Morgunblaðið - 23.11.1993, Blaðsíða 8
KNATTSPYRNA
TENNIS / HM-MOTIÐ
Reuter
Michael Stich fagnar sigri sínum yfir Sampras í Frank-
furt. Hann fékk að sjálfsögðu sigurkoss að launum frá eigin-
konu sinni, Jessieu.
Stichmeð
27 ása gegn
Sampras
ÞJÓÐVERJINN Michael Stich sýndi mikið öryggi í upphafsskotum
þegar hann lagði Bandaríkjamanninn Petr Sampras að velli að
velli, 7:6, 2:6,7:6,6:2, á heimsmeistaramóti atvinnumanna í
Frankfurt á laugardaginn. Stich er annar Þjóðverjinn til að vinna
mótið, áður hafði Boris Becker náð þeim áfanga.
Sampras, sem er þekktur fyrir
upphafsskot — náði sínum
1000. ás á keppnisferlinum á mót-
inu í Frankfurt; það er að segja að
skora með upphafsskoti, fékk svo
sannarlega á eigin bragði, því að
Stich náði 27 ásum í leiknum gegn
honum og gerði það gæfumuninn.
Þetta var mikill sigur fyrir Stich,
því að Sampras er númer eitt á
styrkleikalista tennismanna og hef-
ur unnið tvö stórmót á árinu,
Wimbledon-keppnina og US open.
Eftir að hafa náð sínu besta keppn-
isári á ferlinum, varð Sampras að
þola tap. Hann sagðist ætla að taka
sér hvíld næstu tvær vikurnar, taka
fram golfsettið og leika golf sér til
skemmtunar.
Það verður aftur á móti engin
hvíld hjá Stich, sem mun leiða þýska
liðið gegn Ástralíu í úrslitaleik Da-
vis Cup í Dússeldorf í desember.
FRJALSIÞROTTIR
Bann IAAF á Katrínu Krabbe staðfest í Mónakó
Krabbe
ætlar
aðkeppa
KATRIN Krabbe á blaðamannafundi um helgina.
GERÐARDÓMUR IAAF, Alþjóða frjálsíþróttasambandsins, stað-
festi á fundi í Mónakó s.l. laugardag tveggja ára keppnisbann,
sem IAAF úrskurðaði þýsku hlaupadrottninguna Katrínu Krabbe
og stöllur hennar Grit Breuer og Manuelu Derr í síðsumars.
Þýska frjálsíþróttasambandið, DLV, óskaði eftirað banninu yrði
aflétt, því það stangaðist á við þýsk lög, og Krabbe sagðist
ætla að keppa í vetur.
SKIÐI
Góð byrjun
hjá Daníel
Daníel Jakobsson, skíða-
göngumaður, hóf keppnis-
tímabilið i Bruksvallarna í Sví-
þjóð um helgina. Hann keppti
fyrst á fimmtudag og varð í 19.
sæti af 70 keppendum í 12 km
göngu með hefðbundinni aðferð.
Á sunnudaginn hafnaði hann í
20. sæti í 15 km göngu með
fijálsri aðferð. Hann sagði að
síðari keppnin hafi verið betri
hjá sér. Þar sigraði Torgny
Mogren á 35,07 mínútum og
Vladímír Smirnoff varð þriðji.
Daníel gekk á 37,24 mínútum,
en flestir bestu göngumenn Svía
voru á meðal keppenda auk er-
lendra gesta.
„Ég er mjög ánægður með
mín fyrstu mót _og þau lofa góðu
fyrir veturinn. Ég hef alltaf ver-
ið frekar seinn í gang. Það var
aðeins einn í mínum aldurs-
flokki, heimsmeistarinn Matthi-
as Fredrikson, sem var á undan
mér — í 6. sæti. Ef við reiknum
árangurinn út punktalega þá
hefði ég fengið um 50 alþjóðleg
styrkstig fyrir árangurinn á
mótinu á sunnudag,“ sagði
Daníel. Til gamans má geta
þess að lágmark íslensku
Ólympíunefndarinnar fyrir Lille-
hammer er 80 styrkstig. En þar
sem þetta var ekki FlS-mót fær
Daníel þetta ekki viðurkennt.
Hann tekur þátt í bikarmóti um
næstu helgi.
Að mati DLV voru stúlkurnar
dæmdar of hart, en þær við-
urkenndu að hafa neytt astmalyfsins
glenbuterol, sem er á bannlista
IAAF. DLV óttast að stúlkurnar
fari með málið fyrir dómstól í Þýska-
landi, -eins og þær hafa hótað, og
nái þar fram rétti sínum til að keppa
innanlands. Það gæti dregið dilk á
eftir sér, því allir, sem kepptu við
stúlkurnar, yrðu dæmdir í keppnis-
bann samkvæmt reglum IAAF.
