Morgunblaðið - 27.11.1993, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.11.1993, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1993 B 3 Þíðir orð og þýðir við ísröndina í Grímsey í LJÓÐUM og hvers kyns bókmenntum er ósjaldan vitnað í Garg- antúa og stundum Pantagrúl og ekki endilega víst að þeir sem um penna halda hafi sjálfir lesið hina stórhrikalegu ævisögu þeirra feðga, sem franski skáldajöfurinn Francoise Rabelais skrifaði á 16. öld og hefur allar götur síðan verið settur á stall með helstu höfundum mannkyns, svo sem Shakespeare, Dante og Cervantes. Nú gefst ís- lenskum lesendum færi á að lesa þetta mikla verk fimm skemmti- sagna á sinni tungu. í átta ár hefur Erlingur E. Halldórsson verið að þýða heildarverk Francoise Rabelais, sem er að koma út hjá Máli og menningu undir heitinu Gargantúi og Pantagrúll. Við slógum á þráðinn til Erlings norður í Broddanes á Ströndum, þar sem hann í vetur er að kenna í litlum barnaskóla, og spjölluðum við hann um þetta mikla verk. Upp úr 1950 var Erlingur í Par- ís og síðar Vínarborg og á kafi í að kynnast bókmenntum og listum, einkum leikritun og þeim leikrita- höfundum sem hæst bar. Kynntist þá m.a. Adamov, Brecht og fleirum og allt í einu var hann kominn í kynni við Rabelais. „Þetta er allt það sama“, eins og hann segir þeg- ar hann er spurður um hans fyrstu kynni af þessum franska rithöf- undi. Þó byrjaði hann ekki að þýða verk hans fyrr en um 1975. Hann kvaðst hafa sótt um styrk til að vinna þetta verk, en fékk ekki. Ætlaði í fyrstu aðeins að þýða fyrstu tvær bækurnar af fimm. „Ég þurfti svo að koma Gargantúa á framfæri og fór með nokkra kafla niður á Morgunblað til Matthíasar. Hann horfði á þetta um sinn og tók svo á sprett. Heimsbókmenntir! sagði hann og þetta birtist svo í smáköflum í Lesbókinni. Þegar ég var búinn með Gargantúa og Pantagrúl og var að byija á 3. bók- inni, nefndi ég það við Björn Jónas- son i útgáfunni Svart á hvítu. Hann tók ekki annað í mál en að fá heild- arverk Francois Rabelais. Þá var það að ég fór út í Grímsey. Dugði ekki að vera á ferðinni að setja upp leikrit hér og þar. Ég sá að við svo búið mátti ekki standa, ég yrði að velja. Þar var ég í þrjá vetur og kenndi börnum. Grímsey reyndist mjög heppilegur staður til að vinna. Þetta er alveg dýrðleg eyja og fólk- ið er svo gott, lofaði mér alveg að hafa frið til að vinna þetta", segir Erlingur. En börnin? Erlingur segir að sér finnist gott að umgangast börn. Hann sé svo vanur að kenna börn- um og veitist það létt. Það sé bara gott að hitta þau. Enda er þetta ekki stór skóli, fremur en í Brodda- nesi þar sem hann er nú. Þetta er þriðji vetur Erlings þar, en þangað flutti hann sig þegar ákveðið var að Mál og menning gæfi verkið út og hann þurfti að fara að huga að öllum frágangi, formála, skýringum og skrám. Vildi þá vera nær útgáf- unni og líkar mjög vel í Brodda- nesi. Hann er mjög ánægður með samstarfið við Mál og menningu. Forlagið hafi ekkert til sparað, fékk m.a. sérpantaðan pappír svo þessi nær þúsund síðna bók yrði létt og meðfærileg. Orðgnótt Við víkjum talinu að Francois Rabelais, sem heltók svo þýðandann að hann hætti ekki þessu erfiða verki fyrr en heildarþýðingin lá fyr- ir. Franski sendiherrann Francois Rey