Morgunblaðið - 14.01.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.01.1994, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JANUAR 1994 4 Clinton fer fram á óháða rannsókn Washington. Reuter. BILL Clinton, forseti Bandaríkj- anna, hefur óskað eftir óháðri rannsókn á aðild hans og konu hans að fasteignaviðskiptum sem kennd hafa verið við fyrirtækið Whitewater í heimaríki hans, Arkansas. Janet Reno dómsmála- ráðherra, sem hafði ítrekað hafn- að kröfum um óháða rannsókn, kvaðst ætla að verða við ósk for- setans og skipa sérstakan rann- sóknarmann „eins fljótt og kostur er“. George Stephanopoulos, háttsett- ur embættismaður í Hvíta húsinu, sagði við fréttamenn að Clinton hefði neyðst til að láta af andstöðu sinni við sérstaka rannsókn þar sem deil- an væri farin að valda honum of miklu ónæði. „Þrátt fyrir algjöra og sjálfviljuga samvinnu þeirra hafa Clinton-hjónin orðið fyrir alvarlegum aðdróttunum og óábyrgum ásökun- um.“ Áður en ákvörðun forsetans var tilkynnt höfðu demókratar á Banda- ríkjaþingi snúist á sveif með repú- blikönum og óskað eftir sérstakri rannsókn. Þeir sögðu nauðsynlegt að hreinsa forsetann af ásökunum sem sköpuðu vaxandi tortryggni meðal almennings. Repúblikaninn og öldungadeild- arþingmaðurinn Bob Dole sagði að þrátt fyrir ákvörðun Clintons hygð- ist hann óska eftir að öldungadeild- in skipaði sérstaka nefnd til að rannsaka málið þegar hún kemur saman síðar í mánuðinum. Hann sagði að hvorki repúblikanar né demókratar gætu sætt sig við að möguleiki skapaðist á yfirhylmingu. George Mitchell, leiðtogi demó- krata í öldungadeildinni, sagði að ekki væri nauðsynlegt að skipa þingnefnd og sakaði Dole um að vilja hagnýta sér málið í pólitískum tilgangi. Deilan snýst um tengsl Clinton- hjónanna við fjármálamanninn James McDougal, fyrrverandi yfir- mann sparisjóðs í Arkansas sem varð gjaldþrota árið 1989. Gjald- þrotið kostaði skattgreiðendur 60 milljónir dala. Grunur leikur á að sparisjóðurinn hafi fjármagnað á ólöglegan hátt misheppnaða fjárfestingu White- water-fyrirtækisins, sem McDougal og Clinton-hjónin áttu hlut í. Clin- ton-hjónin segjast hafa tapað 69.000 dölum á ijárfestingunni. Ennfremur hefur því verið haldið fram að McDougal hafi notað fé úr sparisjóðnum til að greiða 50.000 dala skuld Clintons vegna kosninga- baráttu árið 1984. Johan Jörgen Holst utanríkisráðherra Noregs lést í svefni aðfaranótt fimmtudags Naut mikillar virðingar á al- þjóðavettvangi fyrir störf sín Osló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaðsins. Reuter. JOHAN Jörgen Holst, utanríkis- ráðherra Noregs, Iést úr heilblóð- falli snemma í gærmorgun á Sunnaas-sjúkrahúsinu skammt fyrir utan Osló. Hann var 56 ára gamall. Holst fékk vægt heila- blóðfall í síðasta mánuði og hafði dvalist á sjúkrahúsi undanfarnar vikur. Hann hafði þó verið talinn á batavegi og var fluttur frá Riks- hospitalet til Sunnaas sjúkrahúss- ins daginn áður en hann lést, en þar átti hann að fara í endurhæf- ingu. Að sögn lækna lést Holst í svefni milli klukkan fimm og sjö um morguninn. Þeir segja að flutningurinn milli sjúkrahúsa hafi engin áhrif haft á heilsu hans. Holst hefði getað fengið síðara áfallið hvar sem er. Kona Holsts heimsótti hann á sjúkrahúsið á miðvikudag og lék hann þá á alls oddi. „Hann var í góðu skapi, borðaði, hvíldi sig og horfði á sjónvarp áður en hann fór að sofa um miðnætti," sagði yfir- hjúkrunarkona á sjúkrahúsinu. Starfsfólk sjúkrahússins leit til hans á tveggja klukkustunda fresti og í síðasta skiptið, klukkan firrftn um morguninn, virtist allt vera með eðlilegu móti. Flaggað var í hálfa stöng á öllum opinberum byggingum í Noregi í gær og hófst ríkisstjómarfundur, sem haldinn var, með mínútu þögn eftir að Gro Harlem Brundtland for- sætisráðherra hafði minnst Holsts. Brundtland