Morgunblaðið - 23.11.1993, Blaðsíða 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1993
Þannig hafa þeir
Valdimar Grímsson, landsliðsmaður í handknattleik, hefur
tekið upp þráðinn með KA þar sem frá var horfið með Val.
Hann er markahæstur í 1. deild eftir sjö umferðir.
■ LÍFSHLAUP körfuknattleiks-
snillingsins Michaels Jordan verður
að öllum líkindum fest á filmu fljót-
lega, en tvö kvikmyndaver í Holly-
wood slást nú um réttinn. Tveir
menn eru taldir líklegastir til að leika
kappann í myndinni; Jordan sjálfur
og leikarinn Denzel Washington.
H UPPBOÐ á sérmerktum Olymp-
íu-bolum fer fram á degi hveijum í
Lillehammer. Fyrir skömmu voru
.100 dagar þar til vetrarleikarnir
hefjast, og tók heimamaðurinn Per
Hoen þátt í uppboðinu í tilefni dags-
ins. Bolir höfðu verið seldir á and-
virði allt að rúmlega 200 þúsunda
ísl. króna áður, þannig að hann bauð
130 þúsund til að vera með. En
enginn fór hærra, og Hoen er í vand-
ræðum því hann hefur ekki efni á
að borga. Hann vonaðist til að geta
skilað skyrtunni, því skv. lögum er
hægt að skila munum keyptum á
úppboði innan 10 daga, ef kaupand-
'anum snýst hugur.
íþrmr
FOLK
H DIEGO Maradona sagðist, eftir
leik Argentínu og Astralíu í HM á
dögunum, ætla að gefa vini sínum
Fidel Kastro, Ieiðtoga Kúbu,
keppnistreyjuna sem hann klæddist
í leiknum. Það er hins vegar ólíklegt
að Kastro geti notað hana; Mara-
dona er nefnilega um það bil helm-
ingi lægri en leiðtoginn og hefur
grennst mikið upp á síðkastið...
H STEVE Ovett, breski hlaupar-
inn kunni, sem varð Ólympíumeist-
ari í 800 m hlaupi í Moskvu 1980
og átti heimsmetið í míluhlaupi um
tíma, slasaðist um daginn er bifreið
ók á hann á reiðhjóli. Ovett, sem
er 38 ára, hefur æft með hjólreiða-
félagi í rúmt ár, en hugðist mæta
aftur á hlaupabrautina síðar og
stefndi á að verða fyrsti fertugi
hlauparinn til að fara míluna á innan
við fjórum mínútum. Hann slasaðist
á fæti í óhappinu og óljóst er hvort
hann á afturkvæmt á hlaupabraut-
ina.
H GUÐNI Kjartansson, þjálfari
landsliðs 18 ára og yngri í knatt-
spyrnu, fer í dag til Portúgal að
fylgjast með tveimur síðustu leikj-
unum í 10. riðli Evrópukeppninnar
í þessum aldursflokki. Portúgalir
leika við Pólverja og síðan við sam-
eiginlegt lið Tékka og Slóvaka. Lið
Islands leikur við sigurvegarann í
riðlinum um sæti í lokakeppninni
næsta sumar.
H PELE, brasilíski knattspyrnu-
kappinn gamalkunni, prýðir
greiðslukort sem Mastercard gefur
út í tengslum við heimsmeistara-
keppnina í Bandaríkjunum næsta
sumar, en fyrirtækið er einn af
styrktaraðilum keppninnar. „Mér
fellur það vel að fjöldi fólks muni
ferðast um heiminn með andlit mitt
í vasanum," sagði Pele á dögunum,
en bætti við að honum þætti minna
til koma hve margir ættu eftir að
setjast á hann — allir þeir sem
geyma veskið í rassvasanum!