Coquais hafði orð á því í sam- bandi við þýðinguna, sem hann tel- ur mikið afrek, að Frakkar þurfi að leita að merkingu margra þess- ara orða, sem Erlingur hafi eflaust líka þurft að gera og svo að auki að fínna þeirri merkingu íslenskt orð. Enda er Francois Rabelais þekktur um heimsbyggðina fyrir hina miklu orðgnótt. Erlingur segir að merking frönsku orðanna hafi ekki verið erfiðust, enda gífurlega mikið skrifað af bókum um það. Hann hafi svo reynt að finna hlið- stæður í íslensku. í þessu sambandi leyfi ég mér að vitna í grein sem Torfi H. Túli- níus bókmenntafræðingur skrifar í tilefni þýðingarinnar og nefnir kafl- ann þýða/þíða. Þar segir hann m.a.: „Áður hefur verið minnst á orð- gnótt hjá Rabelais og stafar hún öðrum þræði af ást á orðum sem hvergi kemur betur fram en í fræg- um kafla Fjórðu bókar, kaflanum um frosnu orðin. Pantagrúll og fé- lagar hans hafa siglt norður að rönd íshafsins og allt í einu berast til þeirra raddir án þess að nokkur sjáist. Panúrg verður viti sínu fjær af hræðslu en hinir halda ró sinni. Skipstjórinn segir þeim að þetta séu orð sem hafa frosið í kuldanum og séu nú að þiðna. - Sjáið, sjáið, sagði Pantagrúll, hér eru nokkur sem eru ekki enn þiðnuð. Því næst fleygði hann á þilfarið handfylli af frosnum orðum sem líktust sælgæti skreyttu ýmsum litum. Við sáum nokkur rauð orð og græn eins og á skjaldar- merkjum, himinblá orð, sendin orð, gullin orð. Þegar við höfðum yljað þeim á milli handa okkar bráðnuðu þau eins og snjór og við heyrðum þau efnislega, en við skildum þau ekki því þetta var mál barbara. Aðeins eitt var afbrigðilegt, all- stórt, sem bróðir Jón hafði hitað á milli handa sinna, og gaf það frá sér hljóð ámóta og kastaníuhnetur sem kastað er í glóð án þess að stungið sé á þeim. Það var hvellur og okkur varð öllum bilt við. Þetta var, sagði bróðir Jón, fallbyssuskot meðan það var og hét.“ Torfí H. Túliníus leggur út af þessari litlu dæmisögu um hið ritaða mál sem frystir á vissan hátt orðin á blað- inu. „í staðinn fyrir að deyja út þá þiðna þau og heyrast í hvert skipti sem einhver les þau. En þegar um erlend orð er að ræða þá dugir ekki að þíða þau. Það þarf líka að þýða þau. Mér er sagt að Erlingur E. Halldórsson hafi unnið sitt merka verk að mestu leyti norður við ís- röndina, í Grímsey þar sem hann var kennari. Ég þykist vita að Ra- belais hefði kunnað þessu staðar- vali vel og horft með velþóknun á Erling sitjandi klofvega á norður- heimskautsbaugi, með frosin orð hans milli lófanna og blásandi anda sínum í þau til að þíða/þýða þau fyrir samtímamenn sína.“ Því má við bæta að heimskautsbaugurinn lá í raun í gegnum stofu Erlings í Grímsey. Á faraldsfæti Um orðgnótt Rabelais segir Er- lingur þegar þessu er vísað til hans: „Rabelais var maður sem var alltaf á faraldsfæti. Hann hafði svo næmt eyra að hann svalg í sig allt sem hann heyrði. Efniviður hans tengist kjötkveðjuhátíðunum um allt suður Frakkland, karnevölunum. Hann virðist gagntekinn af allri endurnýj- un, eins og endurnýjuninni sem í því felst þegar menn eru að kveðja og losa sig við veturinn og vorið kemur. I Gargantúa og Pantagrúl er eilíf skírstkotun til alþýðlegra minna. Hans aðalhatursmenn voru menntamennirnir í París, en honum vildi það til að