Morgunblaðið - 14.01.1994, Síða 7

Morgunblaðið - 14.01.1994, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 1994 7 Héraðsdómur dæmir viðskiptamanni ávöxtunarsjóðanna tæplega 100 þúsund í skaðabætur frá Seðlabanka Bankaeftirlitið sinnti ekki eftirlitsskyldu með Avöxtun Verði niðurstaðan endanleg veitir hún ótilteknum fjölda úr hópi 1.100 kröfuhafa rétt til bóta frá bankanum HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær Seðlabanka íslands til að greiða Haligrími A. Ottóssyni, fyrrverandi viðskiptamanni Avöxtunar hf., tæplega 100 þúsund krónur í skaðabætur þar sem bankaeftirlit Seðla- bankans hafi ekki sinnt eftirlitsskyldum sinum með starfsemi Avöxtunar með fullnægjandi hætti frá 12. júlí 1988 þar til starfsemi fyrirtækisins var hætt 20. ágúst 1988. Seðlabankinn var dæmdur til að greiða þau u.þ.b. 60% sem vantaði á að maðurinn hefði fengið ,til baka það fé sem hann fól fyrirtækinu að ávaxta eftir 12. júlí. Birgir ísleifur Gunnarsson, bankastjóri Seðlabankans, sagði í gær í samtali við Morgunblaðið að ekki hefði verið tekin ákvörðun um hvort dóminum yrði áfrýjað til Hæstaréttar. Aðspurður um hvort niðurstaðan gefi tilefni til breytinga á starfsháttum bankaeftirlits sagði hann að starfsemin lyti í dag öðrum reglum en verið hefðu á þessum tíma. Að sögn Birgis ísleifs og Arnmund- ar Backmans hrl., sem er lögmaður Hallgríms Ottóssonar og fleiri úr hópi kröfuhafa, liggur ekki fyrir hve stór hópur fyrrverandi viðskipta- manna Avöxtunar gæti byggt kröfu á hendur Seðlabankanum á forsend- um dómsins um að bankinn sé ábyrgur frá og með 12. júlí eða um hve miklar fjárhæðir geti verið að ræða þar sem óvissa ríkir enn um hve mikil viðskiptin voru frá þeim tíma og þar til starfsemin var stöðvuð. Starfsemi Ávöxtunar sf. stöðvaðist 20. ágúst 1988, bankaeftirlit Seðla- bankans hóf sérstaka rapnsókn á starfsemi Verðbréfasjóðs Ávöxtunar hf. og Rekstrarsjóðs Ávöxtunar hf. tveimur dögum síðar og í framhaldi af því var starfrækslu þeirra hætt og skilanefndir kosnar. Fengu 40% Skilanefndirnar hafa greitt eigend- um hlutdeildarskírteina í sjóðunum liðlega 40% af nafnverði innstæðna sinna og eru taldar hverfandi líkur á að um frekari úthlutun verði að ræða að því er fram kemur í dóminum. Um 1.100 aðilar lýstu kröfum í sjóð- ina fyrir um 250 milljónir króna að nafnvirði. Eigendur Ávöxtunar voru dæmdir í Hæstarétti í 2 og 2'/2 árs fangelsi fyrir ýmis brot í tengslum við rekstur Ávöxtunar og verðbréfa- sjóðanna. Málshöfðunin, sem dæmt var um í gær, var byggð á því að eftir þrot sjóðanna hafí komið í ljós langvarandi misferli forsvarsmannanna tveggja í atriðum sem bankaeftirlitið hefði í flestum tilvikum getað bætt úr hefði það sinnt eftirlitsskyldu sinni. Við- skiptamaðurinn hefði verið féflettur með vitneskju bankaeftirlitsins sem hafí haft undir höndum upplýsingar um ólöglega starfsemi og mikla fjár- málaóreiðu forráðamanna ^.vöxtunar þannig að einföld skoðun hefði leitt í ljós að viðskiptahættir þeir sem leiddu að lokum til hruns sjóðanna hafi verið stundaðir nánast frá upphafí starf- seminnar. í niðurstoðum dómsins segir um þetta atriði að á fundi á skrifstofu bankaeftirlitsins 7. mars 1988 hafí verið mættir stjórnarmenn í verðbréfa- sjóðnum og þar hafi því verið lýst yfír af þeirra hálfu þegar óskað var skýringa á því að fyrirtækið hefði auglýst sömu ávöxtunarprósentu á Ávöxtunarbréfunum meginhluta árs- ins 1987 að ekki væri um að ræða raunverulega ávöxtun heldur þá ávöxtunarprósentu sem stefnt var að. Við þetta hafí verið gerðar mjög ákveðnar athugasemdir og krafíst úrbóta. „Ekki er hins vegar að sjá að gengið hafí verið eftir upplýsingum um hver raunveruleg ávöxtun væri eða hefði verið með réttu,“ segir í dóminum. Síðan er rakið að 29. júní 1988 sagði dr. Páll Sigurðsson af sér for- mennsku í verðbréfasjóðum Ávöxt- unar og tilkynnti bankaeftirliti Seðla- bankans um úrsögn sína 4. júlí. Á fyrri hluta júlímánaðar ræddi Páll við Þórð Ólafsson, forstöðumann banka- eftirlitsins, 5 síma. Fyrir dómi kvaðst Páll þá hafa skýrt frá ástæðum af- sagnar sinnar, þar á meðal skulda- stöðu sjóðanna og miklum skuldum Ávöxtunar sf. og annarra fyrirtækja í eigu eigenda Ávöxtunar, Ármanns