Morgunblaðið - 27.11.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.11.1993, Blaðsíða 1
wjpitifybiMfe MENNING LISTIR B PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 27. NOVEMBER 1993 BLAÐ Erfitt samband skáldsogþjóðar Eftir Ástráð Eysteinsson ÚTKOMA seinna bindis Ódysseifs (Ulys- ses) eftir írska rithöfundinn James Joyce var tilefni samkomu sem fram fór í Norræna húsinu föstudagskvöldið 19. nóvember. Verkið mun óhætt að kalla þekktustu skáldsögu aldarinnar. Þrátt fyrir óveður var salurinn þéttsettinn fólki sem hafði greinilega gaman bæði af þeim köflum sem Sigurður A. Magnússon las úr þýðingu sinni á Ódys- seifi og erindi sem systursonur Joyce, Ken Monaghan, flutti um fjölskyldu þeirra. Um Ódysseif verður fjallað sér- staklega í annarri grein, en hér verður einkum hugað að sambandi Joyce við fjölskyldu, heimaborg og fósturjörð. Ken_Monaghan rekur stofnun í nafni James Joyce í Dyflinni og hefur um árabil unnið að menningar- legri kynningu á því umhverfi sem skáldið lýsir og sviðsettur af listrænum ákafa, þrá, kímni og kaldhæðni í verkum sínum. Þó að Joyce yfirgæfi land sitt 1904, aðeins 22 ára, og kæmi eingöngu þrisvar þangað í heimsókn eftir það (síðast 1912), þá hafði Dyflinn og nánasta umhverfi hennar greypst svo kirfilega í huga hans að hann staðsetti öll sín verk þar. Sú sviðsetning heillar þúsundir Joyce-lesenda til borgarinn- ar á ári hverju. Margir þeirra koma til að vera viðstaddir hátíðahöldin á „Blooms- day", 16. júní, en þá er atburðarás Ódys- seifs einmitt sviðsett á götum borgarinnar (Joyce lét skáldverkið eiga sér stað 16. júní 1904). í huga bókmenntaunnenda um víða ver- öld er Dyflinn fyrst og síðast borg Joyce, en sú hugmynd hefur jafnan verið órafjarri viðhorfum flestra íra, eins og vel kom fram í erindi Kens og enn betur í samtali sem ég átti við hann daginn eftir. Hinn rótlausi höfundur Erindi sitt mælti Ken af munni fram; hann hafði að vísu einhver prentuð blöð meðferðis, en þegar þau runnu af borðinu og niður á gólf lét hann þau kyrr liggja. Hann hefur á hraðbergi mikinn fróðleik um fjölskyldusögu sína og um ævi Joyce, fer blaðlaust með heilu kaflana úr verkum Jo- yce og bréfasafni fjölskyldunnar. Kona hans Lucy virtist einnig þekkja vel til á þessu sviði, því þegar hann mundi ekki eitt af ótalmörgum heimilisföngum Joyce, hraut það umsvifalaust af vörum hennar þar sem hún sat á fremsta bekk. Ken sagðist hafa tekið saman skrá yfir bústaði James Joyce frá fæðingu Eil grafar og væru þeir alls 162 á 59 ára æviskeiði (1882-1941). Það var eingöngu í skáldskapnum sem þessi höfund- James Joyce árlö 1904, skömmu áður en hann yfirgefur írland. Þótt hann kæmi aðeins þrlsvar helm eftlr það var Dyfllnn ávallt sögusvlð sagna hans. ur var staðbundinn, því líf hans var sífellt flakk, meira að segja eftir að hann og Nora kona hans eignuðust tvö börn. Upphaf þessa flakks er sorgarsaga sem Ken rakti af mikilli tilfinningu. Þegar afi hans, John Stanilaus Joyce, kvænist Mary Jane Murray er hann prýðilega stæður maður í góðu embætti — James var fyrsta barn þeirra hjóna sem lifði og hann náði að muna lokaskeið góðærisins. Smám sam- an missir faðir hans, þessi drykkju- og gleði- maður, tök á borgaralegri tilveru sinni, sekkur í skuldir og er rekinn úr embætti ríflega fertugur að aldri og hafði ekki fasta atvinnu síðustu fjörutíu æviár sín. Fjöl- skyldan flytur í sífellt lélegri og þrengri Þno kemur erlendum Joyce-unnanda ú óvart ad fordómamir skuli enn vera svo róffastir nú þegar meir en hárf öld erlioinsíotínskáldiodó í „útíego" sinni. húsakynni um leið og börnunum fjölgar, sum deyja að vísu drottni sínum en tíu komast á legg og búa að lokum með foreldr- um sínum við sára fátækt í lítilli íbúð í niðurníddu hverfi, oftar en ekki upp á öl- musu annarra komin. ' Það myndast snemma sérstakt samband milli Johns og hins bráðgreinda elsta son- ar, en meðferð hans á konu sinni og hinum börnunum, ekki síst dætrunum, var forkast- anleg. Ken fer ekki dult með að hann hafi óhjákvæmilega erft frá móður sinni vissa biturð gagnvart afa sínum, þó að hann hafi líka skilning á því að þessi maður varð syni sínum fyrirmynd lífsorku og upp- spretta húmors í verkum hans. Raunar miðlar Ken mjög heiðarlega tvöföldu sjónar- horni sínu á móðurbróður sinn; hann dáir skáldið en hlýtur líka að meta fjölskyldusög- una í gegnum þá sem ekki nutu sömu for- réttinda og elsti sonurinn og gátu ekki gert sömu kröfur til lífsins. Þetta sjónar- horn er kannski mikils valdandi um þá áleitnu skoðun Kens, sem hann lét í ljós í erindi sínu, að konunum í lífi Joyce, einkum móður hans, hefði verið veitt of lítil at- hygli af þeim sem skrifað hafa um lífshlaup skáldsins. Líklegt má telja að Joyce-fræð- ingar hafi stundum ekki séð móðurina fyr- ir föðurnum; ætli hún eigi til dæmis ekki allmikið í Bloom, annarri aðalsöguhetju Ódysseifsl Andkristur! * Upphaflega var skáldsagan Ódysseifur, sem út kom í litlu upplagi í París 1922, einkum fræg að endemum. Bókin var bönn- uð á Bretlandi og í Bandaríkjunum og ýmsir töldu að þetta hlyti því að vera hið ruddalegasta rit. í erindi sínu benti Ken á að fyrsta enska útgáfan hefði ekki birst fyrr en 1936. í samtali tjáði hann mér að aldrei hefði þurft að banna bókina á ír- landi, því hún hefði sjálfkrafa flokkast und- ir sora og klám og því rétttæk úr fórum hvers þess sem reyndi að fara með hana inn í landið. Sjálfur hefði hann ekki eign- ast eintak af sögunni fyrr en 1955, þrítug- ur að aldri, og var því smyglað til hans. Það má því ljóst vera að samband Joyce við ættjörðina hefur ekki verið dans á rós- um. Þótt vera megi að enginn hafi skrifað af eins mikilli innlifun um þjóð sína og heimaborg, má skilja líf og ritstörf Joyce sem uppreisn gegn írlandi. Hann er vart kominn af unglingsaldri þegar hann rís gegn kaþólsku kirkjunni, en hugmynda- fræði hennar var mjög runnin saman við írska þjóðernisvitund. Skáldsaga Joyce, A Portva.it of the Artist as a Young Man (1916), hefur að geyma sjálfsævisögulegt uppgjör við samfélag sem þrúgar andlegt frelsi ungs manns. Það voru ekki síst sið-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.