Morgunblaðið - 27.11.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.11.1993, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NOVEMBER 1993 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1993 B 5 Kammersveit Hafnarfjarðar á æfingu í Hafnarborg í Hafnarfirði. Morjfunbiaðið/Árni Sæberg Tónlist sem skiptir máli í sögunni Morgunblaðið/Sverrir Örn Óskarsson stjórnandi Kammersveitar Hafnarfjarðar. VERKIN sem leikin verða á , fyrstu tónleikum Kammersveitar Hafnarfjarðar á þessu starfsári eiga tvennt sameiginlegt. Þau eru öll samin um miðja öldina í Bandaríkjunum, en af þremur ólíkum tónskáldum. Tónleikarnir verða haldnir annað kvöld kl. 20.30 í Hafnarborg í Hafnar- firði. Kammersveit Hafnarfjarð- ar er ung hljómsveit og segir Örn Óskarsson, stjórnandi henn- ar, að markmið hennar sé að auðga menningarlíf bæjarins og gefa tónlistarfólki tækifæri að starfa í svona hóp. Fyrsta verkið á tónleikunum er Appalacian Spring eftir bandaríska tónskáldið Aaron Copland. Verkið var samið á árunum 1943-44, sér- staklega fyrir ballettflokk Mörthu Graham og á tónleikunum verður flutt svítan úr ballettinum. Orn segir að Copland sé líklega amerískasta klassíska tónskáldið og þetta sé mjög amerískt verk. Annað verkið á tónleikunum er Capricom Concerto Op. 21 eftir Samuel Barber fyrir flautu, trompet, óbó og strengjasveit. Einleikarar verða Gunnar Gunnarsson flautuleik- ari, Einar Jónson trompetleikari og Peter Tompkins sem leikur á óbó. Stjórnandinn lýsir verkinu sem aftur- hvarfi til barrok-tímabilsins þar sem Barber nýti aðferðir tónskálda þess tímabils. Verkið var samið árið 1944 og var hann þá orðinn þekkt tón- skáld. Örn segir að verkið sé nokk- urs konar bemskuminningar og aft- urhvarf tónskáldsins tii uppeldis- stöðvanna. Lokaverk tónleikanna á sunnu- dagskvöld er svo Toccata e due canz- oni eftir Tékkann Bohuslav Martinú sem samið er 1946 í Bandaríkjunum, en hann var lengst af í útlegð frá heimalandi sínu. Örn segir að þrátt fyrir að Martinú hafi verið tékknesk- ur þá hafi yfirbragð tónsmíða hans verið alþjóðlegt. Píanó er fyrirferðar- mikið í verkinu sem er í þremur þátt- um. Kammersveit Hafnarfjarðar er ung hljómsveit, stofnuð árið 1992 og segir Örn að kalla megi starfsár- ið sem er að hefjast „fyrsta alvöru starfsárið,“ en hljómsveitin lék á ein- um tónleikum síðasta vetur og svo á Listahátíð í Hafnarfirði í sumar. Fernir tónleikar í vetur . í vetur heldur Kammersveitin þrenna tónleika í Hafnarborg í Hafn- arfirði, auk þess sem sveitin flytur Túskildingsóperu Kurts Weills í kon- sertútfærslu í Bæjarbíói í janúar. Verkin sem Kammersveitin Ieikur í vetur eru öll samin á þessari öld. Örn segir skýrínguna liggja að hluta til í stærð hljómsveitarinnar. Kjarna hennar skipa 14 hjóðfæraleikarar, en allt í allt tengjast 28 hjóðfæraleik- arar hljómsveitinni. „Verk fyrir svona hljómsveit Rætf við Örn Ósk- arsson stjórnanda Kammersveitar Hafnarf jarðar um verkefni vetrarins og starfsemi sveitarinnar finnast ekki fyrr en á þessari öld,“ segir Örn. Hann bætir við að ef sveit- in ætlaði að flytja eldri verk þýrfti hún að hafa stærri strengjasveit á að skipa, en grunnur sveitarinnar er strengjakvintett sem er