Reynissonar og Péturs Björnssonar. Brýnt tilefni til skoðunar Þá segir 5 dóminum: „Telja verður að afsögn dr. Páls Sigurðssonar og ástæður þær er telja verður sannað að hann hafi skýrt forstöðumanni bankaeftirlitsins frá, svo 'og fyrri at- hugasemdir er eftirlitið hafði gert og álit þess á öðrum fyrirsvarsmönnum Ávöxtunar sf., hafi gefið eftirlitinu brýnt tilefni til nákvæmrar skoðunar á verðbréfasjóðunum tveimur. Fund- ur sá er haldinn var á skrifstofu bankaeftirlitsins verður ekki talinn hafa verið nægileg skoðun af þess hálfu. Verður ekki annað séð en þar hafi einungis verið farið yfir stöðuna eins og hún hafði verið um áramótin 1987-1988 en ekki beinlínis vikið að stöðunni þá stundina. Verður ekki talið að sú framganga eftirlitsins að hefla raunverulega skoðun meir en mánuði síðar hafi verið fullnægjandi framkvæmd á [lagaskyldum],“ segir í dóminum. Þá segir að á fyrrgreindum degi, 12. júlí 1988, hafi þegar verið svo komið að verðmæti sjóðanna hafi ekki verið nema brot af því sem uppgefið var og ætlast var til. Augljóst er að þá hafi skuldasöfnun skyldra aðila við verðbréfasjóðina verið í hróplegu ós- amræmi við markmið sjóðanna og þá þegar fullvíst að til hruns myndi koma innan tíðar. „Verður vanræksla bankaeftirlits- ins ekki talin hafa orðið til þess að fé stefnanda, er hann hafði fram til þess tíma lagt fram, hafí ‘glatast. Hins vegar verður talið að þá hafi verið svo komið að brýn skylda hvíldi á eftirlitinu .. . að framkvæma skoð- un á eignasamsetningu sjóðanna og starfseminni í heild. Verður að telja ljóst ... að þá þegar hafi staðan verið slík að skylt hafi verið að stöðva starfsemi sjóðanna ... verður að telja að brýn skylda hafi hvílt á bankaeftir- liti Seðlabankans hinn 12. júlí 1988 að hefja nákvæma athugun á starf- semi Ávöxtunar sf. og verðbréfasjóða í umsjá fyrirtækisins. Vafalaust er að slík rannsókn hefði þegar í stað leitt til rekstrarstöðvunar, svo sem reyndin varð einum og hálfum mán- uði síðar. Verður því talið vera or- sakasamhengi milli þessarar van- rækslu bankaeftirlitsins og þess tjóns er stefnandi varð fyrir vegna kaupa á hlutdeildarskírteinum hinn 20. júlí 1988,“ segir í dóminum. Þann dag hafði maðurinn keypt hlutdeildarskírtreini fyrir 148.999 krónur. Við úthlutun skilanefndar á eignum sjóðanna komu 49.483 þús- und krónur í hlut mannsins vegna þessara viðskipta en alls hafði hann átt skírteini fyrir 1,5 milljónir króna í sjóðunum þegar fyrirtækinu var lok- að. Bankinn var því dæmdur til þess að greiða það sem á vantaði að mað- urinn hefði fengið að fullu endur- greitt það fé sem hann lagði í sjóðinn 20. júlí 1988. Bitlausir hnífar í Blóð- brullupi SÉRPANTAÐIR bitlausir leikhúshnífar eru notaðir í bardagaatriði í Blóðbrullaupi eftir Lorca í Þjóðleikhúsinu. Slíkur hnífur lenti á æfingu á miðvikudag í einum leikar- anna í sýningunni. Óttast var að hann hefði meiðst á auga. Síðar kom í ljós að aðeins var skeina á augabrún. „Hnífurinn var algjörlega bit- laus og búið er að æfa atriðið mjög lengi með mönnum sem kunna svona hluti. Sennilega hafa hjöltun lent aðeins í hon- um,“ sagði Þórunn Sigurðardótt- ir, leikstjóri Blóðbrullaups, þegar haft var samband við hana í gær. Hún lagði áherslu á að skeinan hefði aðeins orðið vegna höggsins og hefði getað orðið þó leikararnir hefðu verið með kústskaft í hendinni. Engu að síður sagði hún að atriðinu yrði breytt til að sjá til þess að óhapp af þessu tagi gerðist ekki aftur. Prófkjör sjálfstæöismanna Ekki auglýst í ljósvakamiðlum FRAMBJÓÐENDUR í prófkjöri sjálfstæðismanna vegna borgar- stjórnarkosninganna hafa gert samkomulag um að auglýsa ekki framboð sín í Ijósvakamiðlum. Að sögn eins frambjóðendanna var samkomulagið gert í þeim tilgangi að draga úr kostnaði vegna próf- kjörsþátttöku frambjóðendanna. Stuðningsmenn eins frambjóðandans hafa undanfarið auglýst framboð hans í skjáauglýsingum, en í kjölfar samkomulagsins sem gert hefur ver- ið verður þeim væntanlega hætt. I ..til framtíðar Bílarnir fást til afliendingar strax! Verið velkomin - Gerið verðsamanburð og reynsluakið HYUNDAI PONY árgerð '94. ÁSMÚLA 13, SÍMI: 68 12 OO BEINN SÍMI: 3 12 36 <Su> &

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.