var á leið til norræns fundar í Helsinki er hún frétti af andláti utanríkisráðherrans og hætti hún við ferðina þegar í stað. armálaráðherra Noregs á árunum 1986-1989 en tók við embætti utan- ríkisráðherra er Thorvald Stolten- berg gerðist milligöngumaður Sam- einuðu þjóðanna í Bosníu-deilunni. Tilnefndur til friðarverðlauna Reuter Holst þakkað YASSER Arafat, leiðtogi PLO, þakkar Johan Jörgen Holst framlag hans til þeirra sögulegu sátta sem tókust með ísraelum og Palestínu- mönnum á liðnu ári. Brundtland sagði í gær: „Við höfum misst mann sem bjó yfir óvenjumiklum krafti, manni með mikla þekkingu og innsýn. Norð- menn hafa misst utanríkisráðherra, sem var ekki bara virtur heimafyrir heldur naut mikillar virðingar á al- þjóðavettvangi." Godal starfandi utanríkisráðherra Starfandi utanríkisráðherra eftir fráfall Holsts er Björn Tore Godal viðskiptaráðherra en hann var í opinberri heimsókn í Chile er Holst lést. Er búist við að Brundtland muni ekki strax skipa eftirmann Holsts. Holst fæddist í Osló þann 29. nóvember 1937. Hann lauk meist- aragráðu frá Oslóháskóla og stund- aði rannsóknir í alþjóðamálum um árabil meðal annars við Harvardhá- skóla og Hudson Institute í New York. Hann var aðstoðarráðherra í norska varnarmálaráðuneytinu á árunum 1976-79 og í utanríkisráðu- neytinu 1979-1981. Holst var varn- Holst var talinn einn líklegasti arftaki Manfreds Wömers, fram- kvæmdastjóra Atlantshafsbanda- lagsins (NATO) þegar hann lætur af störfum eftir tvö og hálft ár. Hátindur ferils Holsts var að miðla málum milli ísraela og Palest- ínumanna á síðasta ári sem varð til þess að samningar náðust milli þess- ara þjóða um friðarsamkomulag. Hafði Holst verið tilnefndur til frið- arverðlauna Nóbels fyrir það afrek. Wömer sagði í gær að fráfall Holsts væri mikið áfall fyrir NATO. Var flaggað í hálfa stöng við höfuð- stöðvar bandalagsins í Brussel í gær. „Það er sorglegt að Holst skuli látast einmitt nú þegar vonir fólks um allan heim vom bundnar við hann,“ sagði Wörner. Deiluaðilar í Mið-Austurlöndum minntust einnig Holsts í gær. „Sorg ríkir jafnt meðal ísraelskra stjóm- málaleiðtoga sem almennings," sagði Joel Alon, sendiherra ísraels í Osló. Abdul Razek, á skrifstofu PLO í París, sagði að allir, ekki síst Palestínumenn hefðu misst mann, sem hefði lagt mikið af mörkum í nafni friðar. Holst var kvæntur Marianne Hei- berg og áttu þau saman einn son. Holst átti einnig fjögur börn úr fyrra hjónabandi. Holst var mikiil tónlistaraðdáandi og hafði sérstakt dálæti á tónskáld- inu Gustav Mahler. Forseti dúmiuinar verður úr röðum andstæðinga Jeltsíns Vladímír Zhírínovskíj sagði að senda ætti þingmennina á geðveikrahæli Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, bauð kommúnistum og þjóðernissinn- um byrginn í gær með því að gefa út tilskipun um að Anatolíj Tsjúbajs yrði áfram ráðherra einkavæðingarmála. Jeltsín vann sigur í efri deild þingsins, Sambandsráðinu, því samstarfsmaður hans bar sigurorð af þjóðernissinna og var kjörinn forseti deildarinnar. Ljóst er hins vegar að forseti dúmunnar verður ekki stuðningsmaður Jeltsíns. Vladímír Zhírínovskíj dró til baka framboð sitt og jós úr skálum reiði sinnar yfir þingmenn dúmunnar, sagði að senda ætti þá á geiðveikrahæli. Vlasov, sem þjóðernissinninn Sergej Babúrín tilnefndi. Rybkín fékk 233 atkvæði í fyrri umferð- inni, Vlasov 200 og frambjóðandi Valkosts Rússlands, helsta umbó- taflokksins, var í fimmta sæti með aðeins 138 atkvæði. tveggja daga dvöl mín þar varð til þess að allur heimurinn fór á ann- an endann.