ^■■■■1 > Keflavík á sunnu- Björn dagskvöldið. Þegar Blöndal staðan var 75:72 tefiZik8 fyrir BorKnesinga °g um 9 mínútur til leiksloka settu Keflvíkingar 26 stig í röð - og gerðu þár með út um leikinn. Lokatölur urðu 104:83, en í hálfleik var staðan 48:39. Borgnesingar stóðu þó lengi vel í meisturunum og það voru þeir sem höfðu frumkvæðið lengi vel. Skalla- grímsmenn léku yfirvegað og reyndu eftir megni að nýta sóknar- tíma sinn. Þetta hægði á leik heima- manna sem fyrir vikið virkuðu óör- uggir á köflum. Undir lok síðari hálfleiks fengu gestirnir þó smjör- þefinn af því sem í vændum var þegar Keflvíkingar settu 14 stig í röð. Þann leik endurtóku þeir svo í síðari hálfleik eins og áður sagði og tryggðu sér þar með sigurinn í leiknum. „Við misstum niður einbeiting- una og fórum að gera mistök — og það má segja að við höfum kast- að okkar tækifærum,“ sagði Birgir Mikaelsson þjálfari og leikmaður Skallagríms eftir leikinn. „Borgnes- ingar eru með sterkt lið og því erfið- ir andstæðingar. Þetta var mikil barátta en við höfðum betur og ég er mjög ánægður með leik okkar að þessu sinni,“ sagði Jón Kr. Gísla- son þjálfari og leikmaður Keflvík- inga. Langþráður sigur Snæfell vann langþráðan og verðskuldaðan sigur á Val, 102:86 á sunnudagskvöldið í úr- valsdeildinni, eftir fjóra tapleiki í röð. Valsmenn voru grimmari í byrjun í Hólminum og skor- uðu tíu fyrstu stigin en þá vöknuðu Snæfellsmenn af Þyrnirósarsvefni. Þeir náðu að saxa á forskot gestanna, komast yfir um miðjan fyrri hálfleik, 22:21 og héldu forystunni til loka fyrri hálfleiksins. Mestu munaði þar um góðan leik Bárðar Eyþórsson sem skoraði 20 stig í hálfleiknum. Snæfellingar voru sterkari í seinni hálfleik og spiluðu þá oft skemmtilegan sóknarleik. Vals- menn börðust vel en vantar tilfinn- ingalega stóran miðheija. Mest mæddi á Ragnari og Booker sem skoruðu bróðurpartinn af stigum Vals. Allir leikmenn Snæfells áttu góðan dag, börðust vel og voru mun ákveðnari en Valsmenn. Mar/a Guönadóttir skrifar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.