Morgunblaðið - 27.11.1993, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.11.1993, Blaðsíða 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1993 Lífsþörfin, lífsleitin, lífsþorstinn Maðurinn starði furðulostinn á hana gegnum kíkinn og reyndi um leið að skerpa fókusinn. Það var meira í ætt við tálsýn en veru- leika að sjá konu standa aleina á sjávarhömrum um miðja nótt þegar ekki var von mannaferða. Bjargið var uppljómað af sól, ekki unnt að trúa formálalaust að þar á ofan stæði kona á bjarg- brúninni og horfði við honum. Hann þrýsti kíkinum að augunum til að fá þessa sýn nær. Skyndilega fann hann til ónota. Þvi laust niður í huga hans að hún ætlaði að kasta sér fram af. Hann fyllt- ist ofboði og ættaði að kalla til félaga síns. Þá greindi hann að hún teygði fram höndina. Það var eins og hún væri að benda nið- ur fyrir sig. En svo sá hann að hún beygði sig ofurhægt í hnjálið- um um leið og hún teygði sig fram. Þetta kom honum svo undar- lega fyrir sjónir að kallið til félagans dó á vörum hans. Hann reyndi að átta sig á hvað hreyfing konunnar merkti. Fann nú að hún var ekki í þann veginn að kasta sér fram af. Það var eitt- hvað annað sem hafði dregið hana fram á bjargið. Hvað? Hann einblíndi á hana. Hann úti á sjó, hún uppi á hamri; fjarlægðin milli þeirra svo mikil að löngu seinna þegar þau hittast aftur, vita þau ekki að þau eiga að baki sameiginlega örlagastund - og framundan hengiflug; það hengiflug sem þeir dansa á sem lifa til fulls, elta tilfinningar sínar út á þrítugan hamarinn, lifa þar um stund, draga sig til baka til þess eins að búa sig undir næsta dans - og læra í hvert sinn eitt- hvað meira um lífið og allt sem gerir það þess virði að lifa því. Þau heita Inga og Haukur og eru burðarpersónur í nýrri skáld- sögu Birgis Sigurðssonar, „Hengi- fluginu". En þau eru ekki tvö í heiminum - því sagan er breið skáldsaga, sem rúmar heilt samfé- lag, með ólíkum þáttum, ólíkum persónum, ólíkum orsökum, ólíkum afleiðingum; ólíkum örlögum. Eins og í lífinu, taka persónurnar stefnu sem þær halda að henti, en atvik og annað fólk verður til þess að áttir breytast fyrr en hendi er veif- að - og þó eru þetta engin fórn- arlömb. Þau átta sig kannski bara ekki á fallvaltleikanum... „Fallvaltleikinn,“ segir Birgir hugsi. „Hann hefur haft rosaleg áhrif, bæði í lífi manna, í listum og skáldskap. Það hafa heilu stefn- urnar orðið til um fallvaltleikann. Menn hafa búið í sálarháska allt lífið vegna vitundar um hann, en hann er bara eðlilegur hluti af líf- inu. En það er ekki fallvaltleikinn sem vekur áhuga minn í lífinu. Eg hef alltaf verið mjög upptekinn af fólki sem hefur sterkar og miklar tilfinningar; fólki sem leitast við að lifa sjálft sig í botn. En það má ekki rugla því saman við að lifa á botninum - heldur hefur allt- af heillað mig fólk sem er upptek- ið af að lifa. Það eru svo mikil átök í lífí þess fólks; það lifir ekki í frið- arhöfn þar sem ekkert gerist og ekkert virðist eiga né mega gerast. Ég held mér sé óhætt að segja að þær persónur sem bera þessa bók uppi séu þannig, hver með sín- um hætti. Þeim er stefnt gegn því fólki sem er í þessu fimbulfambi að eltast við frægðar- og frama- drauma; svokallað þotufólk. Ég held líka að lífíð sjálft stefni þessu fólki hveiju gegn öðru. Þetta er spurningin um hin eilífu átök í lífinu, milli sannleika og lygi - sem mér finnst alltaf heillandi. Mér finnst þessi átök gera lífið að því stórkostlega ævintýri sem það er. Það er oft grimmt og ljótt, en allt- af merkilegt - og að minnsta kosti ævi manns virði.