BIKAR
Urslitaleikurinn í bikarkeppni
karla í knattspyrnu er há-
punktur íslensks íþróttalífs á ári
hveiju. Spennan hefst, þegar
fyrstu deildar liðin koma inní
keppnina, hún eykst með hverri
umferð og nær hámarki í viður-
eign þeirra tveggja félaga, sem
ná alla leið. Undan-
farin ár hefur úrslita-
leikurinn verið síð-
asta sunnudag í ág-
úst, en nú vill móta-
nefnd breyta fyrir-
komulaginu og færa
leikinn aftur fyrir síðustu umferð
íslandsmótsins — láta bikarúr-
slitin fara fram um mánuði síðar
en viðgengist hefur.
Vel hefur verið staðið að upp-
byggingu íslenskrar knattspyrnu
og framsýni ráðið ríkjum. I því
ljósi er fyrrnefnd tillaga góðrar
gjalda verð, en að svo stöddu er
hún eingöngu til þess fallin að
vekja athygli á þeim takmörkun-
um, sem knattspyrnan er háð,
og möguleikum, sem bjóðast við
breyttar aðstæður.
I greinargerð með tillögunni
segir að „vegna þátttöku ís-
lenskra félaga í forkeppni Evr-
ópukeppnanna er nauðsynlegt að
endurskoða niðurröðun ieikja í
deildarkeppninni í ágúst.“
Skagamenn léku deildarleik
mánudaginn 16. ágúst s.l. (átti
að vera miðvikudaginn 18. ágúst
skv. mótaskrá), Evrópuleik á úti-
velli í forkeppni Evrópumóts
meistaraliða sunnudaginn 22.
ágúst, deildarleik fimmtudaginn
26.ágúst, bikarúrslitaleik sunnu-
daginn 29.ágúst, seinni leikinn í
forkeppninni miðvikudaginn 1.
september og deildarleik í 15.
umferð íslandsmótsins laugar-
daginn 4. september. Ef hug-
mynd mótanefndar hefði verið
við líði í haust hefðu Skagamenn
leikið deildarleik laugardaginn
11. september, heimaleik í 1.
umferð Evrópukeppninnar mið-
vikudaginn 15. sptember, deild-
arleik laugardaginn 18. septem-
ber, síðasta deildarleikinn laug-
ardaginn 25. september, útileik
í Evrópukeppninni miðvikudag-
inn 29. september og bikarúr-
slitaleik sunnudaginn 3.október.
Eins og sjá má er um sex leiki
að ræða á þremur vikum í báðum
tilvikum. Ef álagið var of mikið
í ágúst, hlýtur sama að eiga við
í seinna dæminu. Rökstuðningur
mótanefndar stenst því ekki.
Annað atriði og veigameira,
sem mælir gegn tillögunni, er
veðurfarið. Leiðtogar knatt-
spyrnunnar eru þekktir fyrir ann-
að en að ráðast á garðinn þar
sem hann er lægstur og hafa
komið erfiðum málum í gegn, en
þrátt fyrir áræðni og dugnað er
ekki á þeirra valdi að stjórna
veðrinu. Vissulega geta komið
góðir dagar í haustmánuði, en
þá er líka allra veðra von og er
skemmst að minnast roksins og
rigningarinnar í tveimur siðustu
umferðum íslandsmótsins. Eins
ber að hafa í huga að ljúki bikar-
úrslitaleik með jafntefli verður
annar leikur að fara fram og
ekki fjölgar sólskinsdögunum
eftir því sem nær dregur jólum.
Formaður KSÍ hefur að und-
anförnu vakið athygli á nauðsyn
yfirbyggðra valla með framgang
knattspymunnar í huga og ef að
líkum lætur á vonin eftir að verða
að veruleika. Bikarúrslitaleikur í
lok tímabils er það sem koma
skal, en við óbreyttar* aðstæður
er tillaga mótanefndar ekki tíma-
bær, því tómt mál er að færa
bikarúrslitaleikinn aftur um
mánuð fyrr en draumurinn um
yfirbyggðan Laugardalsvöll ræt-
ist.
Steinþór
Guðbjartsson
Yfirbyggður vöilur er
forsenda bikarúrslita-
leiks í haustmánuði
Hvers vegna kemur RONDEY ROBINSON afturog afturtil íslands?