tvær fiðlur, víóla, selló og kontrabassi. Örn segir að í rauninni mætti segja að ekkert hafi verið samið fyrir þessa stærð hljómsveitar fyrr en Arnold Schönberg samdi Kammersinfóníu op. 9, nr. 1 árið 1906, sem verður leikin á síðustu tónleikum sveitarinn- ar. „í henni kom fram ný hugsun," segir hann. „Hún er samin út frá lit hljóðfæranna." Hann segir að verkið hafi orðið þekkt meðal annars vegna þess að það er samið fyrir litla hljóm- sveit á tímum þegar öli helstu tón- skáldin sömdu verk fyrir stórar hljómsveitir. Á þriðju tónleikum sveitarinnar sem haldnir verða þann 27. febrúar verða þrjú verk á dagskrá. Fyrsta verkið er Danses Concertantes eftir Igor Stravinsky, Concertino fyrir básúnu og strengjasveit eftir Lars- Erik Larson og Sinfoníetta eftir Er- nesto Halffter. Fjórðu og síðustu tónleikarnir verða svo þann 10. apríl og þar verða tvö frönsk verk leikin, Concert de Chambre eftir Darius Milhaud og L’Horloge de Flore eftir Jean Franca- ix. Síðasta verkið á tónleikunum er svo Kammersinfónía op. 9, nr. 1 eft- ir Schönberg. „Það er mikil þörf á að flytja þessa tónlist,“ segir Örn og lýsir verkefna- skrá vetursins sem nýjungagjamri og aðgengilegri, en fæst þessara verka hafa verið spiluð hérlendis. „Meðal tónlistarfólks eru þetta þekkt verk. Þetta er tónlist sem skiptir máli í tónlistarsögunni," segir hann. „Það er meira sþennandi að heyra eitthvað nýtt.“ Hann leggur áherslu á að þrátt fyrir að verkin séu öll samin á þess- ari öld, þá séu þau aðgengileg og áheyrileg. „Til dæmis er Túskildings- óperan nokkurs konar þýskur djass,“ segir Örn. Það liggur margra mánaða vinna að baki verkefnavalinu segir Örn. Fæst verkanna eru til í aðgengilegu formi, eins og á geisladiskum og erfitt var að nálgast nótur. „Þetta var mikill höfðuðverkur en skemmti- leg vinna,“ segir hann. Örn segist líta á Kammersveit Hafnarfjarðar sem vettvang til að auðga tónlistarlífið utan Reykjavík- ur. I framtíðinni hefði sveitin áhuga að tengjast Suðurnesjum og ná- grannabyggðum Hafnarfjarðar enn frekar með því að fara til dæmis í skóla og spila. Einnig hefur sveitinni- borist boð um að leika á Alþjóðlegum dögum nútímatónlistar í Rúmeníu í vor, en fjárhagur sveitarinnar ræður því hvort af þeirri för getur orðið. Það er ekki auðvelt að reka svona hljómsveit og mikið af vinnunni er unnin í sjálfboðavinnu. „Starfsemin gengur vegna þess að áhuginn er mikill," segir hann. Hljómsveitin hef- ur fengið fjárstuðning frá Hafn- arfjarðarbæ og hefur sótt um styrki frá ríkinu. Hann segir að stefna hljómsveitarinnar sé sú að allir í hljómsveitinni fái að spreyta sig sem einleikarar og flytja verk sem þeir hafi áhuga á. Kammersveitin sé vett- vangur fyrir tónlistarmennina að vinna í hóp af þessu tagi. Einnig sé hljómsveitin mikilvæg fyrir menningarlíf Hafnarfjarðar og starfsemi hennar geti eflt aðra þætti bæjarlífsins, eins og til dæmis veit- inga- og kaffihús. „Það þarf að vera menningarlíf annars staðar en í Reykjavík, sem stenst samanburð við það besta sem gerist þar,“ segir Örn. Aslaug Asgeirsdóttir í speglasal rúnanna UM KVOLDIÐ var barið létt á dyrnar hjá honum. Þegar hann opnaði Persónur þínar eru allar að var þar enginn. Diafanus