Morgunblaðið - 26.11.1993, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.11.1993, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1993 C 3 Núna erum við að byggja stökkpall til framtíðar Við erum m.a. oð vekja þau til með- vitundar um að þau hafa sjálf áhrif á eigin framtíð MANNLEG samskipti á vinnustöðum, réttindi og skyldur, fjármál og ábyrgð á eigin heilsu er meðal þess sem atvinnulaust fólk á aldrinum 16-20 ára fræðist um á 6 mánaða námskeiði og í starfsþjálf- un, sem stendur yfir á vegum íþrótta- og tómstund- aráðs Reykjavíkur. Ollum sem voru á atvinnuleysis- skrá á þessum aldri hjá Ráðningaskrifstofu Reykja- víkurborgar, alls 160 einstaklingum, var gefinn kostur á að sækja um. Tæplega 50 svöruðu, en að- eins 20 komust að eftir að hafa skilað umsókn og gengið í gegnum viðtal, eins og vant er þegar fólk sækir um vinnu. Það kom aðstandendum verkefn- isins töluvert á óvart hversu lítill hluti atvinnulausra á þessum aldri sótti um og geta þeir sér til um að hreinn og beinn sofandaháttur eigi þar einhvem hlut að máli. „Við álítum nefnilega að þeir, sem eru á fullum atvinnuleysisbótum, telji sig hafa það ágætt í bili og hugsi þar af leiðandi lítið fram á veginn. Við fengum marga sem voru á hlutabótum til að sækja um, því meðan þau taka þátt í verkefn- inu eru þau á fullum atvinnuleysis- bótum. Markmiðið er að reyna að kenna þeim að bera ábyrgð á eigin lífx og byggja stökkpall til framtíð- ar. Sjálfstraustið hjá sumum er ekki upp á marga físka, en við emm að vekja þau til vitundar um að þau hafa sjálf áhrif á eigin fram- tíð. Með öðmm orðum: Um leið og þau fara að borða reglulega og hætta að sofa fram yfir hádegi þá gerist eitthvað," segja þau Margrét K. Sverrisdóttir og Markús H. Guð- mundsson, starfsmenn Hins húss- ins, sem annast alla skipulagningu og framkvæmd. Verkefnið hófst á 2ja vikna nám- skeiði í Hinu húsinu, sem er menn- ingar- og upplýsingamiðstöð ungs fólks. Á námskeiðinu sameinuðust t.d. Landsbanki og íslandsbanki um fjármálakennslu og var m.a. farið út í þýðingu þess að skrifa undir skuldabréf. Skyndihjálparnámskeið var haldið við Úlfljótsvatn til að hrista hópinn saman og fengu þátt- takenndur viðurkenningu á því að hafa lokið fyrsta stigi í fræðunum. Hlýtt var á fyrirlestra í heilsurækt- arstöðinni Mætti um heilsu og næringu og menn hvattir til að prófa tækin. Fjallað var um ein- elti, hvernig best væri að snúa sér í atvinnuleitinni, almenn samskipti "“a vinnustöðum og vandamál dag- legs lífs þegar atvinnuleysisvofan brenglar „rútínunni“. Að námskeiðinu loknu hófu þátt- takendur starfsþjálfun á ýmsum vinnustöðum, sem íþrótta- og tóm- stundaráð hefur yfir að ráða, t.d. í félagsmiðstöðvum, á sundstöðum og skíðasvæðum, og var sú at- vinnuleit gerð eins raunveruleg og hægt var með því að ungmennin sóttu sjálf um og fóru í viðtal á viðkomandi vinnustaði. Ef svo bar við að fleiri en einn sótti um sama starf, þurfti að koma til kasta yfír- manns vinnustaðarins að skera úr um hver væri hæfastur umsækj- enda, eins og gengur og gerist í daglega lífinu. Starfsþjálfunin stendur í 6 mán- uði og lýkur í mars á næsta ári og eru vonir bundnar við að við- komandi einstaklingar fái áfram- haldandi vinnu ef þau standa sig vel og mæta reglulega. Atvinnu- Morgunblaðið/Ámi Sæberg „Frá hugmynd til framkvæmdar“ er verkefni sem Benóný Ægisson sér um og tekur m.a. til skipulagshæfni fólks, en þegar Daglegt líf leit inn á dögunum var helmingur hópsins að skipuleggja viðamikla dagskrá, sem fram fer í Hinu húsinu þann 4. des. nk. og fengið hefur það ágæta nafn „Samsull ’93“. Markús H. Guðmundsson og Margrét K. Sverr- isdóttir, starfsmenn Hins hússins, eru umsjón- armenn með starfsþjálfun atvinnulausra á addr- inum 16-20 ára. leysissjóður stendur straum af launakostnaði og nema mánaðar- laun fullum atvinnuleysisbótum, um 45 þús. kr. Hópurinn mætir vikulega í húsakynni Hins hússins þar sem fram fer skemmtileg fræðsla. Þegar Daglegt líf leit inn sat Benóný Ægisson með hópnum yfir verkefni sem hann kýs að nefna „Frá hugmynd til framkvæmdar". Verið