Þarfað
sanna mig
ROIMDEY Robinson hefur leikið frábæriega með Njarðvíkingum
í körfuknattleiknum ívetur og þó svo hann sé ekki „nerna"
196 sentimetrar á hæð gefur hann sér stærri mönnum ekk-
ert eftir í fráköstunum. Rondey er að leika hér á landi fjórða
keppnistímabilið, en hann kom fyrst hingað til lands til að
þjálfa og leika með Njarðvíkingum en hætti fljótlega að þjálfa
og snéri sér alfarið að því að spila. Hann er 26 ára, fjölmiðla-
fræðingur að mennt og einhleypur.
að reyna að komast að hjá ein-
hveiju liði á meginlandi Evrópu,
eða Bandaríkjunum, ákvað ég að
koma hingað — til að byija með.
Ég gæti vel hugsað mér að leika
annars staðar í Evrópu.“
Síflan eru liðin nokkur ár!
„Já ég er að hefja mitt fjórða
tímabil með Njarðvík og ástæðan
er að mér finnst alltaf að ég þurfi
að sanna eitthvað, sýna hvað ég
get. Fyrsta árið sem ég var hérna
urðum við íslandsmeistarar og
árið á eftir bikarmeistarar en í
fyrra unnum við ekkert. Það hefur
alltaf vantað eitthvað og það
væri gaman að hætta hér á landi
eftir að við værum búnir að vinna
bæði Islands- og bikarmeistaratit-
ilinn."
Þegar Rondey kom fyrst til
landsins var hann aðeins
23ja ára gamall og nýskriðinn út
■■■■■ úr skóla í Banda-
Eftir ríkjunum. Hann er
Skúla frá Chicago og
Unnar körfuknattleikslið
Sveinsson
borgarinnar,
Chicago Bulls, er að sjálfsögðu
uppáhaldsliðið hans, en einng Se-
attle sem hann heldur að verði
meistari í ár.
Hvers vegna kemur 23ja ára
strákur til Islands að leika körfu-
knattieik?
„Mér hafði gengið nokkuð vel
í háskólaboltanum en meiddist á
hné og missti eitt ár úr. Umboðs-
maður minn stakk uppá því að
ég færi mér rólega og í stað þess
Morgunblaðið/Sverrir
Rondey Robinson, 26 ára fjölmiðlafræðingur frá Chicago: „Það skiptir
miklu máli að hafa viljann til að hafa betur.“
En þú komst upphaflega sem
þjálfari og leikmaður.
„Já, ég ætlaði að þjálfa en ég
var ungur og þetta voru talsverð-
ar breytingar fyrir mig, að rífa
sig upp frá vinunum heima. Það
gekk illa í upphafi hjá okkur og
það var ákveðið að skipta um
þjálfara og ég yrði bara leikmað-
ur. Það gekk miklu betur. Ég er
enginn þjálfari."
Nú ert þú ekkert sérstaklega
hávaxinn mifluð við þá stöðu sem
þú leikur. Hvað gerir þú til að
standast þér hávaxnari mönnum
snúning?
„Ég er ekkert að vinna þannig
að ég hef nægan tíma til að æfa.
Ég reyni að æfa á hveijum degi
og síðan eru auðvitað æfingarnar
með liðinu. Ég æfi mjög mikið
enda held ég að ég þurfi þess til
að ná að standa í þeim stóru. Það
skiptir líka miklu máli að hafa
viljann til að hafa betur.“
Þú ert ekkert að vinna á dag-
inn. Hvað gerir þú þá?
„Ég æfi mikið eins og ég sagði
og svo þvælist maður bara um
og hittir vini sína. Ég spila líka
dálítið mikið Nintendo."
Hvernig kanntu svo við þig hér
á landi?
„Ég kann vel við mig hérna.
Fyrst eftir að ég kom var dálítið
áberandi að fólk talaði ekki við
mann nema á börum og skemmti-
stöðum og helst ekki fyrr en það
var búið að fá sér í glas. Núna
hefur þetta breyst dálítið enda á
ég orðið marga vini hér.“