tók kertisstúf og fikraði sig með hann um myrka gangana uns hann fann steinsalinn. Á borðinu stóð vínkannan, en hvorki sá hann urtarrót á diski né hunang. Og bergði á vínjnu. Ekki setti hann upp vefjarhöttinn. AUt var með sömu ummerkjum og áður og meðan hann klæddi sig úr, gjóaði hann augunum á spígspor- andi fasana. Páfuglana stéllöngu. Eins og fyrr gengu inn í salinn þrjár konur, sú í miðið dúkum vafin með blæju fyrir andlitinu. Þær gengu til hans rakleitt, klöppuðu honum létt og struku, leiddu til hvílunnar. Þar hélt leikurinn áfram. Hann gaf fylgdarmeyjunum merki um að draga sig í hlé, svipti burt dúkunum er földu líkama konunnar, en ekki þorði hann að koma við andlitsskýluna. Stygg bijóstin á henni, skapahárin ljós og undurmjúk og bað hann fylla bikar sinn. Ekki lét Diafanus segja sér það tvisvar. Ein af þremur sögum í nýjustu skáldsögu Álfrúnar Gunnlaugsdótt- ur, „Hvatt að rúnum“, segir frá ungl- ingnum Diafanusi sem ferðast með karlinum Frontín um bjartar og dimmar lendur mannshugans, þar sem skiptast bungur og dældir, mýr- ar og móar, fjöll og dalir og hvert sem hann fer kemur eitthvað á óvart. í annarri sögu er drengurinn Front- ín, sem elst upp hjá séra Jóni, sveita- presti, sem fetar myrkar lendur þar sem voveiflegir atburðir hyljast í klungrum og klöppum og Stefán fer með gestinum Marteini til fjarlægra landa til að forframast, til að leita að komast að því hver hann er, móður- og föðurlaus drengurinn; svo óhræddur að kanna sínar lendur, stöðugt í framandi umhverfi en man sína fortíð og endar hjá konu af þessum heimi, á þessari öld sem bíð- ur hans á meðan hún kannar sitt umhverfi, fremur en sínar lendur. Hún býr í húsi sem er stundum op- ið, stundum lokað og á helst sam- skipti við Jón Pétur og Nönnu í næsta húsi, allt þar til... Og svo er það rauði þráðurinn; ástin, grimmdin, óttinn, kjarkurinn, trúmennskan og svikin sem tengja allar þessar sögur saman. Hefur Díafanus svikið Frontín? Getur Stef- án svikið Martein? Var Nanna svik- in? Var ekki allt gert í nafni ástarinn- ar, kærleikans, vináttunnar, heiðar- leikans? Af hveiju getur þetta fólk ekki verið eins og fólk? „Kannski vegna þess að menn uppdikta svolítið aðra,“ segir Álfrún. „Maður býr til úr fólki annað en það er. Við ímyndum okkur að það sé gagnsætt, en það er það ekki. Lif- andi fólk hefur þann eiginleika að koma manni stöðugt á óvart.“ Konan sem segir frá og ræðir við höfundkm, hún vill vera fijáls. „Hún talar um frelsi sitt; það frelsi sem hún heldur sig hafa sem per- sóna. Á því byggir hún líf sitt. Hún heldur, eins og við öll, að hún eigi þetta frelsi og heldur að hún eigi það ein; hún geti lokað að sér — en stjórn- að síðan öðrum. Hún heldur að hún þekki sig. En við getum ekki þekkt okkur nema í sambandi við aðra.“ leita... „Eru ekki allir alltaf að leita; ganga lífsveginn margumtalaða? Leita nýrra leiða. Menn leggja upp og vita ekki hvar þá ber niður.