Morgunblaðið - 05.01.1994, Síða 1

Morgunblaðið - 05.01.1994, Síða 1
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR S. JANÚAR 1994 BLAD Fiskeldi 3 Álaeldisstöð á Spáni heimsótt Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiski skipanna Vélar 5 Aðalvélin í nýju Gugguna prufu- keyrð RÚSSAFISKUR TIL EYJA Morgunblaðið/Sigurgeir Fiskurinn sem Rússarnir komu með til Vinnslustöðvarinnar er nú til vinnslu í stöðinni og er unnið með lágmarksmannskap, einungis fast- ráðnu fólki, en einnig er verið að vinna karfa sem Breki VE landaði 2. janúar. Breki var úti um hátíðarnar og átti að sigla á Þýskaland en hætt var við sökum lítils afla. Reiknað er með að sá afli sem nú er i Vinnslustöðinni dugi til að halda uppi vinnu fram i miðjan janúar en þá verður að hætta sökum hráefnisskorts verði verkfall sjómanna ekki leyst. Markaðír í hættu standi verkfaU gómanna lengi SÍF hf. íhugar saltfiskkaup erlendis til að vernda markaði SOLUSAMBAND íslenskra fiskfram- leiðenda, SÍF, hef- ur það til athugun- ar að kaupa salt- fisk erlendis frá dragist verkfall á langinn til að vernda saltfiskmarkaði sína. Gunnar Orn Kristjánsson forstjóri SIF segir saltfiskmarkaði í hættu ef verkfallið stendur lengur í viku til tíu daga. Friðrik Pálsson forstjóri SH óttast að síldarvertíðin fari forgörðum og að verkfallið hafi áhrif á loðnufrystinguna. t Gunnar Örn segir það taka ákveðinn tíma að framleiða saltfiskinn og drag- ist verkfallið á langinn geti SIF þurft að leita eftir hráefni annars staðar frá. í því sambandi væri bæði horft til Noregs og eins til Rússafisks. „Við getum staðið frammi fyrir því að tapa mörkuðum ef verkfallið dregst á lang- inn en þar eru í húfi öll þau verðmæti sem eru í saltfiskvinnslunni hérlendis," sagði Gunnar Örn. Gunnar Örn sagði það allt eins koma til greina að kaupa fullunninn saltfisk eða hráefni erlendis frá burtséð frá verkfallinu. Menn horfðu upp á minnk- andi kvóta innanlands og SÍF myndi reyna að útvega sínum viðskiptavinum fisk hvort sem hann er íslenskur, norskur eða rússneskui'. Loðnufrystingin Friðrik Pálsson forstjóri SH sagði birgðastöðu fyrirtækisins þokkalega og það ætti í fæstum tilvikum að lenda í erfiðleikum standi verkfallið stutt. Vonir hefðu staðið til að auka mætti töluvert síldarframleiðsluna en vænt- anlega færi síldarvertíðin forgörðum með verkfallinu. „Japanskir kaupendur treysta mjög á okkur varðandi loðnu sem þeir hafa ekki fengið annars stað- ar frá. Það væri mikið áfall ef verkfall- ið drægist það lengi að það hefði áhrif á loðnufrystinguna," sagði Friðrik. Að öðru leyti taldi Friðrik að verk- fall sem stæði í fáeinar vikur ætti ekki að skipta neinum sköpum. „Kvótastað- an í mörgum tegundum er þannig Það það verður sjálfsagt nægur tími til að ná þeim afla sem þeir hafa kvóta fyr- ir, þó það yrði síðar á kvótaárinu," sagði Friðrik. Friðrik sagði að margir smærri samningar hefðu verið gerðir og það verði erfitt að standa við þá ef verkfall- ið dregst mikið á langinn. „Við munum að sjálfsögðu gera allt sem við getum í því að útvega kaupendum þann fisk sem þeir þurfa. í flestum tilfellum erum við að selja íslenskan fisk undir okkar eigin vörumerki þannig að það er ekki hægt að leita hófanna erlendis í öllum tilvikum," sagði Friðrik. Þurfum á öllu okkar að halda Benedikt Sveinsson forstjóri ís- lenskra sjávarafurða kveðst ekki sjá neitt svigrúm í íslenskum sjávarútvegi til þess að hlaupa upp á. „Það er ljóst að minnkandi kvótar og