konungarnir höfðu gaman af þessu og vörðu hann. Franski rithöfund- urinn Francois Rabelais irlingur E. Halldórsson hefur þýtt eitt af höfuðverkum heimsbókmennt- anna, heildarverk franska skóldjöfursins Francois Rabelais. Hann var alltaf bannaður fyrir klám og guðlast. En orðfærið á þessum kjötkveðjuhátíðum er auðvitað nokkuð gróft. Sum þessara orða sem hann tekur upp eftir alþýðunni voru kannski aðeins notuð í ákveðnu þorpi. Sum eru dáin úr málinu en önnur unnu sér sess,“ segir Erlingur og sjálfur kveðst hann sannfærður um að orðin lifi þegar þau hafi einu sinni fest ræt- ur. Hefur ekki trú á því að bókin sé á undanhaldi. Myndmálið nú til dags sé sterkt, en það hafi ekki við orðinu. Hann bætir því við að Ra- belais hafi auk þess verið mikill málamaður, talað mörg tungumál. T.d. hreyfst hann mjög af Eras- musi og fór þá að læra grísku. Þegar betur er að gáð eiga þeir nokkuð sameiginlegt i lífinu, munk- urinn, læknirinn, húmoristinn og mannvinurinn Francoise Rabelais frá upphafí 16. aldar og íslending- urinn og leikritaskáldið Erlingur E. Halldórsson á 20. öldinni. „Það er rétt, ég hefi sjálfur alltaf verið á flakki eins og hann, að setja á svið út um landsbyggðina, Páska Strindbergs í Ólafsvík og Keflavík, Biederman og brennuvargarnir á Flateyri o.s.frv.“, segir Erlingur. Doktor í gleðivísindum Sögur Rabelais eru sagðar af mikilli frásagnargleði og húmor, sem fáir hafa síðan leikið eftir og kannski ástæðan fyrir því að sögur hans hafa lifað og eru enn lesnar um allan heim. Og enn þykja þær eiga erindi við nútímann. Erlingur tekur undir það, segir Rabelais hafa verið kallaðan doktor í gleðivísind- um og vísar í forvísuna til lesenda í upphafi bókar. Þar segir m.a.: Hlátur er betri en harma-tölur manns/því hláturinn er dýpst í eðli hans. Hann bendir á að Pantagrúll er saminn upp úr tröllasögum frá miðöldum og þessvegna þurfti hann Þýðandinn Erlingur E. Halldórs- son svo mikið að drekka og svo mikið að borða. Borgarastéttin sá í þessu ádeilu á sig, á græðgina og á land- vinninga nýlenduveldanna. Og þetta tengist allt nútímanum. Ra- belais er fullur af pólitík, pólitík allra tíma. Enn er barist um það sama. ' Margt hefur verið sagt um Francois Rabelais, m.a. að hann sé fulltrúi hugsunarháttar vestrænnar menningar og að hann hafi lagt grunninn að evrópsku skáldsögunni og endurreisninni. Hvað segir þýð- andinn um það? „Frakkar segja að hann sé frekar það sem kalla má avant gard í dag. Og jú, þetta er fyrsta skáldsagan í okkar merk- ingu. Um það hefur rithöfundurinn Kundera skrifað." Rabelais var fæddur 1483 og lést 70 ára að aldri 1553. Verk Rabelais höfðu strax feiknamikil áhrif í Frakklandi og í Bretlandi eftir að bárust fyrstu þýðingamar af verkum hans þangað um 1650. Sama er að segja í Þýskalandi, en fljótlega var farið að þýða hann á þýsku og t.d. Goete skrifaði bók í þessum anda. Nú haustið 1993 kemur út á íslenskri tungu heildar- verk Francois Rabelais í þýðingu Erlings E. Halldórssonar. Érlingur bendir á að við eigum að þessu leyti nokkuð sem sé sambærilegt, þótt um ólíka höfunda sé að ræða, en það sé Hallgrímur Pétursson, verk hans séu lesin um allar aldir. Nú þegar þessu mikla verki er lokið, sem hefur tekið tíma hans og hug í svo mörg ár, hvað tekur