Gerðardómurinn sagðist fara að
lögum IAAF og áréttaði að IAAF
væri ekki ábyrgt fyrir vandamálum,
sem gætu komið upp í viðkomandi
landi vegna dómsins. DLV dæmdi
hlauparana fyrst í fjögurra ára bann,
en neyddist til að stytta það vegna
þess að heimild til að dæma íþrótta-
fólk í bann fyrir að falla á lyfjaprófi
utan keppni var ekki fyrir hendi.
IAAF dæmdi stúlkurnar í tveggja
ára bann í águst s.l. fyrir að koma
óorði á íþróttina og dómurinn stend-
ur. Krabbe og Breuer féllu á lyfja-
prófi í júlí 1992 og Derr viðurkenndi
einnig notkun astmalyfsins. Krabbe,
sem átti 24 ára afmæli í gær, sagð-
ist ætla að keppa innanhús í vetur.
„Við ætlum að halda áfrarn," sagði
hún, þegar niðurstaða dómsins lá
fyrir. Krabbe sagðist treysta á
stuðning DLV og annarra þýskra
fijálsíþróttamanna. Talsmaður
hennar sagði að ef DLV leyfði þeim
ekki að keppa yrði málið lagt fyrir
dómstóla.
Jan Kern hjá DLV sagði að sam-
bandið yrði að fara eftir því sem
gerðardómurinn segði og þýskir
hlauparar sögðu í gær að þeir tækju
ekki þá áhættu að keppa gegn stúlk-
unum þremur. Ef stöllurnar vinna
málið fyrir dómstólum verður erfitt
fyrir DLV að halda mót innanlands,
nema IAAF geri undantekningu og
dæmi ekki keppendur í bann, sem
keppa við stúlkurnar, eins og gert
var þegar bandaríski hlauparinn
Butch Reynolds átti í hlut.
Guðmundur Þ. Guðmundsson á
ný í Breiðabliksbúninginn.
Guðmundur
aftur til
Breiðabliks
Guðmundur Þ. Guðmundsson,
sem lék með Víkingum sl.
keppnistímabil, hefur hug á að
ganga til liðs við sína gömlu félaga
í Breiðabliki. Guðmundur lék síðast
með Blikunum 1991, síðan með
Lungby í Danmörku — þar til að
hann kom heim á ný og gerðist leik-
maður með Víkingi í sumar. „Það
eru allar líkur á að ég fari á ný til
Breiðabliks," sagði Guðmundur Þ. í
gærkvöldi.
Blikarnir hafa fengið Einar Pál
Tómasson til liðs við sig, en hann
lék með Val áður en hann gerðist
leikmaður í Svíþjóð og Noregi í sum-
ar. Þá hefur ungur leikmaður úr
Val, Tryggvi, bróðir Vals Valssonar,
gengið til liðs við Breiðablik.
HANDBOLTI
Valur og
Víkingur
mætast
Víkingur og Valur mætast í
16 liða úrslitum bikar-
keppni HSÍ, en dregið var um
helgina. Afturelding og ÍR dróg-
ust saman, en að öðru leyti lenda
lið í 1. deild ekki saman. Grótta
fær KR í heimsókn, UBK og ÍBV
leika í Kópavogi, b lið Vals tekur
á móti FH, Völsungur fær Sel-
foss í heimsókn, ÍH og KA
mætast og b lið Víkings og ÍBV.
í bikarkeppni kvenna leika FH
og Stjarnan, Ármann og Haukar
og KR og ÍBV. Lið Víkings,
Fram, Gróttu, Vals og Fylkis
fara beint í 8-liða úrslit.
f
GOLF
Sigurjón
ellefti
Sigutjón Arnarsson úr GR tók '•
þátt í móti á Golden Coast
mótaröðinni í Flórída í síðustu viku
og varð í 11. sæti, fremstur þeirra
þriggja áhugamanna sem voru með.
Leikið var á Binks Forest vellinum
í West Palm Beach en það er 6.460
metra langur völlur sem er mjög{
þröngur. Par hans er 72 en erfiðleik-
astuðullinn (SSS) er 75. Siguijóh lék
á 80 höggum fyrri daginn en einu”
undir pari síðari daginn og samtals
á 154 höggum. Sigur vanns á 140
höggum en sá sem varð í 6. sæti lék
á 152 höggum.
ÉNGLAND: 112 21X XXX 1212
ITALIA: 221 X22 1X1 111X