“ Er hægt að finna eitthvað? „Sjálfsagt er það haegt ef menn vinna markvisst að því. Stundum getur það gerst fyrir tilviljun, eins og hjá Stefáni." Þú rásar um tímann. „Já, þannig að lesandinn geti sjálf- ur staðsett sögurnar hvað hvert tímabil um sig varðar. Þær gætu svo sem gerst hvenær sem er vegna þess að bókin fjallar um innri reynslu persónanna. Og hún er fyrir mér svipuð á öllum tímum, eins og kemur fram í speglun milli sagna, til dæm- is sögunni um þær vonir sem mann- eskjan á — en svo kemur fram allt annað andlit á voninni en upphaflega var sóst eftir. Menn hafa gert sér vonir — búið sér til hugmyndir um draumaríki, yfirfært þær til að mynda á trúar- brögð, en síðan birtist niðurstaðan á annan hátt en menn gerðu sér hug- myndir um.“ Svo er það dúalisminn milli draums og veruleika. „Við höfum löngum tekist á við tvíþætta tilveru. Svo má alltaf spyrja sig; hver er raunveruleikinn." Sviksemi er áberandi þáttur í verk- inu og stöðugt er háð einvígi um trúmennsku. Hún vaknar oft spurn- ingin hvort hægt sé að vera sjálfum sér trúr um leið og öðrum; hvort trúmennska við aðra kosti ekki of miklar fórnir; hvort trúmennska við sjálfan sig er ekki eigingjörn. „Ef menn eru ekki trúir sjálfum Álfrún Gunnlaugs- dóttir og skóldsag- an þar sem persón- ur eiga sér ekki stoö í neinni viðtek- inni ímynd sér, geta þeir ekki verið öðrum trú- ir. En þetta er spurning sem alltaf hefur fylgt mannkyninu. Það er nefnilega dálítið erfitt að vera trúr sjálfum sér. Þetta fer eftir því hvern- ig maður tekur á tilverunni. Við hveiju býst maður? Persónurnar í bókinni eru á misjöfnu stigi, hvað þetta varðar. Síðan verður að gera ráð fyrir hinu tilviljanakennda.“ Þínar persónur eru svosem ekkert að skipuleggja líf sitt. „Nei. Það er oft betra að lifa lífínu en að skipuleggja það. Lifi menn líf- inu án þess að vera með of miklar skipulagskröfur, þá getur að minnsta kosti sumum farnast betur.“ Svo er eins og þær detti inn í ást- ina, jafnvel þegar þær ætluðu ekki þangað og jafnvel með fólki sem þær telja^ sig ekki vilja. „Ástin er óræðara fyrirbæri en maður heldur. Kannski er það hið óþekkta sem dregur mann að sér. Við höfum öll gengist inn á viðtekn- ar hugmyndir um ástina, en ég var að velta fyrir mér ólíkum hliðum á henni. Það er alltaf verið að eltast við ímynd; menn eru alltaf að hlaupa á eftir hugmyndum sem þeir gera sér Alfrún Gunnlaugsdóttir um aðra. Frontín er t.d. alltaf að eltast við konu. Enga sérstaka konu. Hann er bara maður sem er að elt- ast við hvaða konu sem er á hvaða tíma sem er.“ Er manneskjan þá alltaf eins, hug- myndirnar alltaf eins, leitin alltaf eins, gildismatið alltaf eins? Er manneskjan ekkert að þroskast, skána eða finna í sinni stöðugu leit? „Ég held að það sem við höfum fundið fyrir núna, er að við þurfum á nýjum gildum að halda. Er það ekki von um að komast út úr þeirri lægð sem við erum í þessa stundina? Vonin um ný gildi tengist sköpun. Hversu mikið á maður að láta ger- ast, hversu mikið á maður að ýta við hlutunum — því þegar farið er af stað vitum við ekki hvar við endum hvorki í lífinu né í lífsköpun. Við ættum kannski að taka list- sköpun til fyrirmyndar. Hún gengur út á þetta: Flestir listamenn skipu- leggja ekki verkin fyrirfram. Þeir leggja af stað án þess að sjá fyrir endann á þeim. Það er kannski ekki fyrr en undir lokin að þeir sjá heil- steypt verk. Það háir okkur að vilja lúta forsjá annarra í stað þess að taka afstöðu sjálf. Það er orðið svo mikið ofskipu- lag á öllu; formhyggja þar sem hald- ið er að öllu sé hægt að breyta, með því að breyta formum en láta inntak- ið eiga sig. Það eru ef til vill helstu einkenni nútímamannsins.