var að skipuleggja viðburð, sem hópurinn kallaði Samsull ’93, og er á dagskrá Hins hússins þann 4. des. nk’. kl. 13-19. „Eftir áramót höfum við svo áhuga á að fara nánar út í könnun á áhugasviðum og hvernig menn geta borið sig að til að vera líkleg til að fá vinnu,“ segir Margrét. Margþætt starf Hitt húsið opnaði um miðjan nóvember 1991 og hefur hlaðist jafnt og þétt utan á starfsemina. Hitt húsið er í gamla Þórscafe í Brautarholti og er sniðið að félags- og skemmtanaþörf ungs fólks og er haft náið samráð við ungmennin um fyrirkomulagið. Þá hefur verið gott samstarf við félög og samtök auk þess sem Húsið stendur fyrir ýmsum nám- skeiðum endurgjaldslaust fyrir fólk 16-25 ára og má nefna leiklistar-, ljósmyndunar-, sjálfsvarnar-, nudd-, myndbanda- og skyndi- hjálparnámskeið. Þá er nýafstaðin listahátíð ungs fólks þar sem allar listir voru í hávegum hafðar, hverju nafni sem þær annars nefndust, og í gangi er verkefni tengt EES sem á að efla og styrkja ungmennaskipti milli landa. Skrifstofa UFE (Ungs fólks í Evrópu) á íslandi hefur verið opnuð í Hinu húsinu, til að auka þekkingu ungmenna á evrópskri menningu. Styrkir til ungmennaskipta verða veittir til ungs fólks 15-25 ára, að uppfylltum skilyrðum, og eiga ung- mennaskiptin að hafa annan til- gang en eingöngu ferðalög. Um- sóknarfrestur fyrir ferðir, sem eru á dagskrá nk. sumar, rennur út 1. febr. 1994. Að lokum má nefna að í Hinu húsinu er starfandi náms- og atvinnuráðgjafí, sem er til þjón- ustu fyrir ungt fólk í Reykjavík. Jóhanna Ingvarsdóttir Vil verða kennari og vinna með unglingum TINNA Stefánsdóttir var hálfnuð að stúdentsprófi í Kvennaskól- anum þegar hún eignaðist dótturina Hrafnhildi Ásu, sem nú er 2ja ára. Þær mæðgur hafa búið heima hjá móður Tinnu, en eru nú að flytja út því Tinna ætlar að leigja íbúð með vinkonu sinni sem einnig er einstæð móðir. „Þá fer fyrst að reyna á það hvort endar nái saman. Eg sé fram á það muni reynast mjög erfítt og í raun ómögulegt," segir Tinna. ,Ég byijaði í kvöldskóla MH í haust, en varð að hætta úr því að ég.er nú í starfsþjálfun á dag- og kvöldvöktum í félagsmiðstöð- inni Frostaskjóli. Draumurinn er sá að komast í kennaranám og fara að því loknu að vinna með unglingum í félagsmiðstöðvum. Mér finnst sá starfsvettvangur mjög fjölbreyttur, heillandi og gefandi. Maður þarf alltaf að vera tilbúinn að taka þátt í því sem unglingarnir hafa áhuga á að gera. En kannski verð ég bara eilífðarstúdent til fimmtugs." Tinna hafði nokkra reynslu af félagsmiðstöðvum því hún starf- aði í sumar í félagsmiðstöðinni Fjörgyn í Grafarvogi. „Þessi starfsþjálfun, er mjög skapandi og uppbyggileg og gefur manni margar hugmyndir um hvað hægt er að gera.“ Aðspurð um hvað hún aðhæfist í frístundum svarar Tinna: „Ég reyni að standa mig sem best í mömmuhlutverkinu og þær fáu frístundir, sem gefast, fær dóttir mín, sem annars er hjá dagmömmu á daginn.“ ■ IflllU GRENIUST? Zero 3 kúrinn er árangursríkur og sívinsæll megrunarkúr. Nú einnig í endurbættum útgáfum: Zero 3 - sá eini sanni Zero 3 - með C vítamíni Zero 3 Taille - árangursríkara Zero með aukajurtakrafti Zero 3 Forte- sterkur, fyrir mikla matmenn Svensson® heilsubúðin í Mjódd, Opið mánud. - fóstud. kl. 13-18 Pöntunarsími 667580 Hver veit hversu langt barnið þitt á eftir að ná? • Heilbrig&ur vöaur þg þroski hyggLst aí> stóruni ltiutn ;í (tóftri hyrjttn, því lenjti býr af) fyrstu perö. fyisru drin etu líklega [wð tímahil í lifi Inmsins þíns sem skiplir mcsiu ntáli ftti nærinsnlþgti sjónamtiði. hess vcgna vanrkir Gerbet sig við fnimldðslu á hamaniat, noutr eiqjjWgu Itesiu og hrcinusui hníeíni sem ftiatdeg eni ásaml lircinu vaini, uldrci ónáufrnilcg iiur- og bngðel'ni og engin rtttvam.irefni. bannig höfum vift franiieiu Ijamamat í nteint cn 60 ár ög mturum alliaf gera, Gerber Því Ieogi býr að fyrstu gerð Gcrlvcr matseðiUiruv. Avaxiasafi, mjölblöntiur, ávextir, gnaimeti og kjötblöndur meö grófieika, sem hentar hvetju þroskasfigi ... íslensW Ameriska banisiivs þíns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.