“ ♦ ♦ ♦ Eyrarsundsbrúin Hótaði ráðherra fangelsisvist íhaldsflokkurimi vændur um spillingu Sakaðir um að kaupa atkvæði Lundúnum. Reuter. OPINBER endurskoðahdi sakaði í gær eitt bæjarráða íhaldsflokks- ins um að að selja húseignir í miðborg Lundúna til að kaupa sér atkvæði og hefði þetta athæfi kostað skattgreiðendur um 21 millj- ón punda, eða rúma tvo milljarða kr. ísl. Er þetta talið mikið áfall fyrir stjórn Johns Majors, sem boðaði bætt siðferði á landsfundi sinum á síðasta ári en frá þeim tíma hefur hvert hneykslið rekið annað. Bæjarráðsfulltrúar í Westminst- er í Lundúnum eru sakaðir um að hafa selt kjósendum Ihaldsflokks- ins eignir í borgarhlutanum, skömmu fyrir kosningar. Hafi þeir ákveðið að selja aukalega um 500 íbúðir á eftirsóttum svæðum til að fjölga kjósendum flokksins þar. Bæjarráðsmennirnir hafa brugðist hart við ásökununum og segjast reiðubúnir að veija sig fyr- ir rétti, enda hafi þeir talið sig hafa haft vissu fyrir því að salan væri fullkomlega lögleg. Verka- mannaflokkurinn hefur hins vegar sagt ásakanirnar vera sönnun þess að íhaldsflokkurinn sé spilltur og standi í vafasömum viðskiptum, líkt og tíðkist í bananalýðveldum. Boðuð hefur verið uppstokkun á stjórn Rússlands á mánudag og búist hafði verið við því að Tsjúbajs yrði látinn víkja. Ekki er enn vitað hvort umbótasinninn Borís Fjod- orov haldi embætti fjármálaráð- herra en hagfræðingar í Moskvu segja að Viktor Gerastsjenko, sem telst til afturhaldssinna, verði áfram seðlabankastjóri. Vladímír Shúmejko, aðstoðar- forsætisráðherra og náinn sam- starfsmaður Jeltsíns, var kjörinn forseti Sambandsráðsins í gær. Hann bar sigurorð af þjóðernis- sinnanum Pjotr Romanov. Sam- bandsráðið verður að staðfesta lög frá dúmunni og hefði Romanov náð kjöri hefði það verið mikið áfall fyrir Jeltsín og veikt stöðu hans í baráttunni við dúmuna. Fyrri umferð forsetakjörsins í dúmunni fór fram í gær og sex frambjóðendur voru í framboði. Aðeins tveir þeirra verða í seinni umferðinni og báðir eru þeir á meðal andstæðinga Jeltsíns. Þeir eru ívan Rybkín, kommúnisti sem Bændaflokkurinn tilnefndi, og Júrí Vladímír Zhírínovskíj var æva- reiður þegar hann dró framboð sitt til baka. „Með hjálp sérsveita okkar fáum við að vita eftir tvö ár hveijir voru sjúkir og hverju þeir voru haldnir," hrópaði hann á ræðupallinum og gaf til kynna að hann myndi hefna sín á andstæðingum sínum kæmist hann til valda í næstu forsetakosn- ingum. „Haldið kjafti! Allir út úr salnum! Það verður að senda alla sem bjóða sig fram til þingforseta á geð- veikrahæli!" æpti þjóðernissinninn og sló í ræðupúltið til að þagga niður í þingmönnum sem mót- mæltu orðum hans. Anatolíj Tsjúbajs einkavæð- ingarráðherra benti á úrið sitt til að freista þess að fá Zhírínovskíj til að þagna. „Herra Tsjúbajs, þetta átt þú eftir að gera í fangelsisklef- anum þegar þig fer að lengja eftir matnum,“ gall þá í þjóðernis- sinnanum. „Eg hefði orðið frábær forseti og góð fyrirmynd, ekki að- eins fyrir Rússland, heldur allan heiminn . .. Ég fór til Evrópu og Svíar fresta enn ákvörðun Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdótt- ur, fréttaritara Morgunblaðsins. SÆNSKA stjórnin hefur sneitt hjá sljórnarkreppu með því að fresta ákvörðum um Eyrarsundsbrúna, þar til vatnsdómstóllinn sænski hefur tekið framkvæmdina til at- hugunar að nýju. Poul Nyrup Ras- mussen, forsætisráðherra Dan- merkur segir að ófært sé að Svíar dragi ákvörðun sína á langinn og er danska stjórnin uggandi um skuldbindinar sínar vegna fram- kvæmda í Danmörku. Carl Bildt forsætisráðherra sagð- ist ánægður með ákvörðunina en sagði jafnframt að endanlegt svar stjórnarinnar kæmi fyrir kosningar í september. Olof Johansson, um- hverfismálaráðherra og formaður Miðflokksins hafði þegar lýst því yfir að stjórnin hefði ákveðið fyrir rúmri viku að hafna framkvæmdinni og heldur fast við þá afstöðu, nema umhverfissjónarmið séu tryggð. Skoðanakannanir í Svíþjóð sýna að 48% eru á móti brúarbyggingunni, 29% með og 23% óvissir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.