“ Svo eru fundnar upp stefnur og straumar sem eiga að fela í sér stóra sannleika... „. . . þar sem aftur á móti listsköp- un dregur sjálfa sig alltaf svolítið í efa. Það mættum við líka hafa bak við eyrað; vissar efasemdir um sam- félagið og líf okkar. Við mættum vera gagnrýnni í hugsun og umfram allt ættum við að reyna að tengja hlutina, til að geta gert tilraun til að sjá eitthvert mynstur, eins og ætlanir og annað sem gæti kornið okkur til góða. Það koma þær stundir að manni finnst ekki margir vera að reyna að hafa yfirsýn. Það er stöðugt verið að afvegaleiða .. Og víst er að hvort sem persónurn- ar heita Diafanus, Frontín, Stefán, Marteinn, séra Jón, Jón Pétur, Ter- esa, Margrét, Guðný, Þórkatla, Nanna eða hvað sem er, að höfundur- inn reynir að afvegaleiða þær hvenær sem færi gefst. Hins vegar er það ekki bara svona einfalt — því auðvitað reyna allar þessar persónur að afvegaleiða höf- undinn. Hvort einhverjum tekst það skal látið ósagt hér og hver og einn getur spurt sig um eigið einvígi. Súsanna Svavarsdóttir FALSARINH HEITIR HÝ HEIMILDARSKÁLDSA6A EFTIR BJÖRN TH. BlfiRNSSON Eruð þér frá Interpol? BJÖRN Th. Björnsson lagði síðsumars lokahönd á örlagasögu fimm ættliða á íslandi, í Chile og Danmörku. Hún hefur verið yfir áratug í smíðum, kostað margar ferðir til Kaupmannahafnar og mikið grúsk. Björn kveðst raunar hafa byrjað strax 1961 að viða að efni en ekki hugað að skrifum bókarinnar fyrr en hann fékk óvænta heimsókn fyrir fjórtán árum. Þar voru komin systkin sunnan úr álfú, virðulegt eldra fólk í pílagrímsför upp til Islands. Þeim var sagt að Björn væri eini maðurinn sem þekkti til sögu Schovelinanna, en svo heitir fólkið. Raunar varð þeim hverft við að heyra um ættföður sinn, sem hlaut önnur örlög en þau höfðu talið. „Þar var dauðadómur í annan endann og morð í hinn,“ segir Björn, ekki sviptinga- laust hjá Þorvaldi Þorvaldssyni frá Skógum frekar en afkomendum hans sem átt hafa heimili bæði sunnar í Evrópu og í Suður-Ameríku. Vísast hefði ættarsagan orðið með öðrum og hversdagslegri brag hefði Þorvaldur ekki tekið upp á að æfa sig í teikningu með því að draga á pappír eftir dönskum ríkisdal. Sér til hagleiks- raunar eins og hann sagði sýslumanni nokkru síðar við réttarhöld. Til þeirra var efnt af því að Þorvaldur freistaðist til að láta seðilinn í kaupstað fyrir papp- ír, penna og liti. Hann var dæmdur til dauða fyrir peningafals þennan vetur 1783 og fluttur utan í böndum. Eftir sjö ára tukthúsvist í Danmörku var fangelsið lagt niður og Þorvaldur náðað- ur. Hann tók sér nafnið Skógalín og gekk að eiga danska konu. Með henni eignaðist hann son sem varð fjögurra barna auðið. Synir þessa manns náðu miklum metorðum í Danmörku, annar varð rík- isfjármálastjóri og hinn listmálari hirð- arinnar. Fjármálastjórinn eignaðist son- innn Alfred Viggo Schovelin, sem varð ræðismaður í Chile síðari hluta nítjándu aldar og fram á þá tuttugustu. Hann var afi þeirra systkina sem hingað komu í leit að uppruna sínum fyrir fjórtán árum. Síðan hafa þau oft heimsótt ísland og bróðirinn, Harald Viggo Weisswange Schovelin, heitir nú Skógalín. Hann sagði Birni að á bernskuslóðum í Chile hefði hann verið Evrópumaður, á námsárum í Þýska- landi Suður-Ameríkani og útlendingur í Sviss þar sem hann er yfirlæknir. Á íslandi hafi honum loks þótt fundið föðurland. „Það hefði ekki verið neitt skemmti- legt að skrifa þessa sögu í krónólóg- ískri röð,“ segir Björn, „enda byija ég frásögnina í Chile þar sem Alfred Viggo stýrir blómlegum verslunarrekstri. Eg segi frá átökum hans við katólsku kirkj- una og reyni að gæða lífi umhverfi og atburði þarna suður frá. Mér vildi til happs að borgin Conception er ekki lengur til, en þó lá ég yfir gömlum kortum, ræddi við fólk í Chile og skrif- aðist á við afkomendur Alfreds Viggo. Þeir heita Ólafur, Þorvaldur og Þorkell og höfðu til skamms tíma ekki hug- mynd um uppruna sinn utan að þeir væru Skandinavar. Tveir þessara frænda hygg ég séu myndlistarmenn, svo hann er dijúgur arfurinn." Alfred þessi Viggo og falsarin.i sjálf- ur, Þorvaldur Skógalín, eru aðalpersón- 4 y'v "......... Morgunblaðið/Sverrir ur bókarinnar. Lesandinn fylgist með sögu hvors þeirra, ástum og raunum. Þannig hefur bókin að uppistöðu at- burði sem áttu sér stað í verunni og eru skjalfestir eða skráðir með einhveij- um hætti. í þá hefur Björn síðan ofið óhikað. „Mesti vandinn var kannski að tapa sér ekki í aukaatriðum. Það er hættan við grúskið, menn leiðast inn í afkima sem _engu skipta fyrir framvindu sögunnar. Ég hef áður skrifað tvær sögulegar skáldsögur, Virkisvetur og Haustskip. Þessi bók er allt öðruvísi, hún er víðari ef ég má segja svo. Haust- skip var hins vegar þröng saga um ís- Ienska refsifanga í Kaupmannahöfn og örlög þeirra. Þessi bók hefði verið býsna frábrugð- in ef höfundurinn hefði ekki unnið við listir og verið með listamönnum starfs- aldurinn. Hún lýsir því hvernig menn teikna og hvað þeir reka sig á. Til þess þarf ákveðið inngrip. Og líklega er það listin í einhverri mynd sem sækir á persónur bókarinnar. Þessir menn eru klofnir, það er mergurinn málsins. ÖIl þeirra ætt er klofin. Eins og þeir séu alltaf í einhveiju öðru en þá langar. Björn Th. Björnsson hef ur sent f rá sér mikla ættarsögu eftir margra ára heimildavinnu og skáldskap. Það er nokkuð algengt að menn fínni þeir séu til annars ætlaðir en þeir fást við, en viti þó ekki almennilega til hvers. En ég ef að segja frá svo undarlegu fólki. Júlíus Schovelin til dæmis með allar þær orður sem hugsast gátu og .stjórn á íjármálum ríkisins. Hann fór inn til sín og læsti þegar boðið var til veislu. Þá var hann að yrkja. Og Axel bróðir itans, eftirsóttur listmálari, sem einn góðan veðurdag lagði frá sér pensilinn og lyfti honum ekki meir. í staðinn tók hann til við að teikna örfínar smámynd- ir af tijám. Eða Julius Vilhelm for- stjóri kauphallarinnar og þar með einn valdamesti maður Danmerkur. Hann fór á þing og sat þó stöðugt í fangelsi. Hann hafði verið dáinn í tuttugu ár þegar ég hringdi utan til að ræða við síðustu eiginkonu hans vegna bókarinn- ar. Hún spurði strax, eruð þér frá Int- erpol, og vildi fráleitt trúa því að svo væri ekki. Þegar ég sagðist bara vera íslenskur grúskari svaraði hún með þótta að svona segðu þeir nú allir. En þið náið honum ekki, bætti hún svo við, þessi danska ekkja.“ Hún hafði að vissu leyti á réttu að standa, er það ekki? Vinnan við þessa bók er eins og spæjarastarf aftur í öld- um, rannsóknir á einkamálum og örlög- um fólks. „Ég neita því ekki að forvitnin, áhug- inn um mannleg örlög, rekur mig áfram. Það var raunar við skrifin á Haustskip- um { Kaupmannahöfn 1974-5 að ég rakst á heimildir eftir enskan mannvin sem heitir Howard. Hann sagði að í fangakirkju borgarinnar væri altari- stafla eftir ungan hlekkjaþræl, sem var dæmdur fyrir peningafals. Ég varð for- vitinn og tók að fletta skrám stokkhúss- ins, sem íslendingar kölluðu Brimar- hólm. Þar fann ég engan sem þetta gat átt við. Man svo eftir þessum dreng úr Eyjafjarðardölum, sem í ljós kom að var dæmdur í Krónborgarkastala. Hann var titlaður málari meðal annars og hlaut náðun eftir að fangahald var lagt niður í kastalanum 1791. Ég vildi kom- ast að hvernig stæði á ferðum þessa manns og fann í pappírum ekki einasta hvernig hann var dæmdur heldur hvern- ig hann var myrtur á Akureyri 1825. Það sem heillaði mig er tvennt: Ann- að er hagleiksþraut unga piltsins sem olli því að hann á afkomendur úti um allan heim. Annars hefði hann eflaust orðið kotbóndi i Eyjafirði. Hitt er að sonarsynir hans virðast erfa hvort tveggja þáttanna sem ollu lífshlaupi hans, annar peningavitið og hinn listg- áfuna." Vegna þessa fór Björn oft til Kaup- mannahafnar og var þaulsætinn á skjalasöfnum. Hann segir gömul sókn- armannatöl og húsvitjunarbækur sjar- merandi litteratúr og hefur fundið ís- lendinga við einkénnilegustu skilyrði { kirkjubókum og doðröntum. Svo fletti hann og las og fletti aftur og tók nótur sem hann skrifaði upp úr öðru hveiju á hávaðasama ritvél sem hann keypti fyrir 47 árum. í leiðinni kenndi hann í Háskólanum og skrifaði nokkur leikrit, enda lieldur hann að myndin komi alit- af fyrst. Hann sjái fyrst hlutina og færi svo í letur. Af forvitni um klofíð eðli manna. Þórunn Þórsdóttir Islensk listhönnun FORM ísland II heitir sýning sem nú stendur yfir í sölum Norræna hússins. Henni er ætlað að kynna íslenska listhönnun og komast að stöðu þessa listforms hérlendis. Á sýningunni, sem stendur til 19. desember, eru verk 28 höfunda; leirlist, veijar- og textíllist, gull- og silfursmíði, glerlist, húsgagna- hönnun og auglýsingahönnun, Hér er á ferðinni farandsýning sem fyrst var opnuð í Bryggens museum í Bergen fyrir hálfu öðru ári í tengslum við íslenska menningar- viku. Síðan hefur sýningin flakkað milli leiðandi safna og menningar- húsa á Norðurlöndum. Eins og nafn sýningarinnar gefur til kynna hefur áður verið efnt til Form ís- land listhönnunarsýningar, Það var 1984-5 og frumkvæði áttu sömu aðilar og nú; Listiðnaðarsafnið í Heisinki, Norræna húsið og félagið Form ísland. Ýmis fyrirtæki og opinberir aðilar styrkja sýninguna. Hér gefur að líta nokkur sýnishorn þess sem teflt er fram á Form ís- land II. Arndís Jóhannesdóttir 1987 Dagný Helgadóttir og Guðnfc Pálsson 1990 • Kristín ísleifsdóttir 1989

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.