“ Inga kynnist hjónunum Rúnari og Unu sem virðast bæði venjulegt og geðfellt fólk en á sér svo sannar- lega sögu og leyndardóm. Una er ljós frá upphafi, heilsteypt og kyrr í sálinni, en í Rúnari ólgar hafið með öllum sínum myrku skotum og reynslu sem aðeins verður feng- in með því að lifa af fullri áræðni. Hann stendur á tímamótum og þegar uppgjörið byijar, er Haukur einnig orðinn áhorfandi að þeim. „Eins og margir vel gefnir menn af hans kynslóð, varð Rúnar fangi hins trúarlega draums um betra líf sem fólst í kommúnismanum," segir Birgir. „Það er auðvitað stað- reynd að þeir menn sem voru haldnir þessum draumi, héldu að það væri auðvelt að finna endan- lega lausn á þjóðfélagslegu órétt- læti; mannlegri eymd. En draumurinn var í rauninni svo samvaxinn tilfinningalífi þess- ara manna að þegar þeir gerðu sér grein fyrir að hann hafði brugðist, þá var eins og þeir væru allt að því að segja skilið við sjálfa sig. Það er hins vegar ljóst að fyrir mönnum eins og Rúnari, hefur líf- ið alltaf verið miklu stærra en bara þetta og í þessum draumi fólust aldrei nein endanleg svör fyrir hann. Mig minnir að Bunuel hafi sagt um kaþólismann: „Hann er eins og brennimark á sálinni. Þú losnar aldrei við hann.“ Sama gilti um þá sem gengust undir kommúnismann. Það er þó ljóst að Rúnar er einn þeirra manna sem brýtur þessa hlekki af sér.“ Saga Birgis er óhugnanlega raunveruleg, svo mjög að stundum finnst manni hægt að snerta per- sónur hans. Þær eru úr hringiðu bæjarlífsins og skapa sama and- rúmsloft og ríkir í þeirri borg sem þær spretta upp úr; nánast eins og höfundurinn hafi röntgensýn á tilveruna þar sem hann situr við gluggann sinn í húsi við Spítala- stíg. Andrúmsloft á knæpum og krám, hugarástand villuráfandi sauða, leitandi sálna, allt í plati fólks, þeirra sem loka sig af frá öllum damminum og svo þeirra sem láta sér fátt um finnast. Þó liggja þræðir allra saman. Birgir, þeir sem þekkja þig segja að þú sért ægilegur einfari og vilj- ir helst alltaf vera heima hjá þér. Hvernig veistu að mannfólkið er svona, ef þú ert ekki alltaf á börum og búllum og ráfandi um götur borgarinnar í efnisleit? „Sannleikurinn er sá að það er tiltölulega einfalt að skynja þetta andrúmsloft, því það hreinlega gegnsýrir þjóðfélagið. Þú þarft ekki að vera nema nokkrar mínút- ur inni á bar til að skynja andrúms- Birgfr Sigurðsson Birgir Sigurösson ræðir samffélagið að baki sögu sinni „Hengiflugið" loftið og skynja hvar þessir þræðir liggja í samfélaginu; þessi óendan- lega þörf fyrir að taka sig út, vera umtalaður, vera í brennidepli. Það skiptir engu hvort höfundur er miðaldra, eins og ég, ungur eða aldraður; ef hann er lifandi höfund- ur, þá hlýtur hann að geta smogið inn í öll lög tilverunnar. Að öðrum kosti er hann ekki fær um að skrifa um nema mjög takmarkaða reynslu." Annað sem mér fannst athyglis- vert, er að persónur þínar eru afar breyskar og þú reynir síður en svo að réttlæta þær eða fegra og þú sem höfundur ert alveg hlutlaus gagnvart breyskleikanum. „Ég skrifa ekki til að dæma fólk. Fyrir mér er skáldskapurinn lífsbirting. Ég hef gert mér far um að sjá einstaklinga í samhengi við lífið og samtímann; eins og þeir eru raunverulega. Að sjá þá öðru- vísi, er að takmarka sína eigin sýn og um leið að missa af stórum hluta af þeim sjálfum." Inn í verkið er mikilli ástarsögu ofið; ástarsögu sem kemur á óvart, ástarsögu sem maður á fremur erfitt með að taka. Haukur hefur verið giftur konu sem er þannig gerð að hann virðist algert skít- seiði. Það er erfitt að átta sig á því hvers vegna Inga, sem fram að þessu virðist heilsteypt, hrífst af honum. En svo kemur í ljós að enginn getur lært að þekkja sjálfan sig nema í nánu sambandi við aðra manneskju og lesandinn kynnist persónunum í þeirra nánustu sam- böndum; Hauki í sambandi við Sig- rúnu, Ingu í sambandi við Hauk. „Það er svo sérkennilegt með ástina,“ segir Birgir. „Hún er eitt- hvert dularfyllsta aflið í tilverunni. Maður skilur ekki hvernig stendur á því að einhver fer að elska einn umfram annan. Og það er yfirleitt engin leið að svara því hvers vegna þessi elskar þennan en ekki hinn. Á Iífsleiðinni hef ég kynnst fólki sem heldur í fáfræði sinni að eng- inn geti elskað það. Samt getur einhver orðið til að elska þetta fólk. Sem betur fer, því það væri þokkalegt ef allir elskuðu þann sama. Haukur er engan veginn að öllu leyti geðfelldur maður, en það erum við nú fæst. Hins vegar er í honum mjög sterk lífsleit, lífs- þörf; þörf fyrir að upplifa tilfinn- ingar sínar í fullum mæli. Þar af leiðandi verður leit hans að mót- parti þeim mun ákafari og jafnvel örvæntingarfyllri. “ Ein af fjölmörgum persónum sem koma til sögunnar er gamall vinur Ingu, Axel kvikmynda- gerðarmaður sem er aðal númerið í „þotuliðinu" og ætlar sér stóran skerf af heimsbyggðinni. Hann hefur einnig verið í skóla með Hauki, en einhvern veginn nær hann ekki sambandi við þau Ingu - hann leitar ekki lífsins af sama heiðarleika. „Heiðarleikinn já,“ segir Birgir. „Ef við tökum persónu eins og Axel, þá hefur hann gefið heiðar- leikann upp á bátinn, en einhvers staðar í honum blundar sektarvit- und sem verður þó aldrei fýllilega virk; sektarvitund yfir því að hafa svikið það skársta í sjálfum sér. Þetta er að sjálfsögðu saga sem gerist á öllum tímum og um þessi svik hafa verið skrifaðar margar bækur, en sjálfssvikin sem svona menn fremja, þau eru bæði mjög algeng og áleitin á þeim tímum sem við lifum, vegna þess að við höfum misst sjónar af einföldum sannindum eða gildum sem voru öðrum kynslóðum sjálfgefín. Því sitjum við uppi í flækju þess að vera manneskjur. Þessi einföldu gildi eru jafn nauðsynleg og áður en það er miklu erfiðara að finna þau eða rekja sig að þeim. Ég held að nú sé einstaklingur- inn sjálfur kominn í miklu meiri brennidepil en hann hefur verið í áratugi og það gerir lífíð á vissan hátt miklu meira spennandi. Við getum í rauninni ekki hang- ið í neinu nema þörfinni fyrir ein- staklingsbundin sannindi. Það eru engin allsheijar sannindi til og ef þau væru til, þá væru þau óbrúk- leg í mannlegu lífí - þar sem allt er afstætt, svo við megum raun- verulega þakka fyrir að þau er hvergi að finna.“ Súsanna Svavarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.