Erlingur E. Halldórsson sér þá fyr- ir hendur? Hann er fámáll um það. Kveðst vera með mörg verk í tak- inu, bæði leikrit og fleira. Það taki allt sinn tíma. Elín Pálmadóttir MENNING/ USTIR ÍNÆSTUVIKU MYNDLIST Kjarvalsstaðir Rodin-sýning til 5. des. Listasafn ASÍ Sigurður Þórir lýkur á morgun. Nýlistasafnið Anna Þóra Karlsdóttir sýnir til 5. des. Saatana Perkele til 5. des. Safn Ásgríms Jónssonar Vatnslitamyndir til febrúarloka. Listasafn Sigurjóns Hugmynd-höggmynd fram á vor. Norræna húsið Sýn. Form ísland II til 19. des. Sýn. í andd. á vefnaði til 23. des. Galleri Fold Leifur Breiðfjörð til 12. des. Gcrðuberg Ásmundur Ásmundsson til 19. des. Hafnarborg 4+1 samsýning til 6. des., Hrönn Axelsd. til 6. des. Gallerí Klettur Smámyndasýning til ö.des. Gallerí 11 Björg Sveinsdóttir til 9. des. Kringlan Listiðnaðarsýning til 5. des. Listmunahús Ófeigs Jouni Jappinen til 5. des. Listmunahúsið Ingvar Þorvaldsson lýkur á morgun. Gallerí Sólon Islandus Ásrún Kristjánsdóttir til 10. des. i Listhúsið Laugardal Örn Ingi sýn. nytjalist til 5. des. Gallerí Greip Erna G.S. til 2. des. Hamraborg Garðar B. Sigvaldas. til 4. des. Gðtugrillið Jón Garðar Henrýsson til 24. des. SPRON, Álfabakka Egill Eðvarðsson til 11. feb. Gallerí Sævars Karls Ása Björk Ólafsd. til 30. nóv. Gallerí Náttúra Brynja Árnadóttir til 4. des. TONLIST Laugardagur 27. nóv. Tónl. í Lang- holtskirkju kl. 16.00. Hamrahlíðakór- inn m. tónleika í Listas. ísl. kl. 20.30. Ljóðatónl. í Gerðub. kl. 17. Sunnudagur 28. nóv. Gítarnem. m. tónl. í Tónsk. Sigursv. kl. 15. Sinfó- níuhlj. áhugamanna m. tónl. í Háteigs- kirkju kl. 17. Kammersv. Hafnarfj. m._ tónl. í Hafnarborg kl. 20.30. Tónl. í Áskirkju kl. 17. Þriðjudagur 30. nóv. Tónl. í Breið- holtskirkju kl. 20.30. LEIKLIST Þjóðlcikhúsið Skilaboðaskjóðan kl. 14; sun 28. nóv.| Allir synir mínir kl. 20; lau. 27. nóv.,; fim., fös. Kjaftagangur kl. 20; lau. 4. des. Ástarbréf kl. 20.30; lau. 27. nóv. Ferðalok kl. 20.30; sun. 28. nóv., fim.j fös. Iistdanssýning mið. 1. des. kl. 20. Borgarleikhúsið Spanskflugan kl. 20; lau. 27. nóv.. fim., lau. Englar í Ameríku kl. 20; fós. 3. des. Elín Helena kl. 20; lau. 27. nóv., fös. lau. Ronja ræningjadóttir kl. 14; sun. 28. nóv. Leikfélag Akurcyrar Afturgöngur kl. 20.30., lau. 27. nóv. Ferðin til Panama kl. 17. lau. 27. nóv. Frú Emilía Ævintýri Trítils kl. 15; sun. 28. nóv. íslcnska leikhúsið Býr íslendingur hér? kl. 20; fim. 2. des., lau. Nemendaleikhúsið Draumur á Jónsmessunótt kl. 20; laui 27. nóv., fim., fös. Hugleikur Ég bera menn sá kl. 20.30; lau. 27. nóv., sun., mið., fös. KVIKMYNDIR Hreyfimyndafélagið Sýning þriðjud. kl. 9, fimmtud. kl. 5' og helgarsýn. föstudag kl. 9. MÍR Fávitinn - Dostojevskí sun. 28. nóv. Norræna húsið Kvikmyndasýn. fýrir böm, sun. 28.; nóv. kl. 14. Otto er et Næsehorn. FYRIRLESTUR Norræna húsið Stig Tornehed; fyrirl. um jólavefnað lau. 27. nóv. kl. 16. og sun. 28. nóv. kl. 16. Fyrirl., kvikm. og tónlist sun, 28. nóv. kl. 16. Upplýsingar um listviðburði sem ósk- ast birtir í þessum dálki verða að hafa borist bréflega fyrir kl. 16 miðvikudögum. Merkt: Morgunblaðið menning/listir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsendir: 91-691222.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.