erfið staða hér heima og auk þess erfiðir markaðir gera það að verkum að sjávarútvegur og -afurðaivinnsla er í töluvert miklum erfiðleikum. Það voru heldur minnk- andi birgðir hjá okkur fyrir áramótin og okkur kann að vanta ýmsar pakkn- ingar til sölumeðferðar á fyrra hluta þessa árs. Ég held að í stöðunni sé það hreinn glæpur að missa af því. Okkut' veitir ekkert af því sem við getum feng- ið. Fastan í Bandaríkjunum er góður sölutími og Norðmenn munu fljótlega ná sér á strik með sinn mikla þorsk- kvóta og þykir mér því afleitt að missa nokkra sölu,“ sagði Benedikt. Fréttir Markaðir Tollarnir á flökum lækka ■ GUNNAR Örn Kristjáns- son forsljóri SÍF teiur að tollalækkanir á fersk flök vegna EES-samningsins muni leiða til frekari vinnslu sjávarafurða hérlendis. Frið- rik Pálsson forstjóri SH telur hins vegar að samningurinn muni ekki leiða til mikillar magnaukningar á útflutn- ingi. ToIIabreytingar vegna samningsins snerta einkum fersk flök. Þannig Iækkar tollur á þorsk- og ufsaflök úr 18% í 0. Benedikt Sveins- son hjá íslenskum sjávaraf- urðum telur líklegt að kaup- endur knúi á um verðlækk- anir í kjölfar tollalækkan- anna./2 ----»-»-♦- Portúgalir salta sjálfir ■ PORTÚGALIR hafa á þessu ári flutt inn um 60.000 tonn af rússaþorski sem síð- an er saltaður þar syðra. Norska sjávarútvegsblaðið Fiskeribladet skýrði frá þessu í desember síðastliðn- um. Samkvæmt Fiskeriblad- et er þessi fiskur seldur á lágu verði og getur hann valdið norskum útflytjendum miklum skaða. Því framleiða Portúgalir nú sinn eigin salt- fisk úr frystum rússaþorski í stað þess að kaupa hann af Norðmönnum./2 ----------- Saltfiskur frá Noregi sækir á ■ NORSKUR saltfiskur sækir nú á á spænska mark- aðnum að sögn fiskimálafull- trúa Noregs á Spáni. Hann segir í samtali við norska sjávarútvegsblaðið Fiskeri- bladet&ð gæði norska salt- fisksins séu vaxandi og það ráði úrsIitum./3 —1—»--♦-«-- Minna utan af ísfiskinum ■ ÚTFLUTNINGUR á ísuð- um fiski til Bretlands og Þýzkalands hefur dregizt verulega saman milli ára. Að sama skapi hefur sala helztu fjögurra nytjategunda okk- ar, þorsks, ýsu, ufsa og karfa á innlendum mörkuðum auk- izt mikið. Miðað við meðal- verð á þorskinum ytra, hefur verðmæti útflutnings á hon- um lækkað úr 1,8 miRjarði króna í 1,1 eða um 700 millj- ónir króna./8 Þorskverðið lækkar ytra ■ VERÐ á isuðum þorski héðan á fiskmörkuðunum í Hull og Grimsby í Bretlandi hefur lækkað nokkuð milli ára eða um 5% sé talið krón- um, en þar dregur gengis- lækkun nokkuð úr verð- lækkuninni. Verðið er að jafnaði hæst í upphafi árs, en nú fór það reyndar hæst í desember, eða í 168 krónur að meðaltali. Verðið hér heima er alltaf nokkru lægra, en talið að að kostn- aður við útflutning og sölu ytra geti numið 30 til 40 krónum á kíló og er þá kvótaskerðing vegna út- flutningsins ótalin. Mjög svipaðar sveiflur eru á verð- inu hér heima og ytra eftir mánuðum. Sala þorsks á fiskmörkuðum 1993 50 H—I—5—I—I—I—I—í—!—i—i—r J FMAMJ JÁSOND Verð á ýsu lækkar meira Sala ýsu á fiskmörkuðum 1993 JFMAMJJÁSOND ■ VERÐ á ýsu ytra hefur lækkað um 15,9% á síðasta ári og var að meðaltali 124 krónur á kíló. Verðið hér heima lækkaði aðeins um 2%, þrátt fyrir að magnið ykist um 20,5% og var að meðaltali 100 krónur. Verð- ið sveiflast með svipuðum hætti bæri ytra og heima, en þessi verðmunur bendir til þess að meira hafi feng- ist í raun fyrir ýsuna